Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 12
12 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR LANDBÚNAÐUR Lambakjötsbirgðir í landinu eru nægar til að anna eftirspurn þangað til ferskt kjöt kemur aftur á markaðinn í sept- ember, að mati sérfræðinga hjá Bændasamtökunum, og engin ástæða til að óttast skort í sumar. Vel yfir tvö þúsund tonn af lambakjöti eru enn til í landinu og þar sem nokkrir bændur eru þegar farnir að huga að sumar- slátrun á það magn að duga út júlímánuð, þangað til nýslátrað fæst aftur í verslunum í byrjun ágúst. Guðrún Sigurjónsdóttir hjá Landssambandi sláturleyfishafa segir að á sama tíma í fyrra hafi birgðastaða lambakjöts verið um þrjú þúsund tonn og talsvert hafi verið eftir af því þegar nýslátrað kom á markað. Þrátt fyrir að magnið sé minna nú telur hún ekki líkur á að skortur geri vart við sig, heldur eigi allir að eiga nóg kjöt á grillið fram á haust. Verð mun þó að líkindum hækka þegar nýslátrað kemur á markað- inn aftur, enda eftirspurn ávallt mikil eftir nýjum og ferskum afurðum. -aöe Mikil aðsókn í heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík: Skjólstæ›ingum sagt a› fara anna› HEILBRIGÐISMÁL Það ætti enginn að þurfa að vera án heimilislæknis og heilsugæslustöðvar, að mati Guðmundar Einarssonar, for- stjóra Heilsugæslunnar í Reykja- vík. Hann segir að reiknað sé með að allir fái þjónustu í sínu hverfi þótt ekki sé hægt að standa við það alls staðar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að vera sagt upp af hverfis- heilsugæslustöð við flutning í önnur hverfi og þeir standi þá uppi án heimilislæknis. „Fólk þarf að skrá sig á nýja heilsugæslustöð þegar það flytur milli hverfa og yfirleitt er fólki ekki sagt upp nema það sé búið að fá pláss á nýj- um stað,“ segir Guðmundur. „Komi það hins vegar fyrir á fólk að tala við gömlu stöðina sína og fá frest þar til sú nýja getur tekið við þeim.“ Heilsugæslustöðvarnar eru með skipulagða móttöku fyrir skynditilfelli en Guðmundur vill einnig benda fólki á Upplýsinga- miðstöð Heilsugæslunnar í síma- númerinu 1700. Þar eru tveir hjúkrunarfræðingar á vakt frá 8 til 17 og er ekkert aukagjald tekið fyrir símtöl umfram venjulegt gjald. - sk Bandaríkjastjórn óvinsælli en Kínastjórn Eftir tveggja ára strí› í Írak hefur almenningur minna álit á stjórninni í Washington en kommúnistastjórn- inni í Kína. fietta er ni›ursta›a alfljó›legrar sko›anakönnunar sem AP-fréttastofan ger›i á dögunum. WASHINGTON, AP Ríkisstjórn Banda- ríkjanna hefur beðið hnekki undanfarin ár, sérstaklega í augum Mið-Austurlandabúa. Stríðsreksturinn í Írak er ástæða þessarar andúðar. Ímynd Bandaríkjastjórnar virðist svo sködduð eftir tveggja ára stríð í Írak að kommúnista- stjórnin í Kína nýtur meiri hylli á meðal margra þjóða. Í þeim hópi eru gamlir bandamenn Bandaríkj- anna, svo sem Bretar og Frakkar. Ímyndin virðist ekki hafa batnað þótt ríkisstjórn George W. Bush hafi reynt að leggja áherslu á frelsi og lýðræði í umræðum um Mið-Austurlönd og tekið sig veru- lega á í alþjóðlegri þróunarhjálp, til dæmis með háum framlögum til hjálparstarfs á flóðasvæðum í Suðaustur-Asíu. Í Bretlandi, þar sem stjórnvöld leggja mikið upp úr góðum sam- skiptum við Bandaríkjastjórn, segjast 65 prósent vera jákvæð í garð Kínastjórnar en 55 prósent í garð Bandaríkjastjórnar. Svipaða sögu er að segja af Frökkum, þar sem 58 prósent hugsa vel til Kína en ekki nema 43 bera hlýjan hug til Bandaríkjanna. Niðurstöður á Spáni og í Hollandi eru nær sam- hljóða þeim í Frakklandi. Verstu útreiðina fékk Banda- ríkjastjórn í múslimaríkjum á borð við Tyrkland, Pakistan og Jórdaníu. Í þessum löndum sér einungis um fimmtungur íbúa Bandaríkjastjórn í jákvæðu ljósi á meðan meira en helmingur að- spurðra í þessum löndum hugsar hlýlega til stjórnvalda í Kína. Ein- ungis Indverjar og Pólverjar eru jákvæðari í garð Bandaríkjanna en Kína og næstu nágrannar Bandaríkjanna í Kanada bera svipaðan hug til beggja stjórna. Viðhorf til Bandaríkjastjórnar versnaði snarlega eftir innrásina í Írak vorið 2003 og hefur ekki batnað að neinu ráði síðan, nema í Indónesíu þar sem Bandaríkja- menn lögðu talsvert fé í aðstoð við fórnarlömb flóðbylgjunnar í desember. Meirihluti aðspurðra í flestum löndum sagði í könnun- inni að þeim þætti Bandaríkja- stjórn ekki líta til hagsmuna ann- arra landa við ákvarðanatöku í utanríkismálum. Flestir þeir sem lýstu neikvæðu viðhorfi í garð Bandaríkjastjórnar sögðu að líklega væri George W. Bush Bandaríkjaforseti helsta ástæðan fyrir óvinsældunum. ■ Starfsmenn fagna: fiúsund slysa- lausir dagar GRUNDARTANGI Starfsmenn Ís- lenska járnblendifélagsins á Grundartanga fögnuðu þeim áfanga í gær að þúsund dagar höfðu liðið án alvarlegra vinnu- slysa sem leiddu til fjarveru starfsmanns úr vinnu. Markvisst hefur verið unnið að auknu starfsöryggi síðustu ár, til dæmis með góðum merkingum, bættri umgengni, notkun öryggisbúnað- ar, stöðluðum vinnubrögðum og skráningum á óhöppum, en minni háttar óhöppum hefur jafnframt fækkað töluvert á vinnustaðnum síðustu árin. - grs Ökumaður í Vopnafirði: Drap kind og faldi LÖGREGLUMÁL Ökumaður ók yfir kind skammt frá bænum Eyvind- arstöðum við Hellisheiði eystri um klukkan tíu í fyrra- dagsmorg- un. Í stað þess að borga sekt- ina sem þessu fylgir fór hann með kind- ina fjög- urra kílómetra leið og faldi hana þar um tuttugu metra frá vegin- um. Það voru hins vegar glöggir vegavinnumenn sem komu auga á kindina en þeir voru að störfum þar skammt frá. Ekki er vitað hver var að verki en lögreglan á Vopnafirði segir málið í rannsókn. -jse RÚSSLAND FANGAR SLEPPA Fjórir fangar sluppu úr fangelsi í austurhluta Rússlands í fyrradag. Um tvö þúsund lögregluþjónar leita þeirra, en þrír fanganna eru dæmdir morðingjar og einn eiturlyfjasali. Þetta er annar fangaflóttinn í Rússlandi í mán- uðium en þrír fangar sluppu 6. júní úr öðru fangelsi en náðust aftur. SÝNDI RÍKISSTJÓRN ÍRAKS STUÐNING Um hundrað brottfluttir Írakar, allir sjíar, komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Evrópusam- bandsins í Brussel til að sýna ríkisstjórn landsins stuðning og samhug. Hér sést einn þeirra halda á íraska fánanum. Ráð- stefna um uppbyggingu Íraks stendur nú yfir í höfuðstöðvunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P GUÐMUNDUR EINARSSON Þeir sem ekki hafa tök á að komast að í heilsugæslu síns hverfis geta skráð sig hjá Heilsugæsl- unni í Salahverfi í Kópavogi en hún tekur við skráningum fólks úr öðrum hverfum höfuðborgarsvæðisins. GEORGE W. BUSH Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunnar AP-fréttastofunnar telja flestir Bush Bandaríkjaforseta helstu ástæðuna fyrir óvinsældum Bandaríkjanna. M YN D /A P Talsvert eftir af lambakjöti í landinu: Ástæ›ulaust a› óttast skort SUMARSLÁTRUN AÐ HEFJAST Nokkrir bændur freista þess að slátra fé strax í júlí til að slá á spurn eftir nýju lambakjöti. Bændur fá hærra verð fyrir það en ef þeir slátra í september eins og venja er. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.