Fréttablaðið - 20.03.2005, Side 65

Fréttablaðið - 20.03.2005, Side 65
SUNNUDAGUR 20. mars 2005 33 SKUGGA-BALDUR – KILJA Sjón ENGLAR OG DJÖFLAR – KILJA Dan Brown VÍSINDABÓKIN Ari Trausti Guðmundsson – þýðandi BELLADONNA SKJALIÐ – KILJA Ian Caldwell og Dustin Thomason SIÐPRÝÐI FALLEGRA STÚLKNA Alexander McCall Smith HULDUSLÓÐ Liza Marklund FÓLKIÐ Í KJALLARANUM – KILJA Auður Jónsdóttir SÖGUATLAS MÁLS OG MENNINGAR Kristján B. Jónasson – ritstjóri ÍSLANDSSAGA A-Ö Einar Laxness RITSAFN SNORRA STURLUSONAR Snorri Sturluson BARNABÆKUR ATLAS BARNANNA Anita Ganeri og Chris Oxlade DÝRIN Á BÆNUM HANS DONALDS Shena Morey GÚRI OG FRÍLLINN Walt Disney TÖFRABRÖGÐ HOUDINI Harry Houdini GALDASTELPUR Vaka Helgafell GRIMMSÆVINTÝRI Vaka Helgafell Á SVEITABÆNUM – NIKKUBÓK Jirina Lokerová LITLA LIRFAN LJÓTA Friðrik Erlingsson ÆVINTÝRI H.C. ANDERSEN H.C. Andersen KAPALGÁTAN Jostein Gaarder LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 09.03.05 – 15.03.05 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDSSON OG PENNANUM 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Þegar Ólafur Gunnarsson rithöfundur er beðinn um að nefna þær þrjár bækur sem hafi haft hvað mest áhrif á hann um ævina tilgreinir hann fyrst skáldsögu sem heitir Look Homeward Angel eftir bandaríska rithöfundinn Thomas Wolfe, sem var afskaplega afkastamikill á stuttri ævi sinni. „Þetta er svona upp- vaxtarsaga. Ég las hana fyrst fyrir um þrjátíu árum og hún opnaði augu mín fyrir því að næsta nágrenni manns er efni í skáldskap ef maður kýs að sjá það.“ Önnur áhrifamikil bók í lífi Ólafs er Lygn streymir Don eftir Mikhaíl Sjólokov. „Þessi bók er óskaplega mikið og flott verk sem hefur pínulítið orðið fyrir ósanngjarnri gagnrýni eftir hrun Sovét- ríkjanna að mínu mati. Menn vita ekki hvaða samninga hann gerði við Stalín til þess að fá bókina gefna út, en eftir því sem hann varð eldri, því harðari kommúnisti varð hann.“ Þegar kemur að því að nefna þriðju bókina verður Ólafur svolítið tvístígandi. „Ég gæti til dæmis nefnt bækur eins og From Here to Eternity eftir James Jones eða Moby Dick eftir Herman Melville, en ég er að hugsa um að velja Djöflana eftir Dostojevskí. Í þeirri bók sér hann fyrir sér þá hættu sem honum finnst vofa yfir Rússlandi, geysilega öfluga krafta í þjóðfélaginu sem muni á end- anum steypa því Rússlandi sem hann þekkir. Hugmyndin hjá honum var bein- línis að skrifa skáldsögu sem yrði póli- tískt áróðursrit og hann var fús til að fórna að einhverju leyti skáldskapnum til þess að segja meiningu sína.“ Opnaði augu mín ÞRJÁR BÆKUR Barnabókin Djúpríkið eftir Bubba Morthens og Robert Jackson hefur vakið athygli erlendra bókaútgefenda. Höfundarnir gerðu nýlega samning við breska bókafor- lagið Meadowside um útgáfu á sögunni í eilítið breyttri mynd og nú hefur útgáfuréttur að ævintýrinu um Ugga og Unu, ásamt myndum Halldórs Baldurssonar, verið seldur alla leið til Kóreu. Simon Rosenheim hjá Meadowside segir forlagið líta á Djúpríkið sem eina af sínum aðalbókum í ár og bindur við hana miklar vonir. Hann spáir bókinni vinsældum um allan heim og telur hana geta orðið fyrirbæri á alþjóðavísu. Efni sögunnar hefur líka alþjóðlega skírskotun þar sem Djúpríkið er ekki aðeins bók um ferðalag laxins heldur saga af miklum ævintýrum, baráttuþreki og samstöðu og síð- ast en ekki síst af hinni eilífu baráttu góðs og ills. Auk sölunnar til Kóreu standa nú yfir samningaviðræð- ur við útgefendur í fleiri löndum. Uggi og Una sigla um heimsins höf BUBBI MORTHENS OG ROBERT JACKSON Breskt bókaforlag bindur miklar vonir við bókina þeirra um Djúpríkið. ÓLAFUR GUNNARSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.