Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 52
LEIKUM NÚNA Falleg og brosmild hnáta söng án undirleiks við opnun leiklistarhátíðar- innar Leikum núna en henni til halds og trausts var Þórgnýr Dýrfjörð, menningarfulltrúi Akureyrarbæjar. Eggert Pétursson mynd- listarmaður mun hljóta önnur verðlaun norrænu myndlistarverðlaunanna Carnegie Art Award 2006 sem afhent verða í haust. Verðlaunin eru ein þau stærstu sem veitt eru í dag ef miðað er við verðlaunaféð, en upphæðin sem fylgir verðlaunum Eggerts Péturssonar er 600.000 sænskar krónur. Af 115 tilnefningum var tuttugu og einn listamaður af Norðurlöndunum valinn til að sýna á Carnegie-sýningunni sem sett verður upp í höfuðborgum Norðurlandanna, auk Nice og London, árið 2006. Dómnefnd valdi verðlaunahafa úr þeim hópi, en sérstakur gestur dómnefndar var Suzanne Pagé frá Nútíma- listasafni Parísarborgar. „Þetta er auðvitað mikil viðurkenning. En þetta hefur engin áhrif á sjálfan mig sem myndlistarmann, ég held bara áfram því sem ég hef verið að gera,“ segir Eggert. Landsmenn geta barið verð- launaverk Eggerts augum á Carnegie Art Award 2006 að ári en sýningin verður opnuð í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 10. júní 2006. Í fréttatilkynningu frá Carnegie Art Award segir: „Sérstæð blómamálverk lista- mannsins eru ólík öllum öðrum út- listunum á náttúru eða grasa- fræði. Í þeim er að finna ótrúlega nákvæmni og flókna innviði; þau eru nánast staðfræðileg í áþreif- anleika sínum.“ Stofnað var til Carnegie verð- launanna 1998 til að koma nor- rænni myndlist á framfæri og styðja myndlistarmenn á Norður- löndunum. Hreinn Friðfinnsson hlaut verðlaunin árið 2000 en fjöldi Íslendinga hefur tekið þátt í sýningunni. Að þessu sinni hlaut sænska listakonan Karin Mamma Andersson fyrstu verðlaun og finnska listakonan Petra Lind- holm þriðju. „Ég tók þátt í sýningunni 2004 en geri ráð fyrir að verk mín fái meiri athygli vegna verðlaun- anna. Það er ánægjulegt að fá þetta núna þegar ég er að klára mikla vinnutörn. Ég er búinn að vinna mjög mikið í vetur því ég er að fara að sýna í Salzburg með Helga Þorgils,“ segir Eggert um það sem er fram undan. 40 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR Menningin eflir ímynd bæjarfélagsins Gleðifréttir frá Gleðistofu Íslands Laugardaga kl. 11:30 og alla virka daga kl. 11:30, 16:30 og 21:30 Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 14-18 mánudaga - laugardaga 12-18 sunnudaga Lokað 2. og 3. júlí. KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14 Hundabúr - Hvolpagrindur Full búð af nýjum vörum. 30% afsláttur af öllu. Tokyo gæludýravörur Hjallahrauni 4 Hafnarfirði s. 565-8444 Opið: mán. til fös. 10-18 Lau. 10-16 Sun. 12-16 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K Blómamálari fær norræn myndlistarver›laun „Myndirnar túlka það sem ég upp- lifi í náttúrunni þó þetta séu ekki eiginlegar náttúrumyndir. Þetta er mín túlkun á náttúrunni. Mér finnst eins og við þurfum aðeins að huga að því hvernig við ætlum að vernda þetta land því mér finnst sem við séum að raska nátt- úrunni of mikið. Mér finnst við þurfa að passa þennan fjársjóð sem við eigum, landið okkar, því við eigum það ekki heldur höfum við það aðeins að láni í takmarkað- an tíma og við eigum að skila því tilbaka eins og við fengum það og kannski í betra ástandi,“ segir Anna Leósdóttir málari, sem opnar sína sjöttu málverkasýninu í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardag- inn 25. júlí. Á sýningunni eru 50 olíumynd- ir eftir Önnu. Þema sýningarinnar er vernd- un íslenskrar náttúru. „Ef fólki líður vel þegar það horfir á myndirnar líður mér vel, og kannski vekja þær fólk líka til umhugsunar um náttúruna,“ segir Anna, sem er sjálfmenntuð í mál- aralistinni og hefur stundað hana í yfir tuttugu ár. Sýning Önnu í Ráðhúsinu stendur yfir til 10. júlí. ANNA LEÓSDÓTTIR „Ef fólki líður vel þegar það horfir á myndirnar líður mér vel, og kannski vekja þær fólk líka til umhugsunar um náttúruna,“ segir málarinn sem opnar sína sjöttu málverkasýningu um helgina. Verndun íslenskrar náttúru EGGERT PÉTURSSON Eggert lærði á Íslandi en bjó um tíma í Bretlandi og í Maastricht í Hollandi. Sver›berinn seld til Noregs og Danmerkur Unglingasaga Ragnheiðar Gests- dóttur, Sverðberinn var í vikunni seld til Danmerkur og Noregs. Ragnheiður hlaut sem kunnugt er Norrænu barnabókarverðlaunin 2005 fyrir bókina og höfundar- verk sitt og mun hún veita verð- laununum viðtöku þann 29. júní næstkomandi. Það var danska forlagið Sesam sem tryggði sér útgáfuréttinn þar í landi, en Ástarsaga úr fjöllunum, eftir Guðrúnu Helgadóttur og Brian Pilkington, kom einnig út hjá Sesam fyrir allmörgum árum. Í Noregi mun bókin koma út hjá N.W. Damm & Søn AS en á næstu dögum mun forlagið einnig gefa út Njálu eftir Brynhildi Þórarinsdóttur og Margréti E. Laxness sem kom út hjá Máli og menningu árið 2002. Listasumar 2005 var sett á Akur- eyri í fyrradag og rekur hver list- viðburðurinn annan fram til 27. ágúst þegar Listasumri lýkur. Al- þjóðlega leiklistahátíðin Leikum núna, „Act now“, var einnig form- lega opnuð í gær á Akureyri með þátttöku félaga í Götudansleik- húsinu og Leikklúbbnum Sögu en hátíðin stendur fram á laugar- dagskvöld. Þórgnýr Dýrfjörð, menningar- fulltrúi Akureyrarbæjar, segir að Listasumarið og aðrar menning- artengdar uppákomur á Akureyri hafi gríðarlega jákvæð áhrif á ímynd bæjarins. „Menningin í víðum skilningi styrkir Akureyri sem skapandi bæ og laðar að fjölda ferðamanna en mörg dæmi eru um að landsmenn skipuleggi ferðalög sín um landið með tilliti til viðburða á Listasumri á Akur- eyri,“ segir Þórgnýr. Í tengslum við Listasumar verður haldin Jónsmessuhátíð í kvöld í Kjarnaskógi við Akureyri þar sem í boði verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna og síðar um kvöldið leikur Oktett Ragnheiðar Gröndal sígildar djass- og blúsperlur á Græna hatt- inum. kk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.