Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 62
50 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Stór hópur reykvískra sjálfstæðis-manna mun nú vera að þrýsta
mjög á Júlíus Vífil Ingvars-
son um að gefa kost á sér í
prófkjöri sjálfstæðismanna í
haust. Þeir telja að sjónar-
sviptir hafi orðið að Júlíusi
Vífli þegar hann hvarf
úr borgarmálunum
fyrir það kjörtímabil
sem nú er senn á
enda. Hann kaus þá
að einbeita sér að
öðrum störfum fjarri
hringiðu stjórnmál-
anna. Júlíus Vífill vakti
athygli fyrir vaska framgöngu í ýms-
um málum þegar hann starfaði sem
borgarfulltrúi. Sjálfur mun Júlíus Vífill
vera að íhuga það alvarlega að gefa
kost á sér en mun ekki hafa gefið
neitt uppi um hvort af verði en
stuðningsmenn hans leggja mikla
áherslu á að hann gefi kost á sér.
Davíð Smári vann hug og hjörtuÍslendinga þegar hann tók þátt í
Idol stjörnuleit fyrr á árinu. Davíð
Smári þótti harður í horn
að taka en þegar líða fór
á þáttaröðina kom ljúf-
ur drengur í ljós bak
við harða skelina.
Davíð Smári er góð-
mennskan uppmál-
uð og ætlar að gefa
fólkinu á sambýlinu
Skagaseli eintak af
nýjustu plötunni
sinni, You Do Something to Me, sem
kemur út í dag. Davíð vann á sambýl-
inu áður en hann sló í gegn í Idol og
hefur greinilega ekki gleymt sínum
gömlu félögum.
Steingrímur Ólafsson, hinn skel-eggi upplýsingafulltrúi Halldórs
Ásgrímssonar forsætisráðherra, bland-
ar greinilega ekki geði við marga
flokksbræður yfirmanns síns og kann-
ast að því er virðist lítið við kollega
sína í stétt skósveina Framsóknar-
flokksins. Þannig var mál með vexti
að blaðamaður sem var að leita að
Pétri Gunnarssyni, skrifstofustjóra
flokksins og spunameistara, ákvað að
freista gæfunnar og spyrja Steingrím
hvort hann vissi hvar hægt væri að ná
Pétur. Steingrímur varð hins
vegar steinhlessa og skildi
ekkert í að nokkrum skyldi
detta í hug að spyrja sig út
í einhvern Pétur hjá Fram-
sóknarflokknum. Sjálfur
ynni hann jú bara fyrir
forsætisráðuneytið en
væri annars í litlu sam-
neyti við framsóknar-
menn.
Lárétt: 1 ljósa, 6 kyrra, 7 í röð, 8 bogi, 9
sofa laust, 10 land, 12 litdauf, 14 ánægð,
15 rykkorn, 16 til, 17 fugl, 18 skordýr.
Lóðrétt:1 mannvirki í gatnagerð, 2 hestur,
3 samtök, 4 bindur, 5 hagnað, 9 vensla-
mann, 11 ala, 13 óski, 14 . . frændi, 17
píla.
LAUSN
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
Stór
Humar
Hljómsveitin Leaves mun hita
upp fyrir stórsveitina Duran Dur-
an þegar hún heldur tónleika hér á
landi þann 30. júní. Simon Le Bon
og félagar völdu sjálfir hljóm-
sveitina til þess að spila á und-
an sér. Leaves er nýkomin úr
tónleikaferð þar sem hún hitaði
upp fyrir hljómsveitirnar
Supergrass og Thirteen
Senses.
„Þetta er mjög gaman og
kom reyndar frekar óvænt.
Það var bara hringt skyndi-
lega í okkur og spurt hvort
við hefðum áhuga. Mér
skilst að þeir hafi hafnað
nokkrum hljómsveitum áður
en þeir völdu okkur og þetta
er auðvitað ekkert nema mikill
heiður,“ segir Arnar Guðjónsson,
söngvari hljómsveitarinnar.
Nýlega kom
ú t
smáskífan The Spell og gengur
hún vonum framar, að sögn um-
boðsmanns sveitarinnar. „Ég held
að ástæðan fyrir góðu gengi
smáskífunnar sé að mynd-
bandið er að gera góða hluti
og menn eru voðalega
ánægðir með þetta allt
saman. Þetta er gæðasmá-
skífa sem fær góðar við-
tökur. Platan, The Angela
Test, kemur svo út í
ágúst,“ segir Árni Ben,
umboðsmaður Leaves.
Leaves hitar upp fyrir Duran
Leit stendur yfir að 500 stað-
genglum og 25 Japönum búsettum
á Íslandi, sem eiga að fara með
hlutverk í stórmynd Clints
Eastwood, Flags of Our Fathers,
sem verður tekin upp að hluta til
hér á landi dagana 12. ágúst til 7.
september.
Einnig hefjast í byrjun júlí
prufur fyrir fimmtán textahlut-
verk í myndinni. Þar geta íslenskir
leikarar meðal annars fengið að
spreyta sig auk þess sem settar
verðar í næstu viku upp prufur
fyrir bandaríska hermenn sem
starfa á herstöðinni í Keflavík.
„Það er byrjaður að koma svo-
lítill fjöldi af fólki. Þetta er allt að
fara af stað,“ segir Alexía Björg
Jóhannesdóttir hjá Casting, sem
sér um að skrá fólk í myndina. „Við
erum að leita að 500 karlmönnum á
aldrinum 18-40 ára til þess að leika
hermenn og yfirmenn í hernum.
Menn þurfa að hafa ákveðið lúkk
og líta út fyrir að vera amerískir
hermenn. Það eru allir velkomnir
samt sem áður. Við leitum að
mönnum með góðan amerískan
hreim fyrir textahlutverkin. Þau
eru sum með eina eða tvær línur
en ein lína er hellingur ef það er í
Eastwood-bíómynd,“ segir Alexía,
sem hefur þegar fengið að lesa
handrit myndarinnar. „Þetta er
æðislegt handrit, alveg geggjað.
Auðvitað er Hollywood-bragð af
þessu en handritið er mjög fallegt.
Það er byggt á sögunni um það sem
gerðist á eyjunni Iwo Jima í síðari
heimsstyrjöldinni og er saga eins
manns sem var í stríðinu.“
Bandarískir búningahönnuðir
sitja um þessar mundir sveittir við
að sauma búninga fyrir myndina
en þeir sem mæta í prufu verða
allir mældir í bak og fyrir, auk
þess sem teknar verða myndir af
þeim. Í byrjun júlí mun kona sem
hefur séð um að velja í hlutverk
fyrir síðustu myndir Eastwoods,
þar á meðal Óskarsverðlauna-
myndina Million Dollar Baby,
velja úr þá sem best henta fyrir
myndina. Skömmu síðar fá menn
að vita hvort og þá hvenær þeir
eiga að mæta á tökustað. „Það er
enginn á tökusetti allan tímann.
Þetta er mjög misjafnt. Stundum
þarf 500 staðgengla og stundum
200. Stundum eru menn bara í tvo
daga og ekkert meira. Þetta er
gríðarlegt púsluspil,“ segir Alexía.
Fyrstu starfsmenn kvikmynda-
tökuliðsins vegna myndarinnar
eru nýkomnir til Reykjanesbæjar
til að undirbúa upptökur í Stóru
Sandvík í Reykjanesbæ og í
Krýsuvík, sem er í landi Hafnar-
fjarðar. Sjálfur Clint Eastwood er
síðan væntanlegur til landsins 10.
ágúst en daginn eftir verður fyrsti
æfingadagurinn haldinn vegna
myndarinnar. freyr@frettabladid.is
FLAGS OF OUR FATHERS: EASTWOOD KEMUR 10. ÁGÚST
Yfirmenn óskast í herinn
MEÐ ÓSKAR FRÆNDA Óskarsverð-
launahafinn Clint Eastwood kemur hingað
til lands 10. ágúst.
FRÉTTIR AF FÓLKI
... fær Rúnar Rúnarsson fyrir að
fá aðalverðlaunin á stærstu
stuttmyndahátíð Spánar, Huesca
International Film Festival.
HRÓSIÐ
Ég komst að því um daginn að deit og fyrstu kynni eru að
líða undir lok! Það er einfaldlega ekki lengur þörf fyrir þau!
Með tilkomu leitarvéla á netinu eins og google.com og
leit.is hefur skemmtilega ferlið þegar fólk er fyrst að kynn-
ast og spyrja hvort annað spjörunum úr verið sett í mikla
hættu. Það er engin þörf fyrir spjall til að komast að hlut-
um um fólk sem verða að teljast nauðsynlegir til þess að
hægt sé að ákveða hvort aðilinn henti manni eða ekki. Það
er alveg nóg að „gúgla“ bara manneskjuna og taka ákvörð-
unina jafnvel áður en farið er á fyrsta deitið eða áður en
fyrsta viðreynslan fær að eiga sér stað.
Vinkona mín hefði til dæmis betur gúglað manninn sem
hún fór á stefnumót með og komst svo síðar að því að
hann var bróðir eins sem hún hafði verið með nokkrum
árum áður. Þannig hefði hún getað komist hjá ansi vand-
ræðalegum aðstæðum og símtölum og sparað sér fullt af
uuu-um og sko-um.
Svo frétti ég af einni vinkonu minni sem var að fara að hitta
strák. Hún tók sig til og gúglaði hann í vinnunni daginn sem
fyrsta deitið þeirra átti að fara fram. Þegar hún fór heim úr
vinnunni að gera sig klára fyrir kvöldið var hún heldur
betur margs vísari. Hún var búin að komast að því
hvers son drengurinn var, hver voru systkini hans
og foreldrar og við hvað hann starfaði. Þá fann
hún ýmsar upplýsingar um hann á vefsíðu fyrir-
tækisins þar sem hann vann. Þar sá hún hvaða
menntun hann hafði og hvenær hann hafði út-
skrifast. Síðan fann hún bloggsíðu hjá vini hans
sem leiddi hana yfir á persónulegu myndasíðuna
hans. Þar sá hún meðal annars myndir af fyrrver-
andi kærustunni hans, sem hún kannaðist við síð-
an úr grunnskóla, og af vinum hans. Svo fór hún
út að borða með honum, þóttist ekkert um hann
vita, svona eins og það hefði átt að vera, og lagði
fyrir hann fullt af spurningum, vitandi svörin. Síðan í
einni umræðunni missir hún út úr sér nafnið á fyrr-
verandi kærustunni sem hann hafði aldrei nefnt á
nafn heldur haldið sig við „mín fyrrverandi“ nefnið.
Þá fór hún auðvitað alveg í kleinu og náði að bulla
sig út úr því með því að segja að vinkona hennar
hefði sagt henni það fyrr um daginn. Eldrauð
í framan, með svitaperlur á enninu skipti
hún um umræðuefni og tókst að halda
andlitinu, eða svona hér um bil.
Ég verð eiginlega að viðurkenna að mér
finnst þetta upplýsingaflóð vera að fara
fram úr öllu valdi og eyðileggja fyrir okk-
ur spennuna og óvissuna sem fylgir því
að kynnast. Fólk á einfaldlega ekki séns
á að gefa þá mynd af sér sem því sýn-
ist. Sjarminn af þessum annars stór-
skemmtilegu stundum, þegar við erum
að uppgötva hvort annað, er að verða
að engu. Hins vegar getur þetta sparað
manni leiðinleg kvöld á misheppnuð-
um og óþörfum stefnumótum sem eru
reyndar yfirleitt efni í hlátursköst og sögu-
stundir með vinkonunum. Þess vegna
ætla ég blátt áfram að mæla með því að
við gefum fólki sjéns og gleymum gúglinu!
„Gúglöldin”
Lárétt: 1bjarta, 6róa,7jk,8ýr, 9mók,10
láð,12grá, 14sæl,15ar, 16að,17örn,
18maur.
Lóðrétt: 1brýr, 2jór, 3aa,4tjóðrar, 5akk,
9mág,11fæða,13árni,14sam,17ör.
REYKJAVÍKURNÆTUR > HÖRPU PÉTURSDÓTTUR FINNST UPPLÝSINGAFLÆÐIÐ VERA AÐ EYÐILEGGJA SPENNUNA
ALEXÍA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Alexía hefur lesið handrit Flags of Our Fathers og segir það alveg geggjað.
LEAVES Hljómsveitin mun hita
upp fyrir hina stórvinsælu sveit
Duran Duran þegar hún heldur
tónleika hérlendis í lok júní.