Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 G O T T F Ó LK M cC A N N IK E 28 22 6 0 6. 20 05 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 5 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Dagana 23. júní - 24. júlí Allt til heimilisins undir einu þaki! Sumar ÚTSALA stendur yfir Rýmum fyrir nýjum vörum Yfir 1000 vörur Húsgögn Smávara Group Ígær þegar ég var að fletta blaði ímorgunsárið áttaði ég mig á því að fréttin sem ég las var nánast óskilj- anleg. Ég stóð sjálfan mig að því að skella upp úr út af því hvað fréttin var á ákveðinn hátt hlægileg. Hið hlálega var ekki blaðamanni að kenna, hann var bara að vinna vinn- una sína, og það var ekkert að grein- inni þannig séð. Hið hlálega var bara veröldin sjálf. Hvernig hún birtist í greininni. GREININ fjallaði um viðskiptalífið. Nema hvað. Og reyndar voru þetta tvær greinar. Önnur um kaup flugfé- lags á öðru flugfélagi og hin um ein- hvern eril í stjórn flugfélags. Allt að gerast í flugfélögunum, en hvað um það, ástæðan fyrir því að ég var hættur að botna nokkuð í nokkrum sköpuðum hlut, ranghvolfa augunum, og hlæja tryllingslega út af fárán- leika heimsins var sú, að í annarri hverri setningu í greinunum kom fyrir orðið Group, með stóru g-i. SAXAPAKKI Group var í samn- ingaviðræðum við Njálu Group um kaup á Snerli Group með nánari sam- vinnu við Geril Group í huga sem var áður í eigu Freton Avises Group sem síðar hét Freton Avises-Kluster Group, en Freton Avises-Kluster Group er samkvæmt áreiðanlegum heimildum í samningaviðræðum við Saxapakka Group um kaup á TD Group sem er með aðsetur í Lúxem- búrg Group. ER einhverjum sértökum sjúkdómi um að kenna að hvert einasta fyrir- tæki þarf að bera viðurnefnið Group eða þykir það flott? Hvað er á seyði? Jú, jú, ég skal svosem játa að það er alþjóðlegur bragur af þessu, en það er sama. Maður spyr sig. Eru ein- hver lög einhvers staðar sem segja að öll fyrirtæki verði að bera viður- nefnið Group eða er þetta bara tíska? Eitthvað sem einn tók upp á og öllum öðrum fannst flippað? Er þetta kannski húmor? ÉG hló alla vega. Ég sé fyrir mér stórkostlega Group-væðingu þjóðar- innar. Ísland verður að sjálfsögðu Ís- land Group. Fjölskyldur verða Group, líka bekkir í skóla, félaga- samtök og raunar allt það sem áður flokkaðist með einum eða öðrum hætti undir hópa. Allt verður group. OG samfara group-væðingunni mun takmark einstaklinganna aðeins verða eitt: Að græða sem mesta pen- inga á sem skemmstum tíma, kaupa og selja, sameinast öðrum Group (sem minnir mig á það, hvernig beygir maður þetta orð? Groups?), brjóta upp Groups og gera sitt Group stærra en önnur Groups og á endan- um munum við öll, þ.e.a.s. við öll sem myndum hið stóra heildargroup, enda hvert í sínu horni sitjandi á hækjum okkar, teljandi peningana okkar og krunkandi fyrir munni okk- ar eins og krákur: „group“, „group“, „group“, „group“. OG þá verður til ný dýrategund á jörðu. BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.