Fréttablaðið - 09.04.2005, Side 10

Fréttablaðið - 09.04.2005, Side 10
10 9. apríl 2005 LAUGARDAGUR Páfinn lagður til hinstu hvílu Um 200 þúsund manns voru í líkfylgd Jóhannesar Páls páfa II í Vatíkaninu í gær en um fjórar milljónir pílagríma komu til Rómar til að votta honum hinstu virðingu. Hundruðir milljóna manna um allan heim fylgdust með útförinni í beinni sjónvarpsútsendingu. FYRIRMENNI VOTTA PÁFA VIRÐINGU SÍNA Fjöldi þjóðarleiðtoga var saman kominn við útförina. Hér er líkkista páfa borin framhjá nokkrum þeirra. Næst kistunni standa spænsku og dönsku konungshjónin. Í efri röð má sjá Jacques Chirac Frakklandsforseta, George Bush eldri og bandarísku forsetahjónin Lauru og George W. Bush. VINDASAMUR DAGUR Kardínálarnir þurftu að halda í hempurnar þar sem vindsveipir feyktu þeim til. Í GRAFHVELFINGUNNI Á þessum myndum sem dagblað Páfagarðs, L’Oss- ervatore Romano, lét í té sést hvar líkkistu páfa er komið fyrir í grafhvelfingunni undir gólfi Péturskirkjunnar. Fjöldinn allur af gengnum páfum og konungum hvíla í þessum hvelfingum undir kirkjugólfinu. SJALDGÆF SJÓN Verðbréfamiðlarar í Kauphöllinni í New York gerðu hlé á vinnu sinni þegar sjónvarpsútsending frá jarðarför páfans stóð sem hæst. MIKILL VIÐBÚNAÐUR F-16-orrustuþotur ítalska flughersins gættu lofthelg- innar yfir Róm í gær. Einkaþotu sem flogið var í átt að Róm eftir útförina var gert að lenda á her- flugvelli, þar sem leyni- þjónustuupplýsingar komu fram um að sprengja kynni að vera um borð í henni. Ekkert grunsamlegt fannst hins vegar við leit í henni. PÓLSKI FÁNINN ÁBERANDI Á PÉTURSTORGINU Um 200 þúsund manns komu saman á Péturstorginu til að votta Jóhannesi Páli páfa II virðingu sína. Á eftir höfðu borgarstarfsmenn í nógu að snúast við að taka til eftir mannfjöldann. FANGAR Í GDANSK Pólverjar víða um heim minntust páfans. Í fangelsi í hafnarborginni Gdansk fengu fangarnir að fylgjast með útförinni í beinni útsendingu í sjónvarpinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.