Fréttablaðið - 22.05.2005, Page 15
LAUGARDAGUR 22. maí 2005 15
Þessi útgáfa Samtalsbókarinnar er miðuð við að Íslendingur geti gert sig skiljanlegan á fimmtán
tungumálum. Boðið er upp á algengustu orðasambönd og setningar sem ferðamaður þarf á að halda
varðandi gistingu, veitingastaði, verslun og þjónustu.
Auðvelt er að finna þá setningu eða orðasamband sem við á hverju sinni. Einnig eru skýrar leiðbeiningar um
framburð viðkomandi tungumáls.
Þú veltir Samtalsbókinni til að komast í hinn hluta hennar.
Samtalsbókin er fáanleg hjá bóksölum í Reykjavík og um allt land. Hún fæst einnig hjá Íslenskum markaði í
Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Ísland
Frakkland
Grikkland
Ítalía
Portúgal
Serbó-Króatía
Spánn
Þýskaland
Ísland
Danmörk
Bretland
Bandaríkin
Finnland
Holland
Noregur
Pólland
Rússland
Svíþjóð
Þingvellir 13,3%
Þórsmörk 6,5%
Akureyri 6,3%
Ásbyrgi 5,9%
Mývatnssveit 5,3%
Skaftafell 4,3%
Fljótsdalshérað 3,9%
Snæfellsnes 3,1%
Vestmannaeyjar 2,7%
Reykjavík
(101 og Fellahverfið) 2,5%
Eyjafjörður 2,2%
Hornstrandir 2,0%
Borgarfjörður 1,7%
Jökulsárlón 1,7%
Skagafjörður 1,3%
Hafnarfjörður 1,3%
Vestfirðir 1,2%
Landmannalaugar 1,0%
Gullfoss 0,9%
Lónsöræfi 0,9%
Fréttablaðið gerði könnun meðal Ís-
lendinga um fegursta stað landsins
þann 8. maí síðastliðinn. Úrtakið
var til jafns karlar og konur af öllu
landinu, alls 800 manns. Svarhlut-
fall var 86,62 prósent.
ÞINGVELLIR
Hjörtu Íslendinga slá hraðar þegar þeir
ganga um Þingvelli. Sagan drýpur af hverju
strái og jarðfræðirannsóknir hafa leitt í ljós
að Þingvellir eru náttúruundur á heims-
vísu, þar sem jarðsagan og vistkerfi Þing-
vallavatns mynda einstaka heild. Þingvalla-
svæðið er hluti flekaskila Atlantshafs-
hryggjarins sem liggja um Ísland, þar sem
sjá má gliðnun jarðskorpunnar í gjám og
sprungum.
ÞÓRSMÖRK
Þórsmörk varð í öðru sæti í kjörinu um
fegursta stað Íslands, umlukin fögrum
fjöllum, jöklum og jökulám. Andstæður í
náttúrunni eru miklar og ekki fært nema
rútum og fjallabílum yfir torfæra Krossána.
Sagt er að erfitt sé að komast inn í
Þórsmörk, en fyrirhöfnin er sannarlega
þess virði, enda fágæt náttúruparadís.
FEGURSTU
STAÐIRNIR