Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 46
34 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Föstudagur JÚNÍ ■ ■ LEIKIR  20.00 KA tekur á móti HK á Akureyrarvelli í 1.deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  07.00-8.30 Olíssport á Sýn.  16.05 Landsbankadeildin FH-ÍA á Sýn.  16.50 Fótboltakvöld á RÚV.  17.45 Olíssport á Sýn.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.30 Motorworld á Sýn.  20.00 World Supercross á Sýn.  21.00 World Poker Tour á Sýn.  23.15 NBA Úrslitakeppnin á Sýn. FORMÚLA 1 Þýska bílaframleiðslu- fyrirtækið BMW hefur keypt svissneska fyrirtækið Sauber, sem er með keppnislið í Formúlu eitt keppninni. Burkhard Göschel, stjórnaður í BMW, segir samstarf- ið við Williams-liðið, en BMW sér því fyrir vélum í bíla sína, ekki hafa gengið nógu vel síðustu miss- eri.“ Við viljum ræða framtíðará- horfin við Williams, til þess að hægt sé að komast að góðri lausn fyrir bæði lið. Því miður hefur samstarfið ekki verið nógu gott síðustu misseri.“ Mario Theissen, framkvæmdastjóri bifreiða- íþrótta hjá BMW, vonast til þess að kaupin á Sauber muni verða til þess að betri árangur náist með keppnisvélinni frá BMW. „Gott samstarf milli liða er nauðsynleg- ur svo árangur náist. Vonandi mun keppnisvélin frá BMW verða sú besta eftir að reynsla er komin á starfið.“ - mh BMW að yfirgefa Williams? BMW kaupir Sauber Enn eitt áfallið fyrir karlalið ÍBV í fótboltanum: Magnús Már hættur a› leika me› ÍBV FÓTBOLTI Framherjinn Magnús Már Lúðvíksson mun ekki leika meira með Landsbankadeildarliði ÍBV. Magnús Már var afar ósáttur við þá vinnu sem félagið útvegaði honum og þegar forráðamenn félagsins sögðust ekki geta gert betur lét Magnús sig hverfa frá Eyjum, en hann hafði ekki skrifað undir samning við félagið og því var honum frjálst að fara. „Ég var látinn moka skurði fyrir hitaveituna og ég hef engan áhuga á því að eyða níu tímum í dag í að moka skurði. Það stóð aldrei til að ég væri í erfiðis- vinnu,“ sagði Magnús Már við Fréttablaðið í gær en formaður knattspyrnudeildar ÍBV, Viðar Elíasson, hafði litla meðaumkun með Magnúsi þegar leitað var eftir viðbrögðum hans í gær. „Ég vorkenni engum að vinna og æfa fótbolta enda er ég alinn upp við það sjálfur og hef átt marga félaga í boltanum sem hafa unnið mikið og staðið sig þar að auki vel í boltanum. Mín reynsla er sú að þeir sem nenna að vinna nenna að vinna vinnuna sína á vellinum,“ sagði Viðar Elíasson. - hbg LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild karla: KR–ÞRÓTTUR 3–2 FRAM–GRINDAVÍK 0–1 KEFLAVÍK–FYLKIR 2–2 FH–ÍA 2–0 ÍBV–Valur Leik ÍBV og Vals var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. STAÐAN: FH 7 7 0 0 18–2 21 VALUR 6 5 0 1 15–4 15 FYLKIR 7 3 2 2 12–9 11 KEFLAVÍK 7 3 2 2 12–16 11 KR 7 3 1 3 8–8 10 FRAM 7 2 2 3 7–6 8 GRINDAVÍK 7 2 1 4 8–14 7 ÍA 7 2 1 4 5–11 7 ÞRÓTTUR 7 1 1 5 10–14 4 ÍBV 6 1 0 4 5–16 3 MARKAHÆSTIR: Tryggvi Guðmundsson, FH 8 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 5 Matthías Guðmundsson, Val 4 Allan Borgvardt, FH 4 Hrafnkell Helgason, Fylki 4 Andri Fannar Ottósson, Fram 3 Baldur Aðalsteinsson, Val 3 Hjörtur Hjartarson, ÍA 3 Páll Einarsson, Þrótti 3 1. deild karla: BREIÐABLIK–VÍKINGUR 0–0 FARINN FRÁ EYJUM Magnús Már Lúðvíksson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Framarar ollu miklum vonbrigðum á Laugardalsvelli í gærkvöld: Kekic trygg›i Grindavík enn einn sigurinn FÓTBOLTI Leikurinn á Laugardals- velli fór rólega af stað og í raun gerðist lítið fyrstu mínútur leiksins. Framarar sóttu ívið meira en höfðu ekki erindi sem erfiði þar sem vörn Grindvíkinga var þétt fyrir. Grindvíkingar náðu góðum tökum á leiknum síðustu tíu mín- útur fyrir hálfleiks og komust verðskuldað yfir á fertugustu og annarri mínútu með góðu marki frá Sinisa Kekic. Mounir Ahan- dour kom þá hratt með boltann upp með völlinn, dró að sér varn- armann og sendi á Kekic hægra megin í teignum, sem skoraði með góðu skoti hægra megin framhjá Gunnari Sigurðssyni, markverði Fram. Á 57. mínútu fengu Grindvík- ingar vítaspyrnu. Paul McShane var þá felldur inni í teignum eftir að Kekic hafði stungið boltanum inn fyrir á hann eftir falleg tilþrif á vinstri kantinum. Óli Stefán Flóventsson tók spyrnuna en Gunnar Sigurðsson varði spyrnuna vel. Leikurinn róaðist talsvert eftir þetta en Grindvík- ingar náðu þó að leika boltanum betur á milli sín. Framarar voru orðnir örvæntingarfullir og voru að reyna of mikið af löngum sendingum inn fyrir vörnina. Það var helst Daninn Hans Mathiesen sem var að reyna að taka boltann niður og spila honum með jörð- inni. Eins og oft áður í sigurleikj- um Grindvíkinga var það fram lag Sinisa Kekic sem réði úrslit- um. Þrátt fyrir að eiga frekar ró- legan dag tókst honum skora markið sem réði úrslitum og leggja upp færið sem vítið kom upp úr. Óli Stefán Flóventsson, leik- maður Grindvíkinga, var ánægð- ur með sigurinn. „Þetta var gríð- arlega mikilvægur sigur fyrir okkur. Við spiluðum ágætlega og vorum þéttir fyrir í vörninni. Við höfum spilað vörnina vel, og von- andi náum við að gera það áfram.“ Ríkharður Daðason, fyrirliði Framara, var óánægður í leiks- lok. „Við verðum að fara að byrja leikina betur. Þetta er eitthvað sálfræðilegt því við náum ekki að byrja leikina nægilega einbeitt- ir.“ - mh 0-1 Laugard., áhorf: 520 Jóhannes Valgeirsson (5) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–7 (2–3) Varin skot Gunnar 1 – Savic 3 Horn 8–7 Aukaspyrnur fengnar 14–15 Rangstöður 2–2 Fram Grindavík *MAÐUR LEIKSINS FRAM 4–3–3 Gunnar 6 McLynn 3 (46. Kristófer 4) Gunnar Þór 5 Þórhallur Dan 4 Kristján 5 Ingvar 5 Viðar 4 Hans 6 Víðir 4 (77. Andri Steinn –) Andri Fannar 5 (64. Ívar B. 5) Ríkharður 4 GRINDAV. 4–5–1 Savic 6 Óðinn 7 Óli Stefán 7 Jack 7 Eyþór Atli 6 Eysteinn 6 (90. Guðm. –) McShane 6 Niestroj 5 Magnús Sverrir 6 (67. Óskar Örn 6) Kekic 8* Ahandour 6 (83. Zeyer –) Grétar byrja›ur a› skora fyrir KR Markahrókurinn Grétar Ólafur Hjartarson opnaði markareikning sinn fyrir KR í Landsbankadeildinni með sigurmarki gegn Þrótti á KR-velli í gær. Lokatölur leiksins urðu 3–2 fyrir KR í fjörugum leik. FÓTBOLTI „Það er fínt að geyma þessi mörk svona þangað til í lok- in,“ sagði Grétar Ólafur Hjartar- son, hetja KR-inga gegn Þróttur- um í gær, en hann opnaði marka- reikning sinn á Íslandsmótinu í sumar á besta mögulegan máta í gærkvöld þegar hann skoraði sigurmark leiksins á 85. mínútu. „Það var alveg frábært að setja hann svona og skiptir miklu máli fyrir mig. Þetta mark gefur mér mikið sjálfstraust,“ bætti Grétar við. KR-ingar hófu leikinn af mikl- um krafti og stjórnuðu spilinu al- gjörlega í fyrri hálfleik. Bjarki Gunnlaugsson var arkitektinn að flestum bestu sóknum KR í fyrri hálfleiks og var óheppinn að ná ekki að skora. Það gerði hins vegar Rógvi Jacobsen þegar hann braut ísinn á 41. mínútu og á síð- ustu mínútu fyrri hálfleiks bætti Sigurvin Ólafsson við öðru marki. Tveggja marka forysta KR-inga í hálfleik var fyllilega verðskulduð, þeir voru mun sterkari en Þróttar- ar og í raun furðulegt að sjá hversu máttlausir gestirnir voru. Það var ljóst strax frá fyrstu mínútu síðari hálfleiks að Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar, hafði skipað sínum mönnum að færa sig framar á völlinn. Það skilaði strax tilætluðum árangri og hefði ekki verið fyrir stórkostlega mark- vörslu Kristjáns Finnbogasonar í þrígang hefðu Þróttarar hæglega getað jafnað leikinn á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Pressa Þróttara bar loks árang- ur á 73. mínútu þegar Þórarinn skoraði og tveimur mínútum síðar hafði Josef Maruniak jafnað leik- inn. Ótrúlegur viðsnúningur stað- reynd en jafnframt með ólíkind- um að horfa upp á hrun KR. Á 85. mínútu gerðist síðan það sem stuðningsmenn KR hafa beðið eftir í allt sumar – Grétar Ólafur Hjartarson batt enda á markaleysi sitt í deildinni með því að skora glæsilegt skallamark sem átti eftir að skilja liðin að þegar yfir lauk. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en tíminn var einfaldlega of knappur. Eins og gefur að skilja var Magnús Gylfason, þjálfari KR, ánægður með stigin, sem hann sagði nauðsynleg. „Ég er mjög ánægður með karakterinn í okkar liði en við gerðum okkur erfitt fyrir. Ég var orðinn mjög hræddur á tímabili en sem betur fer kláruðum við leikinn.“ - vig, - bb 3-2 KR-völlur, áhorf: 1457 Egill Már Markússon (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–10 (9–6) Varin skot Kristján 4 – Fjalar 6 Horn 5–5 Aukaspyrnur fengnar 22–21 Rangstöður 3–4 KR Þróttur *MAÐUR LEIKSINS KR 4–3–3 Kristján 7 Jökull 6 Tryggvi 6 Gunnar E. 5 Gunnar K. 8* Bjarnólfur 5 Sigurvin 5 Bjarki 7 (90. Sölvi St. –) Grétar 6 Rógvi 6 Garðar 6 (55. Sigmundur 4) ÞRÓTTUR 3–5–2 Fjalar 8 Eysteinn 6 Jens 6 Ólafur T. 6 (69. Jaic 5) Freyr 4 (86. Erlingur –) Halldór 5 Páll 6 Þórarinn 6 Daníel 5 Henning 4 (63. Haukur Páll 6) Maruniak 5 BARÁTTA Það var fast tekist á hjá KR og Þrótti í gær. Gunnar Einarsson og Þórarinn Kristjánsson Þróttari takast hér á. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.