Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2005, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 24.06.2005, Qupperneq 45
FÖSTUDAGUR 24. júní 2005 33 Tim Henman, helsta von Breta áWimbledon-mótinu í tennis, er fallinn úr leik og það strax í 2. um- ferð. Hann tapaði fyrir Rússanum Dmitry Tursunov, sem er ekki á styrk- leikalista tennisleik- ara. Henman er hins vegar efstur Bretanna á styrk- leikalistanum og hefur verið helsta vonarstjarnan í sínu heimalandi undanfarin misseri. Margir áratugir eru síðan heima- maður vann Wimbledon-mótið og er það álit manna að nú hafi Hen- man endanlega misst af sínu síð- asta tækifæri. Núverandi meistari í einliðaleikkvenna á Wimbledon-mótinu í tennis, rússneska ungstirnið Maria Sharapova, átti ekki í miklum vand- ræðum með and- stæðing sinn í 2. umferð einliðaleiks- ins. Hún mætti hinni 15 ára Sesil Karatantcheva frá Búlgaríu, sem er reyndar talin vera með þeim efnilegri í greininni í dag. En hún átti ekki roð við Sharapovu, sem vann 6–0 og 6–1. Karatantcheva vakti mikla at- hygli á opna franska meistaramót- inu fyrir skömmu er hún bar sigur- orð af Venus Williams. Nú er orðið ljóst að Chelsea hefurtitilvörn sína gegn nýliðum Wig- an á útivelli. Keppni í ensku úrvals- deildinni hefst hinn 13. ágúst en leikurinn um góðgerðarskjöldinn, sem markar upphaf hvers tímabils, er helgina áður. Þar leikur Chelsea gegn Arsenal, sem hamp- aði bikarmeistara- titlinum. Í fyrstu umferð deildarinnar mætast einnig Arsenal og Newcastle, sem og Everton og Manchester United. Það er svo stórleikur strax í annarri um- ferð er meistarar Chelsea mæta ná- grönnunum og erkifjendunum í Arsenal. Ætla má að þar verði Ash- ley Cole í eldlínunni. Hermann Hreiðarsson og félagar íCharlton mæta nýliðum Sunder- land á útivelli í fyrstu umferð tíma- bilsins. Ef Íslendingafélögin í 1. deildinni eru skoðuð má sjá að Gylfi Einarsson og félagar í Leeds mæta Millwall á heimavelli og Reading með Ívar Ingimarsson innanborðs mætir Bjarna Guðjónssyni og félögum í Plymouth á heima- velli. Leicester, félag Jóhannesar Karls Guðjónssonar, mætir Sheffield United á útivelli. Þá tekur Íslend- ingafélagið Stoke City á móti nýlið- um Sheffield Wednesday á Brittania Stadium. Ólafur Ingi Skúlason mætir Scunthorpe á heimavelli með nýja félaginu sínu, Brentford, í 2. deild- inni og þá fara lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Notts County til Torquay í 3. deildinni. Handknattleikslið Hauka fékk liðs-styrk í gær þegar vinstri handar skyttan Árni Þór Sigtryggsson skrif- aði undir samning við félagið til tveggja ára. Árni kemur frá Þór á Ak- ureyri en hann var valinn efnilegasti leikmaður DHL-deildarinnar í vor og var ansi eftirsóttur af liðum hér heima. Þá var hann með samnings- tilboð í höndunum frá Flensborg og Göppingen. Aðalástæða þess að hann ákvað að leika með Haukum er sú að hann er að fara að stunda háskólanám í höfuðborginni og ætl- ar að mennta sig áður en hann heldur út í atvinnumennsku. Markvörðurinn Birkir Ívar Guð-mundsson hefur samþykkt framlengingu á samingi sínum við Hauka og þá á félagið í viðræðum við Arnar Pétursson, sem lék með FH. Arnar á einnig í viðræðum við Fram og Val en ætti að taka ákvörð- un á næstu dögum. Haukar eru að fullmanna sinn hóp og ætla ekki að gefa neitt eftir á næsta tímabili. Þeir setja stefnuna á að verja Íslands- meistaratitil sinn og ná fínum árangri í Evrópu- keppninni næsta vetur. ÚR SPORTINU Watford getur ekki haldið sinni skærustu stjörnu: Hei›ar ræ›ir vi› Fulham FÓTBOLTI Íslenski landsliðsfram- herjinn Heiðar Helguson, sem leikið hefur með Watford undan- farin fimm ár, er á leið frá félag- inu og er talið líklegast að hann fari til Fulham. Heiðar hefur verið orðaður við fjölmörg lið í Englandi undan- farna daga en áhugi Fulham er til- tölulega nýtilkominn. Vitað er að Chris Coleman, stjóri liðsins, leit- ar nú logandi ljósi að sóknar- manni eftir að Andy Cole ákvað að snúa á heimaslóðir í Blackburn. Sér hann Heiðar sem hinn full- komna arftaka Coles. Heiðar var væntanlegur til Ís- lands sl. miðvikudag en hætt var við þá heimferð með skömmum fyrirvara, að því er talið er vegna fyrirhugaðra viðræðna við Ful- ham. Forráðamenn Watford hafa þegar náð samkomulagi við Ful- ham um kaupverðið á Heiðari en það er talið vera í kringum 1,5 milljónir punda. Heiðar er sagður hafa mun meiri áhuga á að ganga til liðs við Fulham en Sunderland eða Wig- an, sem einnig hafa mikinn áhuga á honum, vegna þess að þá myndi hann ekki þurfa að flytjast bú- ferlum. Fjórða liðið sem boðið hefur í Heiðar, West Ham, hefur þó enn ekki gefið hann upp á bát- inn þar sem félagið er innan seilingar fyrir Heiðar, í höfuð- borginni London. Ekki náðist í Heiðar í gær þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir. - vig HEIÐAR HELGUSON Hefur venjulega staðið sig mjög vel gegn liðum í úrvalsdeild og sann- að að hann á fullt erindi þangað. Hér er hann í baráttu við William Gallas hjá Chelsea.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.