Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2005, Qupperneq 79

Fréttablaðið - 13.06.2005, Qupperneq 79
Yfir 700 miðar hafa selst á tvenna tónleika bandarísku jaðarrokk- sveitarinnar Sonic Youth á Nasa 16. og 17. ágúst. Evróputónleika- ferð Sonic Youth er nýhafin og mun sveitin meðal annars halda tvenna tónleika á Hróarskeldu- hátíðinni sem hefst 30. júní. Þykir þetta mikill heiður því afar sjald- gæft er að hljómsveitir fái að spila á hátíðinni oftar en einu sinni sama árið. Miðasala á tónleika Sonic Youth er í fullum gangi í 12 Tón- um og á midi.is. ■ 30 13. júní 2005 MÁNUDAGUR Mikið var um dýrðir á tískusýn-ingunni Cool Fashion á föstu- daginn. Heimsfrægar fyrirsætur, bæði íslenskar og útlenskar, spók- uðu sig um á pöllun- um og tískuþyrstir Ís- lendingar góndu stór- hrifnir á. Svava Jo- hansen lét sig ekki vanta né ungstirnin í Nylon, sem voru glæsilegar að vanda. Ungfrú Ísland, Unnur Birna Vilhjálmsdótt- ir, kíkti einnig á við- burðinn og var rosa flott í síðu sígaunapilsi. Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Ásgeir Jóhannesson og faðir hans, Jóhannes Jónsson, supu á kampavíni eins og þeim einum er lagið í fyrirpartíinu og eflaust hafa allir dansað frá sér glóruna í eft- irpartíinu á Nasa seinna um kvöldið. Sjálfstæðiskonur íReykjavík ætla ekki að láta karlpeninginn í flokknum hirða efstu sæti list- ans baráttulaust. Í flokknum eru menn almennt sammála um að koma þurfi jafnvægi á skipan karla og kvenna á framboðs- listanum fyrir kosningarnar í vor svo hann muni ekki sæta gagnrýni fyrir skertan hlut kvenna. Slíkt væri hættulegt inn í einhverjar mikilvæg- ustu kosningar Sjálfstæðisflokksins í borginni í mörg ár. Telja verður lík- legt að nafn Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur, núverandi borgarfull- trúa, verði meira áberandi í umræð- unni um efstu sætin þegar nær dregur en hún þykir almennt standa vel að vígi í borginni og mun án efa blanda sér í baráttuna um efstu sætin. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardaga frá 10-14.30 SIGIN GRÁSLEPPA OG SJÓ SIGINN FISKUR SIGIN RÁSLEPPA OG KÆST SKATASTÓR H M R , 700 mi›ar á Sonic Youth SONIC YOUTH Hljómsveitin Sonic Youth er talin ein áhrifamesta jaðarrokksveit veraldar. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 10 1 3 2 Meistaragráðu í landafræði. Um átján þúsund. Erin O’Connor. Á lýðveldisdaginn bætist við nýtt blað í sístækkandi flóru blaða- útgáfu á Íslandi þegar 365 gefur út sitt fimmta blað. Það mun heita Sirkus RVK og kemur út á föstu- dögum einu sinni í viku. „Við ákváðum að gefa blaðið út á föstu- dögum vegna þess að það er góður dagur,“ segir Sigtryggur Magna- son, annar ritstjóranna, en með honum verður Anna Margrét Björnsson. Mikið verður lagt upp úr hönnun og myndir spila stórt hlutverk í blaðinu en ljósmyndar- inn Einar Snorri mun taka þær. Það hvílir leynd yfir efni fyrsta blaðsins en Anna Margrét gat þó staðfest að það yrði mjög óvænt. „Kannski sprengja,“ segir hún og glottir. Blaðaflóran á Íslandi er orðin ansi fjölbreytt en þau Sig- tryggur og Anna eru hvergi bang- in. „Það er stórt gat fyrir svona blað,“ segir Anna Margrét. „Sirkus er fyrir fólk sem er þyrst í öðruvísi tímarit,“ bætir Sigtryggur við og segist vera fullviss um að fólk sé búið að fá nóg af Séð og Heyrt blöðum. Þar sem Ísland er ekki stórt land og líður oft fyrir fámenni sitt er mikið af sama fólkinu í fjölmiðl- um. Þau Anna og Sigtryggur segja að þau ætli sér að kynna nýtt fólk til sögunnar. „Við verðum með mikið af nýju fólki og pistlahöf- undar verða ólíkir menn eins og Eiríkur Guðmundsson og Sverrir Þór Sverrisson,“ segir Sigtryggur. Anna Margrét segir efni blaðs- ins verða fjölbreytt og að þetta verði ekki 101-liðið að velta sér upp úr eigin ágæti. „Við erum að fanga þann sköpunarkraft sem Reykja- vík er þekkt fyrir. Erlendis er hún orðin vörumerki fyrir það sem er skrýtið og skemmtilegt. Við ætlum að ná þeim anda,“ segir hún. „Við erum að gera nýtt blað, eða eins nýtt og nýtt getur orðið,“ bætir Sig- tryggur við. Efni blaðsins verður menning- arefni auk ítarlegra fréttaúttekta. „Þetta verður sett fram á skemmtilegan hátt,“ segir hún en þau vilja ekkert gefa upp nein frekari smáatriði en upplýsa þó að í blaðinu verði að finna leiðarvísi fyrir helgarlífið í höfuðborginni. Sigtryggur segir nafnið útskýra flest. „Það er allt leyfilegt og engar línur. Það má allt í Sirkus.“ freyrgigja@frettabladid.is SIGTRYGGUR OG ANNA MARGRÉT Þau segjast mætast á miðri leið þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. NÝTT TÍMARIT: BJARTSÝNIR SIRKUSSTJÓRAR Fanga sköpunarkraft FRÉTTIR AF FÓLKI ...fær pönkhljómsveitin Q4U fyrir að ætla að koma saman á ný og hita upp fyrir Alice Cooper. HRÓSIÐ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Einn virðulegasti og mest spenn- andi atburður hátíðarhaldanna á 17. júní er afhjúpun fjallkonunnar að morgni lýðveldisdags á Austurvelli. Löngu afráðið er hver klæðist skautbúningi ættmóðurinnar í ár, en eins og Benóný Ægisson, verkefnis- stjóri 17. júní í Reykjavík, segir er fjallkonan best geymda leyndar- málið. „Fjallkonan er ekki einu sinni kynnt, heldur bara afkynnt eftir að hafa flutt ljóðið,“ segir Benóný leyndardómsfullur á svip. „Að þessu sinni verður ljóð fjallkonunn- ar frumsamið, eftir Vilborgu Dag- bjartsdóttur. Þegar ég skoðaði lýð- veldishátíðir fortíðar sá ég að veru- lega hallaði á kvenskáld; þær voru aðeins þrjár á móti tuttugu karl- skáldum. Í ljóði Vilborgar kveður við nýjan tón en efnið smellpassar við tilefnið,“ segir Benóný, en á fyrsta áratug lýðveldisins var al- gengt að ljóðskáld væru fengin til að semja ljóð fyrir 17. júní; oftar en ekki Tómas Guðmundsson. „Í dag þykir upphefð í því að vera boðið hlutverk fjallkonunnar, en í kringum 1970 þótti það hall- ærislegt og reyndar fékkst engin til þess það árið,“ segir Benóný, sem telur lýðveldisdaginn í stórum dráttum hátíð þar sem Íslendingar fagni því að vera til. „Þeim fækkar sem muna eftir lýðveldistökunni 1944, en dagurinn verður alltaf öflugt tákn um sjálf- stæði okkar og lýðræði. Landsmenn taka hann alvarlega og má sjá æ fleiri klæðast íslenska þjóðbúningn- um á 17. júní.“ Benóný segir einkenna lýðveld- isdag Íslendinga hve þátttakan er almenn og margir taki þátt. „Fáar ef nokkrar þjóðir halda svo stórar hátíðir utandyra, þar sem verulegur þorri þjóðarinnar mætir, en í ár verður sú breyting að hátíð- ardagsskránni verður ekki skipt upp með hléi síðdegis, heldur verð- ur hún samfelld til tíu um kvöldið,“ Og veðrið? Benóný hefur ekki lagt inn pöntun þar. „Nei, ég spái aldrei í veðrið. Það þýðir ekkert á Íslandi. Ég er voða- lega glaður ef veður er gott að morgni, því þegar vel viðrar er fólk- ið miklu glaðara og mætingin mikl- um mun meiri.“ ■ Lárétt: 1 steinn, 5 stig í skák, 6 tveir eins, 7 sólguð, 8 grönn, 9 farartæki, 10 storm- sveit, 12 sunda, 13 bíltegund, 15 á nótu, 16 unaður, 18 drykkjumann. Lóðrétt: 1 peningavit, 2 fæða, 3 ullar- hnoðrar, 4 menntastofnanna, 6 flíkur, 8 dýramál, 11 bandvefur, 14 eins um d, 17 á fæti. Lausn. BENÓNÝ ÆGISSON BENÓNÝ ÆGISSON BÝR YFIR LEYNDARDÓMI FJALLKONUNNAR: fiykir ekki lengur hallærisleg FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N Lárétt:1vala,5eló,6kk,7ra,8mjó,9 hjól,10ss,12ála,13kia,15an,16yndi, 18alka. Lóðrétt:1verðskyn,2ala,3ló,4skól- anna,6kjóla,8mjá,11sin,14ada,17il.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.