Fréttablaðið - 22.05.2005, Qupperneq 10
10 22. maí 2005 SUNNUDAGUR
vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is
„fietta hafa menn tali› lykilinn a› flví a› ná árangri í verkefnum, en fla› sem er a› ger-
ast núna er a› hér kemur inn flessi hli› sem sn‡r a› einstaklingnum, a› örva hann til
dá›a, búa til hóp og vi›halda gó›um hópanda. fietta kraftaverk sem gerist í gó›um hóp-
um. Vi› erum a› reyna a› beisla fletta kraftaverk.“
Stefnumót óræðni og agaðs skipulags
Ímynd verkfræðinnar er rúðu-
strikað blað, útreikningar og
staðlaðir verkferlar. Ekki mikið
svigrúm þar. Guðfræði og sál-
fræði hafa hins vegar á sér stimp-
il sveigjanleika, óræðni og enda-
lausrar leitar. Vekur ekki tilfinn-
ingu um kalt og agað raunsæi.
Það er því gaman til þess að
vita að verkfræðideild Háskóla
Íslands er að ýta úr vör námi sem
er framhald ánægjulegs og árang-
ursríks samstarfs verkfræðing-
anna Helga Þórs Ingasonar og
Tryggva Sigurbjarnarsonar ann-
ars vegar og Hauks Inga Jónas-
sonar hins vegar. Haukur er guð-
fræðingur að mennt með fram-
haldsnám í sálgæslu og sálgrein-
ingu. Námið er meistaranám í
verkefnastjórnun, „Master of
Project Management“ eða MPM,
og er á vegum verkfræðideildar
Háskóla Íslands
Verkefnastjórnun vanrækt
„Við höfum verið með ársnám hjá
Endurmenntun Háskólans sem
heitir Verkefnastjórnun og leið-
togaþjálfun. Námið varð vinsælt
og við fundum fyrir miklum
áhuga nemendanna að læra
meira,“ segir Helgi Þór. Það
kveikti hjá þeim félögum humynd
um að koma á fót námi í verk-
efnastjórnun sem byggt væri á
sama módeli og MBA-nám en með
aðrar áherslur. „MBA-nám bein-
ist að rekstri fyrirtækja, en við
einbeitum okkur að þrengra sviði,
að byggja upp fólk sem einstak-
linga sem geta farið inn og tekist
á við afmörkuð vandamál eða
verkefni. Það er önnur stjórnun-
arleg nálgun.“
Endurmenntunarnámið heldur
áfram, en í haust bætist meistara-
námið við. Tryggvi segir fyrra
námið ekki gera kröfur um há-
skólapróf, en gerð hafi verið
krafa um reynslu í atvinnulífinu.
Meistaranámið gerir kröfu um
BA- eða BS-próf, en ekki skiptir
máli úr hvaða greinum nemend-
urnir koma. „Menn hafa fundið
það út í vaxandi mæli að stjórnun
og verkefnastjórnun hefur verið
vanrækt og þetta er tilraun til
þess að samlaga sig nútíma
stjórnunarháttum, sem beinast
mjög að því að beita verkefna-
stjórnum sem stjórntæki í fyrir-
tækjum og stofnunum.“
Haukur bætir því við að hreyf-
ing sé í verkfræðideildinni að
mæta þeirri staðreynd að verk-
fræðingar eru víða ráðnir í stjórn-
unarstöður í fyrirtækjum. „Það að
ég er fenginn til þess að kenna við
þetta sýnir vilja verkfræðideild-
arinnar til að taka áskorun og
takast á við nýja hluti. Það sem er
mjög sérstakt við þetta nám er að
við vinnum mikið með sjálfsupp-
byggingu, einstaklinginn og
hvernig hann vinnur í hópum,“
segir Haukur. „Þarna mæta verk-
ferlar og skipulag sálfræðilegum
þáttum í stjórnun.“
Ekki bara fyrir verkfræðinga
Helgi segir að verkefnastjórnun
eigi rætur í tæknilegri nálgun
verkfræðinnar. „Þess vegna halda
margir að forsenda þess að verða
verkefnisstjóri sé að vera verk-
fræðingur, sem er alrangt. Við
Tryggvi erum verkfræðingar og
við kunnum vel á þessar tækni-
legu aðferðir við að hluta verkefni
niður og gera áætlun, sem er mjög
gott og nauðsynlegt. Þetta hafa
menn talið lykilinn að því að ná
árangri í verkefnum, en það sem
er að gerast núna er að hér kemur
inn þessi hlið sem snýr að einstak-
lingnum, að örva hann til dáða,
búa til hóp og viðhalda góðum
hópanda. Þetta kraftaverk sem
gerist í góðum hópum. Við erum
að reyna að beisla þetta krafta-
verk.“ Helgi segir að samspil svo
ólíkra þekkingarsviða þremenn-
inganna hafi leyst úr læðingi mik-
inn sköpunarkraft og áhuga. „Í
nútíma verkefnastjórnun nær
maður ekki árangri bara með
tæknilegu forsendunum. Það
mannlega verður að vera með og
þetta verður að spila saman.“
Tryggvi byrjaði að kenna verk-
efnastjórnun fyrir 20 árum. „Þá
voru nemendurnir eingöngu
tækni- og verkfræðingar og ein-
göngu karlmenn.“ Konur og fólk
með annan bakgrunn er nú í
meirihluta. „Augu umhverfisins
hafa opnast fyrir því að verkefna-
stjórnun er ekki bara fyrir verk-
fræðinga heldur getur nýst hverj-
um sem er.“
Læra mikið um sjálfa sig
Helgi segir að nemendur með
tæknibakgrunn þykist oft himin
hafa höndum tekið þegar þeir
komast í tæri við sálfræðilega
þætti námsins. „Á sama hátt sjá
þeir sem koma úr listrænu um-
hverfi nýjar leiðir til að koma
reglu á hlutina. Báðir hóparnir
eru því að uppgötva ný sannindi í
náminu.“
Þeir segja að meistaranám í
verkefnastjórnun sé vel þekkt
annars staðar, en þá miklu nálgun
sem er á einstaklinginn og sál-
rænan styrk hans í tengslum við
hópa sé hvergi að finna í sama
mæli og í þessu námi. „Það er
heilmikil nánd milli nemenda og
kennara og mikil eftirfylgni, sem
er ólíkt því þegar fólk er að taka
staka kúrsa hér og þar í háskóla-
námi. Nemendur halda dagbækur
þar sem þeir leggja sig svolítið á
borðið og læra um leið mikið um
sig sjálfa. Bæði um sig og verk-
efnið og samskipti sín við hóp-
inn,“ segir Haukur. „Nemendur
taka lærdóminn í aflfræði hópa út
á eigin skinni með því að vera í
hópi og nuddast utan í aðra. Þetta
er lykillinn að stjórnun, lykillinn
að því að þekkja sín mörk og að
samningatækni.“ Haukur bætir
því við að kennslan í samninga-
tækni sé mjög góð. Nýlega hafi
samninganefndir verkalýðshreyf-
inga verið á námskeiði hjá þeim í
samningatækni. „Við erum farin
að sjá aðeins árangur af því. Þetta
er líka lykillinn að því að leysa úr
deilum.“
Þeir segja nemendur sem hafa
útskrifast úr ársnáminu hafa náð
vel saman og að þeir fái gjarnan
spurninguna um hvort hópurinn
hafi ekki verið frábær. „Stað-
reyndin er sú að hópurinn varð
frábær í gegnum þessa vinnu,“
segir Helgi. Haukur bætir því við
að verkfræðingarnir hafi undir
höndum próf sem mæli eiginleika
og geti því komið í veg fyrir að
tómir foringjar verði í einum
hópnum og leiðitamir nákvæmn-
ismenn í öðrum. Blanda réttra
einstaklinga þurfi að vera í hverj-
um hópi.
Múrar leysast upp
Meistaranámið í verkefna-
stjórnun er enn eitt dæmið um
það hvernig hefðbundnir múrar
samfélagsins leysast upp og ólík
nálgun nær saman við framþróun
ýmissa þátta þess. Menn eru farn-
ir að kunna betur að nýta sér
þekkingu sem verður til utan
þeirra fagsviðs. „Það er einn nem-
andi minn að beita háþróuðum að-
ferðum í framleiðsluskipulagi til
að skoða vinnuferli á deild sjúkra-
húss,“ segir Helgi.
Haukur segir að gegnsæi sé
áhersla í náminu og lýðræðisleg
skipuleg umræða sé um það sem
fram fer. „Við leggjum áherslu á
gegnsæ, lýðræðisleg, skipuleg og
öguð vinnubrögð.“ Þannig sé lögð
áhersla á að fundargerðir séu
haldnar og öllu sé haldið til haga.
„Það þarf að sýna fólki hvernig á
að nota fundi sem stjórntæki.
Hvernig eigi að undirbúa þá og
stýra þeim, þannig að þeir virki
sem stjórntæki,“ bætir Tryggvi
við og bendir á að þá komi oft í
ljós að fundir sem taldir eru leið-
inlegt nauðsynjaverk í stjórnun
verði skemmtilegt og áhrifamikið
stjórntæki.
Haukur segir að einnig sé mik-
ilvægt að einstaklingurinn vinni
með sín markmið. „Það er heil-
mikil tregða og maður fer stund-
um í mótþróa gegn markmiðun-
um. Við förum á dýptina í þessum
fræðum, jafnvel svo að marga
sundlar í byrjun, en þeir sem
komast í gegnum það uppgötva
eitthvað sem er mjög gagnlegt og
gerir þá hæfa til að takast betur á
við það sem þeir eru að gera og
hvað þeir vilja.“
Helgi segir að í náminu muni
nemendur undirgangast alþjóð-
lega vottun í verkefnastjórnun
sem Verkefnstjórnunarfélag Ís-
lands sinnir í umboði alþjóðasam-
taka verkefnastjórnunarfélaga,
IPMA. Auk þess að hafa styrkt
burðarvirki sjálfsins eru nemend-
ur því að loknu náminu með al-
þjóðlega vottun upp á vasann sem
er gjaldgeng hvar sem er. ■
Í meistaranámi í verkefnastjórnun leiða saman hesta sína verkfræðingar og
sálgreinir. Góð reynsla er komin á samstarfið og meistaranámið rökrétt framhald
af námi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem hefur notið vinsælda.
Hafliði Helgason kynnti sér hugmyndirnar að baki verkefnastjórnun.
VERKFRÆÐIN OG SÁLIN Helgi Þór Ingason og Tryggvi Sigurbjarnarson vita flest það sem vert
er að vita um tæknilegar hliðar verkefnastjórnunar. Einstaklingurinn og samskipti hans við aðra
eru sérsvið Hauks Inga Jónassonar. Saman ætla þeir að búa til úrvals verkefnastjóra.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R