Fréttablaðið - 13.06.2005, Síða 59
Sigurður Fannar
Guðmundsson
sölumaður
Anna Björg
Stefánsdóttir
ritari/sölumaður
Magnús Ninni
Reykdalsson
sölumaður
Guðjón Ægir
Sigurjónsson
hdl.
Óskar
Sigurðsson
hdl.
Túngata, Eyrarbakka 66m2 3ja herb.
Höfum fengið til sölumeðferðar lítið einbýlishús á tveimur hæðum. Á efri hæð er
gott 25m2 svefnrými og á neðri hæð sem er 41m2 er stofa, svefnherbergi, eldhús,
baðherbergi og forstofa.Furugólf er í stofu og flísar á baðherbergi. Þetta er fín eign
á góðum stað á Eyrarbakka. Verð: 9.200.000.-
Birkivellir, Selfossi 83m2 2ja herb.
Um er að ræða snyrtilega íbúð í tvíbýlishúsi í vinsælu grónu hverfi á Selfossi. Eign-
in hefur verið endurnýjuð að miklu leyti, eldhúsinnrétting er ný og nýjar flísar eru á
eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi. Allar lagnir í hafa einnig verið endurnýjaðar,
sem og gler og glerlistar. Baðinnrétting er nýleg. Á stærstum hluta gólfa er plast-
parket. Garðurinn er gróinn og skjólsæll, en nýlega var steypt gangstétt og verönd
aftan við húsið úr srautsteypu og tilheyrir veröndin íbúðinni. Verð: 14.100.000.-
Sunnuvegur, Selfossi 71m2 4ra herb.
Um er að ræða mjög vel staðsetta 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Hús-
ið er byggt úr holsteini árið 1956. Íbúðin er 70,9 fm. Utanáliggjandi stigi, sérinn-
gangur. Íbúðin telur flísalagða forstofu, þar sem er hengi. Hol er parketlagt. Stofa
er parketlögð og er gengið út á svalir úr stofu. Þrjú svefnherbergi - tvö þeirra eru
með spónaparketi en eitt með plastparketi - skápar í öllum herbergjum. Baðher-
bergi er dúklagt, sturta og hvít innrétting. Málað gólf í þvottahúsi. Eldhús er flísa-
lagt og parketlagt, þokkaleg hvítmáluð innrétting. Nýleg eldavél. Furustigi liggur
upp á ris og er hluti þess plastparketlagður og er loft klætt með hvítum loftaplöt-
um. Hinn hlutinn er nýttur sem geymsla og er m.a. að einangra gaflinn og klæða
það. Lofthæð er 1,9 m í mæni. Innihurðir eru hvítmálaðar, upprunalegar. Pottofnar.
Nýleg rafmagnstafla. Garður er gróinn. Verð: 10.700.000.-
Kálfhólar, Selfossi 4ra herb. 160m2
Um er að ræða glæsileg og vel hönnuð 129,9 fm parhús ásamt 29,7 fm sambyggð-
um bílskúr sem verið er að byggja í Suðurbyggðinni. Húsin eru byggð úr timbri og
klædd að utan með Duropalklæðningu. Eigninar telja skv. teikningu forstofu, eld-
hús, búr, rúmgóða stofu, þrjú rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi. Þvottahús og
geymsla er innaf bílskúr. Innangengt er í bílskúr úr forstofu. Gólfhiti sem er hita-
stýrður í hverju herbergi. Lóð verður grófjöfnuð, og húsin seljast á byggingarstig-
inu fokhelt að innan og fullbúið að utan. Verð: 15.900.000.-
Á R B O R G I R • A u s t u r v e g i 3 8 • 8 0 0 S e l f o s s • S í m i 4 8 2 4 8 0 0 • F a x : 4 8 2 4 8 4 8 • w w w . a r b o r g i r . i s
Sæhvoll, Stokkseyri 4ra herb 93m2
Vorum að fá í einkasölu sérlega áhugaverða eign sem er staðsett við
sjávarsíðuna rétt í jaðri byggðar á Stokkseyri.Þetta er einbýlishús en
gæti hentað sem sumarhús. Eignin hefur verið endurnýjuð að miklu
leyti. Á gólfum eru uprrunanlegar gólffjalir sem hafa verið pússaðar
upp og lakkaðar. Nýjar hurðir eru einnig í öllu húsinu. Stór verönd er
umhverfis húsið. Heitur pottur. Eignin er sérlega vel staðsett, á stórri
leigulóð með möguleika á stækkun. Aðeins eru nokkrir metrar í eina fallegustu fjöru landsins og er útsýnið eft-
ir því. Hér er sjón svo sannarlega sögu ríkari. Verð: 15.900.000.-
Heiðmörk, Selfossi 8 herb. 217m2
Sérlega skemmtilegt og vel staðsett hús, hæð og hátt ris með grónum
fallegum garði og stórum bílskúr. Í stofunni er falleg kamína og nýlegt
betrek á veggjum, Úr holi er vandaður hringstigi upp á loftið þar sem
eru 5 svefnherbergi en 2 svefnherbergi eru niðri. Baðherbergi eru bæði
uppi og niðri og búið er að taka í gegn baðherbergið niðri, eldhúsinn-
rétting er nokkra ára furu innrétting. Bílskúr er ágætur, byggður árið
1987. Verð:25.000.000.-
Gauksrimi, Selfossi 5 herb. 212m2
Um er að ræða reisulegt einbýlishús í grónu hverfi á Selfossi. Húsið er
á tvemur hæðum. Eignin telur á neðri hæð: forstofi, forstofuherbergi,
þvottahús og geymslu, lítið wc, hol, eldhús og stóra og rúmgóða stofu
og borðstofu. Á efri hæð: 3 svefnherbergi, baðherbergi og sjónvarps-
hol. Gólfefni hússins eru góð, flísar á neðri hæð og parket á efri hæð.
Innréttingar eru góðar, í eldhúsi sérsmíðuð beykiinnrétting með hvítri
plaslagningu. Baðherbergi á efri hæð er flísalagt í hólf og gólf, með baðkari og sturtuklefa. Innra skipulag
hússins er mjög gott og skemmtilegt. Bílskúrinn er fullbúinn stór og rúmgóður og garðurinn er gróinn, snyrti-
legur með hitalögn í gangstétt, sem er hellulögð, að framan. Verönd er í bakgarði og einnig er búið að hellu-
leggja að hluta, heitur pottur er í bakgarði hússins. Það má segja að um mjög vandað sérlega vel byggt ein-
býlishús sé að ræða, áhugaverð eign sem vert er að gefa frekari gaum. Verð: 28.000.000.-
Gagnheiði, Selfossi 3ja herb. 74m2
Um er að ræða mjög veglegt og vandað hús sem í dag er skrifstofu-
húsnæði fyrir BES ehf. Húsið er 74m2 að grunnfleti, byggt af SG Hús-
um. Húsið er einangrað sem íbúðarhús og mikið hefur verið lagt í rafl-
og hitalagnir í húsinu. Lagt er fyrir tölvum og sjónvarpi, svo eitthvað sé
nefnt. Allar hurðir sem og eldhúsinnrétting og wc innrétting eru úr ma-
hogny. Parket er á öllum gólfum (plast parket country style) Lítill sól-
pallur fylgir einnig húsinu. Húsið er tilbúið til flutnings og getur hentað bæði sem skrifstofuhúsnæði og einnig
sem sumarhús. Verð: 7.500.000.-
42 13. júní 2005 MÁNUDAGUR