Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. júll 1975. TÍMINN 3 Þórður Eyjólfsson lótinn Þórður Eyjólfsson, fyrr- verandi hæstaréttardómari, lézt að heimili sinu s.l. sunnu- dag. Þórður er fæddur á Kirkjubóli i Hvitársiðu 1897. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1924 og stund- aði framhaldsnám i Berlin og Kaupmannahöfn 1928—’29. Hann varði doktorsritgerð við Háskóla íslands 1934. Þórður varð prófessor i lög- um 1934, og 1935 var hann skipaður hæstaréttardómari, og gegndi þvi embætti þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þórður Eyjólfs- son ritaði mikið um lögfræði- leg efni og var lengi próf- dómari við háskólann. Hann gegndi mörgum trúnaðar- störfum um ævina jafnframt dómarastörfum við Hæsta- rétt. Þórður var kvæntur Halldóru Magnúsdóttur. Bensínmál Morgunblaðs manna til sakadóms gébé Rvik — Eins ög iesendur Timans muna var sagt frá þvl I blaðinu fyrir skömmu, að nokkrir starfsmenn Morgunblaðsins hefðu verið staðnir að verki við ólöglegan flutning á miklu magni af bensini á Vatnsleysuströnd. Rannsókn þessa máls hefur geng- ið fremur hægt og er þar um að kenna að erfitt var á ná I mann þann, sem býr á Landakoti á Vatnsleysuströnd, en þar var benslnið geymt. Rannsóknarlög- reglan i Keflavik hefur nú lokið skýrsiugerð. I málinu og sent það áfram til bæjarfógetans I Kefla- vfk. Þaðan verður það sent næstu daga til sakadóms Reykjavlkur. Starfsmenn Morgunblaðsins hafa viðurkennt að þetta bensin- magn, um þrjúþúsund litrar, hafi verið keypt vegna hættu á yfir- vofandi verkfalli. Báðu þeir mann þann, sem býr i Landakoti á Vatnsleysuströnd að geyma bensinið og sá hann ekkert athugavert við að verða að ósk þeirra. Þegar ljóst var að ekki yrði úr verkfalli, var ákveðið að flytja bensinið til Reykjavikur aftur, i sendiferðabifreiðum Morgunblaðsins en það er algör- lega ólöglegt að flytja bensin á þann hátt. Auðvelt er að gera sér i hugarlund hvað komið hefði fyrir ef ein eða fleiri af bifreiðunum hefði t.d. lent i árekstri. Guðmundur Kristjánsson full- trúi bæjarfógeta i Keflavik, sagði að málið myndi verða sent áfram til sakadóms Reykjavikur til áframhaldandi meðferðar. Iðnnemar mófmæla bróðabirgðalögunum „Sprengjan" reyndist vera útvarpstæki FORMANNAFUNDUR aðildar- félaga Iðnnemasambands íslands haldinn 26. júli gerði svohljóðandi samþykkt: „Formannafundur aðildarfé- laga Iðnnemasambands Islands mótmælir harðlega bráðabirgða- lögum um 12% vörugjald,sem er ein sú svivirðilegasta aðgerð gegn verkafólki. Þetta vörugjald brýtur I bága við þau loforð sem rikisstjórnin gaf við samninga- gerð i vor um skattalækkun. Vörugjaldið er ekkert annað en falin hækkun á söluskatti. Formannafundur INSI hvetur verkafólk til baráttu gegn þessari rikisstjórn, sem svo ötullega vinnur að þvi að berja laun og kjör vinnandi fólks niður i svað- ið.” Þorvaldur Þórarins- son lótinn Þorvaldur Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, lézt s.l. föstudag, en hann hefur átt við vanheilsu að striða um langt skeið. Hann var fæddur i Bergsholti á Vatns- leysuströnd 1909. Þorvaldur lauk lögfræði- prófi 1937 og meistaraprófi i þjóðarétti og stjórnlagafræði við Cornell háskóla i Banda- rikjunum 1942. Hann rak málaflutningsskrifstofu I Reykjavik um langt skeið. Þorvaldur var einn af stofn- endum Kommúnistaflokks Islands 1930 og siðar Sósialistaflokksins. Hann tók þátt i ýmsum félagsmálum og ritaði mikið i blöð og timarit. Þorvaldur var kvæntur Fríðu Knudsen. BIl- Reykjavik. — Skelfing greip um sig meðilfarþeganna um borð Leiðrétting I TÍMANUM laugardaginn 26. júli, var fréttum rausnarlega gjöf sem Krabbameinsfélagi íslands barst nýlega. Þar var sagt að gef- andinn, væri Sigurður Þórarins- son, sem er ekki rétt. Sigurður er Þórðarson, tannlæknir, en hann gaf Krabbameinsfélaginu vandaðan og dýran lampa, sem sérstaklega er ætlaður til skoðana á Leitarstöð-B. Sigurður Þórðar- son gaf lampann til minningar um konu sina, Hildi Vilhjálms- dóttur. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistök- um. i LL-200 flugvél á Keflavikurflug- velli i gærmorgun, er flugvélin var að leggja af stað til Luxem- bourg á leið sinni frá New York. Hafði fundizt grunsamlegur pakki I einu sæti vélarinnar, og þótti vissara að umgangast hann með ,,sprengju”-varúð þar til gengið hafði verið úr skugga um, að i honum var aðeins útvarps- tæki. Eigandi tækisins reyndist vera kona frá Israel, sem sat hin róleg- asta inni i farþegaafgreiðslunni, og hafði alls ekki heyrt brott- fararkallið — en varð ekki strandaglópur vegna þessarar til- viljunar, sem tafði flugvélina um klukkustund. Farmonna og fiskimannasambandið: ÁSTAND FISKSTOFNA SVO UGGVÆNLEGT AÐ ÚTFÆRSLA MÁTTI EKKI DRAGAST LENGUR Aír Viking hljóp undir bagga með LL BH-Reykjavik. — Loftleiða- flugvélin, sem flytja skyldi hóp islenzkra skáta á aiheimsmótið, sem að þessu sinni er haldið i Noregi, reyndist biluð, þegar að brottfarartima kom kl. 16.00 sl. sunnudag, og reyndist ógjörningur að fá aðra vél til þess að flytja skátana þann dag- inn. Næsta dag var útlitið sizt betra með að fá vél fyrir skát- ana og gerðust þeir uggandi um sinn hag. En Flugleiðamenn leysa allan vanda, og þeir komu skátunum héðan af landi brott I gær kl. 14:00 til áfangastaðar i Noregi — i Air Viking — vél, eftir að hafa leitað til forstjóra Air Viking, Guðna Þórðarsonar, sem brást fljótt og vel við mála- leitaninni og skaut flugvél inni undir skátana. Á fundi stjórnar Farmanna- og fiskimannasambands íslands 28. júli 1975 var gerð eftirfarandi samþykkt: Stjórn FFSl lýsir fyllsta stuðningi sinum við þá ákvörðun rikisstjórnarinnar að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 sjómilur. Vegna þeirra ógnvekj- andi upplýsinga, er þegar liggja fyrir um ástand fiskistofna hér við land telur stjórn FFSÍ að út- færsla fiskveiðilögsögunnar hafi ekki mátt dragast lengur. Við Is- lendingar einir eigum nú nægi- lega stóran og afkastamikinn fiskiskipastól til að veiða það magn fiskjar, sem skynsam- legastmá telja að veitt sé hér við land. Verður þó að sjálfsögðu að setja okkur strangar reglur varðandi veiðarnar og hlita þeim ihvivetr.a, til að forða fiskistofn- unum frá enn meiri rýrnun en orðin er, og þjóðinni frá efna- hagslegu hruni. Stjórn FFSI telur að þeim ströngu veiðireglum sem setja verður um fiskveiðarnar innan 200 milnanna verði vart framfylgtef öðrum þjóðum verða veittar ivilnanir eða veiði- heimildir innan markanna. Stjórnin varar eindregið við þvi að láta undan hótunum um við- skiptaþvinganir af hendi erlendra aðila. Ennfremur bendir stjórn in á þá nauðsyn, að stórauka fiski rannsóknir og sjórannsóknir á umræddu hafsvæði. BESSI AFLAHÆSTUR MINNI TOGARANNA BH-Reykjavik. — Vestfjarðatog- arinn Bessi 1S 410 er aflahæstur L Ir ii (0 1 ■ji i u 1111111 m m ifi 11111 irnu 11111111 iin Frá Stangveiðifélagi Reykjavikur Friðrik Stefánsson sagði að veiðin i Grimsá hefði gengið ágætlega undanfarna daga, en á sunnudagskvöld voru komnir 875 laxar upp úr henni. I siðasta vikuholli fengu veiðimennirnir rúmlega 227 laxa, I vikunni þar á undan fékk hollið 250 laxa og 258 þar á undan. Þarna er veitt á tiu stangir og allt á flugu. Friðrik kvaðst vita um fjóra laxa yfir tuttugu pundum og veiddust tveir þeirra á Silver Rat-flugu, einn á Black Tube og sá fjórði einnig á Tube. Or Elliðaámerunúkomnir á annað þúsund laxar, sem er nokkur aukning frá þvi á sama tima i fyrrasumar, Nýlega fékkst þar 14 punda hængur, sem er mjög stórt úr Elliðaám. I Gljúfurá hefur veiðin gengið sklnandi vel og á sunnudagskvöld voru 226 laxar komnir á land. A sama tima i fyrrasumar voru aðeins 102 laxar komnir á land, litur þvi mjög vel út með veiði i ánni I sumar. A efsta svæðinu I Norðurá,hefur veiðin verið all- sæmileg og reyndar mjög góð nú siðustu daga, sérstaklega á sunnudag, en þá komu hvorki meira né minna en 11 laxar bara um morguninn. Friðrik kvaðst ekki vita um heildartölu laxanna sem hafa komið úr henni. Stóra Laxá i Hreppum. Veiðihornið hafði samband við Eyþór Sigmarsson, en hann og Jón Þóroddsson voru saman um stöng i Laxá á laugardag og sunnudag og I og IÍ svæði og lönduðuð átta löxum, frá fimm til sextán pund á þyngd. Sagðist Eyþór búast við að nú væru um 240—250 laxar komnir á land, en veitt er á tiu stengur á öllum svæðunum fjórum, þess ber þá að gæta að veiðin hófst seint i Stóru Laxá, og hefur aðeins staðið i rúman mánuð nú. I fyrrasumar veiddust aðeins 154 laxar á þrem mánuðum og var þá meðalþyngd þeirra um ellefu pund. I sumar höfum við orð- ið varir við nokkuð mikinn smá- lax, fimm til sex punda, en það gefur visbendingu um að áin sé i miklum uppgangi, sagði Éyþór. Mjög gott vatn er I henni núna, en framan af veiðitimanum var hún of vatnsmikil, en nú er hún með allra liflegasta móti. Nóg virðist af laxi I henni og þá er ekki úr vegi að benda á að Stóra Laxá i Hreppum er ein ódýrasta áin, stöngin á dag kostar aðeins þrjúþúsund krón- ur, sem ekki telst mikið nú á dögum. minni skuttogaranna frá áramót- um til júnDoka, og er afli lians, miðað við slægðan fisk — sem landað hefur verið hérlendis — samtals 2.055.446 kg., og hefur Bessi Iandað 22 sinnum á þessu timabili. Næstir honum að afla- magni úr hópi minni skuttogar- anna eru þeir Uagstjarnan KE með 2.084.474 kg. 119 löndunum og Guðbjörg ÍS með 1.983.902 i 20 iöndunum. - Timinn fékk i gær skýrslu Fiskifélags Islands um aflamagn minni skuttogaranna frá áramót- um, til siðustu mánaðamóta og fer hún hér á eftir. Við athugun hennar ber að gæta þess, að i þessari töflu er ýmist um að ræða slægðan afla með haus eða óslægðan. Afli Vestfjarðatogar- anna er miðaður við slægðan afla, en afli hinna miðast við landað magn. Hér á eftir fer afli minni skut- togaranna, og er fjöldi landana á eftir aflamagninu: Aflamagn i iLand- kilógrömmum | anir Vestmannaey VE 1.584.037 — 16 Dagstjarnan KE 2.048.474 — 19 Suðurnes GK 865.306— 9 FramtiðinKE 1.448.275 — 15 Aðalvik KE 1.795.085 — 14 Jón Vidalin AR 1.537.550 — 15 Otur GK 1.457.557- -11 Krossvik AK 1.771.088- -17 Runólfur SH 1.221.164- - 14 Arnar HU 1.675.187- -15 Gullver NS 1.482.800- -17 Bjartur NK 1.582.600- 18 Barði NK 1.677.800 — 19 Hólmanes SU 1.643.900 - 17 HólmatindurSU 1.598.700 — 18 Framnes IIS 1.873.765 — 20 Trausti IS 1.011.080 — 17 Guðbjartur IS 1.764.317 — 18 Guðbjörg IS 1.983.902 — 20 Július Geirmunds 1.904.173- 21 son IS Páll Pálsson IS 1.324.313 — 17 Bessi IS 2.055.446 — 22 Hvalbakur SU 1.054.677 — 12 DagnýSI 1.133.000 — 11 Skafti SK 1.052.380 — 14 Stálvik SI 1.022.000 — 12 Sigluvik SI 933.200 — 14 Ólafur Bekkur ÓF 1.405.935 — 15 Björgvin EA 1.723.600 — 17 Rauðinúpur ÞH 1.144.000 — 12 Ljósafell SU 1.671.600 — 18 Dagrún SI 1.658.080 — 18 Hegranes SK 822.430 — 11 Drangey SK 1.316.000 — 13 Sólberg ÓF 1.881.500 — 17 Brettingur NS 1.101.400 — 11 Mestum afla i júnimánuð; landaði Sólberg frá Ólafsfirði, eða 503.500 kg. i 4 veiðiferðum. Þá sigldi Siglufjarðartogarinn Dagný með afla sinn i april- mánuði og var þvi ekki um neinar landanir hér að ræöa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.