Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 1
aldek TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf 169. tbl. — Þriðjudagur 29. júli 1975 — 59. árgangur J HF HORÐUR GUNNARSSON SKULATÚNI 6 - SÍMI (91)1946 Festu humartrollið í óskráðum kap >li suðaustur af Elc ley HHJ-Rvik — Um sexleytift á fimmtudagskvöld festi humar- báturinn Þorkell Arnason, GK 21, troilið, þarsem hann var að veið- um á 70 faðma dýpi suðaustur af Eldey. Skipverjar reyhdu árangurslaust að ná trollinu upp, en það tókst ekki fyrr en undir morgun þegar rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var komið til aðstoðar. Reyndist trollið marg- snúið utan um 10-15 sm digran kapai. Skipverjar á Bjarna Sæmundssyni töldu ekki ráðlegt að höggva á kapaiinn, svo að hon- um var slcppt i sjóinn aftur.. Samkvæmt uppmælingum frá Sjómælingum Islands er enginni kapail merktur inn á sjókort ái þessum slóðum. Þorkell Árnason GK 21 er 65 lesta humarbátur. Hann var á veiöum á löglegri veiðislóð suð- austur af Eldey, — þrjár sjómilur undan eynni og sex sjómilur und- an Reykjanesvita — s.l. fimmtu- dag. Þegar skipverjar agtluðu aði hifa um sexleytið var allt fast il botni og trollið haggaðist ekki, hvernig, sem að var farið, en eftir mikið erfiði tókst að ná hlerunumi inn fyrir. Skipverjar á Þorkeli Arnasyni fengu að vita frá skipverjum ann- ars báts i grenndinni, að rann- sóknaskipið Bjarni Sæmundsson væri statt á þessum slóðum, og var kallað i Bjarna. Hann var 28 sjómilur undan og kom þvi ekki á staðinn fyrr en um fimmleytið á föstu- dagsmorgun. Skipverjum á Bjarna tókst fljótlega að slæða trollið upp og kom þá i ljós, að trollið var allt undið og snúió utan um 10—15 sm digran kapal. Trollið var svo illa flækt um kapalinn, að ekki reyndist unnt að bjarga öðru af þvi en pokanum einum. Hitt var látið fara aftur i sjóinn með kaplinum, þvi að ekki var tal- ið ráðlegt að höggva á kapal- inn enda komu tilmæli þess efnis, að ekki væri átt við kapalinn frá varðskipi, sem haft var samband við. Þegar kaplinum var sleppt i sjóinn var ídukkan um átta, og hafði þetta stimabrak þvi alls staðið um fjórtán klukkustundir. Á þessum slóðum er sléttur botn og samkvæmt sjókortum á enginn kapall að vera þarna. Skipstjóri á Bjarna Sæmundssyni er Sæmundur Auðunsson og sagðist honum svo frá, að sér hefði virzt þessi kapall nýlegur — varla meira en 5—6 ára. Samkvæmt upplýsingum Timans hefur annar bátur — Sigurpáll frá Sandgerði — misst trollið á svipuðum slóðum, og skipverjará honum töldu sig hafa séð á eftir kapli i sjóinn. Þá hafa skipverjar á öðrum bátum skýrt svo frá, að þeir hafi séð torkennilegt skip á þessum slóðum fyrir nokkrum árum og má vera, að þar hafi verið um kapalskip að ræða. Tjón það, sem Þorkell Árnason hefur orðið fyrir, er tilfinnanlegt. Auk þess sem trollið tapaðist eru togvirar ónýtir vegna þess að úr þeim er öll teygja eftir átökin. Þá urðu skemmdir á skipinu sjálfu — bæði á spili og gálgum. Spurning- in er hins vegar sú,hver eigi að greiða tjónið. Hannes Guðmundsson i Varnarmáladeild utanrikisráðu- neytisins, taldi ekki ósennilegt, að hér væri um bandariskan kapal að ræða eins og þann, sem fannst út af Stokks- . nesi á dögunum, þótt hann vildi ekkert fullyrða að svo komnu máli. Hins vegar yrði þetta mál rannsakað og færi svo, að kapall- irin reyndist bandariskur, yrðu ÞUSUND TONN AF LAUSU ASFALTI TIL AKUREYRAR ASK-Akureyri. í morgun kom norskt skip STELLA FORAX til Akureyrar með um 1000 tonn af iausu asfalti. Asfaltinu verður komið fyrir i nýjum geymi, er var sérstaklega smiðaður til geymslu á þvi, en geymirinn tek- ur rúmiega 1550 tonn. Til Akureyrar hefur asfalt komið I tunnum undanfarin ár, en það hefur verið mjög óhagkvæmt fjárhagslega. Þannig kostar tonnið af asfalti I tunnum rúm- lega 18 þúsundum meira en þegar um lausan farm er að ræða. Má þvi segja að Akureyringar hafi sparað um það bil 18 milljónir á þessum 1000 tonnum, en heildar- eigendur bátsins væntanlega að gera skaðabótakröfu á hendur rikissjóði. Þá hafði blaðið sam- band við Mead, blaðafulltrúa bandariska hersins, en hann sagði, að sér væri með öllu ókunn- ugt um þetta mál og gæti þvi ekk- ert um það sagt að svo stöddu. Bjarni Sæmundsson kom- inn upp með humartroll Þorkels Árnasonar G.K. 21 og bendir örin á myndinni á kapalinn, sem trollið hafði vafizt utan um. Timamynd: Kristján Jóhannesson. Samþykkja stéttar- félögin pílagrfma- flutninga HHJ-Rvik — Á næstu dögum fæst úr þvi skorið, hvort Loftleiðir geti staðið við bráðabirgðasamkomulag það, sem félagið hefur gert við indónesfska flugfélagið Mandala Airlines um flutninga á ti'u þúsund pflagrimum frá Jakarta til Jeddah og aftur til Jakarta. Bráðabirgðasamkomulagið er gert með þeim fyrirvara af hálfu Loft- leiða,aðþau stéttarfélög, sem hlut eiga að málinu, þ.e. Félag islenskra atvinnuflugmanna, Flugvirkjafélagið (fyrir hönd flugvélstjóra) og Flugfreyjufélag íslands, samþykki að ráðizt verði i þetta fyrirtæki, sem án efa myndi auka mjög rekstraröryggi Loftleiða. Loftleiðir hafa ritað þessum stéttarfélögum bréf, þar sem óskað er eftir samþykki félaganna, en endanleg svör hafa ekki enn borizt. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem blabið hefur aflað sér um þetta mál mun hins vegar nokkurn veginn vist, að flugmenn og vélstjórar sam- þykki fyrir sitt leyti, og Erla Hatlemark formaður Flugfreyjufélagsins sagði i viðtali við blaðið i gær, að hún teldi vist, að samþykki flugfreyja fengist, þótt málið hefði ekki enn verið rætt. Fyrirhugað er að pilagrimaferðirnar hefjist þann 12. nóvember n.k. og verði haldið áfram til 6. des., en þá verði gert hlé til 20. des., en siöan hefjist flutningarnir aftur og standi til 14. janúar 1976. Samningur þessi myndi fær Loftleiðum milljónatugi i aðra hönd, ef úr verður. Auk þess er búizt við þvi, að framhald yrði á slíkum ferðum næstuár, ef vel tekst til að þessu sinni. Samkvæmt þeim áætlunum, sem gerðar hafa veriðI þessu sambandi, ergert ráð fyrir, að tveir hópar starfsmanna Loftleiða sjái um flugið. I fyrri hópnum yrðu 11 áhafnir, en 6 i þeim si"ðari og yrði hvor hópur um mánuð að heiman. kostnaður við smiði geymisins er áætlaður rúmlega 30 milljónir. Asfaltið er geymt við 150 gráðu hita, en rafmagn er notað til upp- hitunar. Áður en það er lagt út eru sett i það steinefni, en þau eru um það bil 92% af heildarþunganum. Frá tankinum, sem er skammt sunnan skipasmiðahúss Slipp- stöðvarinnar, verður asfaltinu ekið til malbikunarstöðvarinnar i einangruðum geymi. Byggingaframkvæmdir við geyminn hófust i marz og tók Gisli Guðlaugsson frá Reykjavik að sér suðuvinnu, en Norðurverk h/f sá um klæðningu og einangr- un. Norðurljós s/f sá um raflagn- ir. Vestfjarðatogarar í rígaþorski: Tók inn fimm tonn meðan ís var bætt um borð úr öðrum GS-tsafirði — isfirzku togararnir hafa aflað með ágætum á Haia- miðum að undanförnu, og er afl- inn stpr og fallegur þorskur. Júiius Gcirmundsson landaði 160 leslum hér á ísafirði á sunnudag- inn, og i gær kom Guðbjartur með 180 lestir til löndunar. Aflinn er Isaður um borð, prýðisfiskur i há- um gæðafiokki. A föstudaginn gerðist sá at- burður á miðunum, að bætt var við is um borð i Guðbjarti, á meðan hann var að toga — en slikt er harla fátiður atburður. Málsatvik eru þau, að um fimm-leytið á föstudag hafði Guð- bjartur samband við útgerð sina, sem er Norðurtangi hf. á Isafirði. Var togarinn þá að verða islaus, en isvélarnar höfðu ekki við að framleiða fyrir svo mikinn afla. Framkvæmdastjóri Norður- tanga, Jón Páll Halldórsson brá skjótt við, og sendi linuveiðara, Viking III, sem er i eigu útgerðar- innar, út á miðin til Guðbjar með 18 tonn af is. Þegar þeir hittust, Vikingur og Guðbjartur, var slikt blank: logn og bliða, að skipin voru teng vandræðalaust saman og un svifalaust tekið til við að skip isnum út i Guðbjart. Meðan islo unin fór fram, hélt Guðbjarti áfram að toga, og fékk 5 lestir halinu. A þessum slóðum var dáliti isrek, en ekki til trafala.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.