Fréttablaðið - 02.07.2005, Page 6

Fréttablaðið - 02.07.2005, Page 6
6 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR Fjórmenningar dæmdir í fíkniefnamáli: Ræktu›u kannabis í haughúsi DÓMSMÁL Þrír karlmenn og ein kona á fimmtugsaldri voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir að eiga og rækta kannabis- plöntur í haughúsi undir fjósi á sveitabæ í Ölfusi. Húsleit var gerð árið 2003 og fundust þá 671 kannabisplanta, ásamt 203 grömmum af maríjúana og 224 grömmum af kannabisstönglum. Auk þess ræktaði fólkið 300 aðr- ar plöntur sem gáfu af sér að minnsta kosti 1.500 grömm af maríjúana. Hjónin á bænum lögðu til húsnæði og önnuðust daglega umhirðu plantanna. Þau hafa ekki sætt refsingu áður. Konan var dæmd í 45 daga skilorðs- bundið fangelsi en maðurinn fjóra mánuði. Hinir mennirnir tveir lögðu til 20 kannabisplönt- ur, gróðurlampa og hitablásara, en alls voru tólf gróður- húsalampar notaðir við ræktun- ina. Báðir eiga nokkurn sakafer- il að baki. Annar þeirra hlaut sjö mánaða dóm en hann var einnig ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni sextán grömm af kókaíni. Hinn var að auki ákærður fyrir að eiga haglabyssu án skotleyfis og hlaut hann sex mánaða fang- elsisdóm. - rsg Skýrsla um öryggismál á tímum kalda stríðsins: Engir danski ofurnjósnarar DANMÖRK Ríkisstjórnum austan- tjaldsríkjanna tókst ekki að fá háttsetta danska embættismenn til að njósna fyrir sig á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var í vikunni. Út er komin skýrsla Dönsku rannsóknarstofnunarinnar í al- þjóðarannsóknum (DIIS) um ör- yggismál í Danmörku á tímum kalda stríðsins. Þar kemur fram að á árunum 1972-88 voru 26 Dan- ir á mála hjá austur-þýsku leyni- þjónustunni Stasi en enginn þeirra er talinn hafa haft aðgang að upp- lýsingum sem snertu öryggi rík- issins. Leyniþjónustur Sovétmanna og leppríkja þeirra eru sagðar hafa gert ítrekaðar en árangurslausar tilraunir til að fá háttsetta danska embættismenn til liðs við sig, bæði úr stjórnsýslunni og úr hern- um. „Engir danskir ofurnjósnarar voru til á tímum kalda stríðsins, eins og þekktist til dæmis í Vestur- Þýskalandi,“ sagði Svend Aage Christiansen, aðalhöfundur skýrslunnar, í viðtali við Berl- ingske Tidende. -shg Vi›ræ›ur hefjast í næstu viku VARNARMÁL Davíð Oddsson utanrík- isráðherra segir að á vegum ís- lenskra stjórnvalda fari sjö til tíu manna nefnd til fundar við fimmt- án manna viðræðunefnd Banda- ríkjamanna til að ræða framtíð varnarsamningsins við Banda- ríkjamenn. Fundirnir verða í Was- hington næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Viðræðunefnd Bandaríkjamanna er búin að sam- ræma sjónarmið milli ráðuneyta utanríkismála og varnarmála með ákveðnum atbeina Hvíta hússins. „Þetta er mjög þýðingarmikið,“ segir Davíð. „Fram kemur í þeim gögnum sem við höfum að gert er ráð fyrir því að þessir samninga- fundir verði byggðir á þeim sam- tölum sem ég átti við Bandaríkja- forseta, fyrrverandi utanríkisráð- herra og síðan núverandi utanríkis- ráðherra. Þannig að ég er mjög ánægður með að það sé grundvöll- urinn sem á er byggt. Ég vonast til þess að málið komist á hreyfingu á þessum fundum en býst ekki við því að fyrsti fundurinn leiði til nið- urstöðu.“ Davíð Oddson vill ekki ræða efni fundanna nánar og segir það ekki hollt vegna viðræðnanna. „En ég held að óhætt sé að segja að við byggjum á því að varnarsamning- urinn verði í heiðri hafður. En jafn- framt verður að ræða breytingar sem orðið hafa í tilverunni og að- lögun að þeim.“ Nefnd á vegum Bandaríkja- manna, sem fjallar um fækkun her- stöðva innan- og utanlands, hefur lagt til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði lagaður að breytt- um öryggisaðstæðum í kjölfar kalda stríðsins. „Við höfum túlkað það svo að eðlilegt sé að laga sig að því hættumati sem menn horfa á hvarvetna í heiminum á hverjum tíma. Við teljum að við höfum þeg- ar gert það. Um leið verðum við að líta til þess að grundvallar varnar- viðbúnaður sé til staðar í samræmi við það sem varnarsáttmáli ríkj- anna á að tryggja.“ Davíð telur ekki óeðlilegt að Ís- lendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú falli til vegna þess að hlutur al- menns flugs gagnvart herflugi hafi breyst. „Á móti kemur að Banda- ríkjaher er með þennan flugvöll og hefur leyfi til þess að taka hann ef vá stendur fyrir dyrum og fara þá með stjórn flugvallarins gersam- lega. Þannig að menn hljóta að taka einnig tillit til þess sem menn ræða og athuga varðandi kostnað og dreifingu kostnaðar, segir Davíð. johannh@frettabladid.is Kínverskir borgarstarfsmenn: Skilji› bindin eftir heima KÍNA, AP Í fyrsta sinn hafa borgaryf- irvöld í Peking beðið opinbera starfsmenn um að sleppa bindinu og mæta í vinnuna í léttum og þægileg- um fatnaði í stað jakkafatanna sem þeim er skylt að klæðast. Með því vilja yfirvöld draga úr þörfinni á loftkælingu í skrifstofubyggingum svo sporna megi við orkuskorti. Mikil uppbygging í atvinnulífi Kína á undanförnum árum, ekki síst í iðnaði, hefur leitt til orkuskorts í mörgum borgum. Borgaryfirvöld í Peking hafa fyrirskipað að loftkæl- ing sé spöruð en komu til móts við starfsmenn með leyfi til léttari klæðaburðar. ■ Pappírsiðnaður: Sjö vikna deilu loki› FINNLAND, AP Sjö vikna verkfalli starfsmanna í pappírsiðnaðinum og verkbönnum af hálfu vinnu- veitenda lauk í gær þegar verka- lýðsforkólfar og atvinnurekendur samþykktu þriggja ára kjara- samning. Deilan hefur haft mikil áhrif. 24 þúsund manns fóru af launa- skrá 18. maí og talið er að Finnar hafi tapað andvirði 118 milljóna króna á því að útflutningur féll niður meðan engin starfsemi var í pappírsverksmiðjum landsins. Starfsmenn sneru aftur til starfa í gær og búist er við því að allt verði komið á fullt í næstu viku. ■ Nýr talsmaður neytenda: Gísli skipa›ur NEYTENDAMÁL Gísli Tryggvason hef- ur verið skipaður talsmaður neyt- enda. Viðskiptaráðherra skipar í embættið sem er tilkomið vegna breytinga á laga- ramma um sam- keppnismál. Frá árinu 1998 hefur Gísli verið fram- k v æ m d a s t j ó r i Bandalags há- skólamanna en hann er lögfræðingur ásamt því að hafa lokið meistaraprófi í við- skiptafræði og stjórnun frá Háskól- anum í Reykjavík. Tólf aðrir umsækjendur voru um stöðuna, þar á meðal Jóhannes Gunnarsson sem hefur verið for- maður Neytendasamtakanna nær óslitið í tuttugu ár. ■ Ferð þú í tjaldferðalag í sumar? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú neytt ólöglegra eiturlyfja? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 57% 43% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN KANNABISPLÖNTUR Fjórmenningarnir höfðu klætt haughúsið að innan, lagt þangað vatn og rafmagn og komið fyrir loftræstingarbúnaði og hitablásurum. GÍSLI TRYGGVASON Ölvunarakstur: Beinbrotinn eftir bílveltu LÖGREGLUFRÉTTIR Farþegi beinbrotn- aði þegar ökumaður um tvítugt missti stjórn á fólksbifreið norðan Akrafjalls á Vesturlandsvegi við Borgarnes. Bifreiðin valt. Lögregl- an grunar ökumanninn og farþeg- ann um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Mennirnir ungu voru báðir flutt- ir með sjúkrabíl undir læknishend- ur á Akranesi. Ökumaðurinn slapp óbrotinn. Bifreiðin er ónýt. Hún var flutt burt með kranabíl. - gag LÖGREGLUFRÉTTIR UMFERÐAREFTIRLIT Í SKAGAFIRÐI Fimmtán hraðaksturskýrslur voru gefnar út af lögreglunni á Sauðárkróki í fyrradag. Umferð- arátak hófst þar fyrr í vikunni og hafa tugir manna verið stöðvaðir síðan. Enginn af þessum fimmtán ökumönnum var tekinn fyrir ofsaakstur heldur mældist hrað- inn hæstur um 120 kílómetrar á klukkustund. SJÚKRAFLUTNINGAR Á HÖFUÐ- BORGARSVÆÐINU Mikill erill var hjá slökkviliðinu í Reykjavík í gær. Mjög mikið var um sjúkra- flutninga og allir bílar úti þegar mest lét. Engin stórslys voru heldur voru sjúkrabílarnir að flytja hjartveika og aðra á sjúkrahús. ANKER JØRGENSEN Jørgensen var forsæt- isráðherra Danmerkur á árunum 1972-73 og 1972-82 Skoðanakönnun: Forsetinn ekki vinsæll FRAKKLAND, AP Einungis fimmti hver Frakki er sáttur við frammi- stöðu Jacques Chirac Frakklands- forseta, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun sem birt var í Le Fig- aro. Sjö af hverjum tíu eru hins vegar ósáttir við forsetann og störf hans. Nicolas Sarkozy innanríkisráð- herra nýtur mestra vinsælda sam- kvæmt könnuninni, 51 prósent að- spurðra er sátt við störf hans. Sar- kozy fer ekki leynt með að hann sækist eftir forsetaembættinu næst þegar verður kosið um það, árið 2007. Dominique de Villepin forsæt- isráðherra nýtur stuðnings 39 prósenta Frakka en býr við and- stöðu 49 prósenta þeirra. ■ JACQUES CHIRAC 70 prósent Frakka eru ósátt við forseta sinn. NOREGUR ÚTRÁS RAFORKURISA Ríkisrekna raforkufyrirtækið Statkraft í Nor- egi hefur keypt 24 raforkuver í Svíþjóð og Finnlandi af sænska fyrirtækinu Sydkraft fyrir and- virði 37 milljarða íslenskra króna. Kaupin koma í kjölfar yfirlýsingar fyrirtækisins um að reisa raforku- ver í Þýskalandi fyrir 31,5 millj- arða íslenskra króna. Utanríkisrá›herra b‡st ekki vi› a› ni›ursta›a um framtí› Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli fáist á fyrsta fundi um varnarsamninginn. Breytingar á samningnum séu e›lilegar í samræmi vi› aukin umsvif farflegaflugs. DAVÍÐ ODDSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA: „Ekki óeðlilegt að Íslendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú fellur til vegna þess að hlutur almenns flugs gagnvart herflugi hafi breyst.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.