Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 10
VERUM VINIR Þótt mannfólkið umgangist
hvert annað á stundum af fjandskap láta
dýrin það ekki stöðva sig í vináttu sinni. Tík-
in Sadie og hesturinn Paige eru til dæmis
perluvinir en þau búa á bóndabæ í Kanada.
10 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR
SÞ gagnrýna Bandaríkjastjórn:
Segjast vita af pyntingum
GENF, AP Sérfræðingar í mannrétt-
indamálum á vegum Sameinuðu
þjóðanna gagnrýna Bandaríkja-
stjórn harðlega fyrir að hleypa
þeim ekki inn í fangelsið í Guant-
anamo-flóa á Kúbu. Sérfræðing-
arnir segjast nær fullvissir um að
þar séu fangar pyntaðir. Þetta
kom fram á fundi sem mannrétt-
indastofnun SÞ hélt í Genf í gær.
Sameinuðu þjóðirnar hafa nú
reynt síðan snemma árs 2002 án
árangurs að fá leyfi Bandaríkja-
stjórnar til að senda mannrétt-
indafulltrúa að rannsaka fangels-
ið. Þeir hafa margsinnis ítrekað
þá beiðni sína og segjast hafa
heyrt frá áreiðanlegum heim-
ildarmönnum að í fangelsinu séu
stundaðar pyntingar, illgjörn
meðferð á föngum og mannrétt-
indi séu ítrekað þverbrotin.
Einnig segjast þeir hafa heyrt af
svipuðum mannréttindabrotum í
bandarískum fangelsum í Írak og
Afganistan.
Austurríkismaðurinn Manfred
Nowak sem er sérfræðingur um
pyntingar segir þó að ekki sé hægt
að dæma um sekt Bandaríkja-
stjórnar í málinu nema mannrétt-
indafulltrúar fái sjálfir að skoða
aðstæður en tekur einnig fram að
honum þyki líta út fyrir að verið
sé að reyna að fela eitthvað mis-
jafnt. ■
Geymir og ASÍ:
Funda› um ágreiningsmál
KJARABARÁTTA Forsvarsmenn
Geymis ehf. og ASÍ funduðu í gær
vegna máls pólska verkafólksins
sem dvalið hefur hér á landi við
störf að undanförnu og telur sig
hlunnfarið. Halldór Grönvöld,
aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ,
segir að fundurinn hafi verið
gagnlegur og nú sé unnið úr þeim
gögnum sem lögð voru fram á
fundinum.
„Þeir lögðu fram gögn þar sem
fram kom að þeir höfðu greitt
vörsluskatta auk þess sem þeir
lögðu fram ýmislegt varðandi þá
afstöðu sem þeir hafa til þeirra
launa sem fólkið á rétt á að fá. Við
óskuðum eftir að gert yrði upp við
fólkið á grundvelli okkar útreikn-
inga en við ætlum að kynna okkur
þeirra gögn,“ sagði Halldór.
Eiríkur Elís Þorláksson, lög-
maður Geymis, sagði að hann
hefði komið gögnum frá umbjóð-
anda sínum á framfæri, þar á
meðal forsendum fyrir launa-
útreikningum. „Okkar hugur
stendur til að leysa þetta mál á
sem bestan hátt fyrir alla aðila,“
sagði Eiríkur. -hb
Sektir gætu fari›
yfir 200 milljónir
Vanskil vir›isaukaskatts og opinberra gjalda átta fyrirtækja sem tíu einstakling-
ar eru ákær›ir fyrir nema yfir 104 milljónum króna. A› auki eru tveir úr hópn-
um ákær›ir fyrir heimildarlausan yfirdrátt upp á tæpar 24 milljónir króna.
DÓMSMÁL Tíu sæta ákærum í mál-
um vegna fyrirtækja sem eru í
eigu feðganna Sveins R. Eyjólfs-
sonar og Eyjólfs Sveinssonar, eða
þeim tengd. Kærurnar varða van-
skil á virðisaukaskatti og opin-
berum gjöldum, en að auki eru
Eyjólfur og Svavar Ásbjörnsson,
fyrrum fjármálastjóri Frétta-
blaðsins ehf. og Vísis.is ehf. sak-
aðir um umboðssvik. Þeir eru
sagðir hafa millifært á tímabilinu
29. apríl til 27. maí 2002 tæpar 25
milljónir af reikningi Vísis.is yfir
á reikning Fréttablaðsins ehf.
þannig að heimildarlaus yfirdrátt-
ur nam tæpum 24 milljónum
króna.
Alls nema vanskil á virðisauka-
skatti og opinberum gjöldum
rúmum 104 milljónum króna, en
þau eru tengd rekstri fyrirtækj-
anna Fréttablaðsins ehf., Vísis.is
ehf., Dagsprents hf., Markhúss-
ins-markaðsstofu ehf., Nota Bene
hf., Info skiltagerðar ehf., Póst-
flutninga ehf. og ÍP-prentþjónust-
unnar ehf. Ákæru sæta fram-
kvæmdastjórar og stjórnarmenn
sem komu að rekstri fyrirtækj-
anna, en málið höfðar fyrir hönd
Ríkislögreglustjóra Jón H.
Snorrason saksóknari, yfirmaður
efnahagsbrotadeildar.
Í yfirlýsingu sem lögmenn
Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs
Sveinssonar sendu út í gær segir
að mikilvægt sé að mál sem teng-
ist þeim feðgum „og hafi í 3 ár
verið til umfjöllunar hjá opin-
berum aðilum, með tilheyrandi
fjölmiðlaathygli, séu nú loksins
komin til meðferðar“. Þar segir
að refsiábyrgð vegna vörslu-
skatta sé að mörgu leyti gölluð og
ekki rökrétt að sama refsiábyrgð
fylgi því að greiða slíka skatta
einum eða nokkrum dögum eftir
gjalddaga og að greiða þá alls
ekki. Lög kveða á um að sekt skuli
nema að minnsta kosti tvöföldum
vanskilum. „Þannig stendur á, og
það mun koma fram við rekstur
þessa dómsmáls, að langstærstur
hluti þeirra fjárhæða sem til-
greindar eru í ákæruskjali og
tengjast fyrirtækjum skjólstæð-
inga okkar hefur þegar verið
greiddur,“ segir í yfirlýsingunni.
Þá kemur fram að Sveinn og
Eyjólfur telji að í ljós muni koma
að í greiðsluerfiðleikum fyrir-
tækja þeirra hafi verið fullur vilji
til að fara að lögum. Áréttað er að
þeir feðgar tengist ekki eigna-
böndum þremur fyrirtækjanna
sem nefnd eru í ákæru Ríkis-
lögreglustjóra. -óká
MANFRED NOWAK Sérfræðingur Samein-
uðu þjóðanna um pyntingar segir að það
líti út eins og Bandaríkjastjórn reyni að fela
eitthvað misjafnt um meðferð fanga í
fangelsinu í Guantanamo-flóa.
Danska ríkisútvarpið:
Hlutleysi›
rannsaka›
DANMÖRK Danska ríkisstjórnin
ætlar að verja rúmum fimmtíu
milljónum íslenskra króna í að
rannsaka hvort fréttastofur
danska ríkisútvarpsins rísi undir
ábyrgð sinni að flytja „fjölbreytt-
ar, hlutlausar og óháðar fréttir“.
Brian Mikkelsen menntamála-
ráðherra sagði í samtali við
Jyllandsposten að þar sem ríkis-
útvarpið fengi yfir 30 milljarða ís-
lenskra króna á ári væri nauðsyn-
legt að fréttaflutningur þess væri
hafinn yfir allan vafa.
Hann vísaði því hins vegar al-
gjörlega á bug ásökunum stjórn-
arandstæðinga um að rannsóknin
væri átylla til að reka fréttamenn
sem hefðu aðrar stjórnmálaskoð-
anir en ríkisstjórnin. Einungis
væri verið að styrkja stöðu
stofnunarinnar. -shg
Viðhorfskönnun Gallups:
Seltirningar
ánæg›ir
SVEITARSTJÓRNARMÁL Seltirningar
eru mjög ánægðir með þá þjón-
ustu sem bærinn veitir, sam-
kvæmt nýrri viðhorfskönnunn
Gallups.
Í könnuninni kemur fram að 85
prósent aðspurðra telja þjónustu
bæjarins í heild vera góða og níu
af hverjum tíu eru ánægðir með
viðmót og framkomu bæjarstarfs-
manna. Leikskólar bæjarins fá
góða umsögn bæjarbúa en 95 pró-
sent aðspurðra segja þá veita
góða þjónustu.
Jónmundur Guðmarsson
bæjarstjóri er afar ánægður með
niðurstöðurnar og segir þær
viðurkenningu á því að bærinn
vinni vel en einnig séu þær hvatn-
ing til að gera enn betur í framtíð-
inni.
-jse
!"#$%%&
' (
(
) *
+,,,,,,,,
-
.$ /
- . % /
- . % /
0$"1%%%23 3
*
'4
, ' *
5 ' 3
6
') *
4
*
'
7
' *
8
)
90 :4
"
& ;#&11 *
5 *
$
( '
2
*
* *
!"
#$$ < 3
)
%!
"
%
&'(
!
)
$$$
*
+"
,
*
-
.
%
! /
.
#$$
000 1
2
/
=>
?
+;11@$AA
( '+;11@$%%
*'BC
DDD
#
Misnotaði debetkort:
Kæra dróst
um tvö ár
DÓMSTÓLAR 27 ára gömul kona var
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
dæmd til tveggja mánaða fangels-
isvistar fyrir að misnota debet-
reikning sumarið 2002 þannig að
innistæðulaus skuldfærsla nam
rúmri hálfri milljón.
Dómurinn er skilorðsbundinn í
tvö ár, meðal annars vegna drátt-
ar sem varð á útgáfu ákæru, en
hún var ekki gefin út fyrr en 12.
apríl sl.
Konan, sem var 25 ára þegar
brotin voru framin, notaði kortið
178 sinnum án inneignar á tíma-
bilinu frá 24. júní til 10. ágúst
2002. -óká
Í SETUSTOFUNNI Pólsku verkamennirnir á heimili sínu á Höfða.
SVEINN R. EYJÓLFSSON Lögmenn Sveins R. Eyjólfssonar, sem hér að ofan mætir í Héraðs-
dóm Reykjavíkur í gær, og Eyjólfs Sveinssonar sendu í gær frá sér yfirlýsingu um að þeir
feðgarnir myndu ekki tjá sig um mál á hendur þeim meðan það væri fyrir dómi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
MEINT VANSKIL Á VIRÐIS-
AUKASKATTI OG OPINBERUM
GJÖLDUM ÁRIN 2000 TIL 2003
Fyrirtæki Upphæð
Nota Bene hf. 32.794.994
Markhúsið-markaðsstofa ehf. 23.859.984
Info skiltagerð ehf. 14.648.517
Fréttablaðið ehf. 12.852.397
ÍP-prentþjónusta ehf. 6.864.519
Vísir.is ehf. 5.709.837
Póstflutningar ehf. 5.398.195
Dagsprent hf. 2.021.617
Alls: 104.150.060