Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 24. júní 2005 33
Tim Henman, helsta von Breta áWimbledon-mótinu í tennis, er
fallinn úr leik og það strax í 2. um-
ferð. Hann tapaði
fyrir Rússanum
Dmitry Tursunov,
sem er ekki á styrk-
leikalista tennisleik-
ara. Henman er
hins vegar efstur
Bretanna á styrk-
leikalistanum og
hefur verið helsta vonarstjarnan í
sínu heimalandi undanfarin misseri.
Margir áratugir eru síðan heima-
maður vann Wimbledon-mótið og
er það álit manna að nú hafi Hen-
man endanlega misst af sínu síð-
asta tækifæri.
Núverandi meistari í einliðaleikkvenna á Wimbledon-mótinu í
tennis, rússneska ungstirnið Maria
Sharapova, átti ekki í miklum vand-
ræðum með and-
stæðing sinn í 2.
umferð einliðaleiks-
ins. Hún mætti
hinni 15 ára Sesil
Karatantcheva frá
Búlgaríu, sem er
reyndar talin vera
með þeim efnilegri í
greininni í dag. En hún átti ekki roð
við Sharapovu, sem vann 6–0 og
6–1. Karatantcheva vakti mikla at-
hygli á opna franska meistaramót-
inu fyrir skömmu er hún bar sigur-
orð af Venus Williams.
Nú er orðið ljóst að Chelsea hefurtitilvörn sína gegn nýliðum Wig-
an á útivelli. Keppni í ensku úrvals-
deildinni hefst hinn 13. ágúst en
leikurinn um góðgerðarskjöldinn,
sem markar upphaf
hvers tímabils, er
helgina áður. Þar
leikur Chelsea gegn
Arsenal, sem hamp-
aði bikarmeistara-
titlinum. Í fyrstu
umferð deildarinnar
mætast einnig
Arsenal og Newcastle, sem og
Everton og Manchester United. Það
er svo stórleikur strax í annarri um-
ferð er meistarar Chelsea mæta ná-
grönnunum og erkifjendunum í
Arsenal. Ætla má að þar verði Ash-
ley Cole í eldlínunni.
Hermann Hreiðarsson og félagar íCharlton mæta nýliðum Sunder-
land á útivelli í fyrstu umferð tíma-
bilsins. Ef Íslendingafélögin í 1.
deildinni eru skoðuð má sjá að Gylfi
Einarsson og félagar
í Leeds mæta
Millwall á heimavelli
og Reading með
Ívar Ingimarsson
innanborðs mætir
Bjarna Guðjónssyni
og félögum í
Plymouth á heima-
velli. Leicester, félag Jóhannesar
Karls Guðjónssonar, mætir Sheffield
United á útivelli. Þá tekur Íslend-
ingafélagið Stoke City á móti nýlið-
um Sheffield Wednesday á Brittania
Stadium. Ólafur Ingi Skúlason mætir
Scunthorpe á heimavelli með nýja
félaginu sínu, Brentford, í 2. deild-
inni og þá fara lærisveinar Guðjóns
Þórðarsonar í Notts County til
Torquay í 3. deildinni.
Handknattleikslið Hauka fékk liðs-styrk í gær þegar vinstri handar
skyttan Árni Þór Sigtryggsson skrif-
aði undir samning við félagið til
tveggja ára. Árni kemur frá Þór á Ak-
ureyri en hann var valinn efnilegasti
leikmaður DHL-deildarinnar í vor og
var ansi eftirsóttur af liðum hér
heima. Þá var hann með samnings-
tilboð í höndunum frá Flensborg og
Göppingen. Aðalástæða þess að
hann ákvað að leika með Haukum
er sú að hann er að fara að stunda
háskólanám í höfuðborginni og ætl-
ar að mennta sig áður en hann
heldur út í atvinnumennsku.
Markvörðurinn Birkir Ívar Guð-mundsson hefur samþykkt
framlengingu á samingi sínum við
Hauka og þá á félagið í viðræðum
við Arnar Pétursson, sem lék með
FH. Arnar á einnig í viðræðum við
Fram og Val en ætti að taka ákvörð-
un á næstu dögum.
Haukar eru að fullmanna
sinn hóp og ætla ekki að
gefa neitt eftir
á næsta
tímabili. Þeir
setja stefnuna
á að verja Íslands-
meistaratitil sinn og ná
fínum árangri í Evrópu-
keppninni næsta vetur.
ÚR SPORTINU
Watford getur ekki haldið sinni skærustu stjörnu:
Hei›ar ræ›ir vi› Fulham
FÓTBOLTI Íslenski landsliðsfram-
herjinn Heiðar Helguson, sem
leikið hefur með Watford undan-
farin fimm ár, er á leið frá félag-
inu og er talið líklegast að hann
fari til Fulham.
Heiðar hefur verið orðaður við
fjölmörg lið í Englandi undan-
farna daga en áhugi Fulham er til-
tölulega nýtilkominn. Vitað er að
Chris Coleman, stjóri liðsins, leit-
ar nú logandi ljósi að sóknar-
manni eftir að Andy Cole ákvað að
snúa á heimaslóðir í Blackburn.
Sér hann Heiðar sem hinn full-
komna arftaka Coles.
Heiðar var væntanlegur til Ís-
lands sl. miðvikudag en hætt var
við þá heimferð með skömmum
fyrirvara, að því er talið er vegna
fyrirhugaðra viðræðna við Ful-
ham. Forráðamenn Watford hafa
þegar náð samkomulagi við Ful-
ham um kaupverðið á Heiðari en
það er talið vera í kringum 1,5
milljónir punda.
Heiðar er sagður hafa mun
meiri áhuga á að ganga til liðs við
Fulham en Sunderland eða Wig-
an, sem einnig hafa mikinn áhuga
á honum, vegna þess að þá myndi
hann ekki þurfa að flytjast bú-
ferlum. Fjórða liðið sem boðið
hefur í Heiðar, West Ham, hefur
þó enn ekki gefið hann upp á bát-
inn þar sem félagið er innan
seilingar fyrir Heiðar, í höfuð-
borginni London. Ekki náðist í
Heiðar í gær þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir. - vig
HEIÐAR HELGUSON Hefur venjulega staðið sig mjög vel gegn liðum í úrvalsdeild og sann-
að að hann á fullt erindi þangað. Hér er hann í baráttu við William Gallas hjá Chelsea.