Fréttablaðið - 09.04.2005, Page 46

Fréttablaðið - 09.04.2005, Page 46
30 9. apríl 2005 LAUGARDAGUR Jónmundur Kjartans- son yfirlögregluþjónn segir stöðugar breyting- ar á menntun og störfum lögreglunnar. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við hann um fjölgun lög- reglumanna, breytingar í samfélaginu og vopna- leyfi. Trommuleikarinn og Bolvík-ingurinn Jónmundur Kjart-ansson söðlaði heldur betur um í lífinu þegar hann yfirgaf hljómsveitina Mímósu í Bolungar- vík og gekk til liðs við lögregluna fyrir tæpum 25 árum. Það má segja að popp-hópur Bolvíkinga á þessum árum hafi tvístrast út og suður. Pálmi Gestsson hélt í leik- listarnám, Soffía Vagnsdóttir (ást- argúrú) gerðist tónlistarkennari og Hrólfur Vagnsson hélt til Þýskalands í framhaldsnám í harmónikuleik og hefur gert garð- inn frægan með spileríi sínu síð- an, svo einhverjir séu nefndir. Jónmundur gekk til liðs við lög- regluna í Bolungarvík haustið 1980 og starfaði þar sem afleys- ingamaður þar til hann dreif sig í Lögregluskóla ríkisins, en því námi lauk hann 1986. Ekkert starf var þá laust í heimabyggðinni, þar sem stöðurnar tvær voru setnar og Jónmundur hóf í framhaldi af því störf hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, eða snemma árs 1987. Spileríið lagði hann á hilluna, eða hvað? „Ég hætti trommuleiknum,“ segir Jónmundur, „en hef gutlað á gítar fyrir sjálfan mig, en ég legg það ekki á aðra, nema þá helst vini mína.“ Þeir sem þekkja Jónmund vita þó að eitthvað er þetta meira en gutl hjá honum. En, eins og siður er mjög hóg- værra manna, vill hann ekki ræða það neitt frekar. Á annað hundrað sækja um 40 stöður Jónmundur hefur víðtæka reynslu innan lögreglunnar, bæði á lands- byggðinni og á höfuðborgarsvæð- inu. Hann er sviðsstjóri sviðs 3 hjá embætti ríkislögreglustjóra, en undir það heyra starfsmanna- og skipulagsmál, auk tölvumála, út- gáfu ökuskírteina og áfengiseftir- lits- og vopnalagamála. Jónmund- ur er enn fremur fulltrúi embætt- isins í valnefnd Lögregluskólans og segir hann mikla aðsókn að skólanum. „Núna síðast sóttu á annað hundrað manns um skóla- vist, en aðeins tuttugu stöður voru auglýstar. Við tókum inn 32 nem- endur eftir að ljóst var að þörfin var meiri en áætlað var í upp- hafi.“ Jónmundur segir að um 40 stöður hafi verið auglýstar á ári hverju undanfarin ár. Ástæðan er sú að mikil endurnýjun hefur orðið í lögreglunni, m.a. vegna 65 ára eftirlaunaaldurs og nýjar stöður komið til á fjárlögum. „Það var skortur á menntuðum lög- reglumönnum víða um land og því mikið um að í stöðunum væru af- leysingamenn sem höfðu enga lögreglumenntun. Fyrir örfáum árum voru um 70 afleysingamenn án prófs frá Lögregluskólanum við störf á þessum tíma árs, en nú eru þeir um það bil fimmtán. Ástandið í þessum efnum hefur því stórlega batnað og stutt í að allir starfandi lögreglumenn, utan orlofstíma, verði með lögreglu- menntun.“ Breytingar í samfélaginu „Varðandi fjölgun í lögreglunni má nefna að á þessu ári fjölgar um ellefu stöður lögreglumanna í sérsveit ríkislögreglustjórans og sex til átta í almennar stöður hjá öðrum embættum. Sérsveitin var færð frá lögreglunni í Reykjavík til ríkislögreglustjóra á síðasta ári eftir að dómsmálaráðherra ákvað að efla hana verulega og í tengsl- um við það komi til tíu nýjar stöður lögreglumanna í Reykja- vík. Áætlanir sem nú er unnið eft- ir gera ráð fyrir því að fjölga sér- sveitarmönnum úr 18 stöðum í 52 á næstu árum, þ.m.t. sérsveitar- menn á Akureyri og á Keflavíkur- flugvelli. Þessi fjölgun styrkir verulega lögregluna í landinu og eykur öryggi borgaranna til muna,“ segir Jónmundur. „Flestar breytingar í samfélag- inu kalla á breytingar í lögregl- unni. Tvær af þeim stöðum sem koma á fjárlögum þessa árs eru til dæmis á Austfjörðum og eru til komnar vegna stóriðjufram- kvæmda þar. Lögreglustjórar úti á landi óska gjarnan eftir fleiri stöðum lögreglumanna við gerð fjárlaga og á hverju ári samþykk- ir Alþingi nokkrar nýjar stöður að tillögu dómsmálaráðherra.“ Jónmundur vill ekki meina að fjölgun lögreglumanna sé ein- göngu vegna þess að afbrotum sé endilega að fjölga. „Starf lögregl- unnar breytist í takt við tímann og því brýnt að við fylgjumst með breytingum sem verða í tengslum við hin ýmsu afbrot. Stöðugildum í efnahagsbrotadeild hefur t.d. verið fjölgað í takt við þetta. Einnig hefur þurft að fylgja þessu eftir með aukinni menntun lög- reglumanna, t.d. með sérhæfðum námskeiðum við rannsóknir efna- hagsbrota og rannsóknir tölvu- brota svo eitthvað sé nefnt. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í hinni hröðu samfélagsþróun og við verðum ávallt að vera í stakk búin til að mæta því.“ Konum fjölgar Svið 3 fer með starfsmannamál hjá embætti ríkislögreglustóra að því er varðar skipanir, setningar og ráðningu lögreglumanna. Sam- kvæmt ákvæðum lögreglulaga skipar dómsmálaráðherra yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna, en rík- islögreglustjóri aðra lögreglu- menn. Í byrjun síðasta árs voru 671 lögreglumaður við störf á öllu landinu, þar af tveir afleysinga- menn án prófs frá Lögregluskóla ríkisins. Þessu til viðbótar voru starfandi 80 héraðslögreglumenn og 39 nemar voru við nám í Lögregluskóla ríkisins. Hlutfall kvenna var á þessum tíma 9,75%, en þetta hlutfall hefur farið hækk- andi á undanförnum árum, en það var 4,3% um áramótin 1995/1996. Hlutfall kvenna í lögreglu á Ís- landi er svipað og í Danmörku, en til samanburðar má nefna að hlut- fall kvenna í lögreglu í Danmörku er tæplega 10%, í Noregi 17,1%, í Finnlandi 10,56% og í Svíþjóð 19,4%. Vopnaleyfi Í ársbyrjun 2003 voru verkefni rík- islögreglustjórans á sviði áfengis- og vopnamála færð frá sviði 2 yfir á svið 3. Verkefnið felur í sér vinnu við stefnumörkun og að annast leyfisveitingar og aðra starfsemi sem heyrir undir hlutverk ríkis- lögreglustjórans samkvæmt áfengis- og vopnalögum. Í því felst meðal annars að samræma vinnu- reglur fyrir lögregluna í landinu og gefa út leyfi af ýmsum toga samkvæmt áfengis- og vopnalög- um. Í sumum tilvikum, þar sem lögreglustjórar annast leyfisveit- ingar samkvæmt vopnalögum, t.d. þegar sótt er um leyfi fyrir skammbyssu, þarf heimild ríkis- lögreglustjórans að liggja fyrir áður en leyfi eru gefin út. „Við veitum starfsleyfi til inn- flutningsaðila, bæði hvað vopna- og áfengislög varðar og tölvu- deildin hjá okkur heldur utan um skotvopnaskrá á landsvísu, en lög- regluembættin úti á landi sjá um leyfisveitingar til einstaklinga,“ segir Jónmundur. Hjá okkur eru líka leyfisveitingar á innflutningi á vopnum og það er í rauninni dá- lítið merkilegt hvað það er að verða algengt að útlendingar óski eftir því að koma hingað með vopn tímabundið til þess að stunda veiðar. Sem dæmi má nefna að 102 slík leyfi voru gefin út á árinu 2003.“ ■ Brýnt að fylgjast með breytingum JÓNMUNDUR KJARTANSSON Fyrir örfáum árum voru um 70 afleysingamenn án prófs frá Lögregluskólanum við störf á þessum tíma árs, en nú eru þeir um það bil fimmtán. UNDIR SVIÐ ÞRJÚ HEYRA MEÐAL ANNARS: STARFSMANNAMÁL ● Starfsmannamál lögreglu ● Málefni er varða nema í Lögreglu- skóla ríkisins ● Valnefnd ● Skipulagsmál ● Skipulag og uppbygging lögregluliða TÖLVUMÁL ● Netkerfi ríkislögreglustjóra ● Stefnumörkun um landskerfi lög- reglu og aðgangsstýringar – umsjón með landskerfum lögreglu og þjón- usta við notendur þeirra ● Innranet ríkislögreglustjóra og heimasíða lögreglunnar (lögregluvef- urinn) ÚTGÁFA ÖKUSKÍRTEINA ● Umsýsla og samræming í tengslum við miðlæga útgáfu ökuskírteina ÁFENGISEFTIRLITS- OG VOPNALAGAMÁL ● Leyfisveitingar, skipulag og sam- ræming eftirlits lögreglu ● Skotvopnaskrá Frá því að kristni náði að festa rætur í Rómarveldi 324 tókst helsta málsvara hennar, kirkjunni, að öðlast mikil völd, hvort sem um var að ræða veraldleg eða andleg. Á 18.öld spratt hins vegar fram hreyf- ing sem leyfði sér að efast um kirkj- una og kristnina og taldi hana „ill- ræmda hjátrú sem þyrfti að uppræta,“ svo vitnað sé til helsta upphafsmanns upplýsingarinnar, franska heimspek- ingsins Voltaire. Fram að þessu var mönnum, sem börðust gegn alræði kirkjunnar, varp- að í fangelsi eða þeir drepnir. En tím- arnir voru að breytast og sú hugmynd að frjálst ríki yrði að vera veraldlegt, óháð valdi kristninnar og kirkjunnar, náði smám saman fram að ganga. Jesúítareglan, eitt helsta tákn um vald kirkjunnar, var lögð niður á árunum 1764 til 1773 og áhrifamáttur kirkj- unnar tók smám saman að dvína og þá ekki síst fyrir framgang Voltaire. Hann, ásamt samverkamönnum sínum, áleit kirkjuna standa í vegi fyrir upplýstum hugmyndum. Upplýsingin leit þó ekki á sjálfa sig sem byltingarflokk sem myndi hrifsa til sín völdin með ofbeldi, heldur krist- allast tilgangur hreyfingarinnar ef til vill best í bréfi Denis Diderot sem hann skrifaði til Voltaire 1762. „Við verðum að sýna að við séum betri en kristnir menn og að vísindin skapi fleiri góða menn en náðin.“ Upplýsingin snerist upp í formyrkvun á tímum frönsku byltingarinnar. Þó var það kirkjan sem lifði af þessa mestu árás sem gerð hafði verið að henni. En andstaðan sem upplýsingin hafði boð- að hélt velli í evrópskum stjórnmálum. Áhrifamáttar kristninnar gætir þó enn víða í orðfæri stjórnmálamanna. Það er kannski grátbroslegt að það ríki sem byggir á hvað veraldlegastri stjórnarskrá og endurspeglar upplýs- inguna best eru Bandaríki Norður – Ameríku þar sem kristið orðfæri er mjög áberandi. BREYTTUR HEIMUR Barist gegn afturhaldi kirkjunnar BYGGT Á BÓKINNI HUGMYNDIR SEM BREYTTU HEIMINUM SEM KOM ÚT HJÁ EDDU FYRIR SKÖMMU. VOLTAIRE Taldi kristnina illræmda hjátrú sem þyrfti að uppræta.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.