Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 8
1Hvað heitir söngvari Duran Duran?
2Hvað heitir utanríkisráðherra Taí-vans sem kom til landsins í gær?
3Hver er stjórnarformaður Lífeyris-sjóðs bankamanna?
SVÖRIN ERU Á BLS. 46
VEISTU SVARIÐ?
8 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR
STANGVEIÐI Til stendur að flytja 20
hrygningarpör úr Elliðaám upp
fyrir Elliðavatn í Suðurá og
Hólmsá. Ástæðan er sú að sífellt
hrygna færri laxar á þessum
slóðum og þykir fiskifræðingum
það áhyggjuefni.
Vonast er til að þessar að-
gerðir verði til þess að lax fari
aftur að hrygna ofan við vatnið í
auknum mæli sem aftur yrði til
þess að stækka stofninn.
Einnig er þeim tilmælum
beint til veiðimanna að þeir
sleppi þeim laxi aftur sem þeir
veiða á meðan ástand ánna er
ekki betra. Í veiðihúsi Stang-
veiðifélags Reykjavíkur verða
tiltækar upplýsingar til veiði-
manna um það hvernig best er
að sleppa laxi ósködduðum.
Litlar skýringar eru á því af-
hverju laxastofninn er orðinn
jafn lítill og raun ber vitni í El-
liðaám. Hluta skýringarinnar
má þó rekja til þess þegar stofn-
inn hrundi í kjölfar kýlaveiki
árið 1996.
Síðasta sumar veiddust rúm-
lega 600 laxar í ánum, það sem
af er sumri hafa veiðst 33 laxar
og 59 laxar hafa farið gegnum
teljara við Rafstöðina. - oá
Lagning strengja:
Lægsta bo›
frá Selfossi
IÐNAÐUR Fyrirtækið Nesey á Sel-
fossi átti lægsta boð í lagningu
strengja fyrir Landsvirkjun milli
Ufsar- og Kelduárslóns vegna
Kárahnjúkavirkjunar, tæpar 14,5
milljónir króna, um 43 prósentum
undir kostnaðaráætlun.
Tilboð voru opnuð í byrjun vik-
unnar og tóku fimm fyrirtæki
þátt. Kostnaðaráætlun ráðgjafa
Landsvirkjunar hljóðaði upp á
tæpar 25,6 milljónir Næstlægsta
boð áttu Austfirskir verktakar á
Egilstöðum, tæpar 15,8 milljónir
króna, en hæsta boð átti Vinnuvél-
ar Símonar Skarphéðinssonar á
Sauðárkróki, rúmar 25,3 milljónir.
-óká
NÁM „Umsóknir um skólavist í
Menntaskólanum Hraðbraut voru á
annað hundrað, en við getum ekki
tekið við nema rétt rúmlega 80 nem-
endum,“ segir Ólafur Haukur John-
son, skólastjóri Menntaskólans
Hraðbraut.
Hann segir námsárangur ráða
því hvort nemendur komist að en
fjöldi nemenda sem sóttu um hafi
ekki þær einkunnir sem þurfi til að
stunda nám við skólann.“ ■
STEFÁN JÓN HAFSTEIN Formaður samráðs-
hóps um Elliðaárnar kynnti í gær niður-
stöður skýrslu um ástand laxastofnsins í
Elliðaám.
VINNINGSHAFI Silja Stefnisdóttir, vinnings-
hafi í leik á vegum Bylgjunnar og Office 1 í
tengslum við innritun nemenda í Mennta-
skólann Hraðbraut.
NEYTENDUR Úrval af lífrænum mat-
vörum í verslunum á höfuð-
borgarsvæðinu er takmarkað og
vörurnar mun dýrari en hefðbundn-
ar matvörur, samkvæmt úttekt Al-
þýðusambands Íslands. Mikill
verðmundur er á milli verslana.
Heilsuhúsið reyndist oftast með
hæst verð, í níu tilvikum, en Fjarð-
arkaup í Hafnarfirði bauð lægsta
verðið á sjö vörum af þeim sautján
sem kannaðar voru. Sé litið til al-
gengari matvara reyndist sú líf-
ræna mun dýrari kostur. Íslenskir
lífrænt ræktaðir tómatar voru 135
prósentum dýrari en aðrir. Þá mun-
aði 184 prósentum á verði lífrænt
ræktuðum tómötum og appelsínum.
Verðmunur er sagður felast í
meiri kostnaði við lífræna ræktun,
auk þess sem uppskera verður oft
rýrari. -aöe
Ítölsk stjórnvöld:
CIA-mönnum
vísa› á brott
RÓM, AP Ítalía undirbýr kröfu um
að þrettán starfsmenn bandarísku
leyniþjónustunnar CIA verði
reknir úr landi.
Ástæða kröfunnar er rökstudd-
ur grunur um að mennirnir hafi
rænt meintum hryðjuverkamanni
frá Ítalíu og flutt hann til Egypta-
lands þar sem hann var pyntaður.
CIA er talið hafa handsamað og
flutt meinta hryðjuverkamenn til
annarra landa án dómsúrskurðar,
sérstaklega til þeirra ríkja sem
stunda pyntingar. ■
Laxastofninn í Elliðaám of lítill:
Laxinn fluttur upp
fyrir Elli›avatn
SAMGÖNGUR Lög um olíugjald gengu
í gildi um mánaðamótin en við það
féll niður þungaskattur á dísilbif-
reiðum undir tíu tonnum og greiða
eigendur þeirra í staðinn olíugjald
sem er reikn-
að inn í verð á
d í s i l o l í u .
H æ k k a ð i
verðið á dísil
umtalsvert af
þessum sök-
um, upp í
tæplega 110
krónur.
Leigubif-
reiðar eru
flestar dí-
silknúnar og
reikna bif-
reiðastjórar með að breytingin
muni auka rekstrarkostnað hjá sér
að jafnaði um 400.000 krónur á ári.
Að sögn Guðmundar Barkar
Thorarensen, framkvæmdastjóra
BSR, þyrfti að hækka taxtann um
fimmtán prósent til að brúa það bil
en til þess þarf reglugerðarbreyt-
ingu hjá samgönguráðuneytinu.
„Við viljum hins vegar ekki hækka
taxtann svo mikið heldur vonum við
að hið opinbera komi til móts við
okkur á einhvern hátt.“
Í dag fá leigubílstjórar hluta
vörugjalda á bílum sínum felld nið-
ur en Guðmundur segir bílstjóra
hafa rætt um að fá þau niðurfelld
með öllu til að vega upp á móti laga-
breytingunni. Auk þess vilja þeir
geta selt bíla sína eftir átján mánuði
í stað 36 mánaða án þess að þurfa að
endurgreiða niðurfellda gjaldið.
Fallist ráðuneytið á þessa útfærslu
þyrfti einungis að hækka taxtann
um fimm prósent.
Strætó bs. þarf í dag ekki að
greiða nema hluta þungaskatts og
því býst Hörður Gíslason, fjármála-
stjóri fyrirtækisins, við að eftir
breytinguna muni það fá hluta olíu-
gjaldsins endurgreiddan. „Mér sýn-
ist samt að nokkur kostnaðarauki sé
af innheimtu gjaldsins fyrir okkur
vegna aukinnar fjárbindingar.“ Þótt
ekki hafi verið fullrætt hvernig
honum verður mætt segir Hörður
að í augnablikinu séu engar líkur á
fargjaldahækkunum.
Fyrirtæki í vöruflutningaþjón-
ustu reikna með að kostnaður vegna
eldsneytiskaupa muni aukast vegna
breytingarinnar. „Þetta verður
kostnaðarauki á þessum styttri
áætlunarleiðum þar sem menn eru
ekki að aka með tengivagn og bíl,“
segir Óskar Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri innanlandssviðs
Landflutninga-Samskipa. „Svo svo
er bara spurning hvort við getum
hagrætt á móti svo þetta þurfi ekki
að fara út í verðskrána.“
sveinng@frettabladid.is
Olíugjaldi›
eykur kostna›
Reynt ver›ur a› hagræ›a vegna breytinga á
innheimtu skatta af díselolíu, en hækkanir á gjald-
skrá eru fló í einhverjum tilvikum óumfl‡janlegar.
www.yamaha.is
Nýbýlavegi 2
200 Kópavogi
S. 570 5300
Ný sending af vélhjóla-
fatnaði frá Nazran.
Full búð af fatnaði, bæði
fyrir krossara og götuhjól.
Vandaðar flíkur á mjög
góðu verði; eitthvað sem
allt hjólafólk hefur beðið
eftir.
Vertu í stíl
við krómið og kraftinn
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
28
89
1
6
/2
00
5
FATNAÐUR
ÓSKAR ÓSKARSSON HJÁ
LANDFLUTNINGUM-
SAMSKIPUM
TAXTAR HÆKKAÐIR Meðalrekstrarkostnaður leigubíla mun aukast um 400.000 krónur á
ári. Í besta falli verður að hækka gjaldskrá um fimm prósent.
Verð á lífrænt ræktuðu:
Miklu munar á verslunum
LÍFRÆN RÆKTUN Þeim fer fjölgandi sem
slíkt stunda hérlendis.
Menntaskólinn Hraðbraut:
Námsárangur ræ›ur för