Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 59
FRÉTTIR AF FÓLKI
Innrásin er girnileg
sumarskemmtun,
poppkornsmynd af bestu gerð!
HHH
SV, MBL
Ekta stórslysamynd
HHH
ÓÖH, DV
HHHh
Kvikmyndir.is
HHH
ÓHT, RÁS2
George Clooneystefnir nú að því
að hitta Tony Blair
undir fjögur augu til
að ræða málefni
Afríku. Leikarinn
ætlar að fara til Edin-
borgar á G8 fundinn
eftir Live 8-tónleik-
ana í London. „Ég
hef ekki tekið þátt í
mannúðarmálum mjög lengi og ætti
að hafa byrjað fyrr því margir vinir
mínir hafa sinnt þessu í mörg ár,“
viðurkenndi George, en benti á að
batnandi mönnum væri best að lifa.
Russell Crowe,sem lamdi hótel-
starfsmann með
síma á dögunum,
hefur beðið eigin-
konu sína fyrirgefn-
ingar með tutttugu
milljón króna dem-
antshring. Eiginkona
hans og barnsmóðir,
Danielle Spencer,
varð nefnilega alveg æf þegar hún
heyrði af líkamsárásinni. Russell vildi
með þessari gjöf sýna henni að þótt
hann tapi jafnvel frelsinu fyrir atvikið
vilji hann alls ekki missa hana.
Þegar ColinFarrell og
Jamie Foxx kynnt-
ust sögðu ein-
hverjir vinir Colins
að þar hefði skratt-
inn hitt ömmu
sína. Báðir eru þeir
þekktir fyrir að
skemmta sér óheyri-
lega og fundu því
góðan drykkjufé-
laga í hvor öðrum. Nú nýlega voru
þeir á skemmtistað í Miami og sýndu
ekkert farasnið á sér þegar loka átti
staðnum. Húsvörður staðarins benti
þeim á að klukkan væri orðin sjö að
morgni en þá sagði Colin einfaldlega,
„við förum ekki fet. Við skulum passa
að ónáða þig ekki.“
Leikkonan Heather Locklear, semflestir muna eftir úr Melrose
Place, hefur nú talað opinberlega
um ástarsamband sitt við Tom Cru-
ise. „Ég held að við höfum aldrei
kysst. Þetta var meira bara eins og
góð vinátta,“ sagði leikkonan
snoppufríða. Parið var saman í
nokkra mánuði árið 1982 en hún
segist aldrei hafa náð góðum
tengslum við hann.
„Hann var aldrei í
bænum og
þekkti engann
svo ég sagðist
geta fylgt honum
um allt. Hann
þáði það ekki og
mér fannst und-
arlegt að hann
kallaði mig
alltaf fröken.“