Fréttablaðið - 13.06.2005, Síða 16
Hannes H. Gissurarson fékk á
dögunum máli Auðar Laxness á
hendur sér vísað frá Héraðsdómi
vegna formgalla. Hann var ekki
sýknaður af ákærunni um ritstuld
heldur neitaði dómarinn að taka
málið fyrir vegna frágangs
kærunnar, málið er vanreifað eins
og kallað er. Enn hefur íslenskt
réttarkerfi ekki komist að niður-
stöðu um það hvort umgengni
Hannesar við texta Halldórs sé í
lagi.
Þess misskilnings hefur gætt í
umræðu að málið snúist um
gæsalappir sem hafi gleymst. Það
er því ómaksins vert fyrir lesend-
ur að skoða þá aðferð Hannesar
sem kvartað hefur verið undan –
eitt dæmi af hundrað og eitthvað.
Svona skrifar Halldór í einni af
minningabókunum sínum:
En þennan vormorgun eftir að við
komum að Laxnesi, og ég var búinn að
sofa fyrstu nóttina mína í sveit, tók fað-
ir minn mig við hönd sér, og við geing-
um austur fyrir tún ... Við sáum lítinn
læk með rauðum steinum og kemur of-
anúr mýrinni fyrir ofan Hólshús, ær-
húsin okkar. Héðan stefndum við á silf-
urgrá lýngholt með grænum lautum.
Sólskinsdagur. Af hverju man ég eftir
þessum degi, hvað gerðist? Ég sá lóuna
í fyrsta sinn. Hún fylgdi okkur á hlaup-
um nokkra faðma í burtu og horfði á
okkur með því auganu sem að okkur
vissi. Ég var svo hugfánginn af fugli
með svart silkibrjóst, og ekki einsog
pútur, að mig lángaði að grípa hann og
fara með hann heim og eiga hann.
Reyndu, sagði faðir minn og settist
niður í mónum og slepti af mér hend-
inni svo ég gæti náð í fuglinn. En lóan
hljóp undan og þegar ég nálgaðist
hana flaug hún upp. Af hverju vill hún
ekki lofa mér að ná sér? Af hverju flýg-
ur hún upp? Ég ætlaði ekki að gera
henni ilt. Nýtt líf var byrjað ... (Í túninu
heima, bls. 38)
Hjá Hannesi er lýsingin svona:
Fyrsta morguninn í Laxnesi tók
Guðjón bóndi Dóra litla við hönd sér,
og þeir gengu austur fyrir tún. Þar sáu
þeir lítinn læk með rauðum steinum
renna úr mýrinni ofan við Hólhús, sem
voru ærhúsin þeirra. Þaðan fóru þeir
út í silfurgrátt lyngholt með grænum
lautum. Þetta var sólskinsdagur. Dóri
litli sá lóu í fyrsta skipti. Hún fylgdi
þeim feðgum nokkra faðma og horfði á
þá. Drengurinn var hugfanginn af fugli
með svart silkibrjóst, sem ekki var
hæna. Hann langaði til að grípa hana.
„Reyndu,“ sagði faðir hans, settist nið-
ur í móanum og sleppti af honum
hendi. En lóan hljóp undan, og þegar
snáðinn nálgaðist hana, flaug hún upp.
Hann furðaði sig á því, að hún vildi
ekki lofa honum að ná sér. Hann ætlaði
sér ekki að gera henni neitt illt. Nýtt líf
var hafið ... (Halldór, bls. 19)
Hvers vegna fer maður að
reyta hár sitt andspænis þessu?
Kannski út af oflætinu sem felst í
því að vaða svona inn í þaulunninn
texta rithöfundar og fara að ed-
itera hann og gera að sínum. Sjálf
fjandsamleg yfirtakan á textan-
um; hvernig Hannes gerist „höf-
undurinn“ í texta eftir Halldór
Laxness, ýtir hinum fullorðna
Halldóri út úr eigin texta og tekur
sér þar sjálfur stöðu sem sögu-
maður – gerist fullorðni maðurinn
í texta eftir Halldór Laxness en
gerir Halldór að barninu, að við-
fangi textans... Fræðimennska
Hannesar er oft valdabarátta
fremur en sannleiksleit: hér hefur
hann náð völdum í texta Halldórs
Laxness, svona eins og Björgólfs-
feðgar eru að reyna að gera í Ís-
landsbanka, og byrjar náttúrlega
á því að reka stjórnandann...
Við vélræna færsluna úr 1.
persónu í 3. persónu fer forgörð-
um angurvær og innilegur tónn-
inn en orðalag og lýsingar standa
samt eftir svo að áhrifin verða an-
kannaleg. Textinn verður flatari.
Setningar eru styttar, aukasetn-
ingar víkja fyrir eintómum aðal-
setningum sem eru allar eins
byggðar, fjölbreytni víkur fyrir
einhæfni og setningagerð minnir
einna helst á stafsetningarpróf.
Stíllinn er stíflaður. Flæðið í hon-
um er rofið, tónlistin einfölduð,
tilfinningarnar hverfa. Þetta er
eins og að hlusta á Chopin-etýðu í
meðförum James Last.
Texti Halldórs er persónuleg
og viðkvæm minning manns um
föður sinn sem hann missti ungur;
því er blíðlega lýst hvernig faðir-
inn sest niður og leyfir drengnum
að eltast við fegurðina – í líki lóu –
„slepti af mér hendinni“ eru lykil-
orðin, leyfir honum sjálfum að
uppgötva að fegurðin er hverful.
Áhrifamáttur textans vaknar af
mýktinni í samspili hins barns-
lega og þroskaða, sorginni yfir
því sem glatað er, þakklætinu
fyrir það sem manni gafst...
Þessi margslungni texti verður
bragðdaufur og maggísúpulegur í
meðförum Hannesar. Dæmi: „Ég
var svo hugfánginn af fugli með
svart silkibrjóst, og ekki einsog
pútur, að mig lángaði að grípa
hann og fara með hann heim og
eiga hann“, skrifar Halldór en hjá
Hannesi lítur textinn svona út:
„Drengurinn var hugfanginn af
fugli með svart silkibrjóst, sem
ekki var hæna. Hann langaði til að
grípa hana.“
Hjá Hannesi verður það að
lóan sé ekki hæna að þungamiðju
frásagnarinnar. Gæsalappir? Ó
nei ...
H áskólasamfélagið á Íslandi er stöðugt að verða stærra ogstærra. Fleiri og fleiri leggja stund á nám í háskólumlandsins og þeim hefur fjölgað mjög hratt á fáum árum.
Jafnframt því verður starf þeirra sífellt umfangsmeira, nýjar
námsgreinar bætast við, fleiri fara í framhaldsnám og Háskóli
Íslands útskrifar fleiri og fleiri doktora. Svo virðist sem fjölgun
háskólanna hafi orðið til þess að efla þá hvern og einn. Þegar fyrst
kom til tals að setja á stofn háskóla á Akureyri heyrðust margar
gagnrýnisraddir úr Háskóla Íslands, sem hafði setið einn að því hér
á landi að mennta fólk á háskólastigi. Sem betur fer var settur á
stofn háskóli á Akureyri, og ef þakka á það einum manni er það
Sverrir Hermannsson, sem þá gegndi stöðu menntamálaráðherra.
Síðan Háskólinn á Akureyri var settur á stofn hefur orðið mikil
og hröð þróun í háskólamálum hér, og sér ekki fyrir endann á
henni. Nýir vindar hafa blásið í háskólasamfélaginu og nýjar
áherslur eru nú í háskólanámi, auk þess sem fleiri greinar eru nú
kenndar á háskólastigi hér á landi.
En það er ekki sama háskóli og háskóli. Skólar sem bera þetta
nafn verða að standa undir því með því að sýna árangur varðandi
rannsóknir og framfarir í vísindum. Það verður líka að gera nýju
skólunum kleift að standa undir nafni, því annars er hætta á því að
háskólar hér njóti ekki þeirrar virðingar erlendis sem nauðsynleg
er. Háskólarnir hér verða að standast kröfur erlendra háskóla um
kennslu og námsefni, annars er hætta á því að íslenskir háskóla-
stúdentar komist ekki í framhaldsnám hjá virtum og þekktum
háskólum austan hafs og vestan. Það hýtur að vera keppikefli skól-
anna hér að nemendur þeirra komist í virtustu menntastofnanir
heims, en að hér sé ekki eingöngu stunduð færibandamenntun.
Líkur eru á því að næsta haust verði fleiri nemendur í háskól-
um hér á landi en nokkru sinni fyrr. Tölur um innritun nýnema
benda til þess. Það er líka greinilega orðin samkeppni milli háskól-
anna um nemendur, jafnvel Háskóli Íslands er farinn að auglýsa
nám í einstökum greinum. Þar á bæ hafa menn vaknað upp við
aukna samkeppni, ekki aðeins á viðskiptasviðinu og ýmsum öðrum
greinum heldur líka verkfræði og fleiri greinum. Það er svo spurn-
ing hvort þörf sé á að kenna ákveðar greinar hér í mörgum háskól-
um, og það er líka spurning hvort hér eigi að halda uppi fámennum
dýrum deildum fyrir mjög sérhæft nám. Þetta eru hlutir sem yfir-
völd menntamála verða að vega og meta. Við höfum mjög gott sam-
band við marga háskóla í nágrannalöndunum og góða reynslu af
því að senda stúdenta þangað. Hið litla samfélag hér á landi býður
ekki upp á mikla fjölbreytni á vissum sviðum og því getur verið
nauðsynlegt fyrir okur að sækja menntun til annarra landa til að
víkka sjóndeildarhringinn og fá meiri fjölbreytni. ■
13. júní 2005 MÁNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Með fjölgun háskóla hefur háskólastúdentum
fjölgað gífurlega.
Aldrei fleiri
í háskólanám
FRÁ DEGI TIL DAGS
Vi› höfum mjög gott samband vi› marga háskóla í nágranna-
löndunum og gó›a reynslu af flví a› senda stúdenta flanga›. Hi›
litla samfélag hér á landi b‡›ur ekki upp á mikla fjölbreytni á
vissum svi›um, og flví getur veri› nau›synlegt fyrir okkur a›
sækja menntun til annarra landa til a› víkka sjóndeildarhring-
inn og fá meiri fjölbreytni.
Í DAG
HANNES OG LAXNESS
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
...Hannes gerist „höfundurinn“
í texta eftir Halldór Laxness,
‡tir hinum fullor›na Halldóri
út úr eigin texta...
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPS.,
Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14,
Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14
STÓRA SVIÐ
99% UNKNOWN - Sirkussýning
CIRKUS CIRKÖR frá SVÍÞJÓÐ
Þri 14/6 kl 20,
Mi 15/6 kl 20,
Fi 16/6 kl 20,
Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
Þri 14/6 kl 20 - Styrktarsýning,
Fi 16/6 kl 20,
Lau 18/6 kl 20,
Su 19/6 kl 20
Síðustu sýningar
Börn 12 ára og yngri fá frítt í
Borgarleikhúsið í fylgd
fullorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
Miðasölusími 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20
miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudag
Fugl sem ekki var hæna
svanborg@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Mistök að reka hann?
Þeir sem fylgjast með fótbolta, og þá sér-
staklega áhugamenn KR og Vals spyrja
sig nú hversu gáfulegt það var af KR að
reka fyrrum þjálfara liðsins, Willum Þór
Þórsson. Valur, nýliðinn í deild-
inni, réð hann strax til sín
og áhrifin voru ekki lengi
að láta bera á sér. Nú
eru nýliðarnir frá
Hlíðarenda efstir í deild-
inni ásamt FH, en KR-
ingar, gamla stórveld-
ið, skrapa botn-
inn. Ætli þeir
séu strax farnir
að sakna
Willums?
Úr forstjórastól í sendifrúar-
herra?
Eins undarlegt og það má vera hefur
ekki mikið verið rætt um hver taki við
af mannfræðiprófessornum Sigríði
Dúnu Kristmundsdóttur þegar hún fer
utan sem sendiherra. Mögulega gæti
það þó skýrst af því að hennar staða er
slík að það þarf að auglýsa hana með
góðum fyrirvara og nefnd þarf að meta
hæfi umsækjenda. Það er því ekki
hægt að ráða hvern sem er sem pró-
fessor í mannfræðum. Minni skilyrði
eru fyrir því að verða forstjóri Lands-
virkjunnar og því er meira spáð og
spekúlerað um hver muni taka við af
eiginmanni hennar, Friðriki Sophussyni,
ákveði hann að fylgja konu sinni. Eins
og Sigríður Snævarr og eiginmaður
hennar, Kjartan Gunnarsson, hafa
reyndar sýnt er það ekki nauðsynlegt
fyrir eiginmann að fylgja konu sinni í
utanríkisembættinu. Kannski er það
þess vegna sem orðið sendifrúarherra
er ekki komið í íslenska orðabók.
Mogginn – pólitík – RÚV?
Þá er farið að velta því fyrir sér hver
muni taka við af Markúsi Erni Antons-
syni sem útvarpsstjóri. Hann þykir ekki
alveg hafa jafnað sig eftir Auðunsmálið
og ef það er rétt mun hann varla syrgja
það að fara utan. Heyrst hefur að Þor-
steinn Pálsson muni skella sér upp á
Efstaleiti þegar Markús hættir. Þannig
verður útvarpsstjórinn sendiherra og
sendiherrann útvarpsstjóri.