Fréttablaðið - 02.07.2005, Side 55
■ ■ TÓNLEIKAR
12.00 Sænski organistinn Mattias
Wager heldur tónleika í Hallgríms-
kirkju. Leikin verða verk eftir Bach,
Olivier Messiaen og Charles-Marie
Widor.
15.00 Sumartónleikar í Skálholts-
kirkju með Carmina. Ókeypis er á
tónleikana.
16.00 Kvennakórinn Elverum með
tónleika í Norræna húsinu
16.00 Kvartett trymbilsins Kára
Árnasonar leikur á Jómfrúnni við
Lækjargötu. Aðrir meðlimir kvartetts-
ins eru saxófónleikarinn Steinar Sig-
urðarson, gítarleikarinn Andrés Þór
Gunnlaugsson og bassaleikarinn Þor-
grímur Jónsson. Aðgangur er ókeyp-
is.
16.30 Norska glysrokksveitin Wig
Wam heldur tónleika í Smáralind.
Ókeypis er inn.
17.00 Tónleikar með enska blokk-
flautukvintettnum Fontanella í Skál-
holtskirkju.
21.00 Hljómsveitin Moskvitch leik-
ur á Kaffi Hljómalind. Á efnisskránni
eru búlgörsk þjóðlög, úrúgvæskur
cantobe og klezmertónlist. Aðgangur
ókeypis og öllum heimill.
23.00 Norska glysrokksveitin Wig
Wam heldur tónleika á Gauki á
Stöng
■ ■ OPNANIR
14.00 Sýning tileinkuð samfelldum
veðurathugunum á Íslandi opnar í
Norska húsinu í Stykkishólmi. Sýn-
ingin er opin daglega frá klukkan
11.00 til 17.00 og stendur til 1. ágúst
2005.
14.00 Sýningin Í minningu afa
opnar í Ketilshúsinu á Akureyri.Á
sýningunni eru verk eftir þrjá kín-
verska listamenn. Sýningin stendur
til 24. júlí.
15.00 Sumarsýning Listasafnsins
á Akureyri verður opnuð laugardag-
inn 2. júlí klukkan 15.
17.00 Hekla Dögg Jónsdóttir og
Megan Whitmarsh opna sýninguna
ÍSANGELSES, í Kling og Bang gallerí,
Laugavegi 23. Megan Whitmarsh er
starfandi myndlistarmaður í Los Ang-
eles, en Hekla Dögg starfaði og bjó
þar til margra ára þar til hún flutti til
Íslands fyrir skömmu.
17.00 Sandra María Sigurðardóttir
eða SMS opnar sína fyrstu einkasýn-
ingu á Sólon. Yfirskrift sýningarinnar
er „Traffík“ sem spannar traffíkina í
einkalífi sem og umhverfi okkar allra.
Sandra María útskrifaðist frá LHÍ árið
2002.
19.00 Sýningin „Wishes Smell
Sulfur“ opnar í nemendagalleríinu
Gyllinghæð á Laugavegi 23. Þar
sýna þau Marie-Anne Bacquet og
Marie Greffrath ljósmyndir, mynda-
bandaverk og innsetningar.
LAUGARDAGUR 2. júlí 2005
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
29 30 1 2 3 4 5
Laugardagur
JÚLÍ
Í Norska húsinu í Stykk-
ishólmi opnar í dag sýn-
ing tileinkuð því að 160
ár eru liðin frá því vís-
indalegar veðurathuganir
hófust á Íslandi
Laugardaginn 2. júlí 2005, kl. 14.00
opnar sýning í Norska húsinu í
Stykkishólmi tileinkuð samfelldum
veðurathugunum á Íslandi, sem
hófust í Stykkishólmi fyrir 160
árum. Magnús Jónsson veðurstofu-
stjóri opnar sýninguna og þá verður
einnig vígður 19. aldar útihitamælir
og úrkomumælir sem Veðurstofa
Íslands setti upp við Norska húsið.
Það var Árni Thorlacius, kaup-
maður og útgerðarmaður í Stykkis-
hólmi sem árið 1845 hóf að skrá veð-
urmælingar sínar. Árni sinnti veð-
urathugunum sínum af mikilli ná-
kvæmni og alúð og eru mælingar
hans óvenju þéttar og mögulegt að
bera saman fleiri en eina loftvog og
hitamæli, t.d. mældi hann hita á
Farenheit, Celsius og Reaumer
mæla. Hafa veðurmælingar verið
gerðar í Stykkishólmi óslitið síðan
og því telst Stykkishólmur vera
elsta veðurstöð á Íslandi. Húsið sem
sýningin er í ber heitið Norska hús-
ið og var það Árni sem reisti það
sem íbúðarhús árið 1832 úr viði frá
Arendal í Noregi.
Auk þess sinnti Árni öðrum
fræðastörfum, meðal annars rann-
sakaði hann tímatal og örnefni í Ís-
lendingasögunum, gerði ættartölur,
skrifaði kennslubók í sjómanna-
fræðum og aðra bók um skyldur
húsbænda gagnvart vinnuhjúum
sínum. Þá tók hann virkan þátt í
sjálfstæðisbaráttunni og skrifaðist
til að mynda á við Jón Sigurðsson og
Jónas Hallgrímsson um ýmis hugð-
arefni sín.
„Í veðurathugunum hafði Árni
gríðarleg áhrif og Haraldur Sig-
urðsson jarð- og eldfjallafræðingur
segir mér að ekki sé hægt að opna
kennslubók í veðurfræði í heimin-
um án þess að minnst sé á veðurat-
huganir Árna því veðurathuganir
hans voru einstaklega faglegar og
fræðilegar. Árni var í góðu sam-
bandi við skoska og danska veður-
fræðinga og brátt urðu veðurathug-
anir hans hluti af alþjóðlegri rann-
sókn á veðurfari auk þess sem at-
huganir hans voru birtar í tímariti
skoska veðurfræðingafélagsins og
fleiri fræðiritum,“ segir Aldís Sig-
urðardóttir, forstöðumaður Byggða-
safns Snæfellinga og Hnappdæla,
sem setur sýninguna upp í sam-
vinnu við Veðurstofu Íslands. Á
miðhæð Norska hússins hefur verið
sett upp heimili Árna og konu hans
Önnu Magdalena Thorlacius
„Heldra heimili í Stykkishólmi á 19.
öld“. Á jarðhæð eru sýningarsalir
og Krambúð þar sem hægt er að fá
vandað handverk, listmuni, minja-
gripi, póstkort, bækur og gamal-
dags nammi, gamalt leirtau og fleiri
forvitnilegar vörur. Í risinu er opin
safngeymsla þar sem safngestir
geta glöggvað sig á þeim miklu við-
um sem húsið er byggt úr og upplif-
að stemningu liðins tíma á annan
hátt en á neðri hæðunum.
Sýningin er opin daglega frá kl.
11.00 til 17.00 og stendur til 1. ágúst
2005. ■
ÁRNI THORLACIUS (1802-1892) Árið
1845 urðu þáttaskil í sögu veðurathugana
á Íslandi þegar Árni Thorlacius kaupmaður
og útgerðarmaður í Stykkishólmi hóf að
skrá veðurmælingar sínar.
Ve›ri› og vísindin
í Norska húsinu
M
IX
A
•
fít •
5
0
7
6
5
Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun
Sumarið er okkar tími!
Tilvalið að líta inn
Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is
og í síma 515 9000.
Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.
Végarður í Fljótsdal
Kynnið ykkur Kárahnjúkavirkjun og
allt sem henni viðkemur í Végarði.
Tilvalið að koma þar við áður en
haldið er upp að Kárahnjúkum.
Sultartangastöð
ofan Þjórsárdals
„Andlit Þjórsdæla“ – áhugaverð
sýning um mannlífið í Þjórsárdal
í 1100 ár.
Blöndustöð í Húnaþingi
Þorir þú 200 metra niður í jörðina?
Hvað verður í göngum Blöndustöðvar
í sumar? Magnaður viðkomustaður.
Kröflustöð í Mývatnssveit
Allt um Kröfluelda í Gestastofu.
Kynnist eldsumbrotunum sem urðu
í nágrenni Kröflustöðvar 1975-1984.
„Hreindýr og dvergar“
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
sýnir magnaða tréskúlptúra
í Laxársstöð í sumar.
„Hvað er með Ásum?“
Frábær sýning Hallsteins
Sigurðssonar, sem hlotið
hefur einróma lof.
Ljósafosstöð í Soginu
„Ár og kýr“ Jóns Eiríkssonar komnar
suður. Veit Guðni af þessu?
365 kúamyndir sem hlotið hafa verð-
skuldaða athygli.
Hvernig verður rafmagn til?
Hvers vegna er rafmagn á Íslandi umhverfisvænna
en hjá öðrum þjóðum?
Laxárstöðvar í Aðaldal
Heimsókn til Landsvirkjunar er upplýsandi og skemmtileg