Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 6
6 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR Fjórmenningar dæmdir í fíkniefnamáli: Ræktu›u kannabis í haughúsi DÓMSMÁL Þrír karlmenn og ein kona á fimmtugsaldri voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir að eiga og rækta kannabis- plöntur í haughúsi undir fjósi á sveitabæ í Ölfusi. Húsleit var gerð árið 2003 og fundust þá 671 kannabisplanta, ásamt 203 grömmum af maríjúana og 224 grömmum af kannabisstönglum. Auk þess ræktaði fólkið 300 aðr- ar plöntur sem gáfu af sér að minnsta kosti 1.500 grömm af maríjúana. Hjónin á bænum lögðu til húsnæði og önnuðust daglega umhirðu plantanna. Þau hafa ekki sætt refsingu áður. Konan var dæmd í 45 daga skilorðs- bundið fangelsi en maðurinn fjóra mánuði. Hinir mennirnir tveir lögðu til 20 kannabisplönt- ur, gróðurlampa og hitablásara, en alls voru tólf gróður- húsalampar notaðir við ræktun- ina. Báðir eiga nokkurn sakafer- il að baki. Annar þeirra hlaut sjö mánaða dóm en hann var einnig ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni sextán grömm af kókaíni. Hinn var að auki ákærður fyrir að eiga haglabyssu án skotleyfis og hlaut hann sex mánaða fang- elsisdóm. - rsg Skýrsla um öryggismál á tímum kalda stríðsins: Engir danski ofurnjósnarar DANMÖRK Ríkisstjórnum austan- tjaldsríkjanna tókst ekki að fá háttsetta danska embættismenn til að njósna fyrir sig á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var í vikunni. Út er komin skýrsla Dönsku rannsóknarstofnunarinnar í al- þjóðarannsóknum (DIIS) um ör- yggismál í Danmörku á tímum kalda stríðsins. Þar kemur fram að á árunum 1972-88 voru 26 Dan- ir á mála hjá austur-þýsku leyni- þjónustunni Stasi en enginn þeirra er talinn hafa haft aðgang að upp- lýsingum sem snertu öryggi rík- issins. Leyniþjónustur Sovétmanna og leppríkja þeirra eru sagðar hafa gert ítrekaðar en árangurslausar tilraunir til að fá háttsetta danska embættismenn til liðs við sig, bæði úr stjórnsýslunni og úr hern- um. „Engir danskir ofurnjósnarar voru til á tímum kalda stríðsins, eins og þekktist til dæmis í Vestur- Þýskalandi,“ sagði Svend Aage Christiansen, aðalhöfundur skýrslunnar, í viðtali við Berl- ingske Tidende. -shg Vi›ræ›ur hefjast í næstu viku VARNARMÁL Davíð Oddsson utanrík- isráðherra segir að á vegum ís- lenskra stjórnvalda fari sjö til tíu manna nefnd til fundar við fimmt- án manna viðræðunefnd Banda- ríkjamanna til að ræða framtíð varnarsamningsins við Banda- ríkjamenn. Fundirnir verða í Was- hington næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Viðræðunefnd Bandaríkjamanna er búin að sam- ræma sjónarmið milli ráðuneyta utanríkismála og varnarmála með ákveðnum atbeina Hvíta hússins. „Þetta er mjög þýðingarmikið,“ segir Davíð. „Fram kemur í þeim gögnum sem við höfum að gert er ráð fyrir því að þessir samninga- fundir verði byggðir á þeim sam- tölum sem ég átti við Bandaríkja- forseta, fyrrverandi utanríkisráð- herra og síðan núverandi utanríkis- ráðherra. Þannig að ég er mjög ánægður með að það sé grundvöll- urinn sem á er byggt. Ég vonast til þess að málið komist á hreyfingu á þessum fundum en býst ekki við því að fyrsti fundurinn leiði til nið- urstöðu.“ Davíð Oddson vill ekki ræða efni fundanna nánar og segir það ekki hollt vegna viðræðnanna. „En ég held að óhætt sé að segja að við byggjum á því að varnarsamning- urinn verði í heiðri hafður. En jafn- framt verður að ræða breytingar sem orðið hafa í tilverunni og að- lögun að þeim.“ Nefnd á vegum Bandaríkja- manna, sem fjallar um fækkun her- stöðva innan- og utanlands, hefur lagt til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði lagaður að breytt- um öryggisaðstæðum í kjölfar kalda stríðsins. „Við höfum túlkað það svo að eðlilegt sé að laga sig að því hættumati sem menn horfa á hvarvetna í heiminum á hverjum tíma. Við teljum að við höfum þeg- ar gert það. Um leið verðum við að líta til þess að grundvallar varnar- viðbúnaður sé til staðar í samræmi við það sem varnarsáttmáli ríkj- anna á að tryggja.“ Davíð telur ekki óeðlilegt að Ís- lendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú falli til vegna þess að hlutur al- menns flugs gagnvart herflugi hafi breyst. „Á móti kemur að Banda- ríkjaher er með þennan flugvöll og hefur leyfi til þess að taka hann ef vá stendur fyrir dyrum og fara þá með stjórn flugvallarins gersam- lega. Þannig að menn hljóta að taka einnig tillit til þess sem menn ræða og athuga varðandi kostnað og dreifingu kostnaðar, segir Davíð. johannh@frettabladid.is Kínverskir borgarstarfsmenn: Skilji› bindin eftir heima KÍNA, AP Í fyrsta sinn hafa borgaryf- irvöld í Peking beðið opinbera starfsmenn um að sleppa bindinu og mæta í vinnuna í léttum og þægileg- um fatnaði í stað jakkafatanna sem þeim er skylt að klæðast. Með því vilja yfirvöld draga úr þörfinni á loftkælingu í skrifstofubyggingum svo sporna megi við orkuskorti. Mikil uppbygging í atvinnulífi Kína á undanförnum árum, ekki síst í iðnaði, hefur leitt til orkuskorts í mörgum borgum. Borgaryfirvöld í Peking hafa fyrirskipað að loftkæl- ing sé spöruð en komu til móts við starfsmenn með leyfi til léttari klæðaburðar. ■ Pappírsiðnaður: Sjö vikna deilu loki› FINNLAND, AP Sjö vikna verkfalli starfsmanna í pappírsiðnaðinum og verkbönnum af hálfu vinnu- veitenda lauk í gær þegar verka- lýðsforkólfar og atvinnurekendur samþykktu þriggja ára kjara- samning. Deilan hefur haft mikil áhrif. 24 þúsund manns fóru af launa- skrá 18. maí og talið er að Finnar hafi tapað andvirði 118 milljóna króna á því að útflutningur féll niður meðan engin starfsemi var í pappírsverksmiðjum landsins. Starfsmenn sneru aftur til starfa í gær og búist er við því að allt verði komið á fullt í næstu viku. ■ Nýr talsmaður neytenda: Gísli skipa›ur NEYTENDAMÁL Gísli Tryggvason hef- ur verið skipaður talsmaður neyt- enda. Viðskiptaráðherra skipar í embættið sem er tilkomið vegna breytinga á laga- ramma um sam- keppnismál. Frá árinu 1998 hefur Gísli verið fram- k v æ m d a s t j ó r i Bandalags há- skólamanna en hann er lögfræðingur ásamt því að hafa lokið meistaraprófi í við- skiptafræði og stjórnun frá Háskól- anum í Reykjavík. Tólf aðrir umsækjendur voru um stöðuna, þar á meðal Jóhannes Gunnarsson sem hefur verið for- maður Neytendasamtakanna nær óslitið í tuttugu ár. ■ Ferð þú í tjaldferðalag í sumar? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú neytt ólöglegra eiturlyfja? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 57% 43% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN KANNABISPLÖNTUR Fjórmenningarnir höfðu klætt haughúsið að innan, lagt þangað vatn og rafmagn og komið fyrir loftræstingarbúnaði og hitablásurum. GÍSLI TRYGGVASON Ölvunarakstur: Beinbrotinn eftir bílveltu LÖGREGLUFRÉTTIR Farþegi beinbrotn- aði þegar ökumaður um tvítugt missti stjórn á fólksbifreið norðan Akrafjalls á Vesturlandsvegi við Borgarnes. Bifreiðin valt. Lögregl- an grunar ökumanninn og farþeg- ann um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Mennirnir ungu voru báðir flutt- ir með sjúkrabíl undir læknishend- ur á Akranesi. Ökumaðurinn slapp óbrotinn. Bifreiðin er ónýt. Hún var flutt burt með kranabíl. - gag LÖGREGLUFRÉTTIR UMFERÐAREFTIRLIT Í SKAGAFIRÐI Fimmtán hraðaksturskýrslur voru gefnar út af lögreglunni á Sauðárkróki í fyrradag. Umferð- arátak hófst þar fyrr í vikunni og hafa tugir manna verið stöðvaðir síðan. Enginn af þessum fimmtán ökumönnum var tekinn fyrir ofsaakstur heldur mældist hrað- inn hæstur um 120 kílómetrar á klukkustund. SJÚKRAFLUTNINGAR Á HÖFUÐ- BORGARSVÆÐINU Mikill erill var hjá slökkviliðinu í Reykjavík í gær. Mjög mikið var um sjúkra- flutninga og allir bílar úti þegar mest lét. Engin stórslys voru heldur voru sjúkrabílarnir að flytja hjartveika og aðra á sjúkrahús. ANKER JØRGENSEN Jørgensen var forsæt- isráðherra Danmerkur á árunum 1972-73 og 1972-82 Skoðanakönnun: Forsetinn ekki vinsæll FRAKKLAND, AP Einungis fimmti hver Frakki er sáttur við frammi- stöðu Jacques Chirac Frakklands- forseta, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun sem birt var í Le Fig- aro. Sjö af hverjum tíu eru hins vegar ósáttir við forsetann og störf hans. Nicolas Sarkozy innanríkisráð- herra nýtur mestra vinsælda sam- kvæmt könnuninni, 51 prósent að- spurðra er sátt við störf hans. Sar- kozy fer ekki leynt með að hann sækist eftir forsetaembættinu næst þegar verður kosið um það, árið 2007. Dominique de Villepin forsæt- isráðherra nýtur stuðnings 39 prósenta Frakka en býr við and- stöðu 49 prósenta þeirra. ■ JACQUES CHIRAC 70 prósent Frakka eru ósátt við forseta sinn. NOREGUR ÚTRÁS RAFORKURISA Ríkisrekna raforkufyrirtækið Statkraft í Nor- egi hefur keypt 24 raforkuver í Svíþjóð og Finnlandi af sænska fyrirtækinu Sydkraft fyrir and- virði 37 milljarða íslenskra króna. Kaupin koma í kjölfar yfirlýsingar fyrirtækisins um að reisa raforku- ver í Þýskalandi fyrir 31,5 millj- arða íslenskra króna. Utanríkisrá›herra b‡st ekki vi› a› ni›ursta›a um framtí› Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli fáist á fyrsta fundi um varnarsamninginn. Breytingar á samningnum séu e›lilegar í samræmi vi› aukin umsvif farflegaflugs. DAVÍÐ ODDSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA: „Ekki óeðlilegt að Íslendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú fellur til vegna þess að hlutur almenns flugs gagnvart herflugi hafi breyst.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.