Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 17. mars 2005 13 Vegurinn til Kópaskers: Eins og kúamykja í rigningu SAMGÖNGUR Mikil slysahætta stafar af tólf kílómetra vegar- kafla sem liggur til Kópaskers segir Elvar Árni Lund, sveitar- stjóri Öxarfjarðarhrepps. Sveitar- stjórnin hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á samgöngu- ráðherra og þingmenn Norð- austurkjördæmis að tryggja fjár- magn til að laga veginn. Um þennan vegakafla fer öll umferð að austan til Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar. Þá segir Elvar Árni einnig að dag- legur skólaakstur liggi um þennan vegspotta. Í ályktuninni segir að vegakafl- inn sé í raun ónýtur og er vegin- um lýst þannig að hann sé eins og kúamykja í rigningu og líkist helst hveiti í þurrki. Þá liggi höfuðstórir steinar nálægt vegin- um og samsvarandi holur. Þá kemur einnig fram að sam- kvæmt matsskýrslu Vegagerðar- innar sé úrbóta ekki að vænta fyrr en árið 2014 þegar nýr vegur yfir Hólaheiði hefur verið lagður. Er lagt til að tíminn sem fari í um- hverfismat og annan undirbúning á þeirri vegalögn verði notaður til að klára bútinn sem um ræðir. ■ HELFARAR MINNST Margmenni er saman komið í Jerúsalem við opnun nýs safns til minningar um hel- förina. Í nafnasalnum er 600 ljósmyndum fórnarlamba nasista raðað í spíral eftir hvelfdu loftinu. Norður-Rússland: Tugir dóu í flugslysi MOSKVA, AP Flugvél fórst í Rúss- landi í gær með 50 manns innan- borðs. Rússeskir embættismenn segja að 29 farþegar hafi týnt lífi en 23 bjargast en þar af eru tíu sagðir mjög alvarlega slasaðir Flugvélin var í aðflugi að bænum Varandei í Nenets-héraði nyrst í Rússlandi. Í fyrstu var talið að allir um borð hefðu dáið en að sögn Interfax-fréttastof- unnar hringdu þeir sem komust lífs af eftir hjálp úr gervihnatta- síma. Flugvélin var af gerðinni An- 24 og var smíðuð af Sovétmönn- um á sjöunda áratugnum. ■ 35 FARAST Í SKIPSBRUNA 35 manns eru látnir af brunasár- um sínum eftir að eldur kom upp í pakistönsku herskipi í síðustu viku. Skipið var í slipp í Karachi og af ókunnum orsökum varð það að einu eldhafi á augabragði. 60 manns liggja alvarlega særðir á sjúkrahúsi. ÓNÝTUR VEGUR Erfitt er fyrir íbúa Kópaskers og nágrennis að halda bílunum hreinum. ■ PAKISTAN Héraðsdómur Reykjavíkur: Þriggja mán- aða fangelsi DÓMSMÁL Maður var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innbrot og þjófnað og enn fremur brot á vopna- og fíkni- efnalögum en viðkomandi á að baki langan brotaferil. Þóttu því ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Var maðurinn sekur fundinn um að hafa brotist inn í nýbygg- ingu Lágafellsskóla í Mosfells- bæ og stolið verkfærum sem metin voru á tæpa milljón króna og fyrir að hafa tvívegis á síð- asta ári framið vopnalagabrot. Játaði maðurinn að hluta sök en rök hans þóttu veik og tók dóm- urinn þau ekki til greina. - æöe LAGST GEGN HÁLSSKURÐI DÝRA Dýraverndunarráð Danmerkur leggst eindregið gegn því að dýr séu aflífuð í samræmi við helgisiði múslima og gyðinga. Þá eru dýrin skorin þvert á hálsinn svo þeim blæði til dauða. Að sögn Jyllandsposten taldi ráðið þetta í lagi árið 1997 en nú hefur það skipt um skoðun. FLUGVALLARSKATTAR LÆKKAÐIR Flugvallarskattar á Kastrup- flugvelli verða lækkaðir um fimmtán prósent á næsta ári að sögn Ekstrabladet. Stjórnvöld vilja gera þetta til að laða að lággjaldaflugfélög. Í staðinn verða skattar hækkaðir á þá sem nota flugvöllinn til tengiflugs. ■ DANMÖRK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.