Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 28
8
ATVINNA
Steindór Guðmundsson hefur
flutt píanó í þrjátíu ár. Það er
kúnst að flytja píanó og þau
er alla jafna ekki hægt að
flytja eftir venjulegum leiðum.
Þegar flett er upp á píanóflutn-
ingum í símaskránni koma upp
þó nokkrir sem hafa píanóflutn-
inga að sérsviði. Það er því
nokkuð ljóst að það er ekki hægt
að flytja píanó eftir venjulegum
leiðum heldur þarf að kalla fag-
mann til.
En af hverju þarf að flytja
píanó sérstaklega? Steindór
Guðmundsson, píanóflutninga-
maður til þrjátíu ára og einn sá
elsti í faginu, svarar því. „Píanó
eru bæði þung og viðkvæm fyrir
hita, raka og höggum og það
þarf að fara varlega með þau.
Það er betra að sá sem flytur
þau hafi séð píanó áður,“ segir
Steindór, sem byrjaði að flytja
hljóðfæri fyrir Sinfóníuhljóm-
sveitina árið 1975 og píanó í
framhaldi af því.
„Píanó eru mjög dýr og fólk
tengist hljóðfærunum sínum til-
finningaböndum. Og stundum
líka flutningamönnunum því
fólk vill fá sama manninn aftur
ef það er ánægt með þjónustuna.
Ef ég fer í frí bíða mín alltaf ein-
hver hljóðfæri þegar ég kem til
baka.“
Steindór segist stundum
þurfa sérstök tæki til að flytja
hljóðfærin. „Píanó eru flutt í
sérstökum böndum og ólum og á
sérstökum vögnum og stundum
þarf jafnvel kranabíl. Í há-
hýsum er mjög oft engin önnur
leið en í gegnum svalir og jafn-
vel hafa verið teknir úr gluggar
til að koma píanói inn og út.“
Hann segir misjafnlega erfitt að
flytja píanó og flygla. „Það er
hægt að skrúfa lappirnar undan
flyglunum, sem verða við það
mjórri og meðfærilegri en
píanó, en það er tímafrekara að
flytja flygil,“ segir Steindór.
Hann á ekki píanó sjálfur.
„En á bílnum mínum er stef
skrifað með nótum og ég kann
að spila það á píanó. Ég þarf
samt að æfa mig stundum svo ég
gleymi því ekki.“ ■
Stundum þarf að taka úr glugga
Steindór kann að spila lagið sem er á hliðinni á bílnum hans. Allt klárt til flutnings. Búið að pakka gripnum inn í teppi.
Félagsleg
heimaþjónusta
Félags- og þjónustumiðstöðin Hvassaleiti
56-58 óskar eftir að ráða gott fólk af báðum
kynjum og lipurt í mannlegum samskiptum
til starfa við heimaþjónustu.
Um er að ræða aðstoð við fólk í heimahúsum. Í boði eru
bæði störf við sumarafleysingar og til frambúðar.
Starfshlutfall og vinnutími eftir samkomulagi.
Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og
Eflingar.
Allar nánari upplýsingar veita Bryndís Torfadóttir og
Margrét Andrésdóttir, deildarstjórar, í síma 535 2720 og
568 3110.
Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfs-
mannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni:
www.felagsthjonustan.is
Sölumaður óskast
Óskum eftir sölumanneskju í hlutastarf í ljósaverslun
sem fyrst.
Starfssvið:
- Sala og ráðgjöf á vörum fyrirtækis
Hæfniskröfur:
- Þjónustulund
- Drífandi og áhugasamur einstaklingur
- Næmt auga fyrir hönnun og útliti
- Almenn tölvukunnátta
- Reynsla við sölumennsku æskileg
Vinnutími er frá kl. 10:00-14:00 aðra vikuna og 14:00-
18:00 hina vikuna, alla virka daga. Unnið er annan
hvern laugardag yfir vetrartímann frá kl. 11:00-16:00.
Æskilegt er að viðkomandi geti unnið allan daginn frá
miðjum júlí til byrjun ágústmánaðar.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur Guðmunds-
dóttir í síma 897-2245, virka daga frá kl. 13-17.
Umsóknir sendist ásamt ferilskrá á
rafvirkjameistarinn@rafvirkjameistarinn.is fyrir 29 maí.
Grunnskóli Vesturbyggðar
Kennara vantar við Grunnskóla
Vesturbyggðar sem skiptist í þrjár deildir
þ.e. Patreksskóla með 110 nemendur,
Bíldudalsskóla með 30 nemendur og
Birkimelsskóla með 20 nemendur.
Kennara vantar í eftirtaldar námsgreinar:
Patreksskóli: Hand- og myndmennt, upplýsinga- og
tæknimennt, heimilisfræði og almenn bekkjarkennsla
á yngra stigi.
Bíldudalsskóli: hand- og myndmennt, heimilisfræði,
íþróttir og almenn bekkjarkennsla á mið og elsta
stigi.
Birkimelsskóli: almenn bekkjarkennsla.
Upplýsingar veitir Nanna Sjöfn Pétursdóttir skólastjóri
í símum 4561590 og 8641424 og netfangi
nanna@vesturbyggd.is
Dvalar- og hjúkrunarheimilið
Hornbrekka Ólafsfirði
Hjúkrunarfræðingur
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á Dvalar- og
hjúkrunarheimilið Hornbrekku Ólafsfirði.
Starfshlutfall 60 –100 %.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri
störf, berist til:
Hornbrekku, b.t. hjúkrunarforstjóra, v/ Ólafsfjarðarveg,
625 Ólafsfjörður.
Umsóknarfrestur er til 6. júní 2005.
Nánari upplýsingar veitir Rut María Pálsdóttir,
hjúkrunarforstjóri í síma 466-4060;
netfang: rut@hgolafsfjardar.is
Heilsugæslustöðin Ólafsfirði
Hjúkrunarforstjóri
Heilsugæslustöðin Ólafsfirði óskar að ráða hjúkrunarforstjóra
frá og með 1. ágúst 2005.
Starfshlutfall 80 %.
Laun eru samkv. kjarasamningi Fél. ísl. hjúkrunarfræðinga og
fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri
störf berist til:
Heilsugæslunnar Ólafsfirði, b.t. framkvæmdastjóra, v/ Ólafs-
fjarðarveg, 625 Ólafsfjörður.
Umsóknarfrestur er til 6. júní 2005.
Nánari upplýsingar veitir Rúnar Guðlaugsson,
framkvæmdastjóri í síma 466-4050;
netfang: runar@hgolafsfjardar.is
Lífsaugað
Þriðjudagskvöld 22-24