Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 20
„Ég mun halda upp á afmælið mitt
í Amalienborg,“ segir Magnús
Skarphéðinsson, formaður Sálar-
rannsóknafélagsins og skólastjóri
Álfaskólans, sem vonast til að
geta snætt með drottningunni í til-
efni dagsins. „Ég hef sagt öllum
vinum og vandamönnum að ef
þeir vilji heiðra mig með nærveru
sinni geti þeir hitt mig í Amalien-
borg í Kaupmannahöfn,“ segir
Magnús hlæjandi en bætir við að
hann eigi að vísu eftir að semja
við Margréti drottningu um að fá
að sitja með henni til hásætis.
„Það hlýtur að vera auðsótt mál,“
segir hann kíminn en í kvöld ætlar
hann að skella sér í Tívolí og horfa
á leikritsuppsetninguna H.C. And-
ersen.
Á þessum tímamótum segist
Magnús bæði þakklátur og dapur.
Þakklátur að hafa náð þessum
aldri, sem hann segir ekki sjálf-
gefið, og dapur þar sem hann sér
fram á að þurfa um hundrað ár í
viðbót til að rannsaka dulræn mál.
Magnús segist ekki vera mikið
fyrir gjafir. „En ég er mikið fyrir
selskap,“ segir hann glaðlega og
bætir við að skemmtilegasti sel-
skapurinn sé Tilraunafélagið, sem
hittist á sunnudagskvöldum í
Reykjavík. „Ég hlakka alla vikuna
til sunnudagskvöldanna,“ segir
Magnús en hefur þar að auki gam-
an af að hitta frænkur sínar og
frændur sem þó allt of fá tilefni
gefist til. „Það er hallærislegt að
þegar maður er orðinn fimmtugur
hittir maður ættingja yfirleitt
bara í jarðarförum,“ segir Magn-
ús, sem gleðst yfir dauða flestra,
nema ef um ungt fólk er að ræða,
enda sé dauðinn ekki endalok
neins.
Magnús segir alltaf mikið að
gera í Sálarrannsóknafélaginu.
Helsta starf hans sé að safna
reynslusögum og skrá þær niður.
„Væntanlegt er á næsta ári úrval
þjóðsagna eftir Magnús Skarphéð-
insson,“ segir Magnús en þar
koma meðal annars við sögu
draugar, fylgjur, álfar og meira að
segja draugar í tölvum. „Ég er bú-
inn að ná Jóni Árnasyni þjóð-
sagnasafnara,“ segir Magnús en
hann hefur skráð um fjögur þús-
und frásagnir á tuttugu árum. ■
Fysta sumarstarf Iðunnar Steins-
dóttur rithöfundar var í Kaupfélag-
inu á Seyðisfirði sumarið 1956. Hún
var þá sextán ára og afgreiddi frá
morgni til kvölds því mikið var að
gera. „Það var svo mikið af síldar-
skipum inni,“ segir Iðunn, sem
fannst vinnan skemmtileg.
Iðunn man þó einna best eftir
viðhorfinu gagnvart launum á þess-
um tíma. Hún vann mikla eftir-
vinnu sem hún fékk aldrei borgaða
því allir voru á föstu kaupi. Þegar
hún fór að spyrja vinnufélagana út
í þetta var viðlitið þannig að fæstir
kunnu við það að biðja um meira
kaup enda léti kaupfélagsstjórinn
þeim stundum í té nokkur hundruð
krónur fyrir jólin. „Þar með var
það afgreitt,“ hlær Iðunn sem
finnst ólíklegt að slíkt myndi líðast
nú.
Iðunn man samt ekki hvað hún
fékk í laun en var
aðallega að safna
sér fyrir veturinn
þar sem hún var í
Menntaskólanum
á Akureyri á þess-
um tíma. Sumar-
hýran dugði þó
skammt og þurftu
foreldrarnir að
borga það sem
upp á vantaði.
Iðunn vann í
kaupfélaginu að-
eins í eitt sumar
og fór síðan að
vinna á símanum.
Þetta sumar hitti
hún alls konar fólk, bæði bæjarbúa
og útlendinga af skipunum. „Maður
þurfti að geta talað skandinavísku,“
minnir hana en síðan komu einnig
ákveðnir fastir kúnnar daglega til
að spjalla. Ekki telur Iðunn sig hafa
lært margt á þessu sumri þó hún
telji alla reynslu góða. Helst hafi
hún slípast í mannlegum samskipt-
um. ■
20 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR
JEAN-JACQUES ROUSSEAU (1712-1778)
lést þennan dag.
Gleðst yfir dauða flestra
MAGNÚS SKARPHÉÐINSSON ER FIMMTUGUR.
„Þakklæti er skylda sem ætti að borga
en sem enginn getur ætlast til að fá.“
Jean-Jacques Rousseau var fransk-svissneskur heimspekingur,
rithöfundur og sjálflært tónskáld.
timamot@frettabladid.is
Þennan dag árið 1937 hvarf flug-
vél Amelíu Earhart og Frederick
Noonan nærri Howland-eyju í
Kyrrahafi. Þau voru að reyna að
fljúga í kringum jörðina þegar þau
gerðu mistök á erfiðasta kafla
leiðarinnar frá Lae í Nýju Gíneu til
Howland-eyju í miðju Kyrrahafi.
Bandaríska strandgæslan hafði
verið í risjóttu talstöðvarsambandi
við Earhart þegar hún nálgaðist
eyjuna og fékk skilaboð um að
hún væri týnd og að verða bens-
ínlaus. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
var ekki hægt að staðsetja flugvél-
ina og Earhart fann ekki strand-
gæsluskipið þrátt fyrir að það
sendi upp svört reykmerki.
Líklega hefur hún stuttu síðar
reynt að brotlenda í sjónum en ef
lendingin hefði tekist fullkomlega
hefðu þau Earhart og Noonan
getað sloppið í björgunarbát. Þrátt
fyrir mikla leit fannst aldrei tangur
né tetur af þeim.
Amelía Earhart fæddist í Kansas
árið 1897. Hún fór að fljúga um
24 ára aldur og varð brátt nokkuð
þekkt sem ein af fyrstu kvenflug-
mönnunum. Árið 1928 varð hún
fyrsta konan til að fljúga yfir Atl-
antshaf og hlaut talsverða frægð
fyrir. Hún var af mörgum kölluð
„Lady Lindy“. Á næstu árum tók
hún sér á hendur ýmsar frum-
kvöðlaferðir. Í mars árið 1937
reyndi hún við hringflug um
hnöttinn en varð að hætta við
vegna skemmdar á flugvélinni. 1.
júní lagði hún af stað á ný ásamt
Noonan. Þau höfðu lagt að baki
22 þúsund mílur og áttu einungis
sjö þúsund eftir þegar slysið varð.
2. JÚLÍ 1937
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1839 Uppreisn er gerð á þræla-
skipinu Amistad sem var á
leið frá Afríku til Kúbu.
1876 Á áttunda hundrað Norð-
lendingar leggja af stað til
Nýja Íslands frá Akureyri.
Þetta var fjölmennasta för-
in héðan til Vesturheims.
1907 Tveir Þjóðverjar drukkna í
Öskjuvatni.
1937 Einkasnekkja Adolfs Hitler,
Aviso Grille, kemur til
Reykjavíkur. Að vísu án
Hitlers.
1964 Lyndon B. Johnson Banda-
ríkjaforseti skrifar undir
tímamótalög um borgara-
leg réttindi.
2000 Paul McCartney kemur til
Íslands ásamt vinkonu
sinni og ferðast um landið
í nokkra daga.
Amelia Earhart hverfur í Kyrrahaf
FYRSTA STARFIÐ IÐUNN STEINSDÓTTIR RITHÖFUNDUR
Fékk ekki borga›a yfirvinnu
www.steinsmidjan.is
Tilkynningar um merkisatbur›i,
stórafmæli, andlát og jar›arfarir
í smáletursdálkinn hér a› ofan
má senda á netfangi›
timamot@frettabladid.is.
Augl‡singar á a› senda á
auglysingar@frettabladid.is e›a
hringja í síma
550 5000.
ANDLÁT
Hannes Þorsteinsson, fyrrum stórkaup-
maður frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal,
Austur-Húnavatnssýslu, lést 21. júní. Út-
förin hefur farið fram.
Guðrún Ólína Gunnarsdóttir, Dverga-
bakka 2, Reykjavík, lést á Landspítala
Hringbraut föstudaginn 24. júní.
Árni Ásgrímur Þorbjörnsson lést mið-
vikudaginn 29. júní.
Hjörtur Benediktsson framkvæmda-
stjóri, Laufengi 152, Reykjavík, áður
Seiðakvísl 36, andaðist á Landspítala –
Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut mið-
vikudaginn 29. júní.
Karl Jóhann Karlsson, Kleppsvegi 144,
Reykjavík, lést á Landspítalanum við
Hringbraut miðvikudaginn 29. júní.
Laufey Andrésdóttir, Fjóluhvammi 4,
Hafnarfirði, lést á líknardeild Landakots-
spítala miðvikudaginn 29. júní.
JAR‹ARFARIR
11.00 Konráð Gíslason frá Frostastöð-
um, Furulundi 4, Varmahlíð, verð-
ur jarðsunginn frá Sauðárkróks-
kirkju.
11.00 Ragnar Kristófersson, Ólafsvegi
14, Ólafsfirði, verður jarðsunginn
frá Ólafsfjarðarkirkju.
14.00 Gísli Ólafsson, Brúum, Aðaldal,
verður jarðsunginn frá Grenjaðar-
staðarkirkju.
14.00 Guðmundur Skúlason húsa-
smíðameistari, Seljalandsvegi 8,
Ísafirði, verður jarðsunginn frá Ísa-
fjarðarkirkju.
14.00 Þorbjörg Sigurðardóttir, Hvera-
mörk 2, Hveragerði, verður jarð-
sungin frá Hveragerðiskirkju.
17.00 Guðmundur Skagfjörð Friðþjófs-
son frá Siglufirði verður jarðsung-
inn frá Siglufjarðarkirkju.
AFMÆLI
Sigurður Líndal
prófessor er 74 ára.
Jóhann Hjálmarsson
rithöfundur er 66 ára.
Magnús Jónsson
veðurstofustjóri
er 57 ára.
Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir leikkona
er 36 ára.
Fjórir námsmenn fengu úthlutað
námsstyrkjum Námsmannaþjón-
ustu Sparisjóðsins í Keflavík í
vikunni. Sparisjóðurinn veitir
styrkina á hverju ári og fær hver
og einn upphæð að andvirði 125
þúsund krónur.
Þau sem hlutu styrk voru Ell-
ert Hlöðversson, sem útskrifast
með BS-gráðu í rafmagns- og
tölvuverkfræði frá Háskóla Ís-
lands, Kolbrún Árnadóttir, en hún
útskrifast með B.Ed.-gráðu frá
Kennaraháskóla Íslands sem
grunnskólakennari, Ragnar Már
Skúlason sem útskrifast með BS-
gráðu í alþjóða viðskiptafræðum
frá Webber International Uni-
versity, og Sturlaugur Jón Björns-
son, sem útskrifast með meistara-
gráðu í hljóðfæraleik frá Boston
University.
Námsfólkið er allt frá Suður-
nesjum og er markmiðið að styðja
við bakið á námsmönnum frá því
svæði. Námsstyrkirnir hafa verið
veittir í fimmtán ár og hafa sam-
tals 57 námsmenn fengið styrki. ■
STYRKÞEGAR Þau sem hlutu styrk voru Ellert Hlöðversson, Kolbrún Árnadóttir, Ragnar
Már Skúlason og Sturlaugur Jón Björnsson.
Fjórir námsmenn fá styrk
FÆDDUST fiENNAN DAG
1877 Hermann Hesse,
rithöfundur og nóbels-
verðaunahafi.
1931 Imelda Marcos
skósafnari.
1986 Lindsay Lohan leikkona.
FIMMTUGUR Magnús segist bæði þakklátur og dapur á þessum tímamótum. Þakklátur fyrir að hafa náð þessum aldri og dapur því
hann sér fram á að þurfa um hundrað ár í viðbót til að rannsaka dulræn mál.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA