Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 29. júli 1975. fyrir góóíMn mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS EINKAVIÐRÆÐUR FRAKKLANDSFORSETA OG BRESHNEFS í HELSINKI Reuter/Paris. Frakklandsfor- seti, Valery Giscard Ð’estaing mun eiga persónulegar við- ræður við Leonid Brez.hnéf, aðalritara sovézka kommúnistaflokksins i Helsinki i næstu viku, að þvi er sovézki ambassadorinn I Parfs sagði i gær. IVlunu viðræður þeirra cinkum snúast um aukin sam- skiptj rikjanna tveggja. Leíðtogarnir tveir,sem siðar i þessari viku munu sitja fund öryggisráðstefnu Evrópu i Helsinki, hittast svo aftur i Sovétrikjunum i október á þessu ári. Sfðast' hittust þeir i desember 1974 og þá i Paris. Var þá lagður grundvöllur að frekari sam- skiptum Frakka og Sovétmanna á sviði tækni, stjórnmála og efnahagsmála. AFRÍKULEIÐTOGAR ÞINGA í KAMPALA PERSÓNULEGUR SIGUR AMINS — sem líklega verður næsti forseti OAU Reuter/Kampala. Leiðtogar Einingarsa mtaka Afrikurikja, OAU, komu saman til fundar I Kampala, höfuðborg Uganda. Idi Amin, forseti Uganda, setti fund- inn. í setningarræðu sinni lagði liann á það áherziu að vlkja bæri israei úr S.Þ. I ræðu sinni sagði Amin enn- Evrópuferð Fords Bandaríkjaforseta: Góðar móttökur í Varsjó Gagnrýni heima fyrir Reuter/Varsjá. Ford Banda- rikjaforseti kom til Varsjá, höf- uðborgar Póllands i gær, en sem kunnugt cr, er Ford nú á ferða lagi um Evrópu. Er þetta fyrsta Evrópuferð Fords frá þvl er hann tók við embætti forseta Bandarikjanna fyrir um það bil einu ári. Til Varsjá kom Ford frá Bonn. Edward Gierek, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins tók á móti Fcrd á flugvellinum og flutti hann ræðu við það tækifæri. Lagði hann áherzlu á bætta sambúð austurs og vesturs til þess að tryggja mætti frið i heiminum. Ford tók undir þessi atriði i ræðu Giereks og kvað tilgang farar sinnar vera að bæta sambúð austurs og vesturs, svo að tryggja mætti frið i heiminum. Pólland er fyrsta kommúnista- rikið, sem Ford sækir heim I tiu daga ferð sinni um Evrópu, sem hófst sl. laugardag. Fyrst átti hann viðræður við Helmut Schmidt, kanslara Vestur-Þýzka- lands, i Bonn. Þegar Ford heldur frá Helsinki, að loknum leiðtogafundi öryggis- ráðs Evrópu, fer hann til Búkarest og Belgrad. Ahrifamikil dagblöð i Banda- rikjunum hafa gagnrýnt Ford harðlega fyrir þá ákvörðun hans að undirrita ýfirlýsingu þá, sem gefin verður út i lok fundarins i Helsinki. Er þvi haldið fram af þessum dagblöðum,að Ford sé að selja Evrópu i hendur kommúnistum. Ford lýsti þvi hins vegar yfir i Washington áður en hann lagði upp i Evrópuför sina, að með þvi að undirrita yfirlýsingu öryggis- ráöstefnunnar væri hann ekki að viðurkenna núverandi skiptingu Evrópu. A fundinum i Helsingfors mun Ford eiga viðræður við leiðtoga Grikkja og Tyrkja i þvi skyni að reyna að finna lausn á Kýpurdeil- unni. Einnig er talið að Ford muni ræða við leiðtoga Tyrklands um þá ákvörðun Tyrkjastjórnar að taka við stjórn allra bandariskra herstöðva i landinu. fremur, að ef innfæddir tækju ekki nú þegar við stjórn i Rhodesiu, Suður-Afriku og i Suð- vestur-Afriku, yrði að beita vopnavaldi i þvi skyni. ,,Ég er ekki á móti hvitum mönnum”, sagði Amin, „en þeir verða að viðurkenna, að svertingjar eru i meirihluta i þessum rikjum.” Fréttaskýrendur telja, að til ágreinings kunni að koma á fundinum varðandi einstök mál, t.d. afstöðunnar til deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs og átakanna i Angóla. Það er talinn mikill persónulegur sigur fyrir Idi Amin forseta Ug- anda, gestgjafa á þessum tólfta fundi leiðtoga Einingarsamtak- anna, að fundurinn skuli haldinn i Kampala. Mun Amin að öllum likindum verða næsti forseti Einingarsamtakanna. I gær voru 20 þjóðarleiðtogar komnir til Kampala, en aðildarriki samtak- anna eru 46. Meðal þjóðarleiðtoga, sem ekki koma tiifundarins i Kapala, eru forsetar Tanzaniu, Zambiu, Botswana og Mosambique. Utanrikisráðherrar OAU, sem að undanförnu hafa setið á rök- stólum i Kampala og undirbúið leiðtogafundinn, komust snemma i gær að samkomulagi um brott- vikningu Israels úr S.Þ. Er i sam- komulagi þessu ekki gengið eins langt og i upphafi var gert ráð fyrir, þvi að samkvæmt sam- þykkt utanrikisráðherranna er gert ráð fyrir að ísraelar fái að halda sæti sinu hjá S.Þ. gangi þeir að kröfum S.Þ. um lausn mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Tillaga þessi verður lögð fyrir leiðtogafundinn, sem taka mun endanlega afstöðu til hennar. Costa Gomes fer ekki til Helsinki Reuter/ Lissabon. Francisco Costa Gomes, forseti Portúgals, hefur ákveðið að sitja ekki fund öryggisráðstefnu E.vrópu, sem hefst i Helsinki i Finnlandi á mið- vikudaginn, að þvi er talsmaður stjórnarinnar i Lissabon sagði i gær. Engin skýring hefur verið gef- in á þessari ákvörðun Costa Gomes af opinberri hálfu i Liss- abon, en fréttaskýrendur segja hana vera afleiðingu hins ótrygga stjórnmálaástands, sem nú rikir I Portúgal. KJARNORKUVOPNIN UNDIR STJÓRN BANDARÍKJAMANNA Reuter/Varsjá . Háttsettur bandariskur embættismaður lýsti þvi yfir i gær, að Banda- rikjamenn myndu eftir sem áður hafa eftirlit með kjarn- orkuvopnabúnaði á þeim bandarisku herstöðvum i Tyrk- landi, sem Tyrkir hafa nú tekið undir sina stjórn. Embættismaðurinn, sem fylgir Ford Bandarikjaforseta á ferðalagi hans um Evrópu, sagði að ákvörðun hefði verið tekin um það, að kjarnorku- vopnin yrðu undir stjórn Banda- rikjamanna. Vió höfum skipulagt hópferóir á eftirfarandi sýningar: SPOGA SPORTVÖRUSÝNING í KÖLN EDINBORGARHÁTÍÐIN Brottför 29. ógúst 1975 Brottför 26. september 1975 FRANKFURTER BUCHMESSE ROYAL SMITHFIELD SHOW, (bókasýning í Frankfurt) Brottför 8. október 1975 LONDON Brottför 29. nóvember 1975 Einnig höfum við vikuferðir til: ITMA MILANO LONDON (sýning á vélum fyrir vefnað) Brottför 5. október 1975 Brottför 2., 12., 17. og 30. ógúst og 2., 13., og 21. sept. HÁRGREIÐSLUKEPPNIN KAUPMANNAHÖFN í OSLO Brottför 9. nóvember 1975 Brottför 9., 16. og 26. ógúst og 7. og 13. september - -• ———■■ — ■■■■- — ■- . Upplýsingar um verö og greiðslukjör

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.