Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 48
xx 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Bjartasti tími
ársins er
yndislegur.
Það er
erfitt að
fara að
sofa en
auðvelt að
vakna. Það
er frábært að
ferðast um
landið, fara í laut-
artúr, göngutúra og skoða sig um.
Borða góðan mat og njóta lífsins.
Tilheyrandi íslenska sumrinu
er líka að fylgjast grannt með
veðurspám. Ergja sig ef þær eru
óhagstæðar ferðaplönum en
gleðjast ef góða veðrið virðist
ætla að fylgja ferðaleiðinni. Svo
er að sjálfsögðu hægt að bölsótast
út í veðurfræðingana ef góða
veðrið sem lofað hafði verið sýnir
sig ekki.
Ég hef oft reynt að taka mið af
veðurspám í ferðalögum innan-
lands. Ákveðið með skömmum fyr-
irvara hvert haldið skuli í útilegu.
Reynt með öðrum orðum að elta
veðrið. Það skal játað að þessi að-
ferð hefur ekki gengið allt of vel.
Ég ákvað því snemmvors að beita
henni ekki í sumar. Gera bara mín
sumarplön með minni fjölskyldu
og sjá svo bara hversu góðir veð-
urguðirnir ætluðu að vera við mig.
Ég bjóst svo sem ekki við
miklu enda hef ég ekki verið
þekkt fyrir að vera í náðinni hjá
þeim. Og ekki virðist það hafa
breyst. Ég var til dæmis norður á
Ströndum síðustu helgi. Þar var
lágskýjað, suddi og fremur kalt. Í
Reykjavík var víst mesta blíða
sumarsins. Nú hygg ég á sumar-
bústaðaferð á Mýrar í Borgarfirði
og fæ ekki betur séð en þar sé
spáð rigningu alla næstu viku.
Góða veðrið á að vera norðan
lands. Það mun þó eflaust breyt-
ast þegar ég held þangað með
minni fjölskyldu í júlí. Þá er
næsta víst að veður mun snúast
suðvesturhorninu í hag.
En ég hef sem sagt tekið þá
ákvörðun að taka íslenska sumar-
veðrinu með stóískri ró. Njóta ein-
faldlega lífsins og sumarleyfisins.
Og taka regngallann með hvert
sem ég fer. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
SIGRÍÐUR B. TÓMASDÓTTIR ÆTLAR EKKI AÐ ELTA VEÐRIÐ Í SUMAR.
Sumarið er tíminn
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
1 1 . H V E R V I N N U R
Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind, Kópavogi.
Með því að taka þátt ertu komin/n í SMS klúbb. 99 kr/skeytið.
Glæsilegur War of
the worlds varningur
DVD myndir • Coca Cola
Margt fleira
SENDU SMS SKEYTIÐ JA WBV
Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Nei, nei og aftur
nei! Þú getur ekki
fengið vinnu hér.
Farðu burt.
You wanted the
best and you got
the best!
Heitasti klæð-
skiptingur
heims er
mættur...
Jói!
Ég fann þennan
óskiljanlega miða í
buxunum hans Palla
áðan.
Hmm, lát-
um okkur
nú sjá.
Blekið er búið að
klessast út um
allt... það er ekki
hægt að lesa hvað
stendur.
Það er það sem er
svo óskiljanlegt!
Snúlla. Þú verður að
velja einn okkar.
Bara einn. Það
verður erfitt. Ég veit.
Hæpabbigettuhvaðviðgerðumískóla
numídagviðfengumaðsjámyndumhv
alisemeruspendýrenekkifiskarogsvol
ærðumviðstærðfræðioghlustuðumás
öguumísbirnijæjaverðaðfarabæ!
Það er aldeilis
hvað Solla er
að læra mikið
á leikskólan-
um.
Hvenær held-
urðu að þau
læri að slaka á?