Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 29. júli 1975.
TIMINN
19
Framhaldssaga
i
'FYRIR
Ibörn
Herbert Strang:
Fífldjarfi
drengurinn
— Hann gekk á
hljóðið og kallaði upp
yfir sig, af þvi að hon-
um virtist hann heyra
fótatak. En Alan
hentist inn i skóginn,
miklu hræddari en svo
að hann myndi eftir
að fara hljóðlega.
Það skrjáfaði i
runnunum, þar sem
hann hljóp, og hann
heyrði annað hróp
fyrir aftan sig. En
hann var fljótur á
fæti. Það var of
dimmt til þess, að
mennirnir sæju hann.
Og eftir stutta stund
gáfust þeir upp við
að elta hann. Alan var
úrallri hættu.
VI. KAPÍTULI
Allt er gott,
þá endirinn allra
beztur verður.
Alan hafði aldrei
fyrr verið úti i skógin-
um að næturþeli.
Hann átti hægt með að
rata á daginn, en núna
var hann alveg i
vandræðum. Hann
þurfti að komast á
veginn, en vissi ekki,
hvert halda skyldi.
Þegar hann hafði
gengið stundarkorn,
fór hann að verða
skelkaður. Borgin,
þar sem faðir hans
hafði ætlað að hitta
konunginn, var í tutt-
ugu milna fjarlægð.
Hann mundi verða
lengi á leiðinni þang-
að, jafnvel þó að hann
kæmist á rétta leið.
Stallarinn bjóst við,
að óvinirnir mundu
gera árás á kastalann
i dögun. Var hugsan-
legt, að föður hans
:!!!!!!: □ Sl'lii ®.
Sumarferðir i
INNANLANDSFERÐ
Sumarferð Framsóknarfélaganna i Reykjavik, sunnudaginn 17.
ágúst. Ekið um Þingvelli, Laugarvatn, Gullfoss, Geysi, Brúar-
hlöð, Hreppa, Búrfellsvirkjun að Sigöldu og Hrauneyjarfossum.
Framkvæmdir við Sigöldu skoðaðar undir leiðsögn verkfræð-
ings. Nánar auglýst siðar.
UTANLANDSFERÐIR
Framsóknarfélaganna í Reykjavík
Framsóknarfélögin i Reykjavik gefa félögum sfnum kost á ferð-
um til Spánar i sumar og haust. Brottfarardagar: 19. ágúst, 2.
september, 16. september.
Fyrirhuguð er i sept. 10—15 daga ferð til Vinarborgar. Þeir, sem
áhuga hafa á þessari ferð, hafi samband við f lokksskrifstofuna.
Nánari upplýsingar um ferðirnar á flokksskrifstofunni. Simi:
24480.
Héraðsmót framsóknarmanna
í Skagafirði
Framsóknarmenn i Skagafirði hafa ákveðið að halda sitt árlega
héraðsmót laugardaginn 30. ágúst að Miðgarði. Að vanda verður
fjölbreytt dagskrá. Gautar leika fyrir dansi. Nánar veröur sagt
frá héraðsmótinu siðar.
0 Bjarnargreiði
að ummælum, sem sá er þetta rit-
ar, viðhafði á fundinum og tekst
illa að hafa þau rétt eftir eða,
hann velur það úr sem honum
þykir bezt henta sinum málstað
Til dæmis segir oddvitinn, að ég
teldi ,,að ekki væri rétt á þessu
stigi málsins að samþykkja til-
lögu Vöku um lýðræðisþróun i
Portúgal”. Hið rétta er að undir-
ritaður sagðist „ekki geta tekið
afstöðu til tillögu Vöku vegna
skorts á áreiðanlegum upplýsing-
um þaðan, en það er nokkuð ann-
að en að segja,,að ekki sé rétt að
samþykkja tillögu”. Ummælin
eins og oddvitinn skáldar þau
merkja, að ég hefði fellt tillöguna
hefði hún komið til atkvæða, en
ekkertkom fram á fundinum sem
gaf það til kynna. Þá segir Vöku-
oddvitinn enn fremur, að ég hafi
harmað að þurfa að greina frá
mikilli tortryggni minni i garð isl.
fjölmiðla, en þeir hefðu oft sýnt
að þeim væri ekki treystandi.
Hann sleppir að geta þess, að ég
fjallaði um vanda islenzkra fjöl-
miðla i sambandi við öflun frétta,
eins og rakið hefur verið hér að
framan.
Loks vitnar oddvitinn i um-
mæli, sem hann segir fulltrúa
vinstri manna hafi látið frá sér
fara á fundi utanrikisnefndar
S.H.l. Þar sem ég á ekki sæti i
utanrikisnefnd þá get ég ekki bor-
ið um hvað þar hefur verið sagt,
en hafi Vökuoddvitinn haft um-
mælin rétt eftir, sem ég er van-
trúaður á vegna eigin reynslu, þá
er ég að sjálfsögðu ekki sammála
þeim.
Föstudaginn 18. júli fá stúdent-
ar enn eina kveðjuna i Morgun-
blaðinu, að þessu sinni i leiðara
blaðsins. Þar er þvi haldið blá-
kalt fram að vinstri meirihlutinn i
Stúdentaráði hafi neitað að
standa að samþykkt, þess efnis,
að rikisstjórn Islands og Alþingi
beitti sér eftir megni til stuðnings
lýðræðisöflunar i Portúgal og
áhrifum sinum á alþjóðavett-
vangi þeim til stuðnings. Og
áfram heldur blaðið: „Hann neit-
ar að mæla með þvi, að islenzkir
lýðræðisflokkar (leturbr. G.K.)
beini sameinuðum kröftum sinum
til stuðnings þeim, sem nú eru i
brjóstvörn almennra þegnrétt-
inda þar i landi.” Og nú finnst
blaðinu auðájáanlega kominn
timi til þess að draga ályktanir af
þeim forsendum, sem það
hefur verið að hamast við að búa
til, þ.e. að vinstri stúdentar hafi
neitað að standa að samþykkt
Vökutillögurnar af annarlegum
forsendum, og segir: „Þvi miður
hefur hér sannazt enn einu sinni
(leturbr. G.K.) að róttækustu
vinstri öflin i islenzkum stjórn-
málum móta aldrei afstöðu eftir
eðli mála eða verknaðar, heldur
þvi einu, hver að verknaðinum
stendur. Ofbeldi, sem ber
vörumerki kommúnismans, fær
þvi gæðastimpil hjá vinstri sinn-
uðum stúdentum á Islandi i formi
frestunar á sjálfsagðri sam-
þykkt”. Þá höfum við það. Ef
menn samþykkja ekki hugsunar-
laust allan skrambann, er hægri
mönnum á Islandi dettur i hug að
bera á borð, þá eiga þeir það á
hættu að vera búnir að gæða-
stimpla ofbeldisverk
kommúnista. Þarna er liklega
komin skýringin á þvi hvað is-
lenzkir hægri menn eru yfirleitt
litið inn i þeim málum sem þeir
eru að fást við á þjóðmálasvið-
inu, þvi að sjálfsögðu samþykkja
þeir alltaf hugsunarlaust það sem
Mogginn segir þeim.
Það er ekki hægt að ljúka þess-
ari grein án þess að minnast á eitt
broslegt atriði i sambandi við til-
lögu Vöku um Portúgal. 1 tillög-
unni bregður fyrir þessari setn-
ingu: „Við skorum þvi á islenzku
lýðræðisflokkana (leturbr. G.K.)
að beina sameinuðum kröftum
sinum til stuðnings þeim flokk-
um, sem berjast fyrir frjálsu og
opnu lýðræðissamfélagi Portú-
gala.” Nú er það svo, að þegar
hægri menn og þó einkum
skribentar Morgunblaðsins tala
um islenzka lýðræðisflokka, hefur
það sérstaka merkingu, þvi sam-
kvæmt þeirra áliti eru ekki allir
isl. stjórnmálaflokkar lýðræðis-
flokkar. Einungis þeir flokkar,
sem standa hægra megin við Al-
þýðubandalagið hljóta þann heið-
ur hjá Moggamönnum að kallast
lýðræðisflokkar. Þannig er Al-
þýðubandalagið talinn andlýð-
ræðislegur flokkur, og þá væntan-
lega samsvarandi flokkar i öðr-
um löndum, svo að ekki sé talað
um flokka, sem standa vistra
megin við Alþýðubandalagið i
stjórnmálum. Og nú kemur
vandamálið. Þeirflokkar i Portú-
gal, sem eru á svipaðri breiddar-
gráðu i stjórnmálum og Alþýðu-
bandalagið islenzka, og teljast
þvi andlýðræðislegir, samkv.
skilgreiningu Morgunblaðsins,
fengu i sinn hlut 60—70% atkvæða
i kosningunum i Portúgal i vor.
Þar sem það er útilokað að i til-
lögu Vöku sé verið að lýsa yfir
stuðningi við andlýðræðissinnaða
flokka i Portúgal, hlýtur sú
spurning að vakna, við hvaða
flokka er eiginlega verið að lýsa
stuðningi við? Spyr sá sem ekki
veit.
Að endingu þetta. Það hefur
verið hæg en örugg þróun s.l. þrjú
ár, að stjórn Vöku hefur færzt frá
skrifstofu félagsins að Sóleyjar-
götu i húsakynni Morgunblaðsins
við Aðalstræti. Og með siðustu
árásum Vöku og Morgunblaðsins
á vinstri menn i Háskóla íslands
ætti öllum að vera ljóst að Vaka, i
öllum hugmyndaskortinum,
hefur kosið að sækja sér styrk i
glerhöllina við Aðalstræti i stað
þess að reyna að hressa upp á
hugmyndafræðina og vera raun-
verulegur valkostur fyrir
stúdenta i Stúdentaráðskosning-
um. Ýmsir héldu að Vökumenn
hefðu lært það i öllum þeim kosn-
ingum, sem þeir hafa tapað s.l.
þrjú ár, að sú aðstoð, sem þeir
hafa fengið frá glerhúsafólkinu i
Aðalstræti er sannkallaður bjarn-
argreiði, en þvi miður fyrir þá
hafa þeir ekki uppgötvað þetta
ennþá. Ég er sannfærður um að
stúdentar hjálpa Vökumönnum
næsta vetur til að skilja, að betra
er að standa á eigin fótum og
berjast sjálfur fyrir skoðunum
sinum á málefnalegan hátt á rétt-
um vigstöðvum i stað þess að
hlaupa vælandi út i bæ og biðja
aðra að hjálpa sér. Hjálpa sér við
að spilla vinnufriði þeirra, sem
stúdentar hafa kosið til að annast
hagsmunamál sin og grafa undan
áliti þeirra út á við með þvi að
bera út ósannar Gróusögur. Slik
vinnubrögð borga sig ekki þegar
til lengdar lætur. Þau eru dæmd
til að mistakast.
Reykjavik, 21. júli 1975.
KOFFIÐ
frá Brasiliu
mmmmmm^mmm^^^mmi^mmm
JUNIOR Chamber i Hafnarfirði hefur nýlega fengið leyfi Bæjarráðs Hafnarfjarðar til þess að nota bæj-
armerki Hafnarfjarðar á bilmerkjum, sem seld verða til fjáröflunar fyrir starf J.C. Hafnarfjarðar á
næsta vetri, en þá ætla J.C. félagar i Hafnarfirði að standa fyrir margs konar þjálfunarnámskeiðum
fyrir unga Hafnfirðinga. Fyrsta bilmerkið var afhent bæjarstjóra, Kristni Ó. Guðmundssyni, meö þakk-
læti fyrir aðstoð við undirbúning þessa JC verkefnis. Steingrimur Guðjónsson, form. JCH, og Þór S.
Ólafsson, form. á næsta starfsári, afhentu bæjarstjóra merkið.