Fréttablaðið - 20.03.2005, Page 24

Fréttablaðið - 20.03.2005, Page 24
Akureyrarbær Búsetudeild Glerárgötu 26 600 Akureyri Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra Óskum eftir að ráða starfsmann í heilsueflandi heimsóknir til aldraðra. Um er að ræða 90% afleysingastöðu í 14 mánuði. Til greina kemur að ráða í annað stöðuhlutfall með tilheyrandi breytingum á tímalengd, t.d. 75% í 17 mánuði. Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra fela í sér reglulegar heimsóknir til 75 ára og eldri á þjónustusvæði Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri. Markmiðið með heimsóknunum er að efla aldraða í að viðhalda heilbrigði og sjálfstæði sem lengst. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða félagsráðgjafar. Reynsla af vinnu með öldruðum, áhugi á málefnum aldraðra og for- varnarstörfum, lipurð í samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð eru nauðsynleg. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og hafa bíl til umráða. Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Launanefnd sveitarfélaga. Umsóknum skal skila á eyðublöðum sem fást í þjónustuand- dyri Akureyrarbæjar að Geislagötu 9. Einnig er hægt að sækja um rafrænt á slóð Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Upplýsingar gefur Kristín Sigursveinsdóttir í síma 460-1407 og á netfanginu kristin@akureyri.is Umsóknarfrestur er til 15. apríl næstkomandi. SHS þarf á slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum að halda. Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu við sjúkraflutninga, slökkvistörf og reykköfun, björgun og neyðarflutninga með mögu- leika á starfsmenntun og þjálfun erlendis sem innanlands. Laun eru skv. kjarasamningi launa- nefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Umsækjendur þurfa að: • Uppfylla grunnkröfur slökkviliðsmanna sbr. reglugerð um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna 792/2001. • Hafa lokið að lágmarki grunnnámi í sjúkraflutningum (EMT-B). • Hafa lokið að lágmarki námi sem atvinnuslökkviliðsmaður. • Hafa starfsreynslu. • Vera reiðubúinn að sækja frekara nám á vegum SHS. Auk þess hafa hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og greiningarhæfni undir álagi. Umsóknir Umsóknareyðublöð eru hjá þjónustuveri SHS og á www.shs.is. Umsóknum og fylgigögnum skal skila til þjónustuvers SHS eigi síðar en 4. apríl. Fylgigögn: Passamynd, læknisvottorð um almennt heilbrigði, sakavottorð, prófskírteini, ljósrit af ökuskírteini og ökuferilsskrá. Ráðningarferlið Ráðning frá byrjun sumars eða samkvæmt samkomulagi. Að loknum sex mánaða reynslutíma verður tekin ákvörðun um fastráðningu. Þeir sem uppfylla skilyrði verða boðaðir í viðtöl og þurfa að vera reiðubúnir að gangast undir: • Styrkleika- og göngupróf • Próf í almennri þekkingu og tungumálum • Læknisskoðun • Önnur hæfnispróf Nánari upplýsingar Frekari upplýsingar veita Þorsteinn Karlsson (thorsteinn.karlsson@shs.is) og Birgir Finnsson (birgir.finnsson@shs.is) í síma 528 3000 á skrifstofutíma. Einnig má finna upplýsingar á www.shs.is. SHS er byggðasamlag sem sinnir slökkvistarfi, sjúkraflutningum, viðbrögðum við mengunaróhöppum, forvörnum, almannavörnum og öðrum verkefnum sem stjórn SHS ákveður hverju sinni og varða velferð íbúa. Að rekstri SHS standa sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarneskaupstaður og Álftanes. Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna skipa stjórn SHS. Skógarh l íð 14 105 Reyk jav ík s ím i 528 3000 shs@shs . i s www.shs . i s G A R Ð A R G U Ð JÓ N S S O N / F O R S T O F A N 0 3 /0 5 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn Sumarstörf hjá Flugþjónustunni 2005 Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf., IGS, sem stofnsett var 1. janúar 2001, býður viðskiptavinum sínum, íslenskum og erlendum flugfélögum, upp á alla flugtengda flugvallar- þjónustu við flugfélög og farþega á Keflavíkurflugvelli. Félagið er eitt af dótturfélögum Flugleiða hf. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 400 starfsmenn og þar er rekin markviss starfsþróunar- og símenntunarstefna. G R O U N D S E R V I C E S Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) vill ráða fólk til afleysingastarfa á tímabilinu apríl- september. Um er að ræða störf í flestum deildum fyrirtækisins, þ.e. flugeldhúsi, fraktmiðstöð, hlaðdeild, hleðslueftirliti og ræstingu. Í sumum tilfellum er um að ræða hlutastörf og öðrum deildaskiptar ráðningar í 100% störf. Einnig verða eingöngu kvöldvaktir í boði í ákveðnum deildum. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi og árvekni. Unnið er á breytilegum vöktum og vaktaskrá birt fyrir 1 mánuð í senn. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undir- búningsnámskeið og í sumum tilfellum standast próf, áður en til ráðningar kemur. Boðið verður upp á sætaferðir frá fyrirfram ákveðnum stöðum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Vogum og Grindavík. Nánari upplýsingar um aldurtakmark og hæfniskröfur: Hlaðdeild Lágmarksaldur 19 ár, vinnuvélaréttindi, almenn ökuréttindi, enskukunnátta. Flugeldhús Lágmarksaldur 18 ár. Hleðsluþjónusta Lágmarksaldur 20 ár, almenn ökuréttindi, meirapróf æskilegt, enskukunnátta. Frílager Lágmarksaldur 20 ár, tölvu- og enskukunnátta. Fraktmiðstöð Lágmarksaldur 19 ár, vinnuvélaréttindi, tölvu- kunnátta, almenn ökuréttindi og enskukunnátta. Hleðslueftirlit Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt, góð tungumálakunnátta, góð tölvukunnátta, reynsla af störfum í hlaðdeild eða farþegaþjónustu æskileg og nauðsynlegt að umsækjendur séu töluglöggir. Ræsting Lágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi, ensku- kunnátta. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Flug- þjónustunnar Keflavíkurflugvelli ehf, 2. hæð í Frakmiðstöð IGS, bygging 11, 235 Keflavíkurflugvelli. Einnig er hægt að sækja um störf á vefsíðu IGS, www.igs.is Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) - laus störf: 4 ATVINNA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.