Fréttablaðið - 17.03.2005, Page 29

Fréttablaðið - 17.03.2005, Page 29
FIMMTUDAGUR 17. mars 2005 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 27 01 3 0 1/ 20 05 Netsmellur Alltaf ód‡rast á netinu www.plusferdir.is 29.495 kr. N E T Alicante - páskar 19.-31. mars Netverð - flugsæti Plúsferðir • Hlí›asmára 15 • 201 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is á mann. Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Verð miðast við að bókað sé á netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast 2.000 kr. við hverja bókun. Á Hótel Búðum er hægt að eiga skemmtilega helgi í fögru umhverfi. Diskóhelgi á Búðum Síðast komust færri að en vildu. Diskóveisla verður haldin um helg- ina á Hótel Búðum. Sett hefur verið saman dagskrá þar sem lögð er áhersla á góðan mat, nýstárlega skemmtun og að sjálfsögðu alvöru diskódansleik undir stjórn Dadda Disco. Umfram allt er fólki þó gefinn kostur á að haga helginni eftir sínu höfði. Þetta er í annað skiptið sem haldin er diskóhelgi á Hótel Búðum en síðast komust færri að en vildu. Gisting tvær nætur með morg- unverði og diskókvöldverður laug- ardagskvöld kostar 19.900 kr. á mann miðað við tvo í herbergi. Gisting laugardagsnótt með morgunverði og diskókvöldverði kostar 13.900 kr. á mann miðað við tvo í herbergi. Fólk er hvatt til að grípa með sér hljóðfæri, fatnað og annan sam- kvæmisbúnað sem gæti komið að notum. ■ Vegleg dagskrá verður á Kirkjubæjarklaustri um bænadaga og páska með sögugöngum, upplestri, tónlist og helgi- stundum. „Við munum sameina fræðslu, náttúruskoðun, tónleika, helgi- hald og útivist,“ segir Ólafía Jakobsdóttir, verkefnisstjóri Kirkjubæjarstofu sem stendur að þessum viðburði. Hún segir dagskrána hefjast kl. 21 á skír- dag með kvöldmessu í Minning- arkapellu Jóns Steingrímssonar. Fyrir hádegi á föstudaginn langa verður dagskrá í tali og tónum sem nefnist Á slóðum Skaftár- elda flutt í kapellunni og eftir hádegi verður farið í rútu að út- sýnisstað við Holt á Síðu og skyggnst um yfir Skaftárelda- hraunið. Frá Hunkubökkum verður svo gengið í stuttum áföngum austur brúnir að Systrastapa og þaðan í gamla kirkjugarðinn á Klaustri. Farar- stjóri er Jón Helgason frá Segl- búðum. Ólafía segir þetta um átta kílómetra leið og í fyrra segir hún um sjötíu manns hafa tekið þátt í slíkri göngu á föstu- daginn langa. Á laugardeginum verður rútuferð austur Síðu og Fljóts- hverfi og komið verður við í bænahúsinu á Núpsstað. Síðdeg- is þann dag verða tónleikar í Kirkjuhvoli og á páskadags- morgun verður svo gengið frá minningarkapellunni að Prests- bakkakirkju á Síðu þar sem há- tíðarmessa verður kl. 11. Ólafía segir gönguferðirnar taka mið af veðri og aðstæðum og bendir fólki á að vera vel búið. Þeir sem hafa hug á þátt- töku í rútuferðum eru beðnir um að skrá sig sem fyrst og í síðasta lagi miðvikudaginn 23. mars. Þátttaka í gönguferðirnar er öll- um opin. Rútuferðin út að Holti kostar 500 kr. og austur í Fljóts- hverfi 1.500 krónur en frítt er fyrir börn yngri en 14 ára. Upp- lýsingar eru veittar í síma 487 4645, 892 9650 og hægt er líka að panta á kbstofa@simnet.is og olafiaj@centrum.is ■ Sigur lífsins á slóðum Skaftárelda Um 70 manns fóru í gönguna á föstudaginn langa í fyrra. Fararstjóri var Jón Helga- son frá Seglbúðum og hann verður í sama hlutverki í ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B JA R N I H AR Ð AR SO N Stokkið á steinum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.