Fréttablaðið - 13.06.2005, Side 71

Fréttablaðið - 13.06.2005, Side 71
13. júní 2005 MÁNUDAGUR22 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 10 11 12 13 14 15 16 Mánudagur JÚNÍ ■ ■ SJÓNVARP  16.50 Fótboltakvöld á RÚV (e).  18.20 Fylkir–Grindavík á Sýn. Endursýndur leikur í Landsbanka- deild karla frá því í gær.  20.00 Úrslitarimma NBA- deildarinnar á Sýn. Detroit Pistons og San Antonio Spurs mætast. (e)  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Landsbankamörkin á Sýn. Sýnd mörkin úr 5. umferð Landsbankadeildar karla. Einvígið ætti að vera búið Íslenska landsli›i› í handknattleik fer me› níu marka forystu til Hvíta-Rússlands í umspilinu um sæti á EM. Ísland haf›i mikla yfirbur›i í leiknum í gær og hef›i geta› unni› mun stærra en níu marka sigur, 33-24, var ni›ursta›an. HANDBOLTI „Þetta á að duga en maður hefur séð ýmislegt gerast í handboltaheiminum,“ sagði lands- liðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson frekar þungur á brún enda var hann ekki sáttur með leik sinna manna. „Við vorum klaufar í dag og hefðum átt að fara út með stærra veganesti. Við hefðum átt að ganga frá þessu einvígi. Við gerðum ótrúleg mistök í þessum leik og reyndir menn voru að missa boltann hvað eftir annað. Rússarnir voru að sama skapi mjög heppnir og skoruðu oft þegar þeir voru að fá á sig leiktöf.“ Ísland leiddi með sex mörkum eftir fyrri hálfleik, 18-12, og fyrir það forskot mátti Ísland þakka. Varnarleikur íslenska liðsins var alls ekki nógu góður og fyrir aftan vörnina varði Birkir Ívar lítið. Íslenska liðið nýtti þar að auki illa tækifæri þegar liðið var ein- um og tveimur mönnum fleira. Til að mynda fór kafli þar sem ís- lenska liðið var tveim mönnum fleiri 2-2. Það er alls ekki nógu gott og miðað við allt sem gekk á þennan hálfleik var í raun með ólíkindum að íslenska liðið leiddi með sex mörkum í leikhléi. Markvarslan lagaðist í seinni hálfleik en í staðinn gerðu leik- menn liðsins sig seka um ótrúleg- an klaufaskap hvað eftir annað og mistókst þar með að slátra Rúss- unum eins og þeir hefðu með réttu átt að gera. Þetta rússneska lið er aftur á móti langt frá því að vera nógu gott til þess að vinna Ísland með tíu mörkum og því Má mikið gerast svo Ísland komist ekki á EM. Viggó hefur samt áhyggjur af dómurunum. „Þessi pólska sending hér í kvöld var nákvæmlega það sem ég óttaðist – Austur-Evrópu-dóm- arar að dæma með Austur- Evrópuþjóð. Við fáum svona par líka í seinni leiknum þannig að við búum okkur undir stríð,“ sagði Viggó Sigurðsson. Mörk Íslands: Ólafur Stefáns- son 7/5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Róbert Gunnarsson 5, Jaliesky Garcia Padron 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Einar Hólmgeirsson 3, Dagur Sigurðsson 2, Alexander Peterson 1. Varin skot: Roland Valur Era- dze 10, Birkir Ívar Guðmundsson 6. henry@frettabladid.is RÓBERT Á FLUGI Róbert Gunnarsson skorar hér eitt af sínum fimm mörkum fyrir íslenska landsliðið gegn Hvít-Rússum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.