Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. júli 1975.
TÍMINN
9
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Atvinnuvegirnir og
niðurgreiðslurnar
Þvi er ekki ósjaldan haldið fram i blöðum, að ó-
likt sé búið að landbúnaðinum, og t.d. iðnaðinum.
Landbúnaðarvörurnar séu stórlega niðurgreidd-
ar, en engar slikar greiðslur eigi sér stað i sam-
bandi við iðnaðarvörur.
Sannleikurinn er sá, að ekki aðeins iðnaðurinn,
heldur allur atvinnurekstur nýtur svipaðs hagn-
aðar af niðurgreiðslunum og landbúnaðurinn.
Hagnaður atvinnuveganna af niðurgreiðslunum
er fólginn i þvi, að þeir greiða mun lægra kaup-
gjald en ella. Ef niðurgreiðslurnar væru felldar
niður, myndi kaupgjald hækka mjög verulega og
kaupgreiðslur aukast að sama skapi. Þannig
njóta allar atvinnugreinar meira og minna góðs
af niðurgreiðslunum. Hagnaður landbúnaðarins
er hér hinn sami og annarra atvinnugreina.
Hagnaðurinner ekki mismunandi að öðru leyti en
þvi, hve miklar launagreiðslurnar eru.
Ástæðan til þess, að landbúnaðarvörur hafa
frekar verið valdar sem niðurgreiðsluvörur en
aðrar neyzluvörur, er einfaldlega sú, að þær eru
taldar meðal allra brýnustu nauðsynjavara al-
mennings, og það komi sér þvi betur fyrir neyt-
endur að fá þær niðurgreiddar en flestar eða allar
vörur aðrar. Þetta er ekkert sérstakt islenzkt
fyrirbrigði, heldur má segja, að það sé alþjóðleg
regla, að þar sem niðurgreiðslum er beitt sem
efnahagsúrræði, séu það fyrst og fremst landbún-
aðarvörur, sem séu niðurgreiddar. Hér i blaðinu
var t.d. fyrir skömmu skýrt frá þvi, að Svlar juku
nýlega niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum um 9
milljarða islenzkra króna, en alls verja Sviar nú
árlega 104 milljörðum islenzkra króna til niður-
borgana á matvörum og er þar nær eingöngu að
ræða um niðurborganir á landbúnaðarvörum.
En það eru ekki eingöngu atvinnuvegirnír, sem
hagnast á niðurgreiðslunum á framangreindan
hátt, heldur má segja, að þær séu launþegum
einnig til hagsbóta. Þær hjálpa til að draga úr
vixlhækkunum verðlags og kaupgjalds og hamla
á þann hátt gegn verðbólgunni, sem skaðar
launþega mest, þegar til lengdar lætur, og hefur
þann vonda eiginleika, að gera hinn rika rlkari og
fátæka fátækari. Þess vegna hefur niðurgreiðsl-
um ekki sizt verið beitt i löndum, þar sem flokkar
eins og sósialdemókratar eða frjálslyndir mið-
flokkar hafa ráðið rikjum.
En þótt niðurgreiðslur geti þannig verið gagn-
legt efnahagsúrræði, gildir um þær eins og annað,
að þeim verður að beita i hófi. Þær eru ekki neitt
einhlitt úrræði, heldur geta komið að gagni sem
einn liðurinn i mörgum samræmdum aðgerðum.
Það hafa þær lika vissulega gert viða um heim.
Það er svo annað mál, að um framkvæmd
niðurgreiðslna má oft deila og henni hefur oft
verið hagað hérlendis á annan veg en bænda-
samtökin hefðu helzt kosið. Það er áreiðanlega
ekki heppilegt, þegar niðurgreidda útsöluverðið
verður t.d. lægra en það verð, sem bændur fá
fyrir afurðirnar. En þá er vafalitið meira verið að
hugsa um áhrif niðurgreiðslnanna á visitöluna en
ráðleggingar bændanna. Menn ættu að varast að
óathuguðu máli að skrifa slikt á reikning bænda-
samtakanna. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Solzhenitsyn veldur
deilum vestan hafs
Asakar Ford og Kissinger um undanlátssemi
Aleksandr Solzhenitsyn
FREKAR hljótt hefur verið
um Solzhenitsyn að undan-
förnu, þótt hann láti talsvert á
sér bera. Bækur hans halda á-
fram að seljast vel og menn
meta baráttu hans fyrir
mannréttindum. Hins vegar
falla hinar öfgafullu kenning-
ar hans um að einangra eigi
Sovétrikin og draga upp nýtt
járntjald milli austurs og
vesturs I Evrópu, sem útiloki
öll skipti við kommúnistarík-
in, ekki i frjóan jarðveg, nema
hjá öfgafyllstu hægri mönn-
um. Hún striðir lika beint gegn
þeirri stefnu Atlantshafs-
bandalagsins, að vestrænum
þjóðum beri að vinna að bættri
sambúð austurs og vesturs,
jafnhliða þvi, sem þær haldi
vöku sinni. 011 aukin sam-
skipti af þessu tagi, muni m.a.
stuðla að auknu frjálsræði
fylgirikja Sovétrikjanna i
Austur-Evrópu, enda hefur ó-
tvirætt orðið þar veruleg þró-
un i þessa átt, siðan hin svo-
nefnda þiða upphófst i
Evrópu.
Solzhenitsyn hefur undan-
farna þrjá mánuði verið á
ferðalagi um Kanada og
Bandarikin, þar sem hann
hefur haldið margar ræður og
birt blaðagreinar, þar sem
hann hefur boðað kenningar
sinar um að eiga engin mök
við Sovétrikin og deilt á lýð-
ræðisrikin fyrir undanláts-
semi við þau. Þetta ferðalag
Solzhenitsyn hafði vakið til-
tölulega litla athygli, unz það
vitnaðist, að Kissinger hefði
ráðlagt Ford að hitta ekki
Solzhenitsyn, þvi að það gæti
haft slæm áhrif á sambúð Sov-
étrikjanna og Bandarikjanna.
Andstæðingar Fords i hægri
armi demókrata notfærðu sér
þetta mjög og töldu þetta bera
vott um óþarfa undanlátssemi
við Rússa. Ford sagði á eftir,
að hann væri reiðubúinn til að
ræða við Solzhenitsyn, og lét
þau boö berast til hans, að
hann vildi gjarnan hitta hann.
Solzhenitsyn krafðist þess þá,
að fá skriflegt boð um að koma
til Hvita hússins. Þetta boð
hefur hann ekki fengið, og fór
Ford á leiðtogafundinn i
Helsinki, án þess að hitta
Solzhenitsyn. Mörg merk blöð,
sem eru ósammála kenning-
um Solzhenitsyn, hafa talið
það mistök, að Ford skyldi
ekki ræða við Solzhenitsyn
vegna framangreindra ráö-
legginga Kissinger. Meðál
annars hefur The Times I
London rætt þetta i forustu-
grein og verður efni hennar
rakið hér á eftir:
— SOLZHENITSYN hefur á-
kært Ford forseta fyrir þaö, að
hafa svikið Austur-Evrópu
með fyrirhugaðri þátttöku
sinni i leiðtogafundinum 1 Hel-
sinki. Þaö er auðvelt aö hafa
samúð með áhyggjum hans
vegna hinna undirokuðu
þjóða, sem eru undir yfirráð-
um Sovétrikjanna. Hitt er erf-
iðara að sjá hvernig hægt er
að hjálpa þessum þjóðum með
þvi að fylgja þeirri stefnu,
sem Solzhenitsyn mælir með.
Að undanskildri styrjöld til að
frelsa þessar þjóðir, er ekki
um neinn annan valkost að
ræða en að reyna með þolin-
mæði aö byggja þá brú til
bættrar sambúðar, sem veriö
er að vinna að i Helsinki.
Solzhenitsyn beitir þeim
andmælum gegn leiðtogafund-
inum, að verið sé að viður-
kenna landamæri sovézka
heimsveldisins. betta er ekki
rétt. Skjöl þau, sem verða
undirrituð, eru ekki samning-
ar, og hafa ekkert lagalegt
gildi. Þau eru yfirlýsing, sem
er ætluð að vera leiðarvisir
um sambúð viðkomandi rikja.
Þau hvorki viðurkenna viss á-
hrifasvæði eða vissa stjórnar-
hætti. Þau viðurkenna hins
vegar sjálfstæði þjóða. Þau
segja enn fremur, að landa-
mærum skuli ekki breytt með
valdi. Þetta innifelur senni-
lega yfirráð Sovétrikjanna
yfir baltlsku rikjunum, (en
hefur nokkur ráðgert að
bjarga þeim?), en þetta úti-
lokar ekki breytingar á stjórn-
arháttum eða friðsamlegar
breytingar á landamærum i
Evrópu.
Skjölin eru langt frá þvi að
vera fullkomin. Þau eru full af
smugum og málamiðlun eftir
tveggja ára samningaþjark.
Þegar allt kemur til alls, gera
þau þó meiri kröfur til Sovét-
rikjanna um breyttar sam-
búðarreglur en til vestrænu
rikjanna. Þótt þvi sé sleppt, að
skjölin viðurkenna fullveldi
(Tékkóslóvakia?), og hafna
valdbeitingu (Ungverjaland
og Tékkóslóvakía?) hafa þau
að geyma margvislegar
skuldbindingar um mannleg
samskipti og frjálsara upplýs-
ingastarf. Ef þessum reglum
verður fylgt, mun ástandið
batna I Evrópu. Ef þeim verð-
ur ekki fylgt, ætti ástandið
ekki að versna, nema þá að
þvi leyti sem þetta gæti valdið
þrætum, en engin ástæða virð-
ist til að óttast, að vestræn riki
þurfi að fara halloka I þeim.
Það er fortakslaus skoðun
Solzhenitsyn, að kommúnism-
inn heyri til hinu illa og þvi
beri stöðugt að berjast gegn
honum vægðarlaust. Alþjóðleg
stjórnvizka beinist hins vegar
að þvi, að hugsa um afleiöing-
arnar — hvernig verður
kommúnismanum bezt haldið
i skefjum og hann gerður
mannlegri? Hættan er sú, að
stjórnmálamenn missi sjónar
á hinum siðferðilega veru-
leika. Það virðist Kissinger
hafa gert, þegar hann ráðlagði
Ford að hitta Solzhenitsyn
ekki. Vafalaust hefur Kissing-
er ekki viljað móðga Rússa.
En er hægt að hugsa sér öllu
meiri litillækkun, en að for-
seta Bandarikjanna sé talin
trú um,að hann megi ekki taka
á móti frægum rithöfundi, sem
hann er að visu ósammála,
vegna þess, að það myndi
angra óeðlilega viðkvæma
menn i Kreml?
Þetta er ekki slökun á
spennu, — detente — heldur
uppgjöf. Detente krefst þess
ekki, að forseti Bandarikjanna
læðist um á tánum til þess að
styggja ekki Rússa. Detente
krefst þess, að hann leiti skyn-
samlegra ráða til að fást við ó-
lik sjónarmið, og reyni að
finna grundvöll raunhæfrar
málamiðlunar. Hið rétta hefði
verið, að hann hefði boðið
Solzhenitsyn til Hvita hússins
og sagt opinskátt, að hann
virti hann sem rithöfund og
talsmann mannréttinda, en
hann væri hins vegar ósam-
mála pólitiskum ráðlegging-
um hans. Þetta hefði aflað for-
setanum álits margra, jafnvel
Solzhenitsyn ; sjálfs. —
HÉR LÝKUR að rekja efniö i
forustugrein The Times. Vafa-
laust er það rétt hjá The
Times, að óheppileg ástæða
var færð fyrir þvi, að Solzhen-
itsyn var ekki boðið að hitta
Ford, og bætir það ekki úr
skák, að sama daginn og
skáldið kom til Washington
tók forsetinn á móti knatt-
spyrnukappanum Pele og
tveimur fegurðardrottning-
um. Solzhenitsyn er tvimæla-
laust merkur rithöfundur, sem
hefur unnið sér frægð fyrir að
berjast óragur fyrir skoðunum
sinum. bess vegna ber að sýna
honum viðurkenningu sem
slikum, þótt menn séu ósam-
mála ýmsum kenningum
hans. Annars er það vafalitið
áhrifum bættrar sambúðar að
þakka, að Solzhenitsyn er nú
frjáls maður vestan tjalds, og
getur sagt allt, sem hann fýsir
að segja. Ef kalda striðið hefði
haldizt áfram, væri hann nú
vafalitið á geðveikrahæli i
Siberiu, eins og var hlutskipti
margra rússneskra rithöfunda
á þeim tima. Þetta er aðeins
litið dæmi um, að sú stefna,
sem Solzhenitsyn áfellist Ford
og Kissinger fyrir miðar i
rétta átt.
Þ.Þ.