Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 54
Á efri hæð skemmtistaðarins Grand
Rokk má búast við að allt kraumi og
sjóði af menningu í kvöld þegar fé-
lagsskapurinn Nýhil efnir þar til
fermingarveislu.
Auk ferminganna, sem nú eru að
hefjast víða um land, er tilefni veisl-
unnar útgáfa fyrstu skáldsögu Ný-
hils, sem heitir „úfin, strokin“ og er
eftir Örvar Þóreyjarson Smárason,
sem reyndar hefur tekið sér höf-
undarnafnið Örvar der Alte.
Örvar hefur hingað til verið bet-
ur þekktur sem tónlistarmaður en
rithöfundur. Hann er meðlimur í
hljómsveitinni Múm sem var meðal
annars tilnefnd til íslensku tónlist-
arverðlaunanna nú síðast fyrir plöt-
una Summer Make Good.
„Ég hef eiginlega verið að krota
síðan ég var unglingur. Einhvern
tímann datt mér svo í hug að skrifa
drengjabók. Á tímabili voru
drengjabækur það eina sem ég
nennti að lesa og mér datt jafnvel í
hug að endurskrifa eina slíka. Síðan
hefur þetta verið að renna á milli
stílabóka hjá mér. Ég man svo sem
ekkert mikið eftir því hvað ég var
að hugsa þegar ég hef verið að
skrifa. Ég hef bara verið að skrifa
þetta þegar ég er að reyna að kom-
ast út úr hausnum á mér.“
En bókin átti sem sagt upphaf-
lega að verða einhvers konar
drengjabók, „bara fyrir drengi eins
og sjálfan mig, en svo fór það allt að
beyglast og bugast“.
Örvar segir skriftirnar í sjálfu
sér ósköp svipaðar því þegar tónlist
er að verða til.
„Þetta er í raun og veru mjög
svipað ferli hjá mér.“
Af hljómsveitinni Múm er fátt að
frétta þessa dagana. Hljómsveitin
hefur verið í hálfgerðu fríi nú í vet-
ur, en hugsar sér væntanlega til
hreyfings á ný í sumar.
Örvar hefur verið úti í Prag þar
sem hann er að læra handritsskrif
og kvikmyndafræði.
„Bara svona til að taka mér smá
frí,“ segir hann.
Á fermingarveislunni á Grand
Rokk í kvöld lesa þau Þórdís
Björnsdóttir, Óttar Martin Norð-
fjörð og Hólmfríður Helga einnig
úr verkum sínum.
Hilsner, öðru nafni Gummi flötti,
Borko, Auxpan, Útburðir og Böðvar
Brutalis sjá um tónlistaratriði, en
plötusnúður verður Kira Kira.
„Þetta eru allt gamlir vinir mín-
ir,“ segir Örvar um félaga sína í Ný-
hil. „Við bjuggum flest á tímabili í
Berlín og einn veturinn voru þar
mánaðarleg Nýhil-kvöld. Ég tók
þátt í þeim.“
Að venju hvetur Nýhil eindregið
til frammíkalla og hvers kyns upp-
steyts í kvöld.
„Þessi Nýhilkvöld úti í Berlín
voru nú alltaf þannig að það var
dagskrá í svona klukkutíma en svo
leystist allt upp í vitleysu, en það
hefur aldrei almennilega gerst
hérna á Íslandi. Það væri samt
skemmtilegt ef það gerðist núna.“ ■
38 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR
EKKI MISSA AF…
Djasskvintettinn Steinarnir koma fram á tón-
leikum Jazzklúbbsins Múlans í kvöld í Gyllta
sal Hótel Borgar. Kvintett þennan skipa saxó-
fónleikararnir Ólafur Jónsson og Óskar Guð-
jónsson ásamt gítarleikaranum Jóni Páli
Bjarnasyni, bassaleikaranum Tómasi R. Einars-
syni og trommuleikaranum Alfreð Alfreðssyni.
Kvintettinn leitast við að sameina og um leið
að brúa það skemmtilega kynslóðabil sem
myndast hjá þessari nýstofnuðu sveit, sem
hefur innanborðs hinn gamalreynda gítar-
snilling Jón Pál ásamt hinum ungu eldhugum
sem blása í saxófónana.
Steinarnir leika fjölbreytta efnisskrá tónlistar
frá miðri síðustu öld, eftir meistara á borð við
Monk, Miles Davis, Bud Powell og Benny Gol-
son.
Djassklúbburinn Múlinn hefur haldið uppi
föstum djasstónleikum í allan vetur, líkt og
flest undanfarin ár, og má ganga að þeim vís-
um annað hvert fimmtudagskvöld.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21, aðgangseyrir
er kr. 1000 og allir eru velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
Kl. 22.00
Tríó Hauks Gröndals verður með tón-
leika á Pravda Bar við Austurstræti þar
sem leikin verða þjóðlög frá Grikklandi,
Tyrklandi, Makedóníu og Búlgaríu, en
einnig slæðist með frumsamið efni sem
er undir áhrifum frá Balkanskaga.
menning@frettabladid.is
Steinarnir brúa kynslóðabilið
ÖRVAR DER ALTE Örvar í Múm var að senda frá sér skáldsöguna „úfin, strokin“ og les
upp úr henni á Fermingarveislu Nýhils í kvöld, þar sem fleiri Nýhilistar ætla að lesa upp úr
verkum sínum.
Nýhil efnir til fermingarveislu
!
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
15 16 17 18 19
Fimmtudagur
MARS
!"#$
%$&$
#
'
(
)
#)
# # ##
$*+(
)#+
#,
(, #
#$-
+
#
. #(/#
,
0
1
23
# $
45 62
0
#
6
#
# # (
$
4.#
0
1# # )
#
# )
0
# 0
$
40
# )(
77 8$
9 $ :( (0
#7;
40
# )(
777 $ 9<$3= :( (0
#77;
.
# # 3= #
#2#
03
0
#
#
2
+# (
0
$
)#
! " !
# $% && ' $( &&#
0
# )(
) $$$
*
+
,
-"!
!
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
■ ■ TÓNLEIKAR
20.00 Phil Elvrum verður með tón-
leika í Frumleikhúsinu Keflavík,
ásamt Woelv og Þóri.
21.00 Djasskvintettinn Steinarnir
kemur fram á tónleikum djass-
klúbbsins Múlans í Gyllta sal Hótel
Borgar. Kvintettinn er skipaður saxó-
fónleikurunum Ólafi Jónssyni og
Óskari Guðjónssyni, gítarleikaran-
um Jóni Páli Bjarnasyni, Tómasi R.
Einarssyni bassaleikara og trommu-
leikaranum Alfreð Alfreðssyni.
21.00 Siggi Björns spilar á Græna
hattinum, Akureyri.
21.00 Hljómsveitirnar Ask the
Slave, Future Future, Reykjavík og
Days of our Lives spila á rokktón-
leikum á Gauknum.
22.00 Tríó Hauks Gröndal saxó-
fónleikara spilar á Pravda Bar. Með
Hauki leika þeir Davíð Þór Jónsson
á píanó og Helgi Svavar Helgason á
trommur og slagverk.
■ ■ OPNANIR
14.00 Gerða Kristín Hammer sýnir
akrílmyndir og fleiri listmuni í Menn-
ingarsalnum á fyrstu hæð Hrafnistu í
Hafnarirði.
20.00 Magnús Sigurðarson, Egill
Sæbjörnsson og Leen Voet opna
sýningar í Nýlistasafninu, Laugavegi
26.
... tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands í kvöld og annað
kvöld, þar sem píanósnillingurinn
Liene Circene leikur með hljóm-
sveitinni nokkur bráðskemmtileg
verk. Hljómsveitarstjóri verður
Owain Arwel Hughes, sem hleypur
í skarðið í forföllum Rumons
Gamba að þessu sinni.
... samsýningu í húsakynnum
Reykjavíkurakademíunnar á ljós-
myndum eftir tíu listamenn sem
allir kenna við Myndlistaskólann í
Reykjavík.
... blúshátíðinni sem hefst í
næstu viku þar sem K.K. kemur
meðal annars fram ásamt gömlu
hljómsveitinni sinni Grinders. Þar
mætir einnig Björgvin Gíslason
með hljómsveitinni Kentár og svo
syngur hin magnaða Deitra Farr
negrasálma með Blúsmönnum
Andreu og Kammerkór Hafnar-
fjarðar á föstudaginn langa.
■ ■ SKEMMTANIR
22.00 Hljómsveitin Groundfloor
spilar á Póstbarnum.
■ ■ FYRIRLESTRAR
12.15 Leena-Maija Rossi heldur
fyrirlesturinn „Sugarfolks in Syruphill“
á vegum Rannsóknastofu í kvenna-
og kynjafræðum í stofu 101 í Lög-
bergi. Rossi fjallar þar um staðlaðar
birtingarmyndir gagnkynhneigðar í
auglýsingum.
20.00 Roewan Crowe, myndlistar-
maður og rithöfundur, sem er hér á
landi í boði Femínistafélagsins, held-
ur fyrirlestur í SÍM - húsinu.
■ ■ FUNDIR
20.00 Sameiginlegt pressukvöld
B.Í. og Félags fréttamanna um út-
varpsmálið verður á veitinghúsinu
Ljóta andarunganum. Frummælend-
ur eru G. Pétur Matthíasson frétta-
maður á RÚV og Þórólfur Þórlinds-
son prófessor.
■ ■ SAMKOMUR
16.00 Listaháskóli Íslands heldur
kynningarfund í Samkomuhúsinu á
Akureyri um nýja námsbraut til B.A.
prófs við Leiklistardeild skólans.
21.00 Örvar der Alte, Þórdís
Björnsdóttir, Óttar Martin Norð-
fjörð og Hólmfríður Helga lesa upp
úr verkum sínum á fermingarveislu
Nýhils, sem haldin verður á efri hæð
skemmtistaðarins Grand Rokk.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.