Fréttablaðið - 17.03.2005, Side 22

Fréttablaðið - 17.03.2005, Side 22
„Að taka ábyrgð“ var yfirskrift á sjónarmiðum Jóns Kaldal í Frétta- blaðinu 13. mars sl. þar sem hann telur að meðlag sé of lágt. Mig lang- ar að skoða þetta mál frá nokkrum sjónarhornum. Ég hélt að til væri í lögum ákvæði um að ef tekjur með- lagsgreiðanda færu ofar ákveðnum tekjuviðmiðunum væri skylda lögð á hann að bæta við meðlagsfjár- hæðina með barninu. Er ekki eitt- hvað minnst á þetta í hjúskaparlög- um? En hver segir að framlag til barns, umframgreiðslan, þurfi endilega að vera peningar til þess foreldris sem barnið býr hjá? Það eru margar leiðir til að koma slíku verðgildi til skila og ekki má gleyma því að meðlagsgreiðandi vill styrkja tengsl sín við barnið og koma til móts við væntingar þess til sín og hvað er þá til betra en góðar gjafir innan skynsamlegra marka? Að vera ábyrgt foreldri er líka að sinna sínum ungengnisrétti við barnið/börnin eftir skilnað. Sem dæmi er sjálfsagt að meðlagsgreið- andi hafi barnið hjá sér aðra hverja helgi, verði með því þrjár vikur í sumarfríi, hjá því hluta úr jólum og í páskafríinu og allt fer þetta eftir ef foreldrar sýna þá ábyrgð að tryggja velferð barnsins. Þegar barnið býr hins vegar erlendis eða mjög langt frá heimili meðlags- greiðanda getur reynst þrautinni þyngra að uppfylla þessi skilyrði þó viljinn sé til staðar. Um slíkar að- stæður, þegar foreldri og barni er ókleift að hittast, eru til ákvæði í Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna sem Íslendingar eru aðilar að, að stjórnvöld komi þar inn í aðstæð- ur. Áfram úr umræddri grein: „Hvað um þann kostnað sem sá er heldur barninu heimili á þá eftir að greiða fyrir húsnæði, mat, fatnað og tómstundir barnsins?“ Í fyrsta lagi: Eru það ekki forréttindi að fá að hafa barnið hjá sér eftir skilnað og vera sá aðilinn sem fær óskerta nærveru við að ala það upp? Í öðru lagi: Þarf sá sem heldur barninu heimili ekkert á húsaskjóli að halda nema þá aðeins að barnið sé til stað- ar? Auðvitað er það eðlilegt að báð- ir aðilar leggi sama af mörkum til velfarnaðar barnsins, án þess að sérstaklega sé litið til húsnæðis eða tómstunda því báðir foreldrar, eftir skilnað, verða að uppfylla þessi skilyrði og því ekki hægt að setja þennan þátt öðru hvoru foreldri til kostnaðar og hinu þá til tekna.Í þessu ljósi getum við skoðað eftir- farandi dæmi um framfærslufjár- hæð sem fylgir barni eftir skilnað: Meðlag, kr. 16.586 á mán. Framlag þess foreldris sem eftir verður á heimilinu kr. 16.586 á mán. Inn í þetta ferli koma síðan barnabætur sem eru að vísu tekjutengdar hér á landi og geta hæst verið með einu barni án skerðingar, yngra en 7 ára, kr. 20.737 á mán, samtals gera kr. 53.909 á mánuði, skattfrítt. Hvort meðlag er of hátt eða of lágt er þessi upphæð samt helmingur þeirrar fjárhæðar sem almennur launþegi aflar með dagvinnu sinni á einum mánuði. Hvernig skyldi þá dæmið líta út hjá þeim sem borga meðlag með tveimur eða fleiri börnum? Ég tel að láglaunastefnan sem rekin er í landinu og áhrif jað- arskatta eigi stóran þátt í þeim van- skilum sem meðlagsgreiðendur standa frammi fyrir í dag. Höfundur situr í miðstjórn Frjálslynda flokksins. 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR22 Ágúst leggur höfuð- áherslu á að efla rannsóknir við Háskólann og öflugt samstarf við at- vinnulífið. Ágúst – kraftmikill leiðtogi Háskólans Dr. Ágúst Einarsson prófessor hefur fyrir löngu skipað sér í hóp reyndustu og traustustu leiðtoga Háskóla íslands. Undir hans stjórn hefur viðskipta- og hagfræðideild blómgast og eflst stórum þrátt fyrir mikla samkeppni frá nýstofn- uðum deildum nýrra háskóla hér á landi (tók út setninguna um að samkeppnin hafi ekki verið sann- gjörn)!! Ágúst hefur sýnt það í kosn- ingabaráttunni að hann er ótrúlega fljótur að setja sig inn í málefni og hagsmuni einstakra deilda og skora Háskólans, kemur jafnan vel undirbúinn til kynningarfunda og allir sanngjarnir menn viðurkenna að hann hafi einfaldlega yfirburða þekkingu á rekstri skólans og fjár- málum. Þá hefur hann sett fram stefnu í málefnum stúdenta og sýnt að hann mun sem rektor bera hags- muni þeirra mjög fyrir brjósti. Ágúst leggur höfuðáherslu á að efla rannsóknir við Háskólann og öflugt samstarf við atvinnulífið. Hann mun beita sér fyrir því að Háskólinn fái meira fé til rann- sókna. Engum er betur treystandi til að ná slíkum árangri, reynsla hans af íslenska stjórnkerfinu er einstaklega yfirgripsmikil og stefnan sem hann hefur kynnt í þessum efnum mjög trúverðug. Hann vill fjármagna með nýju fé kennslu og rannsóknir í íslensku, málvísindum, sagnfræði, jarð- fræði og guðfræði sérstaklega á fjárlögum enda eru þessar vísinda- greinar mjög mikilvægur þáttur af þjóðararfi okkar. Ágúst vill sjá meira samstarf við fyrirtæki við fjáröflun sem ég tel vera afar mik- ilvægt. Hann hefur náð mjög mikl- um árangri í því á gagnvart við- skipta- og hagfræðideild og ekki er að efa að sú reynsla muni nýtast Háskólanum mjög vel. Hann hefur einnig lagt til að fyrirtæki fái skattaívilnanir ef þau styrkja rannsóknir og kennslu á háskóla- stigi svo og til menningarmála. Slíkar skattaívilnanir eru algengar í nágrannalöndunum og brýnt er að sama fyrirkomulag verði inn- leitt hérlendis. Við sem höfum starfað með Ágústi í viðskipta- og hagfræði- deild getum vitnað um um einstaka stjórnunarhæfileika hans, hversu lipur hann sé í samstarfi, umhugað um velferð samstarfsfólks síns og sérlaga laginn við að laða fólk til samstarfs við hagsmunamál deilda og Háskólans. Rektorsstaðan er fyrst og fremst stjórnunarstaða og það skiptir sköpun að þá stöðu skipi maður sem líklegastur er til að standa fyrir kraftmikilli baráttu fyrir hagsmunum Háskólans og bæta stöðu þessarar virtustu stofn- unar íslenska lýðveldisins gagn- vart ráðuneytum og stjórnmála- flokkum. Á þessu sviði eru yfir- burðir Ágústs Einarssonar ótví- ræðir. Höfundur er lektor í viðskipta- og hagfræðideild og framkvæmda- stjóri stjórnunarsviðs Actavis. SVAFA GRÖNFELDT UMRÆÐAN REKTORSKJÖR Í HÍ ,, AF NETINU Meðlag hátt eða lágt? Skómarkaðurinn Glæsibæ S: 693-0997 ÚTSÖLUMARKAÐURINN GLÆSIBÆ Ótrúlegt úrval af vinsælum herra-, dömu- og barnaskóm: Frábær verð eða frá kr. 500,- Mikið úrval af töskum, verð frá kr. 500,- Nýjar vörur í hverri viku! Opið sem hér segir: Laugardaga frá 10:00-17:00 Alla virka daga frá 10:00 –18:00 Nýtt kortatímabil! Komdu og gerðu góð kaup! Að eyðileggja ríkisstofnanir Framsókn hefur verið að gerast forstokk- aðri í þröngri sérhagsmunagæslu í seinni tíð. Á Sjálfstæðisflokkinn nenna menn varla að eyða orðum í þessu samhengi. Hann hefur hins vegar ekki eins þrönga hugsun og Framsókn. Sjálfstæðisflokkur- inn setur yfirleitt til valda og áhrifa menn í ríkisstofnunum sem hafa það yfirlýsta markmið að eyðileggja ríkisrekstur. Það er aumt hlutskipti frjálshyggjumanna, sem stæra sig af andstöðu við ríkisrekstur og almannastofnanir, að hafa ekki meiri sjálfsvirðingu en svo að taka að sér stjórn og umsjá ríkisfyrirtækja þegar þeir sjá sér persónulegan hag í því. Nema þeir telji það vera sérstaka köllun að láta planta sér innanbúðar til að valda tjóni og usla og grafa þannig undan þeim ríkisstofnunum sem þeim er treyst fyrir. Er það ef til vill skýringin á framferði formanns útvarps- ráðs, frjálshyggjumannsins Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar í þessu og öðr- um ámóta málum sem upp hafa komið? Ögmundur Jónasson á ogmundur.is BALDVIN NIELSEN UMRÆÐAN MEÐLAG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.