Fréttablaðið - 09.04.2005, Page 52

Fréttablaðið - 09.04.2005, Page 52
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 9 10 11 12 Laugardagur APRÍL ■ ■ LEIKIR  13.15 Keflavík og HK mætast í Reykjaneshöllinni í 2. riðli A-deildar deildarbikars karla í fótbolta.  14.00 Snæfell og Keflavík mætast í Stykkishólmi í lokaúrslitum Inter- sportdeildar karla í körfubolta.  14.05 ÍBV og Breiðablik mætast í Fífunni í A-deild deildarbikars kvenna í fótbolta.  15.15 Völsungur og Þróttur R. mætast í 2. riðli A-deildar deildarbik- ars karla í fótbolta.  16.15 Valur og HK mætast í Vals- heimilinu í úrslitakeppni DHL-deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  09.50 Bandaríska Masters-mótið í golfi á Sýn. Útsending frá öðrum keppnisdegi á bandaríska Masters- mótinu í golfi.  12.50 Bandaríska Masters-mótið í golfi á Sýn. Upprifjun frá bandaríska Masters-mótinu í golfi sem fram fór í fyrra.  13.00 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  13.45 Intersportdeildin í körfubolta á Sýn. Bein útsending frá leik Snæfells og Keflavíkur í Intersportdeild karla í körfubolta.  14.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Chelsea og Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  14.05 Skíðamót Íslands á Sýn. Endurtekinn þáttur.  15.30 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn. Þáttur þar sem farið er á bak við tjöldin á bandarísku mótaröðinni í golfi.  15.45 Handboltakvöld á RÚV. Endurtekinn þáttur.  16.00 Motorworld á Sýn.  16.10 DHL-deildin í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Vals og HK í úrslitakeppni DHL-deildar karla í handbolta.  16.10 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Norwich og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  16.30 Fótbolti um víða veröld á Sýn.  16.55 World Supercross á Sýn.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Numancia og Atletico Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta.  19.55 Bandaríska Masters-mótið á Sýn. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi bandaríska Masters- mótinu í golfi.  23.00 Hnefaleikar á Sýn. Útsending frá bardaga Miguel Antonio Barrera og Manny Pacquiao.  02.00 Hnefaleikar á Sýn. Bein útsending frá bardaga Miguel Antonio Barrera og Mzonke Fana. Frábær árangur hjá Ólöfu Maríu 36 9. apríl 2005 LAUGARDAGUR > Við gleðjumst yfir því ... ... að kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttur skuli hafa komist í gegnum niðurskurðinn á Kanarí- eyjum í gær. Ólöf María á heima meðal þeirra besta og hún er að sanna það með þessum frábæra árangri í sínu fyrsta móti á Evrópumóta- röðinni. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... handknattleiksliðinu Fram sem sýndi frábæran karakter með því að jafna einvígið gegn ÍBV í gær en þeir urðu fyrir miklu áfalli í fyrri leiknum en rifu sig upp í gær með eftirminnilegum hætti. Aðal leikur dagsins Stríð í Stykkishólmi Keflavík getur tryggt sér Íslandsmeist- aratitilinn í körfubolta karla þriðja árið í röð ef liðið ber sigurorð af Snæfelli í Stykkishólmi í dag í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum. Fyrstu þrír leikir liðanna hafa verið mjög harðir og má búast við sannkölluðu stríði í Stykkishólmi í dag. „Höttur í úrvalsdeild í fyrsta sinn – erum að leita að leikmönnum,“ segir á spjallborði sport.is. Það er ekki á hverj- um degi sem að lið sést auglýsa eftir liðsauka með þessum hætti en að sögn Björgvins Karls Gunnarssonar, fyrirliða Hattar, þótti tilvalið að bregða á þetta ráð. „Það er oft sem kemur eitthvað út úr svona auglýsingu, þó svo að það sé misjafnt,“ sagði Björgvin, hæstánægður með að vera orðinn úrvalsdeildarleik- maður að nýju en hann lék á sínum tíma með ÍA og Skallagrími. „Stefnan hjá okkur er að halda okkur uppi í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Allt annað er plús fyrir okkur.“ Björgvin Karl og félagar eru staðráðnir í því að búa til öflugt körfuboltavígi fyrir austan. „Við erum búnir að sýna það að við getum gert góða hluti. Við erum með frábæran heimavöll, atvinnumál hér eru í góðum farvegi og við viljum dreifa körfuboltanum út til fjarðanna hér í nágrenninu. Áhuginn fyrir körfu- boltanum fer strax vaxandi og það voru 700 manns á síðasta heimaleik. Næsta lið við okkur sem hefur komið upp er Þór á Akureyri þannig að þetta er al- gjört einsdæmi.“ Höttur hefur haldið út liði í deildar- keppni í körfubolta í 20 ár en að öðru leyti hefur ekki farið mikið fyrir íþrótt- inni þar eystra. „Seyðfirðingar, Reyðfirð- ingar og fleiri nágrannar hafa verið að mæta á leiki og eru nemendur úr menntaskólanum þar mjög áberandi. Við sjáum því fram á mikinn uppgang í kringum körfu- boltann,“ sagði Björgvin Karl, fyrirliði Hattar. Kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir úr GK gerði sér lítið fyrir og komst í gegnum niðurskurðinn á Evrópumóti í golfi sem fram fer á Kanaríeyjum. Hún lék verulega gott golf í gær. NÝLIÐAR HATTAR Í INTERSPORTDEILDINNI Í KÖRFUBOLTA : DEYJA EKKI RÁÐALAUSIR Auglýstu eftir mönnum á spjallborði GOLF Ólöf María Jónsdóttir heldur áfram að skrá nafn sitt í íslenska golfsögu en hún gerði sér lítið fyrir og komst í gegnum niðurskurðinn á Evrópumótinu sem fram fer á Tenerife. Ólöf María lék fyrsta hringinn á 76 höggum, eða fjórum höggum yfir pari, en mun betur gekk í gær. Þá kom hún í hús á 70 höggum, eða tveim undir pari og sá árangur nægði henni til þess að komast áfram. Aðeins einn skolli Samkvæmt vef Víkurfrétta fékk Ólöf María aðeins einn skolla á hringnum, þrjú fugla og 14 pör. Hún var mjög óheppin með púttinn og litlu mátti muna að fuglarnir hefðu verið mun fleiri en þeir urðu. Ólöf María er í 40.- 47. sæti á mótinu en alls komust 62 kylfingar áfram. Mjög sátt „Ég er mjög sátt við hringinn í dag. Ég kom mér aldrei í nein vandræði eins og í gær. Ég var að hitta brautir vel og var að spila eins og ég hef verið að gera undanfarið og það kom mér í raun ekkert á óvart hvernig ég spilaði í dag. Ég hefði reyndar viljað fá fleiri pútt fyrir fugli,“ sagði Ólöf María í samtali við Víkurfréttir en verulega spennandi verður að fylgjast með gengi stúlkunnar um helgina. - hbg Fram og ÍBV þurfa að mætast í oddaleik í Eyjum: Annar maraþonleikur HANDBOLTI Það staðfestist í gær að munurinn á handknattleiksliðum Fram og ÍBV er mjög lítill en annan leikinn í röð þurfti að fram- lengja hjá liðunum. Síðast þurfti tvær framlengingar og tvær víta- keppnir til að knýja fram úrslit en að þessu sinni létu liðin sér eina framlengingu nægja. Það voru Framarar sem reynd- ust sterkari að þessu og sigruðu 31-30 en staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Leikurinn var mjög sveiflukenndur en Framar- ar voru ávallt skrefi á undan. Þeir hefðu getað tryggt sér sigur í venjulegum leiktíma en nýttu síð- ustu sókn leiksins illa. Hetja heimamanna var leik- stjórnandinn Jón B. Pétursson sem skoraði 14 mörk og þar af sig- urmarkið. Þá tók hann frákast af eina vítakastinu sem hann klúðr- aði í leiknum og skoraði. Eyja- menn fengu tæpa mínútu til að jafna en skot fyrirliðans Sigurðar Bragasonar fór yfir markið. Hann var eitthvað óhress í kjölfarið og lét reiði sína bitna á Framaranum Þorra B. Gunnarssyni en uppskar lítið annað en rautt spjald. Mátti liltu muna að upp úr syði í kjölfarið en leikurinn var skakk- aður áður en slagsmál hófust. Lið- in þurfa því að mætast þriðja sinni og það má svo sannarlega búast við miklu fjöri í oddaleikn- um sem fram fer í Eyjum. - hbg LEIKIR GÆRDAGSINS DHL-deild karla FRAM–ÍBV 31–30 Mörk Fram (skot): Jón Björgvin Pétursson 14/7 (17/8), Stefán Baldvin Stefánsson 5 (7), Hjálmar Vilhjálmsson 5 (14), Arnar Sæþórsson 3 (4), Guðjón Drengsson 1 (2), Þorri B. Gunnarsson 1 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Jóhann G. Einarsson 1 (1). Varin skot: Egidius Petkevicius 16/3. Mörk ÍBV (skot): Samúel Ívar Árnason 12/6 (20/8), Tite Kalandadze 7 (10), Sigurður Ari Stefánsson 5 (9), Kári Kristjánsson 2 (3), Zoltan Belanyi 2 (4/1), Svavar Vignisson 1 (1), Sigurður Bragason 1 (3). Varin skot: Roland Valur Eradze 22. Staðan er 1–1 í einvíginu. STÓRLEIKUR HJÁ JÓNI Framarinn Jón B. Pétursson fór á kostum í Safamýrinni í gær og skoraði 14 mörk í öllum regnbogans litum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. EINBEITT Ólöf María sést hér í sólinni á Kanaríeyjum í gær. Hún stóð sig frábærlega og komst áfram í mótinu. MYND/VÍKURFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.