Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 21
Garðyrkjufræðingar eru þörf stétt,
ekki síst á þessum árstíma, og þeirri
stétt tilheyrir Helena Sif Þorgeirsdótt-
ir. Hún fæddist með græna fingur og
við fundum hana við störf í Hallar-
garðinum.
Helena Sif er úr Borgarnesi og kveðst hafa
haft gaman af garðyrkju frá því hún man
eftir sér. „Mér finnst ég alltaf hafa verið
eitthvað að róta í mold,“ segir hún. „Bæði
vorum við með garð heima og svo er ég
kannski ein af fáum sem höfðu verulega
gaman af unglingavinnunni. Ég var þá að
hirða Skallagrímsgarð í Borgarnesi og
þykir voða vænt um hann.“
Nú er Helena Sif að vinna hjá borginni,
er þar flokksstjóri og sér um miðborgina,
eða Kvosina eins og hún kýs að kalla hana.
Í hennar deild er ungt fólk úr Vinnu-
miðlun ungs fólks í Hinu húsinu. Það er
svona að tínast út á túndruna og Helena Sif
kveðst þegar komin með fjóra liðsmenn.
En hvað er helst verið að bjástra? „Við
erum að búa skrúðgarðana hér í miðbæn-
um undir sumarið. Stinga upp beðin fyrir
sumarblómin á Austurvelli og víðar. Það er
ekki þorandi að setja þau niður strax í
svona kuldatíð en við erum að planta trjám
og runnum. Það þarf allt endurnýjunar
við. Sumt er orðið svo gamalt að nauðsyn-
legt er að bæta inn í svo eitt taki við af
öðru. Svo erum við náttúrlega að pjakka og
reyta illgresi og allt þetta sem þarf að
gera,“ svarar hún. Ekki neitar hún því að
mikið sé af rusli og glerbrotum í runnun-
um. „Líka mikið af því sem við viljum ekki
sjá eins og sprautunálar og slíkt. Því mið-
ur. Þannig var það ekki þannig í Skalla-
grímsgarði.“
gun@frettabladid.is
Hafði verulega gaman
af unglingavinnunni
atvinna@frettabladid.is
Verðlagseftirlit ASÍ
hefur frá áramótum gert þrjár
verðkannanir í matvöruverslunum
á höfuðborgarsvæðinu en verð-
stríðið milli lágvöruverslana
hefur nú staðið í á þriðja mánuð
og enn er barist af hörku. Fyrsta
könnun ársins var gerð í byrjun
febrúar, önnur um miðjan mars
og síðast var verð kannað þann
11. maí síðastliðinn. Þegar bornar
eru saman niðurstöður frá fyrstu
könnuninni í febrúar og þeirri nýj-
ustu nú í maí má sjá að vöruverð
hefur lækkað umtalsvert í versl-
unum Bónuss og Krónunnar og
einnig í Fjarðarkaupum í Hafnar-
firði. Kjarabótin sem felst í þessari
lækkun fyrir heimilin í landinu er
því óumdeilanleg. Þetta kemur
fram á heimasíðu ASÍ.
Sjóðfélagar í BHM
hafa nú tækifæri til að láta skoð-
anir sínar í ljós vegna þess að nú
stendur yfir könnun á viðhorfum
sjóðfélaga í Styrktarsjóði BHM og
Sjúkrasjóði BHM til starfsemi
sjóðanna og Bandalags háskóla-
manna. Glæsilegir ferðavinningar
eru í boði og eru sjóðfélagar
hvattir til þátttöku til þess að
láta viðhorf sín vísa veginn í
þjónustu sjóðanna. Þar sem
bréf til hluta af sjóðfélögum
fóruÝseint út verður könnun-
in framlengd fram yfir mánu-
daginn 23. maí.
Helena Sif sér um að halda gróðrinum í miðborginni blómlegum í sumar.
LIGGUR Í LOFTINU
í atvinnu
MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR?
Sumaruppbót kemur sér vel BLS. 2
Leiðin að bakarameistaraprófi BLS. 2
Árulestur í atvinnuviðtali BLS. 2
Píanóflutningar eru vandaverk BLS. 8
Góðan dag!
Í dag er sunnudagur 22. maí,
142. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 3.50 13.24 23.01
AKUREYRI 3.11 13.09 23.10
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
STÖRF Í BOÐI
Sérfr. á lyfjaefnadeild
Ráðgjafar
Rafvirkjar
Meiraprófsbílstjórar
Píparar
Leikskólakennarar
Hjúkrunarfræðingur
Yfirmann í eldhús
Afgreiðslustörf
Grunnskólakennara
Undirvertaka
Vörubílstjóri
Múrarar
Sérfr. við hráefnam.
Viðskiptafræðingar
Sölumenn
Hjúkrunarforstjóri
Förðunarfræðingur
Rafeindarvirki
Vélamaður
Bókari
Forritarar
Starfsmannastjóri
Verkefnastjóri
Sérfr. í geymsluþolsd.
Þjónustustjóri
Kerfisrekstraraðili
Bílstjórar
Fjölmiðla- og almannat.
Kynningarfólk
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 20
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar