Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 2. júlí 2005 27 800 7000 - siminn.is E N N E M M / S ÍA / N M 17 0 0 9 Ekki missa af vinsælustu norsku glysrokksveit í heimi! Upphitunartónleikar og áritun Síminn hefur nú gengið til liðs við Concert og Bylgjuna og fengið norsku glysrokksveitina WIG WAM til að koma fram í Smáralind kl. 16.30 til að hita upp fyrir tónleika sína á Gauknum í kvöld. Sveitin tekur meðal annars hið geysivinsæla lag „In My Dreams (come on)“ sem er búið að gera allt vitlaust á Íslandi að undanförnu. Að því loknu munu meðlimir sveitarinnar svo árita plötu sína It’s Hard to be a Rock ‘n’ Roller in Kiev. í samvinnu við Concert og Bylgjuna WIG WAM í Smáralind í dag kl. 16.30 Síminn býður þér á tónleika ENGINN AÐGANGSEYRIR Í SMÁRALIND Þremur klukkustundum eftir að fyrsta hersveitin hafði reist bandaríska fánan við hún á tindi Suribachi-fjalls var önnur her- sveit send þangað með enn stærri fána. Myndin sem Joe Rosenthal, ljósmyndari Associated Press, tók af síðari flögguninni náði heimsfrægð. Þar sjást, frá vinstri til hægri, Ira H. Hayes, Franklin R. Sousley, Michael Strank, John Bradley, Rene A. Gagnon og Harlon Block. Af þeim sex gengu einungis þrír burt af eyjunni; þeir Hayes, Bradley og Gagnon. Sousley, Strank og Block létust í bardaga á eyjunni. Michael Strank fæddist árið 1919 í Tékkóslóvakíu. Hann var sá sem fékk skipunina um að klífa fjallið og valdi sína stráka með sér. Strank lést 1. mars 1945 og er grafinn í Arlington-kirkju- garðinum í Washington. Harlon Block fæddist árið 1924 í Texas. Hann var hægri hönd Stranks og tók við eftir að Strank lést. Í átján mánuði var talið að í stað hans væri Harry Hansen frá Boston á myndinni frægu. Harlon er grafinn við hlið- ina á Iwo Jima minnismerkinu í Harlingen, Texas. Franklin Sousley fæddist 1925 í Kentucky. Hann hafði gengið í herinn þegar hann var 17 ára og sigldi út á Kyrrahafið á 18 ára af- mælisdeginum. Franklin var síð- asti fánaberinn sem lést á Iwo Jima, þann 21. mars, þá 19 ára. Ira Hayes fæddist 1923 í Arizona og lést 32 árum síðar í heimaríki sínu. Hann var af indjánaættum og hafði sjaldan farið út fyrir heimaslóðir sínar þegar hann gekk í herinn. Hann varð þekktur sem „indjáninn sem reisti fánann“, en átti erfitt með að þola athyglina. Hann átti í erf- iðleikum með áfengi og drakk síðustu viskíflöskuna sína árið 1955. Rene Gagnon fæddist árið 1925 í New Hampshire og lést í heimabæ sínum árið 1979. Af fánaberunum var hann sá yngsti sem lifði stríðið af og sá fyrsti til að snúa aftur til Bandaríkjanna. Gagnon var sá sexmenningana sem bar fánann upp fjallið. John Bradley fæddist 1923 í Wisconsin og varð langlífastur fánaberanna. Hann lést í heima- ríki sínu árið 1994. Bradley var ekki í herflokki Harlons Block, en hafði boðist til að hjálpa til. Sonur Bradleys skrifaði bókina Flags of our Fathers, sem mynd Eastwoods byggist á. Fáninn sem feðurnir báru IWO JIMA MINNISMERKIÐ Í WASHINGTON DC Af fánaberunum sex komust einung- is þrír lifandi frá Iwo Jima. inni átti fljótlega að ná stjórn á ströndinni en síðan myndu her- deildirnar færa sig í norðaust- urátt, þar til yfirráðum á allri eyjunni yrði náð. Herflokkur myndi á sama tíma færast suður og ná Suribachi-fjalli. Ef öldurn- ar yrðu of miklar austurmegin, átti að lenda á vesturströndinni, en vegna vinda var talið ólíklegt að varaáætlunin kæmi til fram- kvæmda. Þremur dögum fyrir innrásina hófst gegndarlaus sprengjuárás bandarískra sprengjuflugvéla og sjóhersins, til að undirbúa inn- rásina. Svartur sandurinn svíkur Klukkan tvö eftir miðnætti að morgni 19. febrúar gáfu fallbyss- ur bandarískra orustuskipa til kynna að D-dagur væri hafinn. Skömmu síðar hófu 100 sprengjuflugvélar þeirra árás. Öðru sinni drundu fallbyssurnar. Klukkan hálf níu lentu fyrstu hermennirnir af um 30.000. Bandaríkjamönnum reyndist erfitt að grafa skotgrafir í svört- um sandinum sem þeir höfðu litla reynslu af. Vegna þess hve ströndin var mjúk var lendingin einnig erfiðari en þeir áttu von á. Hermennirnir áttu hreinlega í erfiðleikum með að fóta sig. Við lendinguna mættu bandarísku hermennirnir minni mótspyrnu en þeir áttu von á. Japanarnir höfðu ákveðið að sýna ekki stór- skotalið sitt strax, og geyma harða mótspyrnu þar til Banda- ríkjamenn væru komnir lengra inn í landið. Að kvöldi fyrsta inn- rásardagsins höfðu um 30.000 hermenn umkringt Suribachi- fjallið. 40.000 hermenn bættust við skömmu síðar. Það var þó ekki fyrr en fjórum dögum síðar sem bandarískir hermenn náðu upp á topp til að reisa þar fánann. En þótt fáninn blakti var bardög- um langt í frá lokið og þurfti að vinna eyjuna fermetra fyrir fer- metra. Það var ekki fyrr en 11. mars að varnir Japana voru ekki lengur miðstýrðar, þá voru ein- ungis eftir dreifðir fámennir hópar sem veittu mótspyrnu. Vegna stolts japanskra her- manna að vera ekki teknir á lífi, skipulögðu þeir banzai-árásir, hlupu léttvopnaðir gegn stór- skotaliði Bandaríkjahers. Bardögum á Iwo Jima lauk ekki fyrr en 26. mars 1945. Þá höfðu um 7.000 bandarískir her- menn látið lífið og um 19.000 særst. Af þeim rúmlega 22.000 japönsku hermönnum sem vörðu eyjunna voru einungis um 200 teknir fanga. Aðrir höfðu látið lífið. Neðanjaðarkerfið sem Jap- anarnir höfðu gert og varist í var að mestu heilt eftir að átökum lauk. Byggingarnar reyndust Bandaríkjaher erfiðastar, ekki bara í þessari innrás, heldur reyndust þær vera það varnar- virki í Kyrrahafinu sem erfiðast var fyrir Bandaríkjaher að vinna bug á. Súlfúreyjan í dag. Eftir að Bandaríkjamenn náðu Iwo Jima á sitt band, héldu þeir eyjunni til 1968. Nú býr enginn á eyjunni, og þarf sérstakt leyfi frá borgaryfirvöldum í Tókýó til að koma til hennar. svanborg@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.