Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 24
„Hver var rændur?“ spurði ég sjálf- an mig þegar ég las DV í gær. Þar var haft eftir Guðmundi Árna Stef- ánssyni, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, þingmanni Samfylk- ingarinnar og tilvonandi sendi- herra, að tilraunir einhverra manna til að ná yfirráðum yfir Sparisjóði Hafnarfjarðar væru „ekki minna en rán um hábjartan dag“. Voru það hluthafar sparisjóðs- ins, sem kallast stofnfjáreigend- ur, sem voru rændir? Nei, sam- kvæmt fréttinni voru þeim boðnir tugir milljóna króna fyrir stofn- bréf sín sem þeir fengu eftir að hafa lagt um tvö hundruð þúsund krónur í rekstur sparisjóðsins. Ágætis hagnaður ef rétt reynist og alls ekkert rán. Var það kannski starfsfólk sparisjóðsins sem var rænt? Varla. Ekki var hlutur þeirra tek- inn ófrjálsri hendi ef einhver var. Þeir voru því ekki rændir frekar en starfsfólk Eimskips þegar Avion Group keypti það fyrirtæki af Burðarási á dögunum. Nú, en hvað með íbúa Hafnar- fjarðar? Voru þeir rændir ? Ekki fær það staðist þegar betur er að gáð. Sparisjóður Hafnarfjarðar er ekki í eigu bæjarbúa og varla er hægt að stela frá þeim einhverju sem ekki er í þeirra eigu. Einstak- lingar eignast ekkert sjálfkrafa í fyrirtækjum sem þeir eiga í við- skiptum við. En hvað með Guðmund Árna sjálfan eða Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóra, sem lýstu áhyggjum sín- um yfir þessu meinta tilboði til stofnfjáreigenda? Enn og aftur er svarið nei. Þeir verða ekki fátæk- ari gangi þetta eftir. Enginn ofan- greindra aðila verður í raun fá- tækari nái einhverjir aðrir yfir- ráðum í Sparisjóði Hafnarfjarðar en eru þar fyrir. Málið er nefnilega sáraeinfalt. Þegar menn eiga frjáls viðskipti tapar enginn. Í þessu tilviki er verið að tala um stofnfé í spari- sjóði. Ljóst er að þótt einn selji sitt stofnfé fyrir uppsett verð tap- ar enginn annar. Ekki frekar en fólk fólk tapar þegar það kaupir sér pylsu og kók – þótt þau við- skipti séu augljóslega smærri í sniðum. Lúðvík Geirsson segist ekki sjá hvernig hægt sé að fara með Sparisjóð Hafnarfjarðar eins og hverja aðra söluvöru á markaði. Af hverju ekki? Hvaða önnur lög- mál gilda um sparisjóði en önnur fyrirtæki? Sparisjóðurinn er ekki stjórnsýslustofnun. Þetta er fjár- málafyrirtæki á markaði sem þarf að keppa um viðskiptavini og selja þeim eftirsóknarverða þjónustu. Þegar þessum sjónarmiðum er haldið fram setja menn upp hatt lýðskrumarans og ítreka það sem kallað er samfélagsleg ábyrgð sparisjóðanna. Þeir séu „eign allra bæjarbúa“. Í því sambandi er rétt að minna hina sömu á að þeir komu í veg fyrir að Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis væri breytt í hluta- félag. Um leið komu þeir í veg fyrir að stofnaður yrði sex millj- arða króna sjóður sem átti að út- hluta peningum árlega í menn- ingu og listir, íþróttir, forvarnir og önnur „samfélagsleg verkefni“ á sínu starfssvæði. Það var ekki um neinar smáupphæðir að ræða. Talað var um að sjóðurinn hefði getað úthlutað um 300 milljónum króna árlega til þessara verkefna. Hefðu stjórnendur sparisjóðsins ekki sýnt mikla „samfélagslega ábyrgð“ með því? Rekstrarform sparisjóðanna er úrelt. Þeir sem vilja ekki horfast í augu við það vinna sparisjóðunum í landinu meira ógagn en gagn. Ég get tekið undir með þeim sem segja að sparisjóðirnir séu mikil- vægir í flóru fjármálafyrirtækja á landinu. En samkeppnin á milli fjármálafyrirtækja er hörð. Sí- fellt verður þjónustan betri og fjölbreyttari, eins og ný íbúðalán er dæmi um, og erfiðara fyrir sparisjóðina að keppa við sam- bærileg fyrirtæki. Hagræðing innan sparisjóðakerfisins er tor- sótt, möguleikar til vaxtar tak- markaðir og sameining virðist vera þyrnir í augum margra. Af þessu hafa eftirlitsstofnanir áhyggjur. Væri ekki nær fyrir Guðmund Árna og Lúðvík Geirsson að fagna því að einhverjir skuli hafa áhuga á að ná yfirráðum í Sparisjóði Hafnarfjarðar – hverjir svo sem þeir eru? Skiptir einhverju máli hver á sparisjóðina? Ef hinir sömu kysu að breyta sparisjóðn- um í hlutafélag yrði til gríðarstór sjóður, Hafnarfjarðarsjóðurinn, sem gæti úthlutað háum fjárhæð- um til verkefna í heimabyggð sem stjórnendur hans teldu mikilvæg? Eftir að hafa íhugað þetta er bara eitt svar rökrétt: „Það var enginn rændur, Guðmundur Árni“. ■ Umhverfisvakningin sem átt hefur sér stað víða um löndtekur á sig margs konar myndir. Það er ekki bara að fólksé að mótmæla stórframkvæmdum víða, heldur hefur orðið mikil vakning varðandi verðmætamat, mengun og betri nýtingu náttúruauðlinda. Nú er farið að nýta margs konar úrgang og sorp til ýmissa hluta, starfsmenn Sorpu á höfuðborg- arsvæðinu eru iðnir við að venja fólk á að flokka margs konar úrgang sem til fellur í daglegu lífi og að blanda ekki saman ólík- um efnum í sorpgámana. Allt er þetta af hinu góða og augu margra opnast fyrir því að nýta hlutina á annan hátt en áður, og vinna verðmæti úr því sem til fellur. Það tekur töluverðan tíma að kenna fólki og opna augu þess fyrir ýmsu varðandi sorphirðu og förgun ýmiss konar úrgangs, en svo virðist sem töluvert hafi áunnist í þeim efnum. Nýjustu hugmyndirnar á þessum vettvangi varða sjálfbær samfélög svokölluð. Þá er átt við það að nýta orkulindir og annað á staðnum og hafa sem minnst aðflutt. Það verður þó aldrei hægt að hafa fullkomið sjálfbært samfélag, því nútíma- maðurinn vill að sjálfsögðu njóta nútímatækni og þæginda, og getur vart verið án ýmissa hluta sem tilheyra nútímasamfélagi. Það er hins vegar hægt að nýta sér þessa hluti á ýmsan hátt og fara vel með. Sú hugmynd hefur verið reifuð að í Hrísey á Eyjafirði verði rekið sjálfbært samfélag. Hrísey er nefnd perla Eyjafjarðar og þar hafa menn um langan aldur hugað að umhverfi sínu. Norð- urhluti eyjarinnar hefur um langan aldur verið alfriðaður og þar hafa verið miklar rjúpnalendur, enda er það ekki óalgeng sjón að sjá rjúpur á gangstígum og við hús í Hrísey. Ein meginforsendan fyrir sjálfbæru samfélagi í Hrisey er jarðhitinn sem er þar í iðrum jarðar og er nú þegar notaður við húshitun. Það er margt fleira sem mælir með því að gerð verði tilraun með sjálfbært samfélag í Hrísey, en efst á blaði er kannski að hér er um að ræða eyju sem er laus við meindýr ýmiss konar, og að hér er um nokkuð sérstakt samfélag að ræða. Nú þegar er allur lífrænn úrgangur endurunninn í Hrísey og gerð úr honum næringarrík mold. Fyrir nokkrum árum bárust sífelldar vandræðafréttir úr Hrísey varðandi atvinnumál, en það er eins og menn þar hafi farið að hugsa á allt öðrum nótum eftir að ekki var lengur hægt að treysta á kaupfélagsveldið í eynni. Nú eru gerðar þar athygl- isverðar tilraunir með kræklingarækt. Nefndar hafa verið háar tölur í þeim efnum, en þótt aðeins hluti af því yrði að veruleika er ljóst að um mjög áhugvert mál er að ræða. Það virðist ljóst að aðstæður til slikrar starfsemi eru hagstæðar við Hrísey, en svo er eftir að selja afurðirnar og koma þeim á markað. Stjórnvöld þurfa að veita þessari tilraun til sjálfbærs samfélags í Hrísey athygli og veita henni nauðsynlegan stuðning. Þessi tilraun gæti orðið fyrirmynd að öðrum sjálf- bærum samfélögum og betri nýtingu á ýmsum verðmætum í samfélaginu. ■ 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Athyglisverðar tilraunir með breytingar á samfélaginu í Hrísey. Sjálfbær perla í Eyjafir›i FRÁ DEGI TIL DAGS Miðasala í Skífunni, á event.is og í 575-1522 Hver var rændur? Borgarstjóri á Akureyri Sjálfstæðismenn í Reykjavík ætla að velja frambjóðendur sína fyrir borgar- stjórnarkosningar í prófkjöri í haust. Misjafnar skoðanir eru á því hvort leið- togaefnin, sem nefnd hafa verið í opin- berri umræðu, séu svo sterk að þau geti fellt meirihluta Reykjavíkurlistans. Meðal hugmynda sem munu hafa komið fram er að Kristján Þór Júlíus- son, bæjar- stjóri á Akur- eyri, komi reykvískum sjálfstæðismönnum til bjargar og gefi kost á sér til forystu fyrir flokkinn í próf- kjörinu í haust. Stjórnarráðskosningar í Reykjavík Átökin um skiptingu flokkanna á R-list- anum halda áfram. Samfylkingin hefur gefið sterklega í skyn að hún treysti sér vel til að fara fram á eigin forsendum og hefur lagt til að haldið verði prófkjör nánast án trygginga fyrir hina flokkana. Nokkuð óvænt en frekar viðbúin skila- boð munu nú hafa borist langt að ofan til félaganna í Reykjavík um nauðsyn þess að Samfylkingin tjasli saman R-listanum. Framtíð flokksins í Reykjavík sé lítil sem engin ef litið er til tækifæranna að hirða stjórnarráðið eftir næstu alþingiskosningar. Þingsæti í Hafnarfirði Nú er orðið ljóst að Guðmundur Árni Stefánsson heldur brott til Svíþjóðar. Félagar í samfylkingarbænum Hafnar- firði munu vera farnir að huga að arf- taka hans á Alþingi. Þeir sem helst eru nefndir þar eru Lúðvík Geirsson bæjar- stjóri og Gunnar Svavarsson, forseti borgarstjórnar. Gunnar mun ekki hafa í hyggju að taka þátt í próf- kjöri fyrir næstu bæjar- stjórnarkosningar heldur láta Lúðvík eftir bæinn og sigla sjálfur inn í al- þingiskosningar, enda ábyrgð Lúðvíks mikil að skilja bæinn ekki eftir í reiðileysi. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Væri ekki nær fyrir Gu›mund Árna og Lú›vík Geirsson a› fagna flví a› einhverjir skuli hafa áhuga á a› ná yfirrá›um í Sparisjó›i Hafnarfjar›ar – hverjir svo sem fleir eru? Skipt- ir einhverju máli hver á spari- sjó›ina? Ef hinir sömu kysu a› breyta sparisjó›num í hlutafé- lag yr›i til grí›arstór sjó›ur, Hafnarfjar›arsjó›urinn, sem gæti úthluta› háum fjárhæ›- um til verkefna í heimabygg›... hjalmar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.