Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 12
Fyrir fjörutíu árum gerðist Sigríður
Sörensdóttir einn af stofnfélögum í
nýju hestamannafélagi í Kópavogi.
Enn þann dag í dag stundar hún
hestamennsku af krafti orðin átt-
ræð að aldri. „Það hefur aldrei
hvarflað að mér,“ segir Sigríður um
það hvort hún gæti hugsað sér að
vera í öðru hestamannafélagi en
Gusti, en svo var félagið nefnt eftir
gæðingi Bjarna Bjarnasonar, skóla-
stjóra frá Laugarvatni, sem var
einn hvatamanna að stofnun þess.
„Á þessum tíma var orðið svo
mikið um hestafólk í Kópavogi sem
hittist og reið út saman að það var
tími til kominn að mynda félag,“
segir Sigríður sem var varamaður í
fyrstu stjórninni.
Uppbygging á svæðinu sem
félagið fékk til afnota gekk hratt
fyrir sig og hélt Sigríður hesta í
öðru húsinu sem var byggt í hverf-
inu og er þar enn þann dag í dag.
Margt hefur breyst á fjórum ára-
tugum, hestamönnum hefur fjölgað
geysilega og ný og glæsileg hesthús
hafa sprottið upp að undanförnu.
„Áður þekktu allir alla,“ segir Sig-
ríður og hlær þegar hún minnist
gamla félagsheimilisins sem þau
voru svo stolt af og rúmaði 30
manns. Nú á Gustur reiðhöll með
200 manna veitingastað á efri hæð.
Þegar Gustur var stofnaður
fyrir 40 árum var hann uppi í sveit.
Í dag virðist eins og bærinn sé að
gleypa hesthúsahverfið. „Ég finn
ósköp lítið fyrir því,“ segir Sigríð-
ur og það truflar hana ekki að hafa
Smáralindina hinu megin við göt-
una. Þó hafi verið mun frjálslegra
þegar hægt var að ríða yfir Mjódd-
ina og skreppa í kaffi til Fákverja í
Víðidalnum.
Sú breyting sem stendur upp úr
í minni Sigríðar er hve sumarferð-
irnar hafa byggst upp. „Það þótti
mjög sérstakt ef stofn-
að var til sumarferða á
þessum tíma,“ segir
Sigríður sem fer á
hverjum morgni í
hesthúsið til að moka
og gefa. Dóttir hennar
er með móður sinni í
hestamennskunni og á
tímabili riðu út fjórir
ættliðir úr húsi Sigríð-
ar. Það voru Sirrý
sjálf, dóttir hennar og
dótturdóttir ásamt
langömmubarni sem
nú er statt erlendis. ■
12 22. maí 2005 SUNNUDAGUR
RICHARD WAGNER (1813-1883)
fæddist á þessum degi.
„Ég sem tónlist með upphrópunarmerki!“
Þjóðverjinn Richard Wagner er eitt frægasta tónskáld
allra tíma og hlaut meðal annars þann vafasama
heiður að vera uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler.
timamot@frettabladid.is
ÁTTRÆÐ Á HESTBAKI Sigríður Sörensdóttir er einn af stofnfélögum hestamannafélags-
ins Gusts í Kópavogi. Hún ríður enn út af krafti og fer í hesthúsið á hverjum degi. Hér er
hún á leið í afmælisreið Gusts sem farin var í gær.
Þennan dag árið 1924 komst
skelfilegt morð á hinum 14 ára
gamla Bobbie Franks í fréttirnar.
Tveir ungir háskólanemar í
Chicago voru handteknir fyrir
verknaðinn, þeir Nathan Leopold
og Richard Loeb. Drengirnir tveir,
sem voru 17 og 18 ára þegar
þeir frömdu verknaðinn, voru
skarpgreindir og útskrifuðust
langt á undan jafnöldrum sínum
úr grunnskóla. Leopold og Loeb
töluðu níu tungumál reiprenn-
andi og þóttu undrabörn í hinum
ýmsu greinum bóknáms. Þeir
höfðu báðir mikinn áhuga á af-
brotasálfræði og eyddu miklum
tíma í að lesa sig til um glæpi og
hugsunarhátt glæpamanna.
Þegar upp komst um þá sögðust
þeir hafa verið að reyna að
fremja hinn fullkomna glæp. Þeir
skildu þó eftir sig slóð sem
reyndist lögreglunni auðvelt að
reka. Fórnarlambið, sem var
frændi Leopolds, fannst fljótlega
og fundust gleraugu Leopolds
rétt við líkið. Hann svaraði því til
að hann hlyti að hafa misst þau í
gönguferð, en það þótti afar
ótrúlegt. Leopold og Loeb áttu
báðir vellauðuga foreldra sem
fengu þekkta lögfræðinga til þess
að verja þá. Clarence Darrow,
sem varði drengina, tókst að
knýja fram lífstíðarfangelsisdóm í
stað dauðarefsingar með ræðu
sem varð söguleg. Richard Loeb
lést í fangelsi árið 1936 eftir átök
við annan fanga en Nathan Leo-
pold fékk reynslulausn árið 1958
og flutti í kjölfarið til Púertó Ríkó,
þar sem hann lést úr veikindum
árið 1971.
NATHAN LEOPOLD
OG RICHARD LOEB
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1921 Fyrstu hljómsveitartónleik-
arnir eru haldnir hér á
landi. Þá kom fram tuttugu
manna sveit undir stjórn
Þórarins Guðmundssonar.
1933 Fyrsta bindi af ritsafni Hins
íslenska fornritafélags,
Egilssaga, kom út.
1966 Bill Cosby vinnur Emmy-
verðlaun fyrir leik sinn í
þáttunum I Spy.
1971 Fyrstu orlofshús opinberra
starfsmanna eru tekin í
notkun í Munaðarnesi.
1972 Richard Nixon kemur í
opinbera heimsókn til
Moskvu. Undirritaður er
samningur á sviði geim-
rannsókna.
1982 Sjálfstæðisflokkurinn
endurheimtir meirihluta
sinn í borgarstjórn Reykja-
víkur, eftir að hafa misst
hann fjórum árum áður.
Mor› gáfumanna vekur óhug
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SIGURJÓN G. SIGURJÓNSSON
Birkigrund 71,Kópavogi,
andaðist á heimili sínu fös. 20. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Anna Ásgeirsdóttir
Freyja Sigurjónsdóttir Þórir Sigurgeirsson
Ásgeir Sigurjónsson Silja Sverrisdóttir
Drífa Sigurjónsdóttir Ólafur Baldursson
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, sonur, bróðir og afi,
Hjálmar Rúnar Hjálmarsson
vélstjóri, Lóulandi 2, Garði,
lést á heimili sínu 19. maí. Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Eyvindsdóttir
Helga Hjálmarsdóttir Óliver Keller
Herborg Hjálmarsdóttir Sveinn Ólafur Jónasson
Dóra Sigrún Hjálmarsdóttir
Sigrún Oddsdóttir, systkini og barnabörn.
„Ég var sendill á hjóli fyrir mjög
skemmtilegan mann sem heitir
Friðrik Brekkan en hann var að
prenta á boli í bílskúr í Hlíðun-
um,“ segir hinn silfraði Egill
Helgason sjónvarpsmaður, sem
telur að Friðrik þessi hafi verið
frumkvöðull í bolaprentun á Ís-
landi.
Egill hjólaði með bolina niður í
Hagkaup í Lækjargötunni þar
sem þeir voru seldir en á bolina
voru prentaðar myndir af
brosköllum og öðrum myndum.
„Síðan sendi hann mig stundum í
pósthúsið á Langholtsveginum
þannig að hann lét mig hafa fyrir
hlutunum,“ segir Egill hlæjandi
en hann hefur þó ekki lagt ást-
fóstri við hjólamennsku þótt hon-
um hafi þótt vinnan skemmtileg.
Egill segist lítið hafa hugleitt
launin, hann hafi bara verið
ánægður með að hafa eitthvað að
gera, en þetta var árið 1973 þegar
hann var 13 ára. „Mig minnir að
mamma hafi sett auglýsingu í Vísi
og hann hafi svarað,“ segir Egill
sem fór aldrei í unglingavinnu.
Strax sumarið eftir vann hann á
flökunarvél í Fiskiðjunni í Vest-
mannaeyjum. Þetta var aðeins ári
eftir gos og þykir Agli skemmti-
legt að rifja það upp. Þetta sumar
starfaði hann með ekki minni
manni en Bubba Morthens þó að
þeir hafi átt lítil samskipti enda
Egill töluvert yngri.
Egill segir að það hafi verið
frjálslegt og skemmtilegt að hjóla
um borgina sumarið 1973. Þá hafi
bærinn verið fullur af litlum
börnum sem voru að sendast með
hinar ýmsu vörur og enginn með
hjálm. Egill líkir þessum fjölda
hjólasendla við litla maura og
hlær þegar hann minnist þess að
hann var einn af þeim. ■
AFMÆLI
Arnar Björnsson íþrótta-
fréttamaður er 47 ára.
Eva Ásrún Albertsdóttir
söngkona er 46 ára.
Sigurður G. Valgeirsson
sjónvarpsmaður er 51 árs.
Stella Guðný Kristjánsdóttir leikkona
er 31 árs.
ANDLÁT
Steinunn Margrét Norðfjörð, Ljósvalla-
götu 20, Reykjavík, lést fimmtudaginn
12. maí.
Hrönn Jónsdóttir, Krummahólum 29,
Reykjavík, lést miðvikudaginn 18. maí.
Hjálmar Rúnar Hjálmarsson, vélstjóri,
Lóulandi 2, Garði, lést fimmtudaginn 19.
maí.
FYRSTA STJÓRNIN Fyrsta stjórn hins nýja félags árið 1965.
Sigríður var eina konan og varamaður í stjórninni. Fremri
röð: Ragnar Bjarnason, Jón Eldon, Sigurður Kjartansson og
Bjarni Bjarnason. Aftari röð: Sigurgeir Eiríksson, Björn Sig-
urðsson og Sigríður Sörensdóttir.
FYRSTA STARFIÐ: EGILL HELGASON SJÓNVARPSMAÐUR
Hjóla›i um me› brosboli
TÍMAMÓT: HESTAMANNAFÉLAGIÐ GUSTUR 40 ÁRA
Þá þekktu allir alla
FÆDDUST fiENNAN DAG
1859 Arthur Conan
Doyle rithöfundur.
1907 Laurence Oli-
vier leikari.
1946 George Best
knattspyrnumaður.
1959 Morrissey
tónlistarmaður.
1970 Naomi
Campbell fyrirsæta.