Fréttablaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 64
Kristinn Kristjánsson er
foringi Hins íslenska
glæpafélags, en glæpa-
klíkan sú sér um að velja
íslenska glæpasögu til
samkeppni um norrænu
glæpasagnaverðlaunin
Glerlykilinn. Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir fór á fund
glæpaforingjans.
Á föstudag veitti Skandinaviska
Kriminalsällskapet (SKS) Gler-
lykilinn fyrir bestu norrænu
glæpasöguna á Café Jonas í Kaup-
mannahöfn. Glerlykillinn var
fyrst veittur árið 1992, en verð-
launin eru nefnd eftir skáldsögu
Dashiells Hammett, The Glass
Key, frá 1931. Norrænu glæpa-
sagnaverðlaunin eru veitt árlega
á þingi félagsins fyrir bestu
glæpasögu sem út kom á Norður-
löndum. Arnaldur Indriðason hef-
ur tvisvar fengið Glerlykilinn,
fyrir Mýrina árið 2002 og Grafar-
þögn árið 2003.
Hið íslenska glæpafélag sér
um að velja bækur frá Íslandi og í
ár var Ævar Örn Jósepsson til-
nefndur af Íslands hálfu fyrir bók
sína, Svartir englar, sem kom út
árið 2003. Aðrir tilnefndir voru
hinn danski Henning Mortensen
fyrir Den femte årstid, finnski
höfundurinn Marianne Peltomaa
fyrir Inget ljus i tunneln og
sænsku rithöfundarnir Anders
Roslund og Börge Hellström fyrir
Odjuret, sem síðan hrepptu verð-
launin að þessu sinni.
Einmana hetjur
Kristinn Kristjánsson, foringi
Hins íslenska glæpafélags, segir
íslenskar glæpasögur verða sífellt
betri og mikið gleðiefni þegar nýir
höfundar bætast í hópinn.
„Mikil fjölbreytni einkennir ís-
lenska krimma og þannig skrifa
bæði Arnaldur og Ævar Örn lög-
reglusögur, en alveg gjörólíkar.
Viktor Arnar Ingólfsson er í allt
öðrum gír, skrifar leynilöggu- og
gátusögur, og þær Birgitta Hall-
dórsdóttir og Stella Blómkvist
hafa sína eigin, ólíku glæpasagna-
stíla,“ segir Kristinn en bætir við
að íslenskar glæpasögur hafi yfir
sér þá grimmu Íslendingasagna-
hefð sem er hin einmana hetja.
„Hetjur verða að vera einmana
og verði þær ástfangnar kemur
eitthvað í veg fyrir hamingjuna.
Hefðin hefur þó verið að breytast
frá því að löggur áttu ekki einu
sinni fjölskyldur, og eru núna
gjarnan fráskildar. Í bók Viktors
Arnar, Engin spor, er reyndar
gífurlega vel gift lögga, svo vel að
mann langaði í mat hjá þeim. En
kannski felst í starfinu að vera
einn því hvernig skal útskýra að
koma aldrei heim til sín? Það er
greinilega mjög erfitt fyrir lögg-
ur að vera kvæntar í bókmenntum
og sjónvarpsþáttum, þótt ég voni
að það sé auðveldara í raunveru-
leikanum,“ segir Kristinn hlátur-
mildur.
Glæpir heilla
Góður skilningur á mannlegu eðli
er það sem norrænar glæpasögur
hafa fram yfir aðrar, að mati
Kristins.
„Hún er áberandi þessi nor-
ræna blanda af bandarískum hetj-
um og því samfélagslega, nor-
ræna. Norræn glæpasagnahefð er
rótgróin og sterk, en auk þess
afar virt í Evrópu. Norðmenn,
Finnar og Svíar byrjuðu snemma
að skrifa slíkar bókmenntir og
glæpir hafa náttúrlega alltaf
heillað. Það er tengt því að glæpa-
sögur eru bæði siðferðislegar og
samfélagslegar, og í þeim mikil
réttlætiskennd.“
Kristinn segir tímabært þegar
fáeinir íslenskir rithöfundar stigu
fram og skilgreindu sig sem
glæpasagnahöfunda árið 1996.
„Menn höfðu vantrú á að hægt
væri að skrifa íslenska glæpa-
sögu því að íslenskt þjóðfélag
væri svo saklaust, en það hefur
sýnt sig að glæpir finnast alls
staðar, rétt eins og sjá má hjá
Agöthu Christie þar sem morð eru
oftast framin í smáþorpum.“
Óviljaverk og óhöpp
Þrátt fyrir skuggalegar bók-
menntir með oft andstyggilegu
innihaldi telur Kristinn glæpa-
sagnahöfunda heilbrigðar sálir.
„Þrátt fyrir ljótan söguþráð er
ekki til í þeim ljótur hugsunar-
háttur og reyndar áberandi hve
þetta fólk er gott og rétt hugs-
andi. Það á það sameiginlegt að
velta fyrir sér siðferðislegum og
samfélagslegum málefnum,
ásamt því að taka ábyrgð. Það
getur sett sig í spor illmenna og
upphugsað voðaverk, en tekst það
vel. Það er mjög erfitt að skrifa
krimma, langtum erfiðara en að
lesa þá. Menn þurfa að vera klók-
ir til að skrifa góðar persónulýs-
ingar, trúverðugan glæp, flókna
gátu og trúverðuga lausn sem
kemur á óvart.“
Og við nánari umhugsun telur
Kristinn glæpi í íslenskum sögum
oftast óviljaverk.
„Já, meira eins og óhapp. Menn
leiðast út í glæp án ásetnings og
gera aðstæður enn verri með því
að fela glæpinn, sem er það vit-
lausasta sem menn gera því þá
koma þeir upp um sig.“
Með hreina sakaskrá
Glæpaforinginn segir nóg pláss
fyrir nýja glæpasagnahöfunda.
„Þetta er engin klíka sem
slík, þótt við séum auðvitað
klíka innan glæpafélagsins. En
þetta er opinská klíka sem felur
ekkert og samkomulag gott
milli manna. Við þekkjumst allir
persónulega, stöndum fyrir
upplestrarkvöldi í nóvember,
veljum bækur í Glerlykilinn og
stöndum fyrir smásagnakeppni,
nú síðast í hrollvekjum. Úrslit
verða kynnt í júní og alls 71
saga búin að skila sér. Sem sagt
engin ólögleg starfsemi, enda
allir með hreina sakaskrá.“ ■
32 22. maí 2005 SUNNUDAGUR
KRISTINN KRISTJÁNSSON, FORINGI HINS ÍSLENSKA GLÆPAFÉLAGS Við nánari
umhugsun telur Kristinn glæpi í íslenskum sögum oftast óviljaverk.
Með hreina sakaskrá
> Sorgleikir trega í söngvum sínum einmitt þetta:
að Fortúna er síreiðubúin að ljósta mikilfengleg há-
sæti óvæntum höggum. Því hvenær sem menn
treysta henni flýr hún undan og hylur bjart andlitið
skýi.
Úr Kantaraborgarsögum eftir Geoffrey Chaucer í
þýðingu Erlings E. Halldórssonar.
baekur@frettabladid.is
Christopher Booker heitir
maður sem heldur því fram að
ekki séu til nema sjö sögur. Að
grunni til megi flokka allar sög-
ur heimsins niður í sjö megin-
sögur, sem síðan taka á sig
ólíkan búning í ævintýrum,
skáldsögum, smásögum, leikrit-
um og bíómyndum.
Booker sendi nú á árinu frá sér
bók, þar sem hann færir rök
fyrir þessari fullyrðingu sinni.
Bókin heitir The Seven Basic Plots: Why We Tell
Stories, eða Grunnflétturnar sjö: Hvers vegna við
segjum sögur.
Ein af sögunum sjö, og sú sem Booker telur hvað
mikilvægasta, fjallar um sigur á ófreskjunni.
Booker nefnir fjölmörg dæmi um þessa sögu, þar
á meðal hið forna söguljóð um Gilgamesh, ævin-
týrið um Rauðhettu og Bond-myndina Dr. No.
„Frá fátækt til auðlegðar“
nefnir Booker næstu sögu, og
tekur þar sem dæmi Ösku-
busku, Ljóta andarungann og
Davíð Copperfield.
Róbinson Krúsó og Lísa í
Undralandi eru síðan dæmi
um „Leitina“, þriðju grundvall-
arsögu mannkynsins.
Sú fjórða er Gamanleikurinn,
þar sem ringulreið ræður ríkj-
um uns ástin sigrar að lokum.
Síðan kemur Harmleikurinn, þar sem menn ætla
sér um of með skelfilegum afleiðingum.
Fimmta sagan er „Endurfæðing“, og þar má nefna
ævintýrið um Mjallhvíti og sögu Dickens um jóla-
hatarann Scrooge. Loks koma „Uppreisnin“ og
„Ráðgátan“, og eru þá upptaldar allar sögurnar sjö
sem mannkynið segir sjálfu sér aftur og aftur og
aftur.
Sögurnar eru sjö
> Bók vikunnar ...
ODJURET
eftir Anders Roslund og Börge
Hellström.
Sænska glæpasagan Odjuret, eða
Ókindin, eftir þá Anders Roslund og
Börge Hellström, hlýtur að vera bók
vikunnar að þessu sinni. Bókin
hreppti á föstudaginn Glerlykilinn,
hin árlegu verðlaun fyrir bestu nor-
rænu glæpasöguna. Í bókinni segir
frá tveimur ungum stúlkum sem eru
misnotaðar og myrtar með hræði-
legum hætti af barnaníðingi
nokkrum. Höfundarnir gefa lesend-
um nákvæma innsýn í bæði skelf-
ingu fórnarlambanna sem og hugar-
ástand níðingsins, sem er snarlega
settur í fangelsi en strýkur fjórum
árum síðar. Upphefst þá kapphlaup
lögreglunnar við að hafa hendur í
hári hans áður en hann lætur til
skarar skríða á ný.
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið.
Aðalvinningur dregin út úr öllum inn sendum SMS-um.
Sendu SMS skeytið
JA SWF á númerið
1900 og þú gætir unnið
Vinningar
Miðar fyrir 2 á StarWars III
StarWars tölvuleikur
Glæsilegur varningur
tengdur myndinni
DVD myndir og margt fleira.
Spilaðu allar
helstu senurnar úr
Star Wars Episode III
L E I K U R
12.
Leikriti› sk‡tur upp kolli
Útdrættir úr leikriti
eftir bítskáldið Jack
Kerouac verða birtir í
bandaríska karlatíma-
ritinu Best Life í júlí-
mánuði. Leikritið hafði
verið týnt í hálfa öld
þegar það skaut upp
kollinum í vöru-
geymslu í New Jersey
fyrir hálfu ári.
Leikritið heitir
„Beat Generation“, eða
Bítkynslóðin, og fjallar
um dag í lífi drykkju-
mannsins og dóparans Jack Duluoz,
sem er annað sjálf höfundarins.
Kerouac skrifaði leikritið á
einni nóttu árið 1957, stuttu eftir
að vinsælasta bók hans, On the
Road, kom út.
Leikritið var aldrei
gefið út og aldrei flutt
á sviði en Kerouac
reyndi á sínum tíma
mikið til þess að koma
því á framfæri. Meðal
annars sendi hann
leikritið til leikarans
Marlons Brando, sem
hafði ekki fyrir því að
svara.
Þrátt fyrir alla at-
hyglina sem Kerouac
naut á þessum tíma
varð ekkert úr þessum áformum, en
þriðji hluti leikritsins varð þó undir-
staðan að bíómyndinni Pull My
Daisy, þar sem félagi hans, Allen
Ginsberg, fór með aðalhlutverk. ■
Mynda›i í
Opus dei
Bókaforlagið Bjartur sendir á
næstu dögum frá sér mynd-
skreytta útgáfu Da Vinci lykils-
ins á íslensku og dönsku. Í bók-
inni eru tugir ljósmynda af
söguslóðum bókarinnar og lista-
verkum sem koma við sögu.
Bjartur skýrir frá því á
heimasíðu sinni í gær að á með-
al myndanna séu tvær myndir
frá höfuðstöðvum hinna strang-
trúuðu, kaþólsku samtaka Opus
Dei, í New York.
Þessar tvær myndir tók
Björg Magnea Arnarsdóttir, 41
árs Íslendingur sem búsettur er
í Bandaríkjunum, sem brá sér á
staðinn. ■
JACK KEROUAC
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
SKÁLDVERK - KILJUR
1. HVEITIBRAUÐSDAGAR
James Patterson
2. ENGLAR OG DJÖFLAR
Dan Brown
3. BÍTLAÁVARPIÐ
Einar Már Guðmundsson
4. KVENSPÆJARASTOFA NR. 1
Alexander McCall Smith
5. BELLADONNASKJALIÐ
Ian Caldwell
6. FÓLKIÐ Í KJALLARANUM
Auður Jónsdóttir
7. REFSKÁK
Ian Rankin
8. SKUGGABALDUR
Sjón
9. DA VINCI LYKILLINN
Dan Brown
10. SVARTUR Á LEIK
Stefán Máni
Listinn er byggður á bóksölu vikuna 11. til
17. maí í Bókabúðum Máls og menningar,
Eymundsson og Pennanum.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
EYMUNDSSON
MÁL OG MENNING
PENNINN
[ METSÖLULISTI ]