Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 39
15 ATVINNATILKYNNINGARFUNDIR/KENNSLA Aðalfundur FUF RS 9. júli. 2005 Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður boðar til aðalfundar laugardaginn 9. júlí 2005 klukkan 17:30 í húsakynnum Framsóknarflokksins Hverfisgötu 33, 3. hæð. – Sérstök athygli er vakin á á ákvæði í lögum félagsins um að framboð þurfi að hafa borist í síðasta lagi sólarhing fyrir aðalfund. 1. Setning. 2. Kosning starfsmanna. a) Fundarstjóra. b) Þingritara. c) Kjörstjórn. 3. Skýrsla stjórnar og umræður. 4. Skýrsla gjaldkera og umræður. 5. Lagabreytingar. 6. Kosningar a) Formaður. b) Stjórn og varastjórn. c) Endurskoðendur reikninga. d) Kjördæmafulltrúar. 7. Önnur mál. Dagskrá Alvöru fluguveiði kennsla í Vatnsdalsá. Flugukennsla verður í Vatnsdalsá 2. – 5. ágúst nk. Kennari verður hinn lunkni fluguveiðimaður Guðmundur Guðmundsson sem gjörþekkir silungsveiðisvæði Vatns- dalsár og ef fleiri en fimm skrá sig, verður Pálmi Gunnars- son eða einhver annar félagi Guðmundar með honum. Frábært fyrir byrjendur sem og aðra sem illa hefur gengið að veiða hingað til á flugu. Möguleiki á stórlaxi. Nánari upplýsingar hjá Magnúsi, s. 898 5695 / 452 4495 og Guðmundi í síma 893 7654. Kópavogsbær. Lindir 4. Hugmyndir að skipulagi. Kynning. Þriðjudaginn 5. júlí nk. verða kynntar hugmyndir að nýju deiliskipulagi Linda 4 (Skógarlind). Á svæðinu, sem afmarkast af Fífuhvammsvegi í suður, Reykjanes- braut í vestur og norður og Lindavegi í austur er fyrir- hugað að rísi verslunar- skrifstofu og þjónustuhús- næði alls um 25.000 m2 að flatarmáli. Í kynningunni verður m.a. gerð grein fyrir yfirbragði fyrirhugaðrar byggðar á svæðinu og umferð. Kynningin fer fram í Lindaskóla og hefst hún kl. 20:30. Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi og for- maður skipulagsnefndar mun stýra fundinum. Skipulagsstjóri Kópavogs. Óskað er eftir sjálfboðaliðum á aldrinum 18-75 ára til þátttöku í klínískri rannsókn á rannsóknarlyfinu CEP-1347. CEP-1347 tilheyrir nýjum flokki lyfja sem hamlar virkni MAP3K9 erfðavísisins, en talið er að við það muni blóð- styrkur ýmissa bólguþátta lækka og það hafi áhrif á fram- vindu astma. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiða- nefndar, Persónuverndar og Lyfjastofnunar. Aðalrannsak- andi er Unnur Steina Björnsdóttir, sérfræðingur í lyflækn- ingum, ofnæmis- og ónæmissjúkdómum og meðrann- sakendur hennar eru læknarnir Andrés Sigvaldason, Dav- íð Gíslason, Dóra Lúðvíksdóttir, Eyþór Björnsson, Gunnar Guðmundsson, Ólafur Baldursson og Kolbeinn Guð- mundsson. Megintilgangur rannsóknarinnar er að athuga verkun, ör- yggi og þol mismunandi skammta af CEP-1347 svo og áhrif þeirra á blóðþéttni ýmissa bólguþátta sem taldir eru skipta máli í astma. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur fái langvarandi bata af meðferð með rannsóknarlyfinu en niðurstöður rann- sóknarinnar geta leitt til framfara í læknisfræðilegum rannsóknum og meðferð á astmasjúkdómi. Um 160 astmasjúklingar munu taka þátt í rannsókninni sem verður framkvæmd á Læknasetrinu ehf., Mjódd, Þönglabakka 1 og 6, 109 Reykjavík og á rannsóknarsetri Íslenskra lyfjarannsókna ehf. – Encode, Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík. Eitt af inntökuskilyrðum í klínísku rannsóknina er að þátttakendur séu/verði arfgerðagreindir með tilliti til breytileika í MAP3K9 erfðavísinum en sú arfgerðar- greining fer fram samhliða hjá Íslenskri erfðagreiningu í tengslum við rannsókn á erfðum astma og ofnæmis. Einungis þeir sem bera ákveðna breytileika í MAP3K9 erfðavísinum geta tekið þátt í klínísku rannsókninni. Klíníska rannsóknin tekur yfir 10-12 vikna tímabil og gert er ráð fyrir 7 heimsóknum á rannsóknarsetur. Þeir sem kynnu að hafa áhuga og þeir sem ekki hafa tek- ið þátt í erfðarannsókninni eru beðnir um að leita frekari upplýsinga hjá Höllu S. Arnardóttur hjúkrunarfræðingi klínísku rannsóknarinnar í síma 510 9900. Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa á eng- an hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Hefur þú áhuga á að taka þátt í klínískri lyfjarannsókn á nýju lyfi við astma?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.