Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 12
Það þarf blindan mann til að
greina ekki það rof sem er að
verða í fjölmiðlum, umræðu og
annari umfjöllun í samfélaginu
okkar. Að einhverju leyti má
rekja þetta rof til tæknilegra
breytinga; netið hefur sprungið út
og tækniframfarir á fjölmörgum
sviðum hafa lækkað kostnað og
þar með þröskulda þess að halda
úti einhvers konar fjölmiðlun.
Ekki veigaminna atriði er að Ís-
land er óðum að renna saman við
stærri menningarheild og skilin á
milli innlendrar fjölmiðlunar og
erlendrar verða sífelld óljósari.
Erlent efni kemur hingað bæði í
meira magni og fyrr en áður. Við
getum lesið vefsíður allra fjöl-
miðla veraldrar og höfum jafnt
aðgang að erlendum fréttarásum í
sjónvarpi sem slúður- og
skemmtirásum – það ágæta ríkis-
fyrirtæki Landssíminn var um
daginn gera einkasamning við
klámveitu Playboy, þannig að
brátt rennur íslensk klámmiðlun
endanlega saman við allt klám og
allan dónaskap heimsþorpsins.
Það er alltaf jafn ómögulegt að
segja til um hvort kemur á undan,
eggið eða hænan. Það má því
sjálfsagt endalaust deila um hvort
samruni íslenskrar fjölmiðlunar
við fjölmiðlun heimsins – í það
minnsta þá vestrænu – sé grund-
völlur víðtækara rofs í íslensku
samfélagi eða hluti hennar.
Sú heita umræða sem gekk yfir
fyrri part viku um tímaritið Hér
og nú er ekki sérstæð í eðli sínu
heldur fellur hún inn í langvar-
andi glímu um mörk fjölmiðlunar.
Eldsneyti umræðunnar er rof frá
þeirri stöðu að ein stefna og sam-
ræmd afstaða gat að mestu gilt
um alla fjölmiðlun á landinu undir
föðurlegri stjórn Morgunblaðs og
Ríkisútvarps yfir í fjölmiðlaheim
þar sem mismunandi afstaða, ólík
heimsmynd og þverstæð skil-
greining á hlutverki fjölmiðlunar
fá að dafna – og hnigna – án þess
að kallað sé eftir einhvers konar
miðlægri stjórn eða aðgerðum.
Þannig er fjölmiðlaheimur Vest-
urlanda. Þar mótast miðlarnir í
gagnvirku sambandi sínu við les-
endur og mótast þannig að vilja
og væntingum þeirra. Utan um
fjölmiðlana eru síðan reglur, eins
og um aðra starfsemi samfélags-
ins – samstofna þeim lagaramma
sem hér gildir.
Kveikjan að umræðunni var
hins vegar mistök Hér og nú. Ég
held að enginn velkist í vafa um
að blaðið kallaði yfir sig vandlæt-
ingu stórs hóps fólks og það getur
varla hafa verið ætlan þess. Vand-
lætingin byggðist á framsetningu
blaðsins og efnisvali – ekki því
hvort það fór með rétt mál eða
ekki.
Þegar þessi kveikja er sett í
eldsneytið, sem nefnt var að ofan,
upplifum við allsherjar fordæm-
ingu á öllum tilburðum til annars
konar fjölmiðlunar en þeirrar
samræmdu sem við lærðum að
lifa við á árum áður. Og eins oft
vill verða þegar deilt er þá eru
rökin sótt í samanburð á vondu og
góðu. Ef ég má taka samanburð af
miðlum sem eru ekki á vegum 365
þá er vont Séð & heyrt borið sam-
an við góðan Mogga. Auðvitað er
Mogginn betri í slíkum saman-
burði. En Mogginn á vondum degi
er litlaus og tilgangslaus papp-
írsmassi á sama hátt og virkilega
gott Séð & heyrt getur verið eins
og ánægjustund í fjölleikahúsi.
Við komumst ekkert nær gildi
mismunandi fjölmiðla með því að
vera sífellt að bera saman mistök
eins við glæst augnablik annars.
Ég varð var við það þennan
fyrri part viku, að fólk var óvisst
um hvernig það átti að taka á því
að Hér og nú er gefið út af 365.
Það mátti heyra enduróm þessar-
ar óvissu með ýmsum hætti.
Vandinn er að 365 er eiginlega
nýtt fyrirbrigði á Íslandi. Bæði er
að við þekkjum ekki dæmi þess
áður að jafn litríkri og fjölþættri
flóru fjölmiðlunar sé haldið úti af
sama fyrirtæki. Þótt það hafi
margsýnt sig vera rangt, þá hætt-
ir fólki til að setja samasemmerki
milli fjölmiðlafyrirtækis og fjöl-
miðla þess – en slík samlagning
var algjörlega ómöguleg fyrri
part vikunnar. Fjölmiðlar 365
héldu fram gagnstæðum skoðun-
um og notuðu tækifærið til að
skerpa á sérstöðu sinni gagnvart
öðrum miðlum sama fyrirtækis.
Það er eðlilegt að einhverjum hafi
fundist þetta undarlegt þar sem
við þekkjum ekki fordæmin – en
flestum verður ljóst við nánari
skoðun að öðru vísi getur þetta
ekki verið. Er það ekki einmitt
lykillinn að því að hægt sé að
halda úti fjölbreyttri flóru fjöl-
miðla að þeir deili sín á milli á
grundvallaratriði fjölmiðlunar?
Að öðrum kosti væri fjölbreyti-
leikinn lítið annað en yfirvarp –
eins konar brella.
Það mátti líka greina vand-
ræðagang í umræðunni sökum
þess að 365 er fyrsta fjölmiðlafyr-
irtækið sem skráð er á markað.
Mönnum hætti til að sveigja
framhjá ritstjórnarlegu sjálf-
stæði og kölluðu eftir hlutverki og
ábyrgð eigenda – sem í tilfelli 365
er ekki einn og ekki fáir heldur á
annað þúsund aðilar. Í skoðana-
dálkum samkeppnisblaða 365
leyfðu menn sér jafnvel að sam-
tvinna alla fjölmiðla 365 við alla
hugsanlega hagsmuni allra eig-
enda félagsins – sem er ekki að-
eins lykkja á allar hugmyndir um
þroskaðan fjölmiðlamarkað –
heldur myndi enda sem allsherjar
flækja sem fléttaði ritstjórnir
allra fjölmiðla 365 við alla hugs-
anlega og óhugsandi hagsmuni
allra eigenda félagsins og allra
þeirra sem tengjast þeim með ein-
hverjum hætti. Ég gat ekki varist
því þegar ég las þetta, að velta því
fyrir mér hvort í þessum sér-
stæðu skoðunum samkeppnis-
blaðanna lægi ef til vill ein ástæða
þess að 365 gengur vel á fjöl-
miðlamarkaði á meðan það virðist
velkjast fyrir öðrum að finna sér
leið til sóknar og vaxtar.
En hvað lærum við að þessu?
Hér og nú mun án efa draga lær-
dóm af þeirri ráðningu sem það
fékk í öðrum fjölmiðlum 365. Við
hin sitjum enn uppi með hina
langvarandi umræðu um mörk
fjölmiðlunar sem er drifin áfram
af rofi í fjölmiðlun okkar, umræðu
og umfjöllun. Kannski tekst okkur
einhvern daginn að gangsetja
þessa umræðu að nýju án þess að
til komi vont dæmi sem skekkir
hana af reiði, vandlætingu og for-
dæmingu. Ef ekki; þá mun hún
áfram fleyta kerlingar á vondum
dæmum og í reiðiköstum. Veröld
okkar ferst ekki þótt svo verði.
Þannig höfum við drifið áfram
umræðu um önnur mál. ■
2. júlí 2005 LAUGARDAGUR
SJÓNARMIÐ
SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
Búnaðarbankinn og Landsbankinn virðast
hafa verið seldir í pólitískum spreng:
Bankasölu-
barningurinn
FRÁ DEGI TIL DAGS
Rof í fjölmi›lun
Að fjármagna stjórnmál
Ef ekki kæmu til opinber framlög til
stjórnmálaflokkanna væru þeir algerlega
háðir framlögum frá einstaklingum, fé-
lagasamtökum og fyrirtækjum um starf-
semi sína. Nánast allt hefur verið á huldu
um slík framlög til stjórnmálastarfsem-
innar í áratugi. Af þeim sökum hafa get-
gátur verið því fleiri um það hverjir styðja
hvern með slíkum framlögum. Hversu
háar fjárhæðir fær Framsóknarflokkurinn
frá Olíufélaginu hf? Og hvað með S-hóp-
inn? Hvað skyldi Eimskipafélagið hafa
greitt samtals í sjóði Sjálfstæðisflokksins
áður en Björgólfur Guðmundsson lagði
félagið undir sig? Og hvað með Baug?
Fær Samfylkingin meira þaðan en aðrir
flokkar? Og svo framvegis.
Hér skal því til haga haldið að í nýlegri
skýrslu forsætisráðherra kemur fram að
opinberir styrkir til stjórnmálaflokkanna
voru um 200 milljónir króna á síðasta ári.
Einstaklingar og fyrirtæki höfðu þetta
sama ár fært til frádráttar um 680 millj-
ónir króna vegna framlaga til líknar-
menningarstarfsemi og stjórnmálaflokka.
Hluti af þessari upphæð er sjálfsagt til
kominn vegna framlaga til stjórnmála-
flokka.
Í hvaða liði er FL Group?
Nýtt mynstur í viðskiptalífinu getur vitan-
lega raskað gömlum og viðteknum hlut-
föllum í þessum efnum. Nýir eigendur, ný
viðhorf, nýir tímar. Já, nýir leikendur láta
krónurnar rúlla í nýjar áttir. Varð upp-
gangur Baugs og annarra nýrra kaup-
sýslumanna til þess að Kolkrabbinn hvarf
af sjónarsviðinu? Hafði það áhrif á „af-
komu“ Sjálfstæðisflokksins að gamla
heildsalastéttin þurrkaðist nær út og eftir
stóðu nokkrir stórir? Og hvað um Sam-
bandið? Kemur S-hópurinn Framsóknar-
flokknum upp í 18 prósenta fylgi í næstu
þingkosningum? Menn ræða svona hluti.
Og eftir nýjustu byltinguna hjá FL Group
ræða dyggir Sjálfstæðismenn hvort Eng-
eyjarættin; Einar Sveinsson, Bene-
dikt Sveinsson og fleiri, séu á leið í
óvinaherinn með Baugsveldinu,
Hannesi Smárasyni og fleiri
kaupahéðnum. Þeir spyrja
hvað verði um framlög í
flokkssjóðina frá FL Group
og Íslandsbanka sem áður
voru augu og armar Kol-
krabbans.
johannh@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
GUNNAR SMÁRI
EGILSSON
Í DAG
ROF Í FJÖLMIÐLUN,
SAMRÆMING
OG SUNDRUN.
Hér og nú mun án efa draga
lærdóm af fleirri rá›ningu
sem fla› fékk í ö›rum fjölmi›l-
um 365. Vi› hin sitjum enn
uppi me› hina langvarandi
umræ›u um mörk fjölmi›lun-
ar sem er drifin áfram af rofi í
fjölmi›lun okkar, umræ›u og
umfjöllun.
Það fer líklega ekki vel á því að setja bankasölu í flýtimeðferð,
einkanlega þegar um þjóðareign er að ræða. Svo virðist hins
vegar af fréttum undanliðinna daga og vikna sem einkavæðing
Búnaðarbankans og Landsbankans hafi verið gerð af meira
kappi en forsjá. Ráðamenn hafa viðurkennt að við söluna hefði
sitthvað mátt betur fara en við eftirgrennslan stjórnarandstöð-
unnar og fjölmiðla, þar á meðal Fréttablaðsins, verður ekki ann-
að séð en töluverð fljótaskrift hafi verið á sölusamningunum.
Það lá á að einkavæða. Það lá á að hrinda pólitískri hugsjón í
framkvæmd. Það lá á að standa við stóru orðin um nýja sýn og
aukið frelsi í viðskiptalífi landsmanna.
Og auðvitað var rétt að einkavæða. Ríkið á ekki að standa í
samkeppnisrekstri og mætti vitaskuld draga sig enn frekar út
úr þeim ríkisrekstri sem einstaklingar eru að keppa við. En
menn mega hins vegar ekki vera í slíkum pólitískum spreng að
gjörningurinn kasti rýrð á sjálfa hugsjónina.
Það hefur gerst í söluferli Búnaðarbankans og Landsbankans.
Öll eftirmálin eru til vitnis um það. Þjóðin situr eftir og undrast
ofboðið – og ekki síst misvísandi upplýsingar og útskýringar.
Það er óheppilegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að ekki
fáist á hreint hver þáttur sjálfs forsætisráðherra var í sölu
þessara merku fjármálastofnana. Skýrslum og greinargerðum
um meint vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar í tengslum við söl-
una ber ekki saman og þar af leiðandi má búast við því að spjót-
in standi áfram á forsætisráðherra á næstu mánuðum. Hann
hefði betur upplýst þjóð sína um aðkomu sína að málinu langt-
um fyrr en hann gerði í stað þess að leggjast í vörn. Hann hefði
og betur hlustað á niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um
meint vanhæfi sitt í stað þess að kynna hana sjálfur.
Aðalatriði þessa máls er að efinn situr eftir hjá þjóðinni.
Honum fylgja pólitísk óþægindi, jafnvel óhreinindi, en einkum
þó óvissan enda er það svo að hvorki stjórnarandstaðan né for-
sætisráðherra hafa náð að sannfæra fólk um það hvernig sölu-
ferlinu var raunverulega háttað, hvað svo sem nýjum minnis-
blöðum og lögfræðiálitum líður. Og langt utan seilingar eru lyk-
ilorð á borð við gagnsæi og leikreglur; skýrar og gagnsæjar
leikreglur.
Við þetta bætast enn aðrir angar málsins.
Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að Lífeyrissjóður
bankamanna hefði afráðið að stefna Landsbanka Íslands, fjár-
málaráðherra og viðskiptaráðherra vegna vaxandi skuldbind-
inga sjóðsins sem rekja má beint til þess launaskriðs sem varð
innan bankans af völdum einkavæðingarinnar. Stjórn sjóðsins
álítur að gleymst hafi að gera ráð fyrir þessum afleiðingum
bankafrelsisins. Fullyrt er að tapi lífeyrissjóðurinn málinu fyrir
dómstólum eigi sjóðurinn ekki annan kost en að skerða lífeyris-
greiðslur til sjóðsfélaga. Tapi Landsbankinn málinu má hins veg-
ar búast við því að Samson og aðrir eigendur bankans telji sig
hafa greitt of hátt verð fyrir bankann og krefjist milljarða króna
í endurgreiðslu, ofan á annan afslátt sem fékkst af kaupverðinu.
Hér er náttúrlega spurt um pólitíska vandvirki. Og fátt er um
sannfærandi svör. ■