Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 28
BMW 3-línan með fimm
stjörnur
Besti árangurinn í sínum flokki.
4 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Fólksbílar öruggari en
jeppar þegar ekið er út af
Vegna þyngdar sinnar og hæðar velta jeppar frekar en fólksbílar.
Guðmundur Freyr Úlfarsson
hefur borið saman meiðsli öku-
manna jeppa og fólksbifreiða í
umferðarslysum.
Guðmundur Freyr byggir niður-
stöður sínar á tölfræðilegri rann-
sókn sem gerð var á síðasta ári.
Frá þessu er greint í nýjasta hefti
tímaritsins Björgun.
Í rannsókninni var reynt að
tengja meiðsli í umferðarslysum
við ýmsa áhrifaþætti. Margt
getur haft áhrif á meiðsli öku-
manna í bílslysum. Má þar nefna
bílbeltanotkun, áfengisneyslu og
ökuhraða auk utankomandi þátta
eins og hálku. Ökutækið sjálft
skiptir líka gríðarlegu máli og
getur haft áhrif á það hve mikið
ökumenn slasast.
Þegar skoðuð voru slys án
árekstrar við annað ökutæki, svo
sem útafakstur og bílveltur, komu
ökumenn jeppa verr út en öku-
menn fólksbíla. Í það minnsta ef
slysið átti sér stað í dreifbýli.
Þetta kemur töluvert á óvart enda
telja flestir sig öruggari í jeppum
og stórum bílum. Jeppum er hins
vegar hættara við að velta en
fólksbílum og vegna þyngdar
sinnar beyglast jeppar minna en
fólksbílar, þeir gefa því minna
eftir sem gerir höggið meira og
meiðslin þar af leiðandi alvar-
legri.
Við árekstur milli tveggja bíla
komu jeppar betur út fyrir sína
ökumenn en reyndust öku-
mönnum fólksbíla hættulegri.
Ökumenn fólksbíla slösuðust
meira ef þeir lentu í árekstri við
jeppa heldur en í árekstri við ann-
an fólksbíl og að sama skapi slös-
uðust ökumenn jeppa minna ef
þeir lentu í árekstri við fólksbíl
heldur en annan jeppa. Hér kem-
ur hæðar og þyngdarmunur jepp-
unum til góða en gerir þá að sama
skapi hættulegri í umferðinni. ■
BMW 3-línan fékk fimm stjörnur
af fimm mögulegum fyrir örygg-
isbúnað í síðustu árekstrarpróf-
unum Euro NCAP. Alls hlaut 3-lín-
an 35 stig í almenna hluta prófun-
arinnar, sem var besti árangurinn
að þessu sinni í flokki stærri fjöl-
skyldubíla. Stigagjöfin skiptist
þannig að fyrir árekstur á fram-
anverðan bílinn hlaut 3 línan fullt
hús stiga og fyrir hliðarárekstur
94% mögulegra stiga. Þá hlaut
línan fjórar stjörnur af fimm
mögulegum fyrir öryggisbúnað
barna, sem er einnig yfir meðal-
lagi, og eina stjörnu fyrir öryggi
gagnvart gangandi vegfarendum.
Árekstrarprófanir Euro
NCAP eru þrískiptar og vega
niðurstöður úr almenna hlutan-
um þyngst, sem mælikvarði
fyrir öryggi viðkomandi bíls
gagnvart bílstjóra og farþegum.
Stjörnugjöfinni fyrir öryggi
barna annars vegar og öryggi
gangandi vegfarenda hins vegar
er síðan ætlað að gefa gleggri
mynd af einstökum þáttum
öryggisbúnaðarins. ■
Bílaframleiðandinn Toyota ætlar
að opna nýja verksmiðju í
Kanada, sem verður sjöunda
bílaverksmiðja fyrirtækisins í
Norður-Ameríku. Verksmiðjan
verður í Woodstock í Ontario en
þetta er liður í áætlunum fram-
leiðandans um að auka heims-
framleiðslu á Toyota-bifreiðum.
Uppi eru raddir um að Toyota,
annar stærsti bílaframleiðandi í
heimi, ætli að byggja aðra verk-
smiðju í Norður-Ameríku þar
sem sala og gróði fyrirtækisins
vex og dafnar á því svæði.
Toyota er með þrjár verk-
smiðjur í Bandaríkjunum; í
Kentucky, Indíana og Kaliforníu
og ein í viðbót verður opnuð í
Texas á næsta ári. Einnig eru
verksmiðjur í Mexíkó og
Kanada. ■
Ökuþrjótar
gómaðir
Í Noregi er hart tekið á
hraðakstri. Nú er unnið að
því að þróa nýjan búnað sem
á að tryggja að enn fleiri öku-
níðingar náist.
Toyota-verksmiðja í Ontario
Bílaframleiðandinn breiðir úr sér á bílamarkaðinum í Norður-
Ameríku.
Toyota notar tegundarheitið Lexus í
Norður-Ameríku.
Í Noregi eru há-
markshraðamörk
með því lægsta
sem gerist í
Evrópu en sektir
eru hins vegar
hærri þar en
víðast annars
staðar. Að því er
fram kemur á vef
FÍB hafa norsk
yfirvöld nú ákveðið að herða enn
refsingar við hraðakstri.
Víða í vegköntum eru eins
konar fuglahús eða kassar með
hraðamyndavélum sem sjálfvirkt
mynda alla þá bíla sem ekið er of
hratt.
Fram til þessa hefur verið til-
tölulega auðvelt að sleppa fram
hjá myndavélunum því þær eru
vel sýnilegar og því auðvelt að
hemla og gefa aftur í þegar
maður er kominn fram hjá. Nú á
hins vegar að vinna bug á þess
háttar ökulagi með nýjum tækni-
búnaði sem mælir meðalhraða
milli tveggja myndavéla.
Búnaðurinn tekur þá tímann sem
það tekur bílinn að aka á milli
tveggja kassa og í seinni kassan-
um er tekin mynd af bílnum ef
hann hefur keyrt of hratt.
Búnaður af þessu tagi verður
settur upp í tilraunaskyni í byrjun
þessa mánaðar og gefi hann góða
raun má búast við nýrri lagasetn-
ingu með haustinu. ■
Í Noregi er há-
markshraði með
því lægsta sem
gerist.
BMW 3 kom vel út út úr síðustu árekstrar-
prófum Euro NCAP.
www.nysprautun.is
Viðurkennt
CABAS-verkstæði
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI