Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 67
Þó að tuttugu og fimm ár séu milli þeirra Ingveldar Ástu Björnsdóttur og föður hennar Björns Ágústs Jónssonar eru þau miklir vinir. Í vetur sóttu þau bæði nám í Háskólanum í Reykja- vík og á laugardaginn héldu þau sameiginlega útskriftarveislu til að fagna þessum tímamótum. Ingveldur útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræðum en Björn með diplómagráðu í stjórnunar- og starfsmannamál- um. Ingveldur segir að það sé frábært að vera í námi með föð- ur sínum. „Við erum miklir vinir og höfum alltaf verið,“ segir hún en þau feðgin sátu marga tíma saman enda lagði Ingveldur áherslu á svipaða hluti og pabbi hennar. Ingveldi þótti mjög gott að geta sótt í reynslu föður síns í þeim verkefnum sem þau unnu saman en hann hefur í mörg ár unnið stjórnunarstörf. „Við náð- um mjög vel að styðja hvort ann- að,“ segir Ingveldur og bætir hlæjandi við að þau hafi skemmt sér konunglega saman í tíma. En af hverju ákvað karl faðir hennar að setjast aftur á skóla- bekk? „Hann var búinn að lesa mörg verkefni yfir öxlina á dótt- ur sinni í eitt ár og sá að karlinn gæti þetta örugglega sjálfur,“ segir Ingveldur, sem hefur alltaf leitað mikið til föður síns í námi sínu. Hún telur að það hafi að öll- um líkindum kveikt hjá honum áhuga. Þau ákváðu að halda sameigin- legt garðpartí til að halda upp á útskriftina. Þar komu saman vin- ir þeirra beggja og varð úr dúndurpartí að sögn Ingveldar þar sem ungir sem aldnir skemmtu sér undir gítarspili í útilegustemningu. Ingveldur starfar nú á fyrir- tækjasviði KB banka í Garðabæ en Björn stundaði námið sam- hliða vinnu hjá Hringrás. Hún segir aldrei að vita hvað framtíð- in beri í skauti sér og útilokar ekki frekara samstarf við föður sinn. „Þetta er bara byrjunin,“ segir Ingveldur glaðlega. ■ 18 13. júní 2005 MÁNUDAGUR KRISTJÁN JÓNSSON FJALLASKÁLD (1842-1869) fæddist þennan dag. Skemmtu sér konunglega í tímum TÍMAMÓT: FEÐGIN Í SAMEIGINLEGRI HÁSKÓLAÚTSKRIFT „Sé þér jafnan sæl og blíð sérhver ævistundin.“ Kristján Jónsson fjallaskáld orti í anda rómantíkur um ættjörð og náttúru, ást og fornar hetjur. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Fanney Gísladóttir er látin. Unnur Kristjánsdóttir, Dunhaga 17, lést mánudaginn 30. maí. Einar Vigfús Jónsson, Köldukinn 20, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 8. júní. JAR‹ARFARIR 11.00 Esther Jónsdóttir, sem lést 27. október 2003 í Ogden í Utah-fylki, Bandaríkjunum, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 13.00 Hrafn Pálsson, Álftahólum 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 13.00 Ólafur E. Eggertsson, Móabarði 16, Hafnarfirði, verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju. 14.00 Sigríður Brynjólfsdóttir, Orms- stöðum, Breiðdal, verður jarð- sungin frá Heydalakirkju í Breið- dal. AFMÆLI Ragnar Aðalsteinsson lögmaður er sjötugur. Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður er 53 ára. Júlíus Hjörleifsson leikari er fimmtugur. Þórdís Arnljótsdóttir fréttakona er 42 ára. Sveinn Jónatansson lögmaður er 42 ára. Halldór Gylfason leik- ari er 35 ára. Selma Björnsdóttir söngvari er 31 árs. SAMHELDIN FEÐGIN Ingveldur Ásta og Björn skemmtu sér konunglega í sameiginlegri útskriftarveislu sinni. Alexander mikli, ungi stríðsherrann frá Makedóníu, sem lagði undir sig lönd frá Miðjarðarhafi til Indlands, dó í Babylon 33 ára að aldri þennan dag árið 323 fyrir krist. Alexander fæddist í Makedóníu, sonur Filippusar kon- ungs og Olympias drottningu. Sjálfur Aristóteles menntaði hann í klassísk- um fræðum og faðir hans kenndi honum stríðsrekstur. Aðeins sextán ára leiddi hann her- flokk í átök og stjórnaði fljótlega stór- um hluta hers föður síns. Alexander tók við konungstigninni af föður sín- um 336 fyrir Krist þegar sá var myrt- ur. Alexander leiddi heri sína gegn Persum á næstu árum. Þrátt fyrir minni mannafla tapaði hann aldrei bardaga enda sýndi hann af sér ótrú- lega herkænsku. Hann stofnaði margar stórar og miklar borgir innan veldis síns líkt og Alexandríu í Egyptalandi og kom á pólitískum breytingum að grískri fyrirmynd. Þrátt fyrir að hann stjórnaði nú stærsta veldi heims stóð hugur Alexanders til frekari landvinninga. Árið 326 fyrir Krist höfðu herir hans fengið nóg og neit- uðu að halda áfram. Stuttu áður en flytja átti herinn frá Babylon til Egypta- lands veiktist Alexander snögglega eftir mikla drykkjuveislu og dó. Hann hafði ekki valið erfingja og innan árs frá dauða hans hafði veldi hans klofnað í margar stríð- andi fylkingar. Lík hans var síðar flutt til Alexandríu, þar sem það var lagt til hvílu í gulllíkistu. 323 FYRIR KRIST ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1846 Sölvi Helgason, alþýðulista- maður og landsþekktur flakkari, er dæmdur í Hæstarétti til að sæta 27 vandarhögga refsingu fyrir flakk og svik. 1870 Gránufélagið er stofnað á Akureyri til að efla inn- lenda verslun. 1922 Gengisskráning íslensku krónunnar hefst, en áður fylgdi hún þeirri dönsku. 1941 Sigurður Jónasson býður ríkinu að taka við Bessa- stöðum sem gjöf. 1971 Viðreisnarstjórnin fellur í al- þingiskosningum eftir tólf ára setu. 1991 Boris Jeltsín er kosinn for- seti Rússlands. Alexander mikli lætur lífi›                  ! "  # $  % &  '( )!  !     *#+(  )# ,         ( *# .  /     *         * 0  !* /1              ###     !  ! & ) /2 !    # # 3 (  4 * 5* 4 6  /7# 48 /9# ) # %1# 5   +  * !   !*+  !  * # 0     !    +)  !   !  4       !    &!       *        %1# ,: (  #         !  !   &   (  ; '  )  6  , !# -    (# ,        * (  * 8 *   )(# & * <  3   !(   = ' (  >/?    !    //# @      #                      ' (  A  ,  !  %# # 7B1   ,  &* ,    # * 5     ## @  4 ;     )    ! ;    ' (    * 3!   C +D  !      # 5  * 3 + (   7B ! 3 www.steinsmidjan.is Reykjavík Grapevine tveggja ára Tímaritið Reykjavík Grapevine fagnar tveggja ára útgáfuafmæli sínu í dag. Á þeim tíma hefur Grapevine vaxið frá því að vera hugarfóstur þriggja manna yfir í að verða stöðugt, áberandi og umfangsmikið blað. Auk þess er rekin upplýsingamiðstöð um menningaratburði fyrir ferða- menn í tengslum við blaðið og staðið fyrir reglulegum tónleik- um. Blaðið kemur út sextán sinn- um á ári, einu sinni á mánuði yfir veturinn og annan hvern föstu- dag yfir björtu mánuðina fjóra. Sagan segir að tilurð blaðsins megi rekja til knæpu í Prag haustið 2002 þar sem Jón Trausti Sigurðarson og Hilmar Steinn Grétarsson fengu þá hugmynd með brjóstbirtunni að gefa út blað á ensku, ætlað ferðamönn- um og útlendingum búsettum hér. Fyrsta eintak blaðsins leit svo dagsins ljós föstudaginn 13. júní 2003. Valur Gunnarsson ritstýrði blaðinu þar til í mars en þá tók Bart Cameron við ritstjórninni. Nú í byrjun júní opnaði Grapevine upplýsingamiðstöð og búð að Laugavegi 11, sem þjón- ustar ferðamenn með upplýsing- um um athyglisverða atburði í menningarlífi Reykjavíkur auk þess sem þar er hægt að kaupa íslenskar menningarafurðir. ■ BART OG VALUR Valur ritstýrði blaðinu þar til í mars en þá tók Bart Cameron við af honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.