Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. júli 1975. TÍMINN 7 TIMINN HEIMSÆKIR ÞORSHOFN Texti og myndir: Ask. 217 milljónir í heildar- veltu K.L. á síðasta óri það að hérna hef ég orðið var viö þessa gömlu samvinnuhugsjón, sem ég hafði álitið steindauða i timans rás. Þar minnist ég sér- staklega deildarfunda er haldnir eru með bændum á hverju ári, á þeim kom fram að trúin á sam- takamátt og félagsskapinn sem slikan er svo sterk að á meðan hún er við lýði þá mun samvinnu- félagshugsjónin ekki leggja upp tærnar, heldur þvert á móti auk- ast frá þvi sem nú er. — Kaupfélag Langnesinga rek- ur hér að Þórshöfn verzlun með fjórum deildum, söluskýli, mjólkurstöð og vélaverkstæði þá er einnig útibú i Bakkafirði. Allir þessir þættir gerðu samtals 217 milljónir i heildarveltu s.l. ár. — Hvað getur þú sagt um rekstur einstakra deilda? — Yfirleitt gengu þær vel, en til dæmis hefur útkoma mjólkur- stöðvarinnar verið óhagstæð að minum dómi, það hefur mjög dregið úr innlagðri mjólk og bændur virðast veigra sér við þvi að koma sér upp nýjum fjósum og öllu er þvi tilheyrir og snúa sér frekar að sauðfjárbúskap. Þó að 237 þúsund litrar, en það var magnið er stöðin tók á móti á liðnu ári, virðist há tala þá er það eins og ég sagði áðan nokkru minna en eðlilegt getur talizt, enda er hálfgerður mjólkurskort- ur hérna oft á tiðum. Bændur flytja mjólkina og slátra sjálfir sauðfénu — Eins og þú tekur eftir, sagði Ólafur er við ókum fram hjá mjólkurbúinu, þá eru hér engir mjólkurbilar, en bændur flytja sjálfir mjólkina til stöðvarinnar enda vinna við hana einungis tveir menn. Þá er hér á staðnum sláturhús, en athyglisvert er at bændurnir sjá algerlega um rekstur þess og vinnu við það á meðan sláturtið stendur, enda er ekki hlaupið að þvi að fá fólk i vinnu hér á Þórshöfn, allir hafa nóg með sitt. Kaupfélagið Þórshöfn, nýlenduvöru- og vefnaöarvörudeild. Aldrei farið út í starfið/ ef..... — Nú er óalgengt að svo ungir menn fari út i jafnveigamikið starf og kaupfélagsstjóri er, skorti þig ekki þekkingu á starf- inu sem sliku i upphafi? — Þegar ég kom hingað i októ- bermánuði siðastliðið ár þá hafði ég i raun og veru ekki hugmynd um hvað það var sem ég hafði tekizt á hendur, og aldrei farið út i það hefði mig grunað um alla þá erfiðleika sem við blöstu. En með mikilli vinnu og hjálp góðra manna, einkum og sérilagi Bjarna Aðalgeirssonar bókhald- ara, þá hefur mér tekizt að klifa erfiðustu hjallana og er nú farinn að kunna ágætlega við mig. Hugsjónin var þá ekki dauð — En það sem hefur hrifið mig hvað mest hérna á Þórshöfn er Einn yngsti kaupfélagsstjóri landsins er Ólafur Friðriksson á Þórshöfn. ólafur er 22 ára gamall og útskrifaðist úr Samvinnu- skólanum að Bifröst vorið 1974. Heildarvelta 217 milljónir síðastliðið ár Hvernig skiptist starfsemi kaupfélagsins? Ólafur Friðriksson. Járn- og byggingavörudeild Kaupfélagsins. Leiddist að vera baejar- maður og gerðist bóndi SKAMMT frá Þórhöfn er bærinn Syðri-Brekka. Þar búa þeir tvi- býli, Úlfar Þórðarson og Indriði Kristjánsson. Tlminn hitti Úlfar að máli fyrir skömmu en hann byrjaði búskap fyrir þremur árum sfðan. úlfur er kvæntur Kristinu Kristjánsdóttur, en hún er einmitt fædd og uppalin á Syðri-Brekku. Þau hjónin eru um þritugt og eiga 3 börn frá eins og hálfsárs til fimm ára aldurs. — Ertu fæddur og uppalinn i sveit úlfar? — Nei, ég er frá Þórshöfn, en var sem stráklingur mikið I. sveit og vandist öllum sveita- störfum frá blautu barnsbeini. — Nú er það fremur óvana- legtaöungirmenn hefji búskap. Var það eitthvað sérstakt sem olli þvi að þú ákvaöst að setjast hér að? — Vissulega hafði þaö mikið að segja að konan er héöan, en auk þess leiddist mér að vera bæjarmaður. Hér úti i sveit er maður sjálfs sin húsbóndi og mun óháðari fólki en gerist i bæjum. — Hvernig voru Ibúðarhús og þessháttar er þú komst hingaö fyrst? — Eins og þú sást er hér tvi- býli og bjó Indriði Kristjánsson I þvi húsi er við erum i núna, en það var byggt 1907. Hann byggði nýtt ibúðarhús og hafði áfram þau peningshús er fyrir voru. Hins vegar varð ég aö byggja nýja hlööu og fjárhús, en við hvort tveggja var lokiö haustið 1973. Hlaðan rúmar 2000 bagga, en fjárhúsið 240 kindur. Þá varð ég eölilega aö kaupa vélar og tæki, en nú i dag eru til á heimil- inu tvær nýjar dráttarvélar og öll önnur tæki eru ný, þannig að ekki þarf að endurnýja þær næstu árin. — En þarf ekki að brjóta nýtt land þegar bústofninn á jörðinni eykst svo mikið sem raun' ber vitni? — Jú næsta skrefið er að vinna að stækkun túnanna, en við bæinn hef ég 10-11 hektara stórt tún, en i ráði er að þurrka upp landflæmi hér skammt frá svo túnin munu fara stækkandi á næstu árum. Hins vegar hef ég tún á Þórshöfn og fyrir innan bæinn, sem eru samtals all- miklu stærri en hér heima við. — En er ekki erfitt fyrir ung hjón, sem ykkur aö geta lagt fram nægjanlegt fjármagn? — Vissulega er það, en bæði vinnur Kristin við vélabókhald hjá kaupfélaginu, að jafnaði hálfan daginn, og ég hef oft Syðri-Brekka. Úlfur Þórðarson og Kristin Kristjánsdóttir. vinnu við akstur, en viö keypt- um vörubil um það leyti og, ákveðið var aö hefja búskapT Þessi aukavinna hefur gefið svo mikið af sér aö það er tiltölulega auðvelt fyrir okkur að lifa, en enn sem komiö er gefur búið ekki ýkja mikið af sér. — En hvaö haföir þú margar skepnur á fóðrum og hvað var innleggið mikið siöastliðiö haust? — Slöastliöinn vetur hafði ég á fóðrum um 240 kindur, en þar af voru 170 lambaer svo að möguleiki ætti að vera á þvi aö leggja inn hátt á þriöja hundraö dilka næsta haust. Hins vegar var innlegg siðastliðið haust fremur smátt eða um eitthundr- aö dilkar. Andviröi þeirra til dæmis nægði einungir fyrir áburði og brýnustu nauösynj- um, þannig að hefði ekki auka- vinnan komið til þá heföi veriö frekar knappt I búi siðastliðinn vetur.sagði Úlfar Þóröarson að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.