Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 29. júli 1975. TÍMINN 17 Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson Akurnesingar væng- brotnir án Matthíasar — 1:0 sigur FH var verðskuldaður Það var ekki rismikil knattspyrna, sem efsta lið 1. deildar ÍA, sýndi á móti nýliðum deildarinnar FH, á Kapiakrika s.l. laugar- dag. Leikmenn liðsins hugsuðu mest um það, þegar þeir fengu knöttinn, að koma honum eins langt í burtu frá sér og mögulegt var, malarvöllurinn á Kaplakrika féll greinilega ekki í góðan jarðveg hjá þeim. Aðalhættan skapað- ist við mark FH eftir auka- spyrnur eða hornspyrnur, þegar hinir hávöxnu Jónar i Akranesliðinu komu inn í vítateiginn. En þeir hittu bara þar fyrir of jarl sinn, þar sem Janus Guðlaugs- son var, hann hirti flestar háar sendingar, sem komu inn í vítateig FH, og það sem fór fram hjá honum sá hinn ungi og efnilegi markvörður FH, Gunn- laugur Gunnlaugsson, um að hirða. Leikurinn var ekki nema þriggja minútna gamall þegar FH skoraði mark það, sem nægði þeim til sigurs. Ólafur Danivals- son fékk knöttinn á miðjum vallarhelmingi IA, lék upp undir vitateigshorn og skaut fremur lausu skoti að marki. öllum til undrunar hreyföi Davið i marki ÍA hvorki legg né lið, og boltinn skoppaði rólega i markhornið fjær. Þetta mark verður algjör- lega að skrifast á reikning Daviðs markvarðar. Aðeins minútu siðar greip markvörður FH vel inn i leikinn, j '<>■■■". þegar hann varðiskalla frá Jóni Alfreðssyni eftir hornspyrnu frá Arna Sveinssyni. Or næsta upp- hlaupi FH skapaðist siðan hætta við mark Akraness, sem þeim tókst að bægja frá. A 24. minútu skapaðist hætta við mark FH eftir aukaspyrnu frá Þresti, og fimm minútum siðar fengu Akurnes- ingar bezta tækifæri sitt i leikn- um. Karl Þórðarson gaf vei fyrir markið beint fyrir fætur Harðar Jóhannessonar, sem skaut i hliðarnetið úr góðu færi. Siðasta orðið i fyrri hálfleik áttu svo FH- ingar, er Leifur Helgason skaut framhjá úr góðu færi. I seinni hálfleik áttu Akurnes- ingar ekki eitt einasta umtalsvert tækifæri, en FH-ingar áttu aftur á móti eitt mjög gott, er ólafur Danivalsson komst einn inn fyrir vörn ÍA á 65. minútu, en i þetta skipti bjargaði Dvaið mjög vel með úthlaupi. Mótlætið fór mjög i skap Akur- nesinganna i seinni hálfleik, og varð dómarinn að bóka þrjá þeirra, Hörð Jóhannesson, Karl Þórðarson og Jón Alfreðsson. Aðalmenn FH-liðsins voru i þessum leik sem fyrri þeir Janus Guðlaugsson og Ölafur Danivals- son. Það var furðuleg ráðstöfun hjá landsliösnefnd að setja Janus Guðlaugsson út úr landsliðshópn- um, hann á ekki siður heima þar en Jónarnir i Akranesliðinu, Jón Alfreðsson og Jón Gunnlaugsson. Ef hætta skapaðist við FH markiö i leiknum var Janus yfirleitt sá maður, sem bægði henni frá. Ólafur Danivalsson er mjög fljót- ur og hættulegur framlinumaður og áttu varnarmenn IA i mestu vandræðum með hann. Þá var og Þórir Jónsson góður hjá FH. f Akranesliöið vatnaði Matthtas Hallgrimsson, sem var i leik- banni þennan leik, og við það varö framlina ÍA algjörlega bitlaus. Skárstu menn liðsins voru þeir fslenzkur sigur í Kalotten-keppni tslenzka landsliöið i frjálsum iþróttum haföi yfirburöi i mörg- um greinum í Kalottenkeppninni, sem haldin var um helgina I Tromsö i Noregi, og sigraöi i FH íslands- meistari í kvenna- knattspyrnu A sunnudaginn varö FH tslandsmeistari i kvenna- knattspyrnu — vann Fram I úrslitaleiknum meö þrem mörkum gegn einu — og nú eiga FH-stúlkurnar I vænd- um italiuferö á hausti komanda fyrir frammistöö- una i mótinu. Þetta er annað árið i röð, sem FH-stúlkurnar verða Islandsmeistarar i knatt- spyrnu kvenna, og er mikill áhugi i liöi þeirra á iþrótt- inni, og hugur að sýna itölsku kvenfólki i tvo heimana i iþróttinni, sem er vinsæl þar i landi. keppninni. tslendingar uröu sigurvegarar I tólf greinum I keppninni og þrjú tslandsmet voru sett. Stefán Hallgrimsson setti fslandsmet i 400 metra grinda- hlaupi, hljóp á 52,4. Gamla metiö átti hann sjálfur og var það 52,7. Þá settu islenzku stúlkurnar tvö ný Islandsmet i boðhlaupi, i 4x100 m og 4x400 m. Stúlkurnar, sem hlupu 4x100 m voru Ingunn Einarsdóttir, Erna Guðmunds- dóttir, Lára Sveinsdóttir og Maria Guðjohnsen, og þær hlupu á 49,4 m. Stúlkurnar, sem hlupu 4x400 m voru þessar: Ingunn, Erna, Lilja Guðmundsdóttir og Sigrún Sveinsdóttir. Timi sveitar- innar var 4:01,4 min. tþróttafréttaritari Timans, Sig- mundur O. Steinarsson var við- staddur keppnina og mun hann segja nánar frá henni i blaðinu á morgun. Úrslitaleikur- inn fór 1:0! Grslitaleikurinn i 2. flokki kvenna i' útimótinu i handknatt- leik fór fram á sunnudaginn. Þar mættust Valur og Haukar, og unnu Valsstúlkurnar með einu marki gegn engu. Jóhannes Guöjónsson og Karl legt, en liðið i heild lék langt undir Haraldsson og hafði hann góð tök Þórðarson, sem gerði margt lag- getu. Dómari var Guðmundur áleiknum. ó.O. Sovézku landsliösmennirnir á Laugardalsvellinum I gær. Sama „kanónan" gegn Sovétríkjunum i gær var íslenzka lands liðið, sem leikur gegn Sovétríkjunum annað kvöld, tilkynnt. I Ijós kem- ur, aðengar breytingar eru gerðar á liðinu, enda óeðli- legt að breytingar séu gerðar eftir jafngóða frammistöðu og okkar ágætu landsliðsmenn hafa sýnt í undangengnum leikjum. Landsliðshópurinn er þá þannig, en aftan við er tala viðkomandi landsleikja: Arni Stefánsson Fram 2 Þorsteinn Ólafsson IBK 10 Jón Pétursson Fram 9 Marteinn Geirsson Fram 24 Jóhannes Eðvaldsson Holmbæk 14 GisliTorfason ÍBK 16 Teitur Þórðarson IA 15 Elmar Geirsson Eintract Trier 17 Björn Láursson IA 8 Jón Alfreðsson IA 4 Matthias Hallgrimsson IA 34 Arni Sveinsson 1A 2 Orn Óskarsson IBV 7 Karl Hermannsson IBK 8 Ólafur Júliusson IBK 13 Guðgeir Leifsson Viking 26 I dag dvelst islenzka landsliðið að Þingvöllum og verður þar fram að leiknum annað kvöld, sem hefst klukkan 20. Sigraði í f jórum greinum Þórunn Alfreösdóttir, Ægi, vann þaö afrek á islandsmót- inu I sundi, sem háð var i Laugardalslauginni um helg- ina, að sigra I fjórum greinum á mótinu og setja þrjú islands- met. Þórunn setti eitt met hvern dag mótsins. Einnig vann hún bezta afrek mótsins — synti 200 metra flugsund á 2:30,1 mín. Þórunn setti lslandsmet i 200 m. flugsundi, eins og áður er getið, einnig i 800 metra skriðsundi, en þá vegalengd synti hún á 9:57,04 min. Loks setti hún Islandsmet i 400 metra skriðsundi, og var timi hennar 4:50,1 min.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.