Fréttablaðið - 17.03.2005, Side 13

Fréttablaðið - 17.03.2005, Side 13
FIMMTUDAGUR 17. mars 2005 13 Vegurinn til Kópaskers: Eins og kúamykja í rigningu SAMGÖNGUR Mikil slysahætta stafar af tólf kílómetra vegar- kafla sem liggur til Kópaskers segir Elvar Árni Lund, sveitar- stjóri Öxarfjarðarhrepps. Sveitar- stjórnin hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á samgöngu- ráðherra og þingmenn Norð- austurkjördæmis að tryggja fjár- magn til að laga veginn. Um þennan vegakafla fer öll umferð að austan til Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar. Þá segir Elvar Árni einnig að dag- legur skólaakstur liggi um þennan vegspotta. Í ályktuninni segir að vegakafl- inn sé í raun ónýtur og er vegin- um lýst þannig að hann sé eins og kúamykja í rigningu og líkist helst hveiti í þurrki. Þá liggi höfuðstórir steinar nálægt vegin- um og samsvarandi holur. Þá kemur einnig fram að sam- kvæmt matsskýrslu Vegagerðar- innar sé úrbóta ekki að vænta fyrr en árið 2014 þegar nýr vegur yfir Hólaheiði hefur verið lagður. Er lagt til að tíminn sem fari í um- hverfismat og annan undirbúning á þeirri vegalögn verði notaður til að klára bútinn sem um ræðir. ■ HELFARAR MINNST Margmenni er saman komið í Jerúsalem við opnun nýs safns til minningar um hel- förina. Í nafnasalnum er 600 ljósmyndum fórnarlamba nasista raðað í spíral eftir hvelfdu loftinu. Norður-Rússland: Tugir dóu í flugslysi MOSKVA, AP Flugvél fórst í Rúss- landi í gær með 50 manns innan- borðs. Rússeskir embættismenn segja að 29 farþegar hafi týnt lífi en 23 bjargast en þar af eru tíu sagðir mjög alvarlega slasaðir Flugvélin var í aðflugi að bænum Varandei í Nenets-héraði nyrst í Rússlandi. Í fyrstu var talið að allir um borð hefðu dáið en að sögn Interfax-fréttastof- unnar hringdu þeir sem komust lífs af eftir hjálp úr gervihnatta- síma. Flugvélin var af gerðinni An- 24 og var smíðuð af Sovétmönn- um á sjöunda áratugnum. ■ 35 FARAST Í SKIPSBRUNA 35 manns eru látnir af brunasár- um sínum eftir að eldur kom upp í pakistönsku herskipi í síðustu viku. Skipið var í slipp í Karachi og af ókunnum orsökum varð það að einu eldhafi á augabragði. 60 manns liggja alvarlega særðir á sjúkrahúsi. ÓNÝTUR VEGUR Erfitt er fyrir íbúa Kópaskers og nágrennis að halda bílunum hreinum. ■ PAKISTAN Héraðsdómur Reykjavíkur: Þriggja mán- aða fangelsi DÓMSMÁL Maður var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innbrot og þjófnað og enn fremur brot á vopna- og fíkni- efnalögum en viðkomandi á að baki langan brotaferil. Þóttu því ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Var maðurinn sekur fundinn um að hafa brotist inn í nýbygg- ingu Lágafellsskóla í Mosfells- bæ og stolið verkfærum sem metin voru á tæpa milljón króna og fyrir að hafa tvívegis á síð- asta ári framið vopnalagabrot. Játaði maðurinn að hluta sök en rök hans þóttu veik og tók dóm- urinn þau ekki til greina. - æöe LAGST GEGN HÁLSSKURÐI DÝRA Dýraverndunarráð Danmerkur leggst eindregið gegn því að dýr séu aflífuð í samræmi við helgisiði múslima og gyðinga. Þá eru dýrin skorin þvert á hálsinn svo þeim blæði til dauða. Að sögn Jyllandsposten taldi ráðið þetta í lagi árið 1997 en nú hefur það skipt um skoðun. FLUGVALLARSKATTAR LÆKKAÐIR Flugvallarskattar á Kastrup- flugvelli verða lækkaðir um fimmtán prósent á næsta ári að sögn Ekstrabladet. Stjórnvöld vilja gera þetta til að laða að lággjaldaflugfélög. Í staðinn verða skattar hækkaðir á þá sem nota flugvöllinn til tengiflugs. ■ DANMÖRK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.