Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2005, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 09.04.2005, Qupperneq 52
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 9 10 11 12 Laugardagur APRÍL ■ ■ LEIKIR  13.15 Keflavík og HK mætast í Reykjaneshöllinni í 2. riðli A-deildar deildarbikars karla í fótbolta.  14.00 Snæfell og Keflavík mætast í Stykkishólmi í lokaúrslitum Inter- sportdeildar karla í körfubolta.  14.05 ÍBV og Breiðablik mætast í Fífunni í A-deild deildarbikars kvenna í fótbolta.  15.15 Völsungur og Þróttur R. mætast í 2. riðli A-deildar deildarbik- ars karla í fótbolta.  16.15 Valur og HK mætast í Vals- heimilinu í úrslitakeppni DHL-deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  09.50 Bandaríska Masters-mótið í golfi á Sýn. Útsending frá öðrum keppnisdegi á bandaríska Masters- mótinu í golfi.  12.50 Bandaríska Masters-mótið í golfi á Sýn. Upprifjun frá bandaríska Masters-mótinu í golfi sem fram fór í fyrra.  13.00 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  13.45 Intersportdeildin í körfubolta á Sýn. Bein útsending frá leik Snæfells og Keflavíkur í Intersportdeild karla í körfubolta.  14.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Chelsea og Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  14.05 Skíðamót Íslands á Sýn. Endurtekinn þáttur.  15.30 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn. Þáttur þar sem farið er á bak við tjöldin á bandarísku mótaröðinni í golfi.  15.45 Handboltakvöld á RÚV. Endurtekinn þáttur.  16.00 Motorworld á Sýn.  16.10 DHL-deildin í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Vals og HK í úrslitakeppni DHL-deildar karla í handbolta.  16.10 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Norwich og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  16.30 Fótbolti um víða veröld á Sýn.  16.55 World Supercross á Sýn.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Numancia og Atletico Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta.  19.55 Bandaríska Masters-mótið á Sýn. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi bandaríska Masters- mótinu í golfi.  23.00 Hnefaleikar á Sýn. Útsending frá bardaga Miguel Antonio Barrera og Manny Pacquiao.  02.00 Hnefaleikar á Sýn. Bein útsending frá bardaga Miguel Antonio Barrera og Mzonke Fana. Frábær árangur hjá Ólöfu Maríu 36 9. apríl 2005 LAUGARDAGUR > Við gleðjumst yfir því ... ... að kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttur skuli hafa komist í gegnum niðurskurðinn á Kanarí- eyjum í gær. Ólöf María á heima meðal þeirra besta og hún er að sanna það með þessum frábæra árangri í sínu fyrsta móti á Evrópumóta- röðinni. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... handknattleiksliðinu Fram sem sýndi frábæran karakter með því að jafna einvígið gegn ÍBV í gær en þeir urðu fyrir miklu áfalli í fyrri leiknum en rifu sig upp í gær með eftirminnilegum hætti. Aðal leikur dagsins Stríð í Stykkishólmi Keflavík getur tryggt sér Íslandsmeist- aratitilinn í körfubolta karla þriðja árið í röð ef liðið ber sigurorð af Snæfelli í Stykkishólmi í dag í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum. Fyrstu þrír leikir liðanna hafa verið mjög harðir og má búast við sannkölluðu stríði í Stykkishólmi í dag. „Höttur í úrvalsdeild í fyrsta sinn – erum að leita að leikmönnum,“ segir á spjallborði sport.is. Það er ekki á hverj- um degi sem að lið sést auglýsa eftir liðsauka með þessum hætti en að sögn Björgvins Karls Gunnarssonar, fyrirliða Hattar, þótti tilvalið að bregða á þetta ráð. „Það er oft sem kemur eitthvað út úr svona auglýsingu, þó svo að það sé misjafnt,“ sagði Björgvin, hæstánægður með að vera orðinn úrvalsdeildarleik- maður að nýju en hann lék á sínum tíma með ÍA og Skallagrími. „Stefnan hjá okkur er að halda okkur uppi í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Allt annað er plús fyrir okkur.“ Björgvin Karl og félagar eru staðráðnir í því að búa til öflugt körfuboltavígi fyrir austan. „Við erum búnir að sýna það að við getum gert góða hluti. Við erum með frábæran heimavöll, atvinnumál hér eru í góðum farvegi og við viljum dreifa körfuboltanum út til fjarðanna hér í nágrenninu. Áhuginn fyrir körfu- boltanum fer strax vaxandi og það voru 700 manns á síðasta heimaleik. Næsta lið við okkur sem hefur komið upp er Þór á Akureyri þannig að þetta er al- gjört einsdæmi.“ Höttur hefur haldið út liði í deildar- keppni í körfubolta í 20 ár en að öðru leyti hefur ekki farið mikið fyrir íþrótt- inni þar eystra. „Seyðfirðingar, Reyðfirð- ingar og fleiri nágrannar hafa verið að mæta á leiki og eru nemendur úr menntaskólanum þar mjög áberandi. Við sjáum því fram á mikinn uppgang í kringum körfu- boltann,“ sagði Björgvin Karl, fyrirliði Hattar. Kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir úr GK gerði sér lítið fyrir og komst í gegnum niðurskurðinn á Evrópumóti í golfi sem fram fer á Kanaríeyjum. Hún lék verulega gott golf í gær. NÝLIÐAR HATTAR Í INTERSPORTDEILDINNI Í KÖRFUBOLTA : DEYJA EKKI RÁÐALAUSIR Auglýstu eftir mönnum á spjallborði GOLF Ólöf María Jónsdóttir heldur áfram að skrá nafn sitt í íslenska golfsögu en hún gerði sér lítið fyrir og komst í gegnum niðurskurðinn á Evrópumótinu sem fram fer á Tenerife. Ólöf María lék fyrsta hringinn á 76 höggum, eða fjórum höggum yfir pari, en mun betur gekk í gær. Þá kom hún í hús á 70 höggum, eða tveim undir pari og sá árangur nægði henni til þess að komast áfram. Aðeins einn skolli Samkvæmt vef Víkurfrétta fékk Ólöf María aðeins einn skolla á hringnum, þrjú fugla og 14 pör. Hún var mjög óheppin með púttinn og litlu mátti muna að fuglarnir hefðu verið mun fleiri en þeir urðu. Ólöf María er í 40.- 47. sæti á mótinu en alls komust 62 kylfingar áfram. Mjög sátt „Ég er mjög sátt við hringinn í dag. Ég kom mér aldrei í nein vandræði eins og í gær. Ég var að hitta brautir vel og var að spila eins og ég hef verið að gera undanfarið og það kom mér í raun ekkert á óvart hvernig ég spilaði í dag. Ég hefði reyndar viljað fá fleiri pútt fyrir fugli,“ sagði Ólöf María í samtali við Víkurfréttir en verulega spennandi verður að fylgjast með gengi stúlkunnar um helgina. - hbg Fram og ÍBV þurfa að mætast í oddaleik í Eyjum: Annar maraþonleikur HANDBOLTI Það staðfestist í gær að munurinn á handknattleiksliðum Fram og ÍBV er mjög lítill en annan leikinn í röð þurfti að fram- lengja hjá liðunum. Síðast þurfti tvær framlengingar og tvær víta- keppnir til að knýja fram úrslit en að þessu sinni létu liðin sér eina framlengingu nægja. Það voru Framarar sem reynd- ust sterkari að þessu og sigruðu 31-30 en staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Leikurinn var mjög sveiflukenndur en Framar- ar voru ávallt skrefi á undan. Þeir hefðu getað tryggt sér sigur í venjulegum leiktíma en nýttu síð- ustu sókn leiksins illa. Hetja heimamanna var leik- stjórnandinn Jón B. Pétursson sem skoraði 14 mörk og þar af sig- urmarkið. Þá tók hann frákast af eina vítakastinu sem hann klúðr- aði í leiknum og skoraði. Eyja- menn fengu tæpa mínútu til að jafna en skot fyrirliðans Sigurðar Bragasonar fór yfir markið. Hann var eitthvað óhress í kjölfarið og lét reiði sína bitna á Framaranum Þorra B. Gunnarssyni en uppskar lítið annað en rautt spjald. Mátti liltu muna að upp úr syði í kjölfarið en leikurinn var skakk- aður áður en slagsmál hófust. Lið- in þurfa því að mætast þriðja sinni og það má svo sannarlega búast við miklu fjöri í oddaleikn- um sem fram fer í Eyjum. - hbg LEIKIR GÆRDAGSINS DHL-deild karla FRAM–ÍBV 31–30 Mörk Fram (skot): Jón Björgvin Pétursson 14/7 (17/8), Stefán Baldvin Stefánsson 5 (7), Hjálmar Vilhjálmsson 5 (14), Arnar Sæþórsson 3 (4), Guðjón Drengsson 1 (2), Þorri B. Gunnarsson 1 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Jóhann G. Einarsson 1 (1). Varin skot: Egidius Petkevicius 16/3. Mörk ÍBV (skot): Samúel Ívar Árnason 12/6 (20/8), Tite Kalandadze 7 (10), Sigurður Ari Stefánsson 5 (9), Kári Kristjánsson 2 (3), Zoltan Belanyi 2 (4/1), Svavar Vignisson 1 (1), Sigurður Bragason 1 (3). Varin skot: Roland Valur Eradze 22. Staðan er 1–1 í einvíginu. STÓRLEIKUR HJÁ JÓNI Framarinn Jón B. Pétursson fór á kostum í Safamýrinni í gær og skoraði 14 mörk í öllum regnbogans litum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. EINBEITT Ólöf María sést hér í sólinni á Kanaríeyjum í gær. Hún stóð sig frábærlega og komst áfram í mótinu. MYND/VÍKURFRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.