Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 28
Sæmundur Kristjánsson á Næstu grösum segir leyni- vopnið felast í límónum. Mörgum grænmetisætum finnst þær vera útundan þegar grillað er. Grill vill oft snúast mikið um kjöt eða fisk og minna um það sem með er haft eða sérstaka grænmetisrétti. Sæmundur Krist- jánsson, veitingamaður á græn- metisveitingastaðnum Á næstu grösum, hefur grillað grænmetis- rétti í mörg ár með afar bragð- góðum árangri. Hann segir leyni- vopnið vera límónur.“ Mér finnst nauðsynlegt, hvað sem er verið að gera á grillinu, að kreista límónusafa yfir það sem var grill- að. Límónan æsir upp allt bragðið af grillmatnum, hvort sem um kjöt, fisk eða grænmeti er að ræða. Það er hægt að grilla hvað sem er. Smátt saxað grænmeti er til dæmis hægt að setja í álpappír og setja marineringu, hvítlauk eða olíu, salt og pipar á og skella því á grillið. Hvítlauk er gott að grilla í álpappír með olíu, salti og pipar og þá verður hann dísætur og spýtist út úr hýðinu. Bæði er hægt að nota hann þannig í salöt og marineringar en hann er líka mjög góður einn og sér.“ Sæ- mundur gefur hér uppskriftir að þríréttaðri grænmetisgrillveislu. Döðlur Döðlur eru ríkar af próteini, vítamínum og trefjum og eru góðar einar og sér eða með mygluostum. Til dæmis er hægt að skera þær í tvennt, setja í þær gráðost og bera fram sem fingurfæði í veislum. [ ] S í m i : 5 6 8 6 4 4 0 | b u s a h o l d @ b u s a h o l d . i s Stá lpottasett á góðu verði Brúðhjónal istar og gjafakort Erum flutt að Skólavörðustíg 16 í stærra og glæsilegra húsnæði. Margar nýjar vörur og tilboð. *tilbúnir réttir beint í ofninn, *ekta ítalskur ís og margt fleira. Verið velkomin á Skólavörðustíginn Yggdrasill Lífrænt ræktaðar vörur frá 1986 • S: 562 4082 Grænmeti er gott á grillið Sæmundur Kristjánsson grillar af lífi og sál og límónurnar örugglega ekki fjarri seilingar. Gaman er að breyta til og blanda grænmeti út í snúðana. Nýbakaðir snúðar eru alltaf ljúf- fengir og þegar búið er að blanda smátt söxuðu grænmeti út í eru þeir líka orðnir hollustufæði. Þetta veit Sigríður Hafstað, hús- freyja í Vík í Skagafirði, og myndin sem hér birtist er tekin við eldhúsborðið hjá henni. 6 dl mjólk 2 msk. hunang 1/2 dl olía 1 tsk. salt 1 kg hveiti 1 bréf þurrger 4 sneiðar skinka 1 græn paprika 1 rauð paprika 1/2 blaðlaukur Smá mexíkó-ostur eða annar ostur Mjólkin, hunangið og saltið er yljað. Þurrefninu er blandað saman og deigið hnoðað létt. Látið lyfta sér í um hálftíma og á meðan er grænmetið, skinkan og osturinn skorið smátt. Síðan er deigið flatt út, smurt með smá smjöri og góðmetinu dreift yfir. Rúllað upp og skorið í sneiðar sem látnar eru á plötu. Breitt yfir plötuna og snúðarnir látnir lyfta sér í um 20 mínútur á volgum stað áður en þeir eru bakaðir við 200 gráðu hita þar til þeir eru gullin brúnir. ■ Litglaðir snúðar UPPSKRIFTIR Grilluð fyllt paprika með gorgonzola-osti fyrir fjóra 2 meðalstórar rauðar paprikur, skornar í tvennt og fræhreinsaðar 3 tómatar, skornir í teninga 1 msk. gróft saxað kapers 2 msk. gróft saxaðar ólífur 1/2 fínt saxaður rauðlaukur 2 kvistar fínt skorið basillauf 4 sneiðar gorgonzola-ostur (eftir smekk) 1/2 lime til bragðauka Jómfrúarólífuolía, salt og pipar Aðferð Öllu nema paprikunum og ostinum er blandað saman í skál og smakkað til. Þetta er síðan sett í paprikuna og ost- inum er komið fyrir í miðjunni. Paprikan er sett á meðalheitt grillið og látin vera þar góða stund, helst með hjálminn yfir. Jurtakryddaðir portobello- sveppir í sveitabrauði – „Portobello-borgari“ fyrir fjóra 8 meðalstórir portobello-sveppir Marinering: 1/4 búnt ítölsk steinselja 1/4 búnt kóríander 4 hvítlauksgeirar 2 msk. dijon-sinnep 1cm, fínt saxað engifer 4 msk. jómfrúarolía 1/2 lime, kreist yfir í blálokin þegar sveppirnir eru eldaðir Salt og pipar Aðferð Allt sett í blandara nema sveppirnir og maukað vel. Blandan er sett á sveppina og þeir svo grillað- ir á góðum hita og lime kreist yfir í lokin og kryddað með salti og pipar. Meðlæti og sveitabrauð 1 sæt kartafla í 1/2 cm þykkum sneiðum 1 eggaldin í 1/2 cm þykkum sneiðum 1 rauðlaukur í sneiðum 4 tómatar, skornir í tvennt 1 hringlótt brauð sem er þokkalega þétt í sér skorið í 8 sneiðar Aðferð Allt penslað með ólífuolíu og grillað á mjög heitu grilli báðum megin. Látið jafna sig á efri grind á grillinu góða stund. Brauðið er penslað með olíu eða marin- eringunni og grillað síðast við góðan hita, báðum megin. Gott er að smyrja brauðið með dijon- sinnepi og sýrðum rjóma eftir smekk og svo er raðað saman sætum kartöflum, eggaldini, tómötum, sveppum og rauð- lauk á brauðið og önnur sneið jafnvel sett ofan á. Kanilbragðbættir bananar og perur í skjóðu fyrir fjóra 2 perur, fræhreinsaðar og skrældar skornar í 1/2 cm sneiðar 2 bananar, afhýddir og skornir í 1/2 cm sneiðar 4 ferskjur, skornar í tvennt og skrældar Safi úr hálfri appelsínu Safi úr hálfri límónu 1/4 tsk. kanilldufti stráð yfir eða 1/2 kanilstöng sett í 30 g smjör sett með ávöxtunum 2 tsk. appelsínumarmelaði Aðferð Búið til tvöfalt þykkt umslag úr álpappír 40x30 cm sem er lokað í þrjá kanta. Fyllið umslagið með ávöxtunum og lokið vel og vandlega. Setjið síðan á vel heitt grillið þangað til umslagið er farið að bólgna en þá ætti eftirrétturinn að vera tilbúinn. Skerið eina góða rauf í og snæðið! Verði ykkur að góðu! Það er alltaf skemmtilegt að rekast á gæðavöru sem er á góðu verði. Það verður þó að teljast einstakt að geta keypt hálfs lítra dós af hinum vel- þekkta danska Harboe Premium Lager bjór á aðeins 148 kr. sem gerir Harboe að einum ódýrasta bjór Vín- búðanna í dag. Harboe Premium Lager er tiltölulega nýr á íslenska markaðnum, en er vel þekktur í Dan- mörku fyrir bragðgæði og hagstætt verð. Harboe Premium Lager er 4,4%, fallega gullinn bjór með létta fyllingu, mildri sýru og litla beiskju. Hann hefur ferskt kornbragð og svo- lítinn karamellukeim. Það verður að segjast að Harboe er hreint út sagt magnaður! Verð í Vínbúðum 148 kr. í 500 ml. dós. HARBOE: Danskur gæðabjór á ótrúlegu verði! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.